Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						10
TÍMINN
Föstudagur 2. júni 1972.
Káðhús Hamborgar
Áreííus Níelsson:
„Hlið heims
,HH6 heimsins" — Aoaljárnbrautarstöö Hamborgar
Svo furðulegt sem það
má annars þykja, skrifa
fáir ferðamenn um
Hamborg. En fáar munu
þær borgir, sem fleiri
koma til árlega. Flestir
hafa þar þó litla eða
enga viðdvöl, skipta að-
eins um skip, lest eða
þotu.
Það er þvi ekki út i
bláinn, að þessi mikla
borg við mynni Elfar
(Elben) hefur verið
nefnd „Hlið heimsins,"
og er enn i daglegu tali
kölluð hlið Evrópu,
meginlands þess.
Alla daga og mikinn hluta
hverrar nætur streyma þúsund-
irnar og milljónirnar gegnum
Hauptbahnhof, en það er aðal-
járnbrautarsöðin, fyrir nú utan
alla þá, sem koma og fara með
flugvélum og skipum. En það er
eins og enginn megi eða vilji
stanza lengur en brýnasta nauð-
syn krefur i þessu mikla hliði.
Þetta gæti samt gjarnan verið á
annan veg. Hamborg er merki-
legur staður fyrir margra hluta
sakir, ein af mestu verzlunar-
borgum Evrópu og álfunnar
helzta hafnarborg, sögufrægog
sjálfstætt viðskiptariki á miðöld-
um!
1 nágrannalöndum, t.d. Noregi
og Danmörku, eru heil borgar-
hverfi og götur við hana kennd.
Og jafnvel hér norður á tslandi lét
hún sig ekki án vitnisburðar i
verzlun, viðskiptum og trúmál-
um, sem helzta verzlunarsetur á
vesturhveli jarðar og hefðarstóll
erkibiskupa og andlegra preláta
og pótentáta.
Enn í dag er Hamborg stórbrot-
in og köld við fyrstu sýn, með há-
um turnum og gráum, gömlum
byggingum, borg andstæðna og
óhreininda, hraða og glaums,
sem minnir mest á New-York,
ekki sizt i nánd við höfnina.
En þar leynast einnig friðsælir
gróðurreitir, fallegir garðar og
grænar lendur. Og helzta ósk fjöl-
margra borgarbúa felst i þeirri
frómu ósk, sem birtist i yfirskrift,
og einkunnarorðum æskulýðs- og
hugsjónamanna þar, oröunum:
„Gerum Hamborg græna". En
það eru samtök, sem berjast gegn
eitrun og mengun stórborgalífs-
ins og vinna með öflum vors og
gróandi lífs.
Talið er,að Hamborg hafi upp-
haflega verið byggð sem vigi á
dögum Karls mikla, sem uppi var
um 800 f. Kr. Og þetta var vigi við
mynni Elfar gegn innrásum
Slava, og kennt við skóginn, sem
þarna var og hét Hamme.
Arið 811 lét Karl k'eisari reisa
kirkju eina mikla á þessum slóð-
um, og segja má, að siðan eigi
borgin við Elfi óslitna merka sögu
allt fram á þennan dag. Og þaðan
breiddist kristnin út til nágrennis
og Norðurlanda, og þar varð eins
og áður er að vikið erkibiskups-
setur eitt hið fyrsta i Evrópu
norðanverðri.
Hvað eftir annað og i fyrsta
sinni 845 var Hamborg rænd og
brennd og aðrar borgir áttu að
taka við af henni. En hún reis allt-
af úr eldinum öflugri en fyrr. Og
seint á 12. öld hefst veldi hennar
sem einnar helztu verzlunarborg-
ar Evrópu. Hún verður þá þegar,
það sem kalla mætti og nefnt var
„Hlið heimsins" fyrir Norður-
lónd, auk þess sem „Ráðið", það
er þing Hamborgar, aflaði henni
valds og virðingar um álfuna alla.
En það vald jókst enn meira við
Gerður Steinþórsdóttir:
Starfsfræðsla í nútímaþjóðfélagi
A borgarstjórnarfundi þann 18.
mai 1972 fluttu borgarfulltrúar
Framsóknarflokksins svohljoð-
andi tillögu:
I.
Borgarstjórn Reykjavikur sam-
þykkir að beina þvi til mennta-
málaráðuneytisins, að hið fyrsta
verði komið á fót innan fræðslu-
kerfisins miðstöð, sem annist eft-
irgreind verkefni:
a)  Söfnun upplýsinga um starfs-
greinaskiptingu i þjóöfélaginu og
kröfur þær, sem gerðar eru til
fólks i hinum ýmsu störfum.
b) Aætlanagerðum vinnuaflsþörf
ýmissa starfsgreina, og verði þar
bæði um langtlmaáætlanir aö
ræða og til skemmri tima.
c)   Leiðbeiningar um starfsval.
Miðstöðin starfi i nánum tengsl-
um við samtök atvinnuveganna
og Háskóla tslands. Hún miðli
upplýsingum til skóla, einstak-
linga og annarra, sem áhuga hafa
á þessum málum.
II.
Meðan rikisvaldið hefur ekki
komið á fót starfsemi sem að
framan greinir, leggur borgar-
stjórnin enn frekari áherzlu á, að
aukin veröi starfsfræðsla, kynn-
ingar- og leiöbeiningastörf fyrir
unglinga i skólum Reykjavikur-
borgar. Felur borgarstjórnin
fræðsluráði að sjá svo um, að
þessi þáttur skólastarfsins veröi
ekki vanræktur.
Var lillagan samþykkt sam-
hljóða, ásamt viðaukatillögu frá
Kristjáni J. Gunnarssyni, borgar-
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
A fundinum flutti ég framsögu-
ræöu með tillögunni, og fer hún
hér á eftir.
Breyttþjóðfélag
Hvers vegna er þörf á upp-
lýsingasöfnun um störf i þjóðfé-
laginu? Svo sem kunnugt er, bauð
hið kyrrstæða, fábrotna bænda-
þjóðfélag litið val eða sérhæfingu
i störfum. Með myndun bæja og
kaupstaða hefst nýr kapituli i
þjóðarsögunni, sem margir hafa
kennt við byltingu og óþarft er að
rekja hér. En i nútimaþjóðfélagi
skapast stöðugt nýjar þarfir,
tæknin vex, þjóðfélagið tekur
sifelldum breytingum og verður
æ flóknara. Um störfin er það að
segja, að ný koma fram á sjónar-
sviðið, hin eldri taka breytingum
eða hverfa. Kröfur um sérþekk-
ingu verða stöðugt meiri, og þörf
fyrir ófaglært verkafólk minnkar.
Af þessu leiðir, að erfiðara
verður fyrir unglinga að fá nauð-
synlega yfirsýn yfir þá mögu-
leika, sem fyrir hendi eru, og
mörgum veröur vandrötuð leiðin
Urskólunum út i atvinnulifiö. Við
þetta bætist, að margir eru van-
þroska þegar að starfsvali
kemur. Einnig hafa unglingar ólj-
ásar eða rangar hugmyndir um
þær kröfur, sem gerðar eru til
fólks i hinum ýmsu störfum, ekki
aðeins um menntun, heldur og
lundarfar,ábyrgðo.s.frv. Hér ætti
fræðsla i skólum landsins að
koma til, fræðsla um starfsgrein-
ar og aðstoð við að meta hæfileika
og áhugasvið hvers einstaklings.
Slik aðstoð ætti að hjálpa til að
leggja grundvöll að starfsvali og
getur orðið mörgum leiðarljós.
Aldrei fyrr hafa hæfileikar
manna getað ráðið meira um
starfsval en einmitt nú. Ég vil
geta þess, að ekki einungis ungl-
íngar innan tvitugsaldurs vaða
reyk i þessum efnum, heldur eru
lika mörg dæmi þess i Háskóla
tslands, að stúdentar eyði
nokkrum árum i það að fara úr
einni deild i aðra i von um að
finna eitthvað við sitt hæfi. Ef
þetta unga fólk hefði gert sér
grein fyrir hæfileikum sinum og
eðli væntanlegs starfs, væri það
betur á vegi statt.
Söfnun upplýsinga
Ég hef hér að framan lagt
áherzlu á, að það eigi að búa unga
fólkið undir starfsval með þvi að
kynna sem bezt hvaða möguleik-
ar eru fyrir hendi. En til þess að
svo verði, þarf ákveðinn aðila,
sem stöðugt safnar upplýsingum
um starfsgreinaskiptingu og þau
störf, sem þjóðfélagið hefur að
bjóða og er i þörf fyrir hverju
sinni: hvaða menntunar sé
krafizt, hvaða eiginleikar séu
æskilegir o.s.frv.  Mikill fengur
væri að þvi, að slikar upplýsingar
væru aðgengilegar á einum stað.
Þaðan verði þeim miðlað til
þeirra, sem áhuga hafa. A slikan
stað á fólk á öllum aldri að geta
leitað til að fá upplýsingar og að-
stoð.
Þörf þjóðfélagsins
1
Gerður Steinþórsdóttir
Þá er komið að b-lið tillögunn- 6
ar. Það er ekki nóg að hafa upp- ti
lýsingar um ýmis störf, heldur  >
þarf einnig að áætla um þörf þjóð-  :
félagsins fyrir þau. Leiðbeiningar
um starfsval verða að hafa hlið-
sjón af henni. Slik áætlun þarf
stöðugt að vera i endurskoðun.
t þessu sambandi langar mig að ;
vitna i alþjóðlega yfirlýsingu frá
1949 um meginmarkmið starfs-
fræðslu. Þar segir svo: „Meöorð-
inu „starfsfræðsla" er átt við þá
hjálp, sem veitt er einstaklingi til
að auðvelda honum val ævistarfs
og val menntunar með hliðsjón af
þeim atvinnumöguleikum, sem til
staðar eru...Starfsfræðsla er
grundvölluð á frjálsu starfsvali.
Aðalmarkmið hennar er að gefa
hverjum einstakling sem bezt
tækifæri til að þroskast og öðlast
starfsgleði, en taka samtimis til-
lit til nýtingar vinnuafls þjóðar-
innar...Stöðugt er þörf fyrir
starfsfræðslu, byggða á sömu
grundvallaratriöum,  hver  sem
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20