Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						WÆl)
2:3*1 >.i:r
16
TÍMINN
Föstudagur 2. júní 1972.
KR-ingar tóku forystuna í 1. deild
Umsjóji: Alfreð Þorsteinsson
„ÞAÐ ER ÓSKADRAUMUR HVERS LIÐS AÐ
FÁ GOTT .START' í l.DEILDAR BARATTUNNI"
- sagði Orn Steinsen, þjálfari KR, eftir að skólastrákarnir hans sigruðu Breiðablik, 3:0
\'ift náöum sambandi viö örn
Steinsen, þjálfara KR, eftir leik
liðs hans viíi Breiöablik og
spurðum hann, hvort hann væri
ekki ánægöur með liðið: -Það er
ekki ,annað hægt að segja, en aö
ég sé mjög ánægður með liðið.
Vörnin, sem ég tel veikasta hlekk
liðsins, stóð sig mjög vel i leikn-
um og það virðist, sem hún
styrkist, með hverjum leik.
—Þaö var gert mjög lítið úr KR-
liðinu fyrir mótiö og þvi spáð falli.
Þá var sagt um það, að það væru
ungir órcyndir strákar, sem
skipuðu liðið, þeir sömu og i
fyrra, og væru það ekki miklir
knattspyrnumenn.
-Nei ég kviði ekki framtiðinni
það er miklu meiri holti i strákun-
um, en þeir hafa sýnt i tveimur
fyrstu leikjunum. Það er óska-
draumur hvers liðs, að fá gott
starl i byrjun - það hcfur KR-liðið
fcngið og cr mjög mikill styrkur
l'yrii' það, þvi að lcikmenn liðsins
cru ungir og þurfa að fá meira
sjálfstraust, scm þcir hafa nú
fcngið og eru þeir ekki búnir að
scgja sitt siðasta orð i sumar.
Ekki er að efa, að margir
áhorfendur,sem hafa séð hið unga
og liflega KR-lið, taki undir þessi
orð Arnar. T.d. sagði einn harður
Valsari, að hann væri farinn að
halda með KR-liðinu, þvi að ungu
ljónin i KR, væru svo léttleikandi
og skemmtileg á að horfa.
En snúum okkur þá að leik
Breiðabliks og KR, sem fór fram
á Melavellinum s.l. miðvikudags-
kvöld.
Það var greinilegt, að leikmenn
liðanna voru taugaóstyrkir i
byrjun leiksins. Liðin skiptust á
að sækja en þeim tókst ekki oft
að* skapa sér virkilega hættu við
markið og varð þvi mest um
miðjuþóf. Bezta færið i fyrri hálf-
leik, áttu Breiðabliksmenn, á 44.
min. fékk Olafur Friðriksson,
gullið tækifæri til að færa liði sinu
forystu i leiknum. Hann fékk
knöttinn, einn og óvaldaður inn i
markteig KR, sannkallað
draumafæri - honum brást boga-
Iistin og skaul fram hja.
KR-ingar mættu tviefldir til
leiks i siðari hálfleik og voru
greinilega ákveðnir að gera út um
leikinn strax. Gunnar Guðmunds-
son, komsl einn inn fyrir vörn
Breiðabliks á 13 min. - á siðustu
stundu bjargaði markvörður
Breiðabliks, Olafur Hákonarson,
með úthlaupi á rétlu augnabliki.
Ólafur var ekki eins vel á verði,
þrem min. siðar þegar hörkuskot
frá Atla Héðinssyni, söng i neta-
möskunum fyrir aftan hann -
stórglæsilegt skot frá Atla. Eftir
markið, var eins og Breiða-
bliksliðið, sem skóp sér nafn
fyrir að sigra Vestmannaeyjar
um s.l. helgi, félli saman.
KR-ingar tóku smátt og smátt,
ðll völd i Ieiknum og Breiðabliks-
menn, sem voru i hlutverki
temjarans, misstu öll tök á ungu
ljónunum i KR. KR-liðið
innsiglaði sigurinn, með tveim
mörkum undirlok leiksins. Annað
mark liðsins, skoraði Hörður
Markan með skalla og það þriðja,
Faröu tilfjandans...er eins og Atli Héðinsson segi . beear hann sendir knöttinn með þrumuskoti i mark
Breiðabliks. Og markvörðurinn, Ólafur Hákonarson, veit ekki fyrr en knötturinn syngur I netinu.
(Timamyndir Róbert.)
Atli, hinn sókndjarfi miðherji 'liö
sins.
KR-liðið, með Atla Björn
Pétursson, Baldvin og Sigmund,
sem beztu menn,  kom  vel  frá
Minningarsjóður
Rúnars
Vilhjálmssonar
Stofnaður hefur verið
minningarsjóður um Rúnar
Vilhjálmssson knattspyrnu-
mann, sem lézt af slysförum
i landsliðsför 1970.
Minningarspjöld eru til
sölu i Lúllabúð, Bólstrun
Harðar Péturssonar,
verzluninni Straumnes og
sportvöruverzlun Ingólfs
Óskarssonar.
leiknum. Liðið i heild lofar góðu,
en greinilegt er, að það má laga
ýmislegt i leik liðsins. T.d. má
liðið leika meira upp kantana, i
staðinn fyrir að reyna alltaf að
brjótast upp miðjuna, með
stunguboltum á Atla.
Breiðabliksliðið olli von-
brigðum i leiknum,- er það
kannski vegna þess, að búizt var
við miklu af þeim? ,-sérstaklega
eftir sigurinn i Eyjum. Ég bjóst
við þeim sterkari, sagði einn leik-
manna KR eftir leikinn og getur
undirritaður tekið undir þau orð.
Beztu menn Breiðabliks, voru
Ólafur Hákonarson, Helgi
Helgason     0g    Haraldur
Erlendsson.
Dómari leiksins var Einar
Hjartarssonogdæmdi hann vel. -
SOS.
£g  t'.vo  þér    upp  1  dans.....Haraldur  Erlendsson  og  Guðjón
Guðmundsson taka sporið I leik Breiðabliks og KR.
Hörður er
byrjaður að æfa
með Akranes-
liðinu
Hörður Helgason,
varamarkmaður Fram þrjú s.I.
suiiiur, er byrjaður að æfa með
Akranesliðinu. Eins og hefur
komið fram hér á slðunni, hefur
Hörður gengið yfir I Akranesliðið,
og mun hann leika með liðinu i
sumar. Hörður er fluttur upp á
Akranes, þar sem hann mun hef ja
störf sem kennari.
Til gamans má geta þess, að
það var Hörður, sem varði hina
frægu vitaspyrnu frá Ellert B.
Schram, á siðustu minútunni i
leik KR og Fram i bikarkeppninni
1970 — það varð til þess, að Fram
vann leikinn og stuttu siðar urðu
þeir Bikarmeistarar.
Ekki er að efa, að Hörður mun
styðja Akranesliðið i 1. deildar-
baráttunni i sumar, þar sem
Akranesliðið hefur illilega
vantað góðan markvörð undan-
farin ár.                SOS.
Hollenska liðið Ajax sigraði i
Evrópukeppni meistaraliða,
þegar liðið sigraði italska liðið
Inter Milan s.l. miðvikudags-
kvöld 2:0 i úrslitaleik, sem fór
fram i Rotterdam.
Ajax var betra liðið i leiknum
og sigurinn kærkominn. Knatt-
spyrnusnillingurinn Gruyff, sem
var kosinn knattspyrnumaður
ársins 1971 i Evrópu skoraði bæði
mörk liðsins i siðari hálfleik.
Ajax var einnig meistari i
þessari keppni i fyrra, en þá sig-
raði liðið griska liðið Panathina-
ikos,sem ungverski knattspyrnu-
konungurinn Puskas þjálfaði,i úr-
slitaleik á Wembley 2:0.
Skozka  landsliðið  i  knatt-
spyrnu,  undir stjórn  Docharty,
heldur til Brasiliu á næstunni, þar
sem liðið mun taka þátt i Litlu
heimsmeistarakeppninni,   sem
haldin er i tilefni 100 ára sjálf-
stæðis landsins.
Islandsmótið utanhúss i hand-
knattleik karla hefst eftir 17. júni
og mun standa til 2. júli. Ekki er
enn ákveðið, hvar það fer fram,
en tvö félög hafa sótzt eftir að fá
að halda það — þau eru Grótta á
Seltjarnarnesi og Haukar i
Hafnarfirði.
Helgi borvaldsson, knatt-
spyrnumaður úr Þrótti, lék sinn
100 meistaraflokksleik með
knattspyrnuliði félagsins i gær-
kvöldi, þegar Þróttur lék gegn FH
i Hafnarfirði. Leikurinn var fyrsti
leikur 2. deildar i knattspyrnu i
ár. (nánar um leikinná morgun).
Óvist er, að Magnús Guðmunds-
son, markvörður 1. deildar liðs
KR i knattspyrnu geti leikið með
liðinu,þegar það mætir Akranes-
liðinu á sunnudaginn. Hann
meiddist illa á fæti i leik Breiða-
bliks - KR.
1 dag hefst Pierre Robert-
keppnin i golfi og verður hún
haldin á velli Nesklúbbsins á Sel-
tjarnarnesi. Mótið er eitt fjöl-
mennasta mót sumarsins.
íslandsmetí kúluvarpi!
OE-Reykjavik.
Baráttan i kúluvarpi á EOP-
mótinu i gærkvöldi var óvænt,,
hörð og skemmtileg. 1 fyrstu um-
ferð varpaði Hreinn Halldórsson,
HSS 17,27. Það var ekki fyrr en i 5.
umferð, að Guðmundur Her-
mannsson, KR tryggði sér sigur
með 17,56 metra kasti. 1 2. umferð
varpaði Hreinn 17,39, sem er 84
sm. lengra en hans bezti árangur
frá IR-mótinu fyrir viku. Þess má
geta, að OL-lágmarkið er 18,20 m.
Lára Sveinsdóttir, A setti nýtt
Islandsmet i hástökki stökk 1,58
m. Hún felldi 1,60 af slysni, en var
vel yfir hæðinni. Bjarni Stefáns-
son, KR hljóp 400 m á 49,2 sek.,
sem var gott i kuldanum og gjól-
unni á Melavellinum i gærkv.
Erlendur Valdimarsson, 1R var
ekki i essinu sinu i kringlukast-
inu, hann kastaði 55,06 m, en átti
ógild kast um 57,50 m. Nánar
verður skýrt frá úrslitum i blað-
inu á morgun.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20