Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Föstudagur 2. júni 1972.	TÍMINN		17
			
Suifl			W$&mm
Fram- Vestmannaeyjar
3. júní - Laugardalsvöllur kl. 16.00
Kristinn  Jörundsson,
Fram
„Það verður ekki auðvelt
að sigra Eyjamenn"
—Leikurinn gegn Vest-
mannaeyjum leggst vel í mig,
þó að það eigi kannski eftir að
há okkur i leiknum, að nokkrir
leikmenn eiga við meiðsli að
striða. En liðið styrkist mikið
við     komu      Erlends
Magnússonar, sem gat ekki
leikið með okkur gegn Viking.
—Eg - veit, að Vest-
manneyingar verða erfiðir i
leiknum, þvi að þeir eru ekki
enn þa búnir að sætta sig við
tapið gegn Breiðablik um s.l.
helgi.
—Við sigruðum þá i fyrra
3:1 og erum við allir & þeim
buxum að endurtaka þann
sigur nil i ár. En það verður
ekki auðvelt að sigra Eyja-
menn — þeir hafa alltaf sterku
liði á að skipa.
—Jú, víst hef ég áhuga á að
skora mörk, en það skiptir
engu máli, hver skorar mörkin
fyrir okkur, bara að þau verði
skoruð.
Óskar   Valtýrsson,
Vestmannaevium.
Vorum of bjartsýnir
og töpuðum
— Ég er ekki allt of bjart-
sýnn á leikinn gegn Fram.
Framarar eru alltaf erfiðir á
heimavelli, og þvi reynum við
að gera okkar bezta á Laugar-
dalsvellinum á morgun.
— Við vorum allt of bjart-
sýnir, þegar við mættum
Breiðabliki, og þess vegna
töpuðum við leiknum. Þar
höfum við lært af reynslunni,
að það má ekki vanmeta and-
stæðingana. Það er mjög mikil
óánægja hér i Eyjum eftir
þann leik.
— Leikurinn við Fram
verður erfiður, en örugglega
skemmtilegur og tvisynn. Ég
get ekki spáð um úrslit hans —
við erum ákveðnir að berjast
fram á siðustu min. Við vitum
ekkert um styrkleika Fram-
liðsins, það hafa orðið miklar
breytingar hjá liðinu siðan við
lékum gegn þvi siðast.
KR - AKRANES
4. jiiní - Laugardalsvöllur kl. 20.00
Atli l>. Héöinsson,
KR
„Erum ákveðnir í
að halda toppsætinu"
—Ég er mjög ánægður með
-KR-liðið og leiki okkar gegn
Val og Breiöablik. Fyrst við
erum komnir i toppsætið,
erum við ákveðnir að halda
þvi, og stefnum að þvi, að ná 8
stigum áður en við förum i
æfingarbúðir 17. júni n.k.
—Leikurinn við Akranes á
sunnudaginn leggst vel i mig
og erurrí við KR-ingarnir
ákveðnir að selja okkur dýrt i
þeim leik — enda eru alltaf
baráttuleikir þegar erki-
fjendurnir mætast. Það er
ómögulegt að spá, hvernig
leikurinn fer — það lið, sem
hefur heppnina með sér,
vinnur.
—Jú, ég fer alltaf á völlinn,
til að bæta mörkum við
markasafnið mitt og tek alla
,,sénsa" til að koma
„tuðrunni" i netið.
Rikharöur  Jónsson,
þjálfari Akraness.
„Verðum með
í baráttunni i 1. deild"
— Við ætlum að vera með i bar-
áttunni um Islandsmeistaratitil-
inn og vinna KR á sunnud.
KR-ingar eru alltaf hættulegir
mótherjar, sem má vara sig á.
— Ég efa ekki, að leikurinn
verði skemmtilegur spennandi og
vel leikinn. Leikmenn Akraness
eru i mjög góðu formi og mórall-
inn góður.
— Það var sagt fyrir leik okkar
gegn Keflavik, að      leiðinda-
málið, sem kom upp hjá lands-
liðinu,mundi binda okkur saman.
Það verkaði alveg þveröfugt á
liðið, strákarnir voru i einu
taugastriði allan leikinn gegn
Keflavik — enda er ekkert gaman
að leika undir þeirri pressu, sem
hefur hvilt á okkur að undan-
förnu.
— En sem sagt, við komum til
Reykjavikur á sunnudaginn, til
að vera með i baráttunni i 1.
deild.
Baráttan
í 1. deild
Um helgina, heldur baráttan
um toppinn og fallið áfram i
fyrstu deild, leiknir verða fjórir
leikir, þrir i Reykjavik og einn
suður _i_ Keflavik. Verður þvi
mikið að gera hjá knattspyrnu-
unnendum á Stór-Reykjavikur-
svæðinu og vona þeir örugglega
allir, að blessuð sólin brosi sinu
bliðastu um helgina.
Ef það verður flugveður frá
Vestmannaeyjum á laugardag-
inn, kemur úrvalslið úr Eyjum,
ÍBV, til Reykjavikur og leikur á
Laugardalsvellinum við Fram,
má búast við, að þar verði hart
barizt. Bæði þessi lið, komu á
óvart i 1. umf. fyrir að leika langt
undir getu — en i leiknum á
laugardaginn, þýðir ekki að vera
með neitt hálfkák, liðin verða að
taka á öllu sem þau eiga, til að
fara með sigur af hólmi.
Á sunnudaginn verður mikið að
gera hjá leikmönnum Vikings,
þeir fá ekki að leika á heimavelli
eins og Framarar, heldur verba
þeir að fá sér ökutúr til Kefla-
vikur, þar sem þeir leika við
heimamenn á grasvelli staðarins.
Má búast við,að Suðurnesjamenn
og sjómenn i landlegu, hópist á
völlinn þar, til að sjá fyrsta, 1.
deildarleikinn þar á árinu.
Islandsmeistararnir ÍBK, sem
komu heim um s.l. helgi frá Akra-
nesi, með tvö stig i pokahorninu,
eru liklegri til sigurs, en Bikar-
meistarar Vikings, i leiknum.
Það má búast við^að Vikingar séu
ósammála þvi.
En um svipað leyti og Vikingar
koma aftur til Reykjavikur, eru
ungu ljónin úr KR að fara fram á
orustuvöllinn, þau mæta Akur
nesingum á Laugardalsvell
inum á sunnudagskvöldið. Það
eru ekki mörg ár siðan liðin háðu
marga baráttuleikina um
tslandsmeistaratitilinn. Þó að
það verði kannski ekki i ár, má
alltaf búast við spennandi leik,
eins og alltaf þegar liðin mætast
Að spá þar úrslitum, er svipað og
ætla sér aö spá um heimsendi, um
það geta aðrir en ég spáð.
Það verða ekki margir leik-
menn Breiðabliks og Vals, sem
mæta til leiks á grasskóm , þegar
liðin leiðá saman hesta sina á
mánudagskvöld n.k. Ástæðan
fyrir þvi er,að liðin leika á Mela-
vellinum gamla, sem er skráður
heimavöllur Breiðabliks i 1. deild.
Þar er ekki stingandi strá, eins og
fyrri daginn, og kemur það sér
vel fyrir Breiðabliksliðið, sem er
talið mesta malarlið 1. deildar.
En Valsliðið getur lika leikið á
möl og má þvi búast við að það
sigri leikinn.             SOS.
STADAN:
KR
Fram
IBK
Breið.
Vikingur
IBV
Valur
1A
2 2 0 0
110 0
110 0
2 10 1
10 0 1
10 0 1
10 0 1
10 0 1
5:1
1:0
3:1
3:5
0:1
2:3
1:2
1:3
Markhæstu menn:
Atli Héðinsson, KR
Steinar Jóhannsson, ÍBK
Óskar Valtýsson, IBV
Matth  ias Hallgrimsson, 1A
Alexander Jóhannesson, Val
ólafur Friðriksson, Breið.
Simon Kristjánsson, FRAM
Bókaðir:
Matthias Hallgrimsson, IA
Bergsveinn Alfonsson, Val
AtliÞ.Héðinsson, KR
örn Óskarsson, IBV
Óskar Valtýsson, IBV
Þór Hreiðarsson, Breið.
Sigurbergur Sigsteinss. Fram
Guðmundur Þórðarson, Breið.
Orslit i fyrra:
Fram — Vestmannaeyjar     3:1
Keflavik — Vikingur         —
KR —Akranes             1:3
Breiðablik —Valur.         2:0
Vikingurlékekki i 1. deild ifyrra,
en árið 1970 sigraði Keflavik á
heimavelli 1:0.
„Ég reyni alltaí
að skora mörk"
— Við erum ekki eins hræddir
fyrir leikinn gegn Vikingi á
sunnudaginn og við vorum fyrir
leikinn uppi á Skaga um s.l. helgi.
En það verða allir leikir erfiðir i
sumar, eins leikurinn gegn
Vikingi.
— Við tökum að sjálfsögðu á
móti Vikingunum i Keflavik og
stefnum að þvi að 'halda báðum
stigunum eftir heima.
— Það má mikið ganga á, ef
Vikingarnir ætla að hefja sigur-
göngu sina hér i Keflavik, en
annars getur allt gerzt i knatt-
spyrnu.
— Ég get ekki sagt um það,
hvort ég skora mark  i leiknum
gegn Vikingi, en maöur reynir
alltaf að skora mörk, þótt það
takizt ekki alltaf.
Steinar Jóhannsson Keflavík.
KEFLAVIK - VIKINGUR
4. júní - Keflavíkurvöllur kl. 16.00
„Sigurganga okkar
hefst í Keflavík"
Kirikur l»orsteinsson, Viking.
—Vikingsliðið leikur yfir-
leitt mikið betri knattspyrnu
heldur en liðið sýndi gegn
Fram s.l. sunnudag, en við
náðum okkur aldrei á strik i
leiknum, svo endurtók gamla
sagan sig: Við eigum alltaf i
erfiðleikum með
Framaranna.
—Það verður erfiður leikur
hjá okkur i Keflavik á sunnu-
daginn, en við látum þaö
ekkert a okkur fá, þvi við
ætlum að byrja sigurgöngu
okkar þar. Þótt Keflvikingar
hai'i sigrað Akurnesinga upp á
Skaga, erum við ekki hræddir
við þá.
—Ég er ákveðinn i að fara
að koma mér á listann yfir
markhæstu menn og hef ég þvi
hugsað mér að skora mark
eða mörk i Keflavik. Við
sigrum leikinn 2-0.
„Úrslitin eru ákveðin
fyrirfram"
—  Það var deyfð yfir
Breiðabliksliðinu, þegar það
lék gegn KR, það má kannski
segja^ að við höfum verið of
öruggir, þvi að okkur gekk vel
með þá i fyrra og eftir góða
byrjun i Eyjum um s.l. helgi,
en leikurinn þar var mikið
harðari, meiri hraði var i
honum og viljinn var meiri hjá
okkur þar.
—Ég hef alltaf sagt,að úrslit
leikja eru ákveðin fyrir fram
— þótt lið fái góð tækifæri til
að skora, er oft eins og það eigi
ekki að skora úr þeim.
— Leikurinn við Val leggst
vel i mig, við ætlum okkur að
vinna hann með þvi að leika
af sama krafti og hraða og við
lékum i Vestmannaeyjum.
—Við erum ekki hræddir,
þótt Jóhannes Eövaldsson.
leiki með Val, þar sem knatt-
spyrna er flokkaiþrótt, á einn
maður i liði ekki að gera svo
mikinn usla.
Haraldur Krlendsson,
BreiAablik.
BREIÐABLIK - VALUR
5. jiiní - Melavöllur kl. 20.00
„Spyrjið að leikslokum"
—Leikurinn gegn Breiðablik
leggst mjög vel i mig - ég hef
það á tilfinningunni, að það
Hermann Gunnarsson, Val
gangi allt vel. hjá okkur i
leiknum. En samt vanmetum
við ekki Breiðabliksliðið, þvi
aö það er mikið baráttulið. Viö
ætlum okkur ekki að brenna
okkur á sama soðinu og i
fyrra, þá vanmátum við þá og
töpuðum. Ef bæði liðin ná
góðum leik, er ég ekki i vafa
um, hvernig fer, sigurinn
verður okkar.
—Jú, ég hef mikinn hug á að
skora mörk og tel ég.að fram-
linan hjá okkur eigi eftir að
falla vel saman i sumar og
skora mikið af mörkum.
—-Margir spá okkur falli i
sumar, eftir að við tópuðum
gegn KR, en ég álit, að við
styrkjumst við mótlætið, sem
við fengum þá, og eigum eftir
að bita vel og dyggilega frá
okkur. Við þá, sem spá okkur
falli, vil ég segja: „Spyrjið að
leikslokum".
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20