Tíminn - 11.06.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.06.1972, Blaðsíða 1
IGNIS KÆLISKAPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 ☆☆☆ 86500 SKART- GRIPUM FYRIR MILUÓN STOLIÐ Klp-Reykjavík laugardag. I nótt var brotizt inn í skartgripaverzlun Ingi- mars Davíðssonar að Laugavegi 92 og þaðan stolið miklu verðmæti í gull-og silfurvörum. Er áætlað, að verðmæti þess/ sem stolið var, skipti hundruðum þúsunda króna, eða a.m.k. einni millj. að sögn eigandans, sem ekki var þó búinn að fullkanna allar hirzlur. Það voru mest hringir og armbönd ásamt skyrtuhnöppum úr gulli og silfri, sem stolið var, en einnig öðrum verðmætum hlutum. I þessu sama húsi var einnig brotist inn i bilasöl- una Bilaval og á lóðinni fyrir utan stolið lítilli bif- reið. Hún fannst siðan í morgun á hvolfi við af- leggjarann að Korpúlfs- stöðum og var mikið skemmd. 11500 seiðum sleppt í 3 vatnsföll EB—Reykjavík. 11500 gönguseiðum, aðallega laxaseiðum, frá Kollafjarðar- stöðinni verður i sumar sleppt í 5 ár i 3 landsfjórðungum. Eru það árnar Rimhúsaáll undir Eyja- fjöllum, Hitará, Stóra-Laxá, Vatnsdalsá og Tungulækur við Skaftá. í vetur voru alls um 300 þús. seiði i Kollafjaröarstöðinni, þar af 150 þús. gönguseiði. Þór Guðjónsson veiðimálastjóri sagði i viðtali við Timann, að aldrei fyrr hefði eins mikið verið af seiðum i laxeldisstöðinni og i vetur. goðinn Okkur þykir tilhlýðilegt að birta þessa mynd af flórgoðanum, sem lá á eggjum sinum suöur I Hafnarfiröi fyrir helgi, um leið og þing fuglafræöinga er að hefjast hér á iandi. Nú er sá árstfmi sem fuglaiif stendur meö hvað mestum blóma, og hér á landi er paradís fuglaskoðunarmanna. Flórgoöinn er farfugl hér á landi og verpir á grynningum á sikjum og við tjarnir, gjarnan i sefi eins og á myndinni (Timamynd Magnús Magnússon) KOMU MEÐ 24 ÞUS. SVARTFUGLSEGG Piltarnir tveir höfðu það gott eftir sex daga dvöl í Hælavíurbjargi GS—ísafirði Snemma i gaer- morgun komu bátarnir Bryndis og Reynir til ísafjarðar með um 24 þúsund svartfuglsegg úr Hælavikurbjargi, en söluverð á skyggndu eggi er 25 kr. Piltarnir tveir, sem veið höfðu i sex daga samfleytt á syllu i bjarginu, komu hinsvegar ekki til ísa- fjarðar, þvi þeir fóru á Hornbæina, þar sem þeir ætla að halda til þar til farið verður i seinna sigið i Hælavikurbjarg. Á föstudaginn geröi bezta veröur við Hælavikurbjarg, og gátu bátarnir þvi komist upp undir bjargiö, en eggin voru látin slga niður I bátana. Þeir Brynjólfur Óskarsson og Sigurður Magnússon, sem veriö höfðu i bjarginu i eina sex daga, höfðu þaö ágætt á syllunni þar sem þeir héldu til. Syllan sem þeir voru á, er um 240 metra niður I bjarginu og um tvö hundruö metra löng. Þar er mikið af fugli, og tindu þeir eggin frá fuglinum um leiðog fuglinn verpti. Eru þvi eggin sem komið var meö til Isa- fjarðar ný og góð. 30 þúsund króna verð- laun á Hellumótinu KJ — ReykjaVik A Fjóröungsmóti sunnlenzkra hestamanná,sem fram fer á Hellu um mánaöamótin Júni — júli i sumar, verða veitt hæstu peningaverðlaun, sem veitt hafa veriö á hestamannamóti hérlendis. Sigurvegarar i 250 metra skeiði og 2000 metra hlaupi fá 30 þúsund krónur i verölaun, og , auk þess fá þeir gullhúðaða silfurpeninga, en slikir peningar voru veittir I fyrsta skipti á kapp- reiöum Fáks i vor. Búizt er viö mikilli þátttöku á Fjórðungsmótinu, en skrásetningu hesta lýkur 15. júni n.k. Brautirnar á skeiðvellinum viö Hellu hafa verið lagöar leir- blönduðum vikri, og viröist sem það nýmæii ætli að gefast vel. Flugvél McGoverns nauðlenti vegna sprengjuhótunar NTB-Pittsburg Fjórir sjón varpsmenn meiddust á föstudag, er flugvél, sem George McGovern, forseta- frambjóðandi var farþegi i,nauð- lenti á flugvellinum I Pittsburg, vegna sprengjubótunar. McGovern sakaöi ekki. Vélin, sem var af geröinni Boeing 737, var á leið frá New York til Oklahomaborgar. Auk McGoverns voru 30 aörir far- þegar um borð. Hringt var til flugfélagsins United Airlines og sagt,að sprengja væri i vélinni. Flugstjórinn fékk skipun um aö nauðlenda i Pittsburg, þar sem vélinni var siöan ekið út I horn á vellinum og farþegar látnir renna sér út um neyöarrennibrautirnar. Þá var það aö fréttamennirnir meiddust, er þeir skullu illa niður á asfaltið. Engin sprengja fannst i vélinni. GEYSIR SKVETTI ÚR SÉR KJ—Reykjavík Geysir skvetti úr sér I gær, eftir að vatni hafði veriö hleypt úr skálinni. Engin sápa var notuö til að koma gosinu af stað, en hlýviðriö sem verið hefur að undanförnu, hefur greinilega haft örfandi áhrif á þennan frægast goshver f heimi. Fyrripartinn i vor hefur hverinn öðru hvoru skvett úr sér, án þess að nokkur sápa væri látin i hverinn, og viröist af þessu sem Geysir gamli sé eitthvað að lifna við. Til stendur aö setja sápu I hverinn á næstunni, en i fyrra- sumar, gaus Geysir öðru hvoru, eftir að sápa haföi veriö sett i hverinn. Gosin sem komið hafa að undanförnu, likjast ekki þeim gosum sem ferðamönnum eru sýndar myndir af, þvi vatniö hefur aöeins farið vel upp fyrir skálarbarminn á hvernum. HEFUR FJALLFINKA NUMIÐ LAND í BÆJASTAÐASKÓGI ? Hvergi á landinu ber fáséða fugla, svokallaöa flækinga, eins oft fyrir augu og i Austur-Skafta- fellssýslu. Á hverju einasta ári kemur þangað meira eða minna af útlendum fuglum, mest- megnis evrópskum, en þó einnig ameriskum i bland. Kveður mest að þessu á haustin, en það er þvi háð, hvernig vindum er háttað á hafinu, hversu mikil brögð eru að komum þessara fugla. Slangur af sjaldhittum fuglum er þar þó einnig á vorin og sumrin, og er ýmist vitað eða lik-' legt, að sumir þeirra verpi þar Sigurður Björnsson á Kviskerjum skýrði Timanum frá þvi i gær, aö hann teldi miklar likur til þess, að fjallfinka hefði orpið i Bæjarstaðaskógi undan- farin ár, þótt ekki hefði heppnazt að finna hreiður hennar, og i vor hefur fjallfinku einnig brugðiö fyrir þar inn frá. Erfitt væri aö komast að raun um, hversu margir fuglar þess- arar tegundar héldu sig i skóg- inum, þvi að sjaldan sæist nema einn i einu. Væri hugsanlegt aö sömu fuglarnir sæjust aftur og aftur, en samt gæti veriö, að fáeinir fuglar af þessari tegund héldu sig þarna. Hringdúfur tvær sáust á Kvi- skerjum á dögunum og stað- næmdust þar nokkuð. Sannað er, að þær urpu eitt áriö i Svinafelli, þvi að þær sáust þar með unga. Þær munu einnig hafa orpiö þar árið eftir, en varpið mistekizt aö þvi sinni. Svala hefur einu sinni orpið i Svinafelli, og nú i ár hefur ein- mitt talsvert borið á svölum, bæði landsvölum og bæjar- svölum. I vetur var mikið um vepjur i öræfum og þar um slóðir, en Sigurður sagðist búast við, aö þær hefðu allar fariö burt. Þeirra hefur ekki orðið vart i vor. Annars hafa vepjur komið upp ungum austur á Mýrum,en ekki verður með neinni vissu sagt, að þeir hafi nokkru sinni orpiö i öræíum. Þess er þó að gæta, aö ekki er mikið á hreiðrum vepjunnar. —J.H.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.