Tíminn - 07.07.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.07.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Köstudagur 7. júli 1972 I.úftrasvcit Itcykjavikur i dag. Fremst á myndinni er stjórnandinn, Páll P. Pálsson. Lúðrasveit Reykja- víkur 50 ára í dag félagar heimsækja íslendingabyggðir í Vesturheim í næsta mánuði og leika víða i dag er I.úðrasveit Reykjavik- ur 50 ára. i tilefni afmælisins undirbýr sveitin nú ferð til Kan- ada i byrjun næsta mánaðar, og er sú fcrð farin gagngert til að heimsækja islcndingabyggðir i Vesturheimi. Mun Lúðrasveit Reykjavikur spila og blása i byggðum Vestur- tslendinga i Kanada og viðar og meðal annars koma fram á ts- Iendingadaginn, 7. ágúst n.k., en þá verður hann haldinn i 84. skipti. Tilgangur fararinnar er meðal annars að kynna þjóðhátiðina miklu 1974 meðal Vestur-Is- lendinga, og nýtur sveitin til þess fulltingis Þjóðhátiðarnefndar og margra annarra aðila. Þátttak- endur verða alls um 50, rúmlega 25 sveitarmenn með konur sinar, en fararstjóri verður hinn þraut- reyndi ferðagarpur Gisli Guð- mundsson, sem jafnframt hefur skipulagt allt ferðalagið, frá upp- hafi til enda. Haldið verður utan 2. ágúst n.k. og komið heim aftúr að morgni hinn 24. ágúst. Ferð þessi er mikið fyrirtæki fyrir Lúðrasveit Reykjavikur og sýnir vel þá miklu bjartsýni og stórhug, sem nú rikir meðal félaga sveitarinnar, en i stjórn eru nú: Björn R. Einarsson formaður, Magnús Sigurjónsson varaformaður, Ólafur Gislason gjaldkeri, Eysteinn Jónasson rit- ari og Eyjólfur Melsteð með- stjórnandi. Á blaðamannafundi fyrir skömmu kynnti stjórn LR blaða- og fréttamönnum sögu félagsins og er hún i aðalatriðum þessi: Arið 1922 voru hér á landi starf- andi tvö tónlistarfélög, lúðra- félögin llarpa og Gígja. Nokkrir menn úr báðum félögunum höfðu rætt umþað sin á milli að sameina félögin i eitt, með það fyrir aug- un, að betri og meiri árangur næðist með samstarfi og einingu. Unnu þeir á ýmsan hátt að þessu i kyrrþey og ræddu saman. Þeir skrifuðu Jóni Leifs tónskáldi, sem þá dvaldist i Þýzkalandi, og báðu hann að afla upplýsinga um þaö, með hvaða kjörum hægt væri að fá hingað kennara. Jón brást vel við þeim tilmælum, og að lokum var ráðinn hingað fyrir hans milligöngu þýzki hornleikarinn Otto Bötcher. Hann kom til lands- ins 8. mai 1922. Eftir nokkrar samningaumleitanir á milli félaganna æfðu þau sameiginlega undir hans stjórn og léku i fyrsta sinn 17. júni það sama ár. Árangur af þessu samstarfi varð svo góður, að ákveðin var endan- leg sameining félaganna og Lúðrasveit Reykjavikur stofnuð 7. júli 1922. Stofnendur voru 31. Sjóði töluverða og ýmsar eignir i hljóðfærum og nótum áttu bæði félögin, og var það allt, án nokk- urs frádráttar, lagt til sameigin- legrar eignar. t lögum félagsins var ákveðið, að allt væri eign félagsins og enginn einstakur félagsmaður gæti gert tilkall til eigna þess eða nokkurs hluta þeirra, þótt hann siðar gengi úr félaginu. Bötcher stjórnaði siðan og kenndi sveitinni i tæp tvö ár, en þá tók viðdr. Páll tsólfsson. Siðan komu til starfa dr. Franz Mixa, Karl Runólfsson, Albert Klahn, Herbert Hriberschek Ágústsson og Páll P. Pálsson, frá 1949. Ýmsir aðrir hafa stjórnað einstökum tónleikum, til dæmis Jan Móravék, en hann útsetti mikið fyrir lúðrasveitina. Áður en-lúðrasveitin var stofn- uð, hafði „Harpa” hafið undir- búning að húsbyggingu til æfinga, þvi að það félag — eins og önnur slik — hafði verið á hrakhólum með æfingahúsnæði. Stjórn LR vann að þessu máli af-miklu kappi, Varð húsið fokhelt 1922 og Hljómskálinn fullbyggður árið eftir. Kostaði hann tæpar 27.000 krónur. Með byggingu skálans var bætt úr brýnni þörf félagsins en þungur baggi lagður á herðar félagsmanna næstu árin. Til þess- ara framkvæmda naut félagiö hjálpar og velvilja ýmissa bæjar- búa og bæjarstjórnar, en þó sér- staklega þáverandi bæjarstjóra, Knuds Zimsen, sem á margvis- legan hátt studdi félagið með ráð- um og dáð. Eftir þetta má segja, að félagsskapurinn væri kominn á fastan grundvöll og stórum bætt starfsskilyrði sveitarinnar. Það var þvi hægt að snúa sér að öðrum verkefnum. Margt var ógert og hugsjónir margar. Ein var sú að stofna skóla, þar sem veitt yrði staðgóð þekking á tón- ist sem siðar meir gæti orðið til þess, að hér mætti stofna full- komna hljómsveit. Fyrir for- göngu nokkurra áhugamanna sveitarinnar var svo Tónlistar- skólinn stofnaður, eitt hið þarf- asta verk sem hér hefur verið unnið til eflingar tónlistarlifi. Var Tónlistarskólinn til húsa i Hljóm- skálanum i samfleytt 15 ár. Markmið Lúðrasveitar Reykja- vikur hefur frá upphafi verið að vinna að eflingu tónlistarlifs i landinu og stuðla að kennslu á blásturshljóðfæri. Hefur LR ávallt unnið að þessum málum eftir beztu getu og einnig félags- Framhald á bls. 19 Fyrsta lúðrasveitin — Lúðraþeytarafélag Rcykjavikur — um alda- mótin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.