Tíminn - 11.07.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.07.1972, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 11. júli 1972 TÍMINN 5 (vínveitingahús með barn á handleggnum þar inngöngu með eins og hálfs árs barnið sitt á arminum. En allt kom fyrir ekki, það var alveg vonlaust, að konan fengi að fára inn með barnið. Lög um dvalarleyfi á vínveitingastöðum hér á landi segja, að engum innan átján ára aldurs skuli hleypt inn á slika staði, og konan varð frá að hverfa með litla barnið sitt. EB — Reykjavik. — Nei, það kemur ekki til mála, að við förum að hleypa þér hingað inn með barnið. Ertu alveg gengin af göflunum, kona? A þessa leiö mæltu dyra- verðir vinveitingahúss hér i Reykjavik nú á laugardags- kvöldið, þegar ung og falleg, ljóshærð islenzk kona leitaði Handtekinn þrisvar á 2 dögum vegna þjófnaðar OÓ—Reykjavik. Timinn sagði frá manni s.l. laugardag, sem staðinn vað aö þjófnaði 45 minútum eftir að honum var sieppt frá yfirheyrslu vegna innbrotstilraunar skömmu áður. Var hann látinn laus aftur vegna siðara brotsins, en ekki leið á löngu þar til hann var tekinn i þriðja sinn. Sást til mannsins á laugardag, þar sem hann rogaðist með stóra ferðatösku. Þóttu ferðir hans grunsamlegar og var náunginn enn einu sinni handtekinn. 1 ljós kom að taskan var full af fatnaði. Hafði hann stolið bæði tösku og innihaldi i húsi i borginni og i ólæstum bil. Samanlagt verðmæti þýfisins er um 10 þús. kr. Þykir nú varla stætt á að láta manninn ganga lausan og var hann úrskurðaður i gæzluvarð- hald. LÖGÞINGSMENN í BOÐI ALÞINGIS 1 kvöld koma sex færeyskir lög- þingsmenn til landsins i boði al- þingis — einn frá hverjum stjórn- málaflokki i Færeyjum. Gestirnir eru Hákon Djurhuus frá Fólkaflokknum, Finnbogi Isaksen frá Þjóðveldisflokknum, Hilmar Kass frá Sjálvstýris- flokknum, Kjartan Mohr frá Framburðsflokknum, Tryggve Samuelsen frá Sambandsflokkn- um og J.F. öregaard frá jafnaðarmönnum. Allir eru kunn- ir stjórnmálamenn, einnig utan heimalands sins, og sumir þeirra hafa lengi verið helztu foringjar flokka sinna. HASSBRÉF- UNUM FJÖLGAR OÓ—Reykjavik. Þrjú bréf, sem innihéldu hass komu til landsins um heigina. Eins og hin fyrri, sem borizt hafa undanfarnar vikur, komu þessi bréf frá Kaupmannahöfn. Hasshundurinn fer gegnum nær allan póst, sem berst til landsins, og einnig hefur hann mikið að gera við að þefa af Stanzlausar yfirheyrzlur hafa verið yfir þeim, sem áttu að taka við hassinu, i Reykja- vik,Keflavik og viðar, en ekki er um umtalsvert magn af hassi að ræða I þessum send- ingum nema til viðtakenda i Reykjavik og Keflavik, en þangað voru fimm hassbréf- anna stiluð. Það fólk, sem átti að fá bréfin, er ekkert sérstaklega áfjáð i að kannast við að hafa átt von á slikum sendingum, en margir þeirra, sem hlut eiga að máli, hafa áður verið yfirheyrðir vegna smygls, sölu eða notkunar á hassi. Er að vonum erfitt fyrir þá aðila, að segjast ekkert botna i hvers vegna i ósköpunum einhver i Kaupmannahöfn sé að senda þeim hass i pósti. Leikári Þjóðleikhússins lokið Leikári Þjóðleikhússins 1971 - ’72 lauk 30. júni og varð metár i starfsemi þess. Verkefni voru 13, Þar af 2 gestaleikir, sýningar urðu alls 219 og sýningargestir 100.850. Aðgöngumiðar voru seldir fýrir kr. 29.209.415 og er það algjört met hvað tekjur snertir. MANNLAUSIR BfLAR f MIKLUM AREKSTRI OÓ—Reykjavik. rann mannlaus niður Bolholt og Mikiö eignatjón varð I gær- lenti á fimm fólksbilum, sem allir morgun, er tiu hjóla vörubill skemmdust. 5 drukknir bílstjórar OÓ—Reykjavik. Fimm ölvaðir ökumenn voru teknir i Reykjavik á sunnudag. Tveir þeirra voru á stolnum bilum. Lögreglan segir, að mikil ölvun hafi verið i borginni um helgina, rúðubrot og ryskingar, en engin stórslys. Vörubilnum var lagt utan við Tækniskólann, efst i brattri brekku, en þar eru bilastæði. Bilstjórinn á 12 tonna vörubilnum lagði honum efst i brekkunni við Kostakjör, og skildi hann eftir I handhemli, og brá sér inn i verzlunina. En billinn fór af stað og lenti á fimm bilum, sem stóðu i röð neðar I brekkunni. Fór hann utan i þann fyrsta og ýtti hinum á undan sér og slðari billinn i röðinni lenti milli vörubilsins og húsveggs og klesstist á milli. Að minnsta kosti tveir bilanna eru gjörónýtir. Þorvarður Helgason leikgagnrýnandi Morgunbiaðsins, afhendir Steinþóri Sigurðssyni Silfuriampann STEINÞÓR SIGURÐSS0N HLAUT SILFURLAMPANN - Hann og Jökull Jakobsson voru langhæstir að stigatölu EB — Reykjavik. Steinþór Sigurðsson leiktjálda- málari, hlaut Silfurlampann f ár fyrir leikhússtörf sin undanfarin ár, en þó einkum fyrir störf sfn við Dóminó, Plóg og stjörnur og (Jtilegumenninga Hlaut Steinþór 325 stig. Næstur að stigatölu kom Jökull Jakobsson hann hiaut 300 stig fyrir Dómínó. Sveinn Einarsson var þriðji i röðinni með 175 stig fyrir leikgerð og leik- stjórn á (Jtiiegumönnunum. Sem kunnugt er, veita leik- gagnrýnendur blaðanna Silfur- lampann. Fyrir veitingu hansnú, breyttu þeir reglunum um Silfur- lampann þannig, að hann skyldi ekki aðeins veittur leikurum heldur og kæmi til greina aðrir, er vinna listræn leikhússtörf t.d. leikstjórar, leiktjaldamálarar og leikritahöfundar. Silfurlampinn var veittur Steinþóri á Hótel Sögu siödegis á sunnudaginn. Þau sem hlutu stig frá leikgagnrýnendum auk Pólskur listmálari, Janusz Eysymont aö nafni, er staddur hér á landi I boði menntamála- ráðuneytisins, og mun hann ferð- ast hér um og mála. Vilhjálmur Bergsson listmálari fór til Pól- lands i vor i boði menntamála- áðurnefndra, voru: Maria Kristjánsdóttir, 125 stig fyrir leik- stjórn á Strompleiknum, Pétur Einarsson, 100 stig fyrir leik- stjórn á Hjálp, Atli Heimir Sveinsson, 50 stig fyrir tónlistina við Glókoll og Magnús Blöndal Jóhannsson, einnig 50 stig fyrir tónlistina við Dómfnó. ráöuneytisins þar, og er þetta þáttur I menningarsamskiptum landanna. Eysymont er 42 ára og hefur lagt stund á málaralist og teikningu, og auk þess fengizt viö mynzturhönnun. Hraðmót i skák var haldið I Glæsibæ á sunnudaginn. Fjöldi fólks á öllum aldri var þarna mætt með töflin sin, og voru það bæði útiendingar og islendingar. Þessa mynd tók GE af mótinu og á henni sést aðeins yfir hluta hóps, er tók þátt f mótinu, en nokkrir kvenmenn voru þar á meðal. KVIKNAÐI í ELDHÚSBÍL - á leið yfir Mosfellsheiði Oó — Reykjavfk. Eldur kviknaöi skyndilega f einum af eidhúsbilum Ferða- skrifstofu Úlfars Jakobsens, er hann var á leiðinni austur yfir Mosfellsheiði s.l. laugardags- morgun. Voru 87 farþegar aö fara i 13 daga hálendisleiðangur og hefði ekki viljað svo vel til, aö Úlfar átti tiltækan annnan eldhúsbfl i Reykjavfk, heföu ferðalangar orðið aö snúa við eða fara matarlausir upp á hálendið. Bilarnir voru á móts við Selja- brekku, þegar eldur gaus allt I einu upp i vélarhúsi eldhúsbllsins. Er þetta diselbfll og er sjaldgæft að i þeim kvikni, en svona fór samt. í bílnum voru auk bilstjórans, þrjár matreiðslu- stúlkur og tveir aðstoöarmenn. Komst fólkiö ómeitt út úr bflnum, en vélarhúsið var alelda, en góö slökkvitæki eru i bilum þessum og tókst að slökkva eldinn, áöur en hann næði að breiðast aftur eftir farartækinu, en skemmdir urðu miklar á rafleiðslum og öðru þvi, sem brunnið gat. Sjálft eldhúsið, farangur og matvæli skemmdust ekki. Bíllinn var dreginn til Reykja- víkur en ferðafólkið hélt áfram og var annar, sams konar eldhús- bfll sendur á eftir, svo að ferðalagið raskaöist ekki að ráði, þrátt fyrir óhappið. Um 200 manns eru nú áferðá'iági á vegum úlfars. Flestir á hálendinu, en einnig er einn leiöangur á ferðinni umhverfis landið. I fjallaferðunum eru nær eingöngu útlendingar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.