Tíminn - 24.08.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.08.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Kimmtudagur 24. ágúst 1972 Þegar Lóugata 2 hverfur mun annað hús halda á lofti minningu þess, er bifreiða„höllina” byggði Vestur á GrfmsstaAaholti stendur gamalt geymsluhús við götu, sem ber það rómantfska nafn Lóugata. Hún er að vfsu næstum máð út af landakortinu, og mér vitanlega teljast ekki önn- ur hús standa við hana en það. sem áður var minnzt á, Lóugata 2. Húsið og gatan eru nú á yfir- ráðasvæði Iláskólans. Skammt frá er bygging vcrkfræði- og raunvfsindadeildar Háskólans risin af grunni, og innan tiðar vik- ur þetta nokkuð töturlega hús, sem þó var eitt sinn kallað bif- reiðahöll, fyrir fleiri byggingum undir verkfræði- og raunvisinda- iðkanir Háskólans. En hver er saga Lóugötu 2? A undanförnum árum hafa háskóla- stúdentar haldið þar leiksýning- ar, og höfðu einnig i hyggju að halda rússagildi i hlöðuballsstil, þótt ekki yrði úr. HáskóHnn átti húsið ásamt Reykjavikurborg. Hluti borgar- innar hefur nú verið rifinn, en það sem eftir stendur er nú geymsla, þar er einnig vinnuaðstaða fyrir smiðina, sem vinna við verk- fræði- og raunvisindahúsið. t þessari geymslu háskólans voru húsgögn Einars Benedikts- sonar skálds um skeið, þangað til þau voru hafin til vegs og virðing- ar á ný og fóru m.a. á fjalirnar i Iðnó sem sviðsbúnaður i Heddu Gabler, leikriti Ibsens. Hér kom Helgi Tryggvason bókbindari á fót fyrstu miðlun is- lenzkra blaða og timarita gam- alla og nýrra, en þetta langa hús þénaði vel til að flokka þau, nóg var rýmið. Um skeið hafði bor- steinn Jónsson, sem ýmist var kallaður riki eða svarti, bygg- ingastarfsemi i húsinu, Hafskip hafði þar vörulager, og eitt sinn var þar sementsafgreiðsla H. Benediktsson og co. Til engra þessara nota var þó Lóugata 2 reist. Hús þetta byggði einn fyrsti atvinnubilstjóri á ts- landi, Stefán Þorláksson, sem bjó um langt skeið i Reykjahlið i Mosfellssveit, og var húsið upp- haflega margir bilskúrar hlið við hlið, sannkölluð bifreiðahöll. Bygging þessi, og þó einkum sá er reisti hana, komust löngu siðar inn i bókmenntir þjóðarinnar, en frá þeim segir i Brekkukotsannál Halldórs Laxness (Helgafell 1970). t skáldsögunni ber Stefán Þorláksson sitt rétta nafn, og margar staðreyndir um lif hans eru þar rétt hermdar, önnur at- riði fer rithöfundurinn frjálslega með og eignar jafnvel Stefáni eitthvað, sem ekki tilheyrði lifi hans. Stefán Þorláksson var sonur Þorláks nokkurs, sem kallaður var öskuláki, og konu norðan úr Eyjafirði, sem Sólrún hét. Stefán ólst upp á Hrisbrú i Mosfellssveit. öskuláka þekktu allir Reykvik- ingar i hans tið. Hann ók burt ösku og öðru rusli fyrir fólk. öskuláki var aldrei við kven- mann kenndur nema Sólrúnu þessa, en þau voru að sögn saman i kaupavinnu á Kjalarnesi. Þegar Sólrún dó, kom drengur- inn Stefán til föður sins og fór seinna i fóstur að Hrisbrú. t Innansveitarkróniku segir Kiljan að öskuláki hafi tekið ým- ist 10 eða 25 aura fyrir að keyra burtu ösku og hafi vafið hvern pening inn i bréfsnuddu. Hann hafi lifað aðallega á uppþornuðu og mygluðu rúgbrauði, signum og kæstum fiski. t sögunni er enn- Lóugata 2 — leikhús, bifreiðahöll, pakkhús á Grimsstaðaholti. (Timamynd Gunnar) Allir menn eru fyrst og fremst menn KASTLJÓS Sigvaldi Hjálmarsson VIÐA heyri ég varpað fram þeirri spurningu hvort Jesú- hreyfingin svonefnda sé raun- veruleg trúarvakning eða tizku- fyrirbrigði, hvort Jesú-menn þessir séu að leika sér, þetta sé allt skemmtilegt tilbrigði i poppi og dansi — eða hvort þeim sé alvara. Mér finnast þetta óþarfa spurningar og dálitið úti hött. Jafnvel þótt allt þetta væri einungis popp og leikur skyldu menn muna að grin er lika alvara, skemmtun og gleði er lika alvara. Þeir sem grinast að stjórnmálamönnum eru áhuga- menn um stjórnmál. Þeir sem deilda á trúarbrögð eru á sinn hátt trúhneigðir. Sjálfsagt er meiriparturinn af þessu tizka, einn apar eftir öðr- um. En við skulum ekki hneykslast á þvi, meiri partur- inn af trú almennings er vani. Gegnum söguna hefur fólk sjaldnast verið ákaft i trú sinni nema þegar það er hrætt viö aB fara til helvitis ef það hagaði sér ekki eftir snúru — og svo að hinu leytinu á stórhátiðum og karni- \ völum sem sannarlega eru lika grin. Auðvitáð er trú sem byggist á grini grin, trú sem byggist á hræöslu hræðsla — og trú sem byggist á vana vani. En svona hefur það oftast verið. En Jesú-hreyfingin er fjarri þvi að vera einangrað fyrirbæri. Eftir henni er tekið meira en ýmsu öðru afþvi hve menn erú hissa á að uppreisnarmenn gegn systeminu skuli snúa sér að ein hverju sem tilheyrir systeminu. En auðvitað tilheyrir Jesú systeminu i dag þótt hann væri sjálfur manna vaskastur upp- reisnarmaður á sinni tið. En lika það er skiljanlegt. Uppreisnarmaður gegn systemi er sjálfur háður þvi sama systemi, annars þyrfti hann ekki að gera uppreisn, og vanalega býr hann sér til nýtt system með svipuðum forteikn- um og það gamla. Sá sem ekki er háður system- inu lætur það vera, hann þarf ekki að gera uppreisn. Að vera hleypt útúr fangelsi þýðir ekki að maðurinn sé frjáls, heldur aðeins að hann megi vera frjáls. Heimurinn er fullur af ungu fólki sem biður um eitthvað nýtt, og útaf fyrir sig er það miklu merkilegra en hvað það kallar nýtt, þvi þetta „nýja” er oftast nær gamalt. Það er einkennilegt hve fólki gengur illa að skilja að það getur aldrei komið með neitt nýtt. Þetta nýja kemur eins og vorið, það eiginlega kemur aldrei, en það er allt i einu kom- ið. Sannarlega er núna komið eitthvaö nýtt. Og þetta nýja er ekki Jesúhreyfing, ekki annars konar hópar eða samtök sem telja sig hafa fundið, ekki spill- ing eða eiturlyfjavandamál — heldur einmitt að viðurkenna að maður veit ekki, viðurkenna að maður hefur ekki fundið, viðurkenna að þetta sem rikt hefur er plága sem gert hefur heiminn að helviti á jörð — án þess að vera viss hver lækningin er. Flestar uppreisnir fram á þennan dag hafa verið i þvi fólgnar að setja eitthvað „nýtt” fyrir gamalt, nú vilja menn losna við það gamla og vita fæstir hvað „nýtt” á að koma i staðinn. Ég bið engan forláts á að þetta finnst mér vera von nú- timans, einmitt þetta sem mest var hneykslast á fyrir nokkrum árum: að við vitum hvað við viljum ckki, þótt við vitum alls ekki hvað við viljum. Við erum i deiglu, og hvers vegna ekki vera ánægður með það? Ákveðin prósenta meinar alltaf eitthvað, og ákveðin pró- senta af Jesúfólkinu meinar vafalaust það sem það segir. En fyrirbærið Jesú-hreyfing er vafalaust eitt af einkennum sem fylgja nýrri andlegri leit. A öllum sviðum erum við að leita, og þörfin á leitinni er aug- ljós.Allt það gamla er miðað við þjóðir og aðgreindar menningar heildir. Aður kom Evrópumönn- um ekkert við hvað gerðist i Kina, en nú er heimurinn allt i einu orðin ein heild. Og við eig- um ekkert sem gildir fyrir alla. Það er furðulegt hve fólki gengur illa að sjá mikilvægi þeirrar staðreyndar að mann- kynið er orðið ein heild. Samt er þessi sameining þess ekki neins konar heimspekileg abstrak- sjón, heldur augljós staðreynd: Hver einstaklingur hefur út- vikkað „taugakerfi” sitt yfir alla jörðina.Við sjáum hvað ger- ist hinumegin á hnettinum og finnum til með fólki i fjarlægustu heimshornum. Og á sama hátt og útvarpstækni og simi er framlenging skynfær- anna er hjólið og vængur flug- vélarinnar framlenging á fæti manns. Það tekur i dag mun skemmri tima að komast til Nýja-Sjálands heldur en milli Akureyrar og Reykjavikur fyrir nokkrum áratugum. Þannig er mannkynið i dag jafnmikið sameinað og fóik i einstökum byggðarlögum fyrir rúmri öld. Og svo halda menn að þeir hafi formúlu sem gildir fyrir alla jörðina! Þessi pólitiski flokkur veit hvað er rétt stjórnskipulag — þótt hans hugmyndir séu orðnar til við skilyrði sem ekki eru lengur til. Og þessi trúarbrögð vita hvað öllu mannkyninu er fyrir beztu i trúarefnum þótt þeirra hugmyndir séu lika til orðnar og þróaðar við skilyrði sem löngu eru úr sögunni. Ég bið engan forláts þótt ég setji spurningarmerki við slikar patentlausnir vandamálanna — Fimmtudagur 24. ágúst 1972 TÍMINN 9 fremur greint frá þvi, að Stefán Þorláksson hafi erft 40.000 kr. i peningum eftir föður sinn látinn. Þessir peningar hafi fundizt i steinbænum, sem hann bjó i við Bergstaðastræti, — bak við hurð i fjala- og pappakössum merktum Thomsens magasini. Megnið af fúlgunni var i 25 eyringum, einnig feikn af 50 eyringum, krónupen- ingum, tveggjakrónupeningum, meira að segja 10 krónu gullpen- ingar innan um. Hver peningur um sig vandlega vafinn inn i dag- blaðasnifsi. Ekki vitum við um einstök atriði i þessu máli, né heldur hvort Laxness greinir rétt frá upphæð arfsins i sögu sinni, en svo mikið er vist, að fyrir hann reisti Stefán Þorláksson bifreiða- höll sina á Grimsstaðaholtinu, sem varð upphaf þess, að hann komst i miklar álnir. Um hús þetta segir Laxness i skáldsögu sinni: „Þar gátu bif- reiðaeigendur geymt bifreiðar sinar i skjóli fyrir veðri og vind- um árið um kring, en átt jafnan aðgang að þeim þurrum og hrein- umri höll þessari ef þeir vildu aka út að skemmta sér til að mynda á Sumardaginn Fyrsta eða á Fri- dag Verzlunarmanna. Lika gátu þeir strokið bifreiðarnar og fægt og farið i grópin með tannstaungli þegar þeim gafst timi til, ellegar einfaldlega horft á þær: einnig lagst undir þær og gert við þær ef þeir höfðu löngun til. Við betri að- hlynningu bifreiða snaróx fjöldi þeirra i höfuðborginni þau árin.” Það er ekki laust við að rit- höfundurinn geri grin að bifreiða- dýrkun samborgara sinna i þess- ar lýsingu. Nú, en höldum áfram sögu Lóu- götu 2. Siöar seldi Stefán Vigfúsi Einarssyni skrifstofustjóra bif- reiðahöllina, en fékk sjálfur jörð- ina Reykjahlið i Mosfellssveit, en seinna komst húsið á Grims- staðaholti i eigu Reykjavikur- borgar og Háskólans, eins og fyrr var frá greint. Var það um tima leigt ýmsum aðilum. t landareign Reykjahliðar reyndist vera jarðhiti, sem Stefán leigði út. Laxness segir að „kaupa kaupa sama hvað kostar” hafi verið einkunnarorð Stefáns, og það hafi oft sannazt „hjá hon- um sú kenning sumra hagfræð- inga að allir hlutir hafi verið að hækka i verði siðan á dögum Rómaveldis.” Mosfellskirkja, gjöf Stefáns hreppstjóra Þorlákssonar I Reykjadal. Hann átti geysimikið af hvers kyns vélum, og eignaðist þær fyrr en aðrir hér á landi, bæði hvers kyns heimilistækjum svo og stærri vélum. Laxness segir t.d. að kæliskápar hafi ekki verið að- eins i stofu hans, eldhúsi og bar, heldur einnig i svefnherberginu. „Á hlaðinu biðu vörubifreiðar með miklum fjölda hjóla, fjalla- bifreiðar og önnur appiröt með beltum, dráttarvélar, grafvélan jarðýtur og snjómokstursvélar og þar fram eftir götunum.” Stefán átti eitthvert stærsta safn af áfengi, sem sögur fara af hér á landi. Laxness getur um brennivinseign hans með svarta- dauðamiðanum með hauskúpu og lærleggjum og segir, að þar hafi staðizt eins og fyrr einkunnarorð hans. „Kaupa kaupa, sama hvað kostar," þvi einn miði utan af slikri flösku sé orðinn 100 dollara virði i Ameriku og nafnverð inni- haldsins hafi hækkað úr kr. 6.75 i 400 krónur (1970) frá þvi Stefán festi kaup á þessum metal. Vist er um það, að Stefán mælti svo fyrir, að innihald vinkjallara sins skyldi drukkið i erfi sinu. Úr þvi varð þó ekki, þvi að yfirvöld i Mosfellssveit treystust ekki til að efna til slikrar samkomu, og sennilega hefur áfenginu verið komið i fé hjá Afengisverzlun rikisins. „Stundum voru mönnum kaup hans ráðgáta, ekki sist þegar hann keypti fjölda eintaka af hlut sem flestum þótti litill pardómur i,” segir i Brekkukotsannál. „Ævinlega fór svo á endanum að jafnvel hinir óhnýsilegustu hlutir margfölduðust að verði i vörslum hans.... Sem dæmi um þetta má nefna það er hann tók til að koma sér upp bókasafni, en hafði verið heldur litill bókamaður áður.” Laxnes heldur siðan áfram og segir Stefán hafa keypt 300 eintök af Ævisögum merkra hrossa i Húnavatnssýslu, sem siðan hafa vaxið að verðmæti og selzt fyrir ofvirði að honum látnum. Þeir sem þekktu Stefán segja hann hafa verið útsjónarsaman og snjallan i fjármálum, og hafa haft gaman af slikum spekúla- sjónum. Hann var næmur á tölur, og þótt ekki væri hann sérstakur reikningshaus, var eins og hann fyndi á sér hvort útkoma væri rétt eða röng. En hann var lika örlátur, hjálp- samur og mjög tryggur vinum sinum. Laxness segir frá þvi, að hann hafi gefið laglegum stúlkum hesta, gildum húsfreyjum saumavélar og varla hafi verið til svo litilf jörleg kvenpersóna i sveitinni, ung né gömul, að hann væri ekki þar kominn með tvö- faldan rósavönd, ef hún átti af- mæli. Fyrir bragöið hafi hann verið gerður heiðursfélagi i kven- félaginu. Hann hafi reist höfuðból á fjallakotum og gefið óvensluðu fólki, stundum með allri áhöfn, svo það gæti búið við rausn þang- að til það færi á hausinn. Stefán kvæntist aldrei og átti ekki fjölskyldu. Hann reisti sér þó mikið ibúðarhús með skála i fornaldarstil, reftum frá gólfi til lofts. Þvi hélt hann, þegar hann seldi jörðina Reykjahlið. Hann var hreppstjóri i sinni sveit um árabil. Þar sem hús Stefáns stendur nefnist Reykjadalur, og ; hefur Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, þar nú skóla og sumar- dvalarheimili. Við ljúkum nú þessari frásögn af Lóugötu 2 og Stefáni Þorláks- j syni. Þó bifreiðahöll hans hverfi af sjónarsviðinu, veröur annað hús til að halda minningu hans á lofti. Stefán mælti svo fyrir i ' erfðaskrá sinni, að megnið af auði : hans skyldi ganga til að reisa i kirkju að Mosfelli i Mosfellsdal. Hann var ekki talinn trúmaður i lifanda lifi, en slik var þó tryggð hans viö fósturheimilið að Hris- , brú, þar sem kirkjan stóð i upp- hafi, og þar sem fóstri hans og fósturbróðir geymdu klukku æva- forna þegar Mosfellskirkja var lögð niður. Fjórða april 1965 var vigð að Mosfelli ein fegursta og bezt búna kirkja á tslandi, gjöf Stefáns Þor ; lákssonar. Koparklukkan forna I hangir i kórnum vinstra megin við altarið þegar inn er gengið, og ! er henni hringt við allar kirkjuat- hafnir. SJ I jafnvel þótt guðir eða hálfguðir séu sagðir hafa talað, þvi þótt guð hafi kannski talað þá voru það þó alltaf menn sem hlutsuðu og báru fyrir okkur spekina. Af sameiningu alls mann- kynsins leiðir að mörk milli þjóða og hópa óskýrast — sem aftur leiðir af sér að sú stað- reynd aö allir menn eru menn fær aukið mikilvægi. Lika þetta er ein hinna van- ræktu staðreynda: Að allir menn eru fyrst og fremst menn. Þess vegna er allt i báli milli hvitra manna og svartra, kommúnista og kapitalista, kaþólskra og mótmælenda. En þótt mörk milli þjóða óskýrist er ekki þarmeð sagt að allt mannkynið verði strax ein þjóð. Og þótt vafalaust eigi mörk lika eftir að óskýrast miili trúarbragða er ekki vist að öll- um trúarbrögðum verði hrært saman i einn graut. Raunar eru trúarbrögðin heldur friðsöm i dag, stofna sjaldan til trúarstyrjalda núorð- ið. Það sama verður ekki sagt um pólitiskar hreyfingar. Það lakasta við trúarbragða ástandið i dag er sá heilaþvottur sem kallað er trúarbragða- fræðsla. Við fordæmum þá innrætingu pólitiskra hugmynda sem haldið er uppi i einræðislöndum. Hvers vegna þolum við þá og borgum fé til að smábörnum séu innrætt ákveðin trúarbrögð? Hvaða foreldri hefur leyfi til að ætlast til þess af barni sinu að það verði sömu trúar og það? Þvlsiöur hafa kirkjur og trúar- félög slikan kröfurétt á hendur börnum. Er þetta ekki einmitt eitt merki þess að við vanmetum þá staðreynd að allir menn eru fyrst og fremst menn? Hver maður verður að gerast trúmaður fyrir sinn eigin vilja og ákvörðun. Börn ætti að ala upp i trúfrelsi og óhlutdrægri upplýsingu um hvað i trú felst og vinsamlegri afstöðu til trúar- þarfarinnar yfirleitt samtimis þvi sem enginn maður sé for- dæmdur fyrir aö trúa á ekki neitt eða á mátt sinn og megin. Þegar við erum farin að bera sómasamlega virðingu fyrir þeirri staðreynd að allir menn eru fyrst og fremst menn hlýtur það brátt að koma að fólk sé uppfrætt um sjónarmið sem það sjálft velur úr — þvi fólkið skipt- ir meira máli en sjónarmiðin. Þau eru til orðin fyrir fólkið, fólkið ekki vegna þeirra. Mannkynið er naumast lengur á þvi stigi að neinn haldi að hann geti sagt hvað er sannleik- ur. Það er einmitt eitt höfuðein- kenni nútimans. Við setjum spurningarmerki við okkar eigin getu til að dæma i eitt skipti fyrir öll. Kannski við séum að 'færast yfir á stig þeirrar yndislegu.fá- visi að vita að við vitum litið? Fjóröungsmótiö á Hellu Fjórðungsmót þetta var fyr- ir margra hluta sakir merki- legt og að sumu frábrugðið öðrum mótum. Þarna var samankominn meiri mann- fjöldi en á fyrri fjórðungsmót- um, og ef til vill eins margt og á landsmótum. Hross voru með fleira móti og jafnbetri en oft áður, hlaup mörg og eitt, sem var tveim km á lengd, en það er nýjung á fjórðungs- móti. Þarna sást meira og betra skeið hjá hrossum en maður hefur átt að venjast, og minn- ist ég þess ekki að hafa áður á nokkru móti séð jafnmarga hesta á hörku skeiði eins og á Hellu. Jafnbezti timi á skeiði á kappreiðum fékkst þarna, jafnvel þótt miðað sé allnokk- uð aftur i timann. Þá er þess að geta, sem að nokkru er undirrót þess, er að framan er talið, að þarna er óefað bezti og glæsilegasti sýningar- og kappreiðavöllur landsins. Bygging vallarins virðist svo vel heppnuð sem kostur er á. Það virðist vera sama, hvort rignir eða er glampandi sólskin, það hefur engin áhrif á hlaupabrautina, hún er alltaf jafnstinn, rétt að hestur markar i brautina, og þetta er einmitt svo áþekkt þeim vegum, sem velflestum hrossum, sem þarna komu til keppni, er yfirleitt riðið á. Það er engum vafa undirorpið, að mikið átak hefur þurft til að koma upp svona stórum og góðum velli, og hann er mikill minnisvarði um það, hvað hægter að gera mikið, ef sam- stæður vilji er fyrir hendi. Vöilurinn er að öllu leyti svo snyrtilega unninn, að hann er hestamannafélaginu Geysi og öllum þeim, er að unnu til hins mesta sóma. Að ógleymdu þvi, að vegavinnuverkstjórinn Eysteinn Einarsson átti sinn stóra þátt i þvi, hversu vel tók- st til um gerð vallarins. En sagt er að verkið lofi meistar- ann, og það á ekki sizt við hér. Alltaf verða einhverjar nei- kvæöar hliðar á svona mótum, og þetta mót var vissulega ekki nein undantekning með það. Þarna var ölæði á fólki umfram það, sem áður hefur sézt á svona mótum. Ónæði af völdum þess var mikið og sannkölluð hrollvekja. Úti sal- erni voru fá og ekki við hæfi á svona fjölmennu móti, enda brotin niður af fullum mönn- um. Varla var hægt að ganga svo um tjaldstæðið að maður stigi ekki á flöskubrot, og var það gleggsta merkið um það, hvað margt af þessu fólki var að gera þarna austur. En þvi er nokkur vorkunn. Þarna voru auglýst böll á þremur stöðum á hverju kvöldi, og sannarlega ekki sparað neitt i áróðri til að fá fólk á staðinn, sem bara kom til þess að fara á fylliri. Að lokum skal þess getið, að aðgangseyrir þótti nokkuð hár á mótið. Hjón, sem komu með nokkra hálfuppkomna krakka og um tiu hesta, þurftu að greiða um fimm þúsund krón- ur i aðgang og hagagöngu fyr- ir hrossin, og sést bezt á þessu, að allt i allt hafa orðið mikil peningaútlát á þessu hesta- mannamóti. SMARI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.