Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						TÍMINN
Fimmtudagur 24. ágúst 1972
Þegar Lóugata 2 hverfur
mun annað hús halda á
lofti minningu þess, er
bifreiða„höllina" byggði
Vestur á Grlmsstaðaholti
stendur gamalt geymsluhús viö
götu, sem ber það rómantlska
nafn Lóugata. Hún er að visu
næstum máð út af landakortinu,
og mér vitanlega teljast ekki önn-
ur hús standa við hana en það.
sem áður var minnzt á, Lóugata
2. Húsið og gatan eru nú á yfir-
ráðasvæði Háskóians. Skammt
frá er bygging verkfræði- og
raunvisindadeildar Háskólans
risin af grunni, og innan tiðar vik-
ur  þetta   nokkuð   töturlega   hús,
sem þó var eitt sinn kallað bif-
reiðahöll, fyrir fleiri byggingum
undir verkfræði- og raunvísinda-
iðkanir Háskólans.
En hver er saga Lóugötu 2? Á
undanförnum árum hafa háskóla-
stúdentar haldið þar leiksýning-
ar, og höfðu einnig I hyggju að
halda rússagildi i hlöðuballsstil,
þótt ekki yrði úr.
HáskóTinn átti húsið ásamt
Reykjavikurborg. Hluti borgar-
innar hefur nú verið rifinn, en það
sem eftir stendur er nú geymsla,
Lóugata 2 — teikhús, bifreiðahöll, pakkhus á Grlmsstaðaholti.
(TlmamyndGunnar)
þar er einnig vinnuaðstaða fyrir
smiðina, sem vinna við verk-
fræði- og raunvisindahúsið.
I þessari geymslu háskólans
voru húsgögn Einars Benedikts-
sonar skálds um skeið, þangað til
þau voru hafin til vegs og virðing-
ar á ný og fóru m.a. á fjálirnar i
Iðnó sem sviðsbúnaður i Heddu
Gabler, leikriti Ibsens.
Hér kom Helgi Tryggvason
bókbindari á fót fyrstu miðlun is-
lenzkra blaða og timarita gam-
alla og nýrra, en þetta langa hús
þénaði vel til að flokka þau, nóg
var rýmið. Um skeið hafði bor-
steinn Jónsson, sem ýmist var
kallaður riki eða svarti, bygg-
ingastarfsemi i húsinu, Hafskip
hafði þar vörulager, og eitt sinn
var þar sementsafgreiðsla H.
Benediktsson og co.
Til engra þessara nota var þó
Lóugata 2 reist. Hús þetta byggði
einn fyrsti atvinnubilstjóri á Is-
landi, Stefán Þorláksson, sem bjó
um langt skeið i Reykjahlið i
Mosfellssveit, og var húsið upp-
haflega margir bilskúrar hlið við
hlið, sannkölluð bifreiðahöll.
Bygging þessi, og þó einkum sá er
reisti hana, komust löngu siðar
inn i bókmenntir þjóðarinnar, en
frá þeim segir i Brekkukotsannál
Halldórs Laxness (Helgafell
1970). I skáldsögunni ber Stefán
Þorláksson sitt rétta nafn, og
margar staðreyndir um lif hans
eru þar rétt hermdar, önnur at-
riði fer rithöfundurinn frjálslega
með og eignar jafnvel Stefáni
eitthvað, sem ekki tilheyrði lifi
hans.
Stefán Þorláksson var sonur
Þorláks nokkurs, sem kallaður
var öskuláki, og konu norðan úr
Eyjafirði, sem Sólrún hét. Stefán
ólst upp á Hrisbrú i Mosfellssveit.
öskuláka þekktu allir Reykvik-
ingar i hans tið. Hann ók burt
ösku og öðru rusli fyrir fólk.
öskuláki var aldrei við kven-
mann kenndur nema Sólrúnu
þessa, en þau voru að sögn saman
i kaupavinnu á Kjalarnesi.
Þegar Sólrún dó, kom drengur-
inn Stefán til föður sins og fór
seinna i fóstur að Hrisbrú.
í Innansveitarkróniku segir
Kiljan að Oskuláki hafi tekið ým-
ist 10 eða 25 aura fyrir að keyra
burtu ösku og hafi vafið hvern
pening inn i bréfsnuddu. Hann
hafi lifað aðallega á uppþornuðu
og mygluðu rúgbrauði, signum og
kæstum fiski. I sögunni er enn-
Allir menn eru fyrst
og fremst menn
KASTUOS
VIÐA heyri ég varpað fram
þeirri spurningu hvort Jesú-
hreyfingin svonefnda sé raun-
veruleg trúarvakning eða tizku-
fyrirbrigði, hvort Jesú-menn
þessir séu að leika sér, þetta sé
allt skemmtilegt tilbrigði i
poppi og dansi — eða hvort þeim
sé alvara.
Mér finnast þetta óþarfa
spurningar og dálitið úti hött.
Jafnvel þótt allt þetta væri
einungis popp og leikur skyldu
menn muna að grin er lika
alvara, skemmtun og gleði er
lika alvara. Þeir sem grinast að
stjórnmálamönnum eru áhuga-
menn um stjórnmál. Þeir sem
deilda á trúarbrögð eru á sinn
hátt trúhneigðir.
Sjálfsagt er meiriparturinn af
þessu tizka, einn apar eftir öðr-
um. En við skulum ekki
hneykslast á pvi, meiri partur-
inn af trú almennings er vani.
v Gegnum söguna hefur fólk
sjaWnast verið ákaft i trú sinni
nern&þegar þaö er hrætt viö a6
fara tiNielvitis ef það hagaði sér
ekki eftirsnúru — og svo að hinu
leytinu á stórhátiðum og karni-
völum sem sannarlega eru lika
grin.
Auðvitað er trú sem byggist á
grini grin, trú sem byggist á
hræðslu hræðsla — og trú sem
byggist á vana vani. En svona
hefur það oftast verið.
En Jesu-hreyfingin er fjarri
þvi að vera einangrað fyrirbæri.
Eftir henni er tekið meira en
ýmsu öðru afþvi hve menn eru'
hissa á að uppreisnarmenn gegn
systeminu skuli snúa sér að ein
hverju sem tilheyrir systeminu.
En auðvitað tilheyrir Jesú
systeminu i dag þótt hann væri
sjálfur manna vaskastur upp-
reisnarmaður á sinni tið.
En lika það er skiljanlegt.
Uppreisnarmaður gegn
systemi er sjálfur háður þvi
sama systemi, annars þyrfti
hann ekki að gera uppreisn, og
vanalega býr hann sér til nýtt
system með svipuðum forteikn-
um og það gamla.
Sá sem ekki er háður system-
inu lætur það vera, hann þarf
ekki að gera uppreisn. Að vera
hleypt útúr fangelsi þýðir ekki
að maðurinn sé frjáls, heldur
aðeins að hann megi vera frjáls.
Heimurinn er fullur af ungu
fólki sem biður um eitthvað
nýtt, og útaf fyrir sig er það
miklu merkilegra en hvað það
kallar nýtt, þvi þetta „nýja" er
oftast nær gamalt.
Það er einkennilegt hve fólki
gengur illa að skilja að það
getur aldrei komið með neitt
nýtt. Þetta nýja kemur eins og
vorið, það eiginlega kemur
aldrei, en það er allt i einu kom-
ið.
Sannarlega er núna komið
eitthvað nýtt. Og þetta nýja er
ekki Jesúhreyfing, ekki annars
konar hópar eða samtök sem
telja sig hafa fundið, ekki spill-
ing eða eiturlyfjavandamál —
heldur einmitt að viðurkenna að
maður veit ekki, viðurkenna að
maður hefur ekki fundið,
viðurkenna að þetta sem rikt
hefur er plága sem gert hefur
heiminn að helviti á jörð — án
þess að vera viss hver lækningin
er.
Flestar uppreisnir fram á
þennan dag hafa verið i þvi
fólgnar að setja eitthvað „nýtt"
Sigvaldi Hjálmarsson
fyrir gamalt, nú vilja menn
losna við það gamla og vita
fæstir hvað „nýtt" á að koma I
staðinn.
Ég bið engan forláts á að
þetta finnst mér vera von nú-
timans, einmitt þetta sem mest
var hneykslast á fyrir nokkrum
árum: að við vitum hvað við
viljiim ekki, þótt við vitum alls
ekki hvað við viljum.
Við erum i deiglu, og hvers
vegna ekki vera ánægður með
það?
Akveðin prósenta meinar
alltaf eitthvað, og ákveðin pró-
senta af Jesúfólkinu meinar
vafalaust það sem það segir.
En fyrirbærið Jesú-hreyfing
er vafalaust eitt af einkennum
sem fylgja nýrri andlegri leit.
A öllum sviðum erum við að
leita, og þörfin á leitinni er aug-
ljós.Allt það gamla er miðað við
þjóðir og aðgreindar mennihgar .
heildir. Aður kom Evrópumönn-
um ekkert við hvað gerðist i
Kina, en nú er heimurinn allt i
einu orðin ein heild. Og við eig-
um ekkert sem gildir fyrir alla.
Það   er   furðulegt   hve   fólki
gengur illa að sjá mikilvægi
þeirrar staðreyndar að mann-
kynið er orðið ein heild. Samt er
þessi sameining þess ekki neins
konar heimspekileg abstrak-
sjón, heldur augljós staðreynd:
Hver einstaklingur hefur út-
vikkað „taugakerfi" sitt yfír
alla jörðina.Við sjáum hvað ger-
ist hinumegin á hnettinum og
finnum til með fólki i
fjarlægustu heimshornum. Og á
sama hátt og útvarpstækni og
simi er framlenging skynfær-
anna er hjólið og vængur flug-
vélarinnar framlenging á fæti
manns. Það tekur i dag mun
skemmri tima að komast til
Nýja-Sjálands heldur en milli
AÍcureyrar og Reykjavikur fyrir
nokkrum áratugum.
Þannig er mannkynið i dag
jafnmikið sameinað og fólk i
einstökum byggðarlögum fyrir
rúmri öld.
Og svo halda menn að þeir
hafi formúlu sem gildir fyrir
alla jörðina!
Þessi pólitiski flokkur veit
hvað er rétt stjórnskipulag —
þótt hans hugmyndir séu orðnar
til við skilyrði sem ekki eru
lengur til. Og þessi trúarbrögð
vita hvað öllu mannkyninu er
fyrir beztu i trúarefnum þótt
þeirra hugmyndir séu lika til
orðnar og þróaðar við skilyrði
sem lóngu eru úr sögunni.
Ég bið engan forláts þótt ég
setji spurningarmerki við slikar
patentlausnir vandamálanna —
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16