Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 22
Þegar ég skrifaði fyrstu kartöflu- greinina mína í Morgunblaðið fyrir 15 árum, þá var tilefnið það, að eina ferðina enn hafði ríkis- stjórnin ákveðið að loka fyrir inn- flutning á ódýrum kartöflum til að hlífa innlendum bændum við erlendri samkeppni. Ég fór aðra leið að settu marki en þeir menn, sem ég stóð á öxlunum á. Halldór Kiljan Laxness, Gylfi Þ. Gíslason ráðherra, Jónas Kristjánsson rit- stjóri og margir aðrir höfðu gagnrýnt landbúnaðarstefnuna hver fram af öðrum með hárrétt- um rökum í næstum hálfa öld: viðbótin frá mér var að reyna eft- ir kúnstarinnar reglum að meta til fjár kostnaðinn, sem þessi vit- firring lagði á neytendur. Hann reyndist auðvitað himinhár. Ég þóttist vita, að vinir mínir á Morgunblaðinu yrðu fyrir ein- hverjum óþægindum af því að birta þessar greinar, svo að ég hringdi í Matthías Johannessen ritstjóra til að þakka honum fyrir mig. „Ekkert að þakka,“ sagði hann - eins og Hrafn Gunnlaugs- son kvikmyndaleikstjóri, þegar ég bauð honum einhvern tímann gleðilegt ár og þakkaði honum fyrir það gamla. Búverndarstefnan hefur ein- lægt verið viðkvæmt mál í Sjálf- stæðisflokknum. Það er engin leið að kenna Framsóknarflokkn- um einum um ástand landbúnað- arins, því að það hefur ekki geng- ið hnífurinn á milli þessara tveggja flokka í landbúnaðarmál- um s.l. 60 ár eða lengur, og hið sama má segja um Vinstri hreyf- inguna - grænt framboð og einnig um forvera hennar, Alþýðubanda- lagið sáluga og Sósíalistaflokk- inn. Hvað um það, Matthías sagði mér, að það væri svolítið hringt á blaðið til að kvarta undan kart- öflugreinunum. Enn liðu mörg ár, þar til Morgunblaðið byrjaði loks- ins að birta nokkurn veginn villu- lausar forustugreinar um inn- flutning landbúnaðarafurða, en þó sjaldan og með semingi. En það var ekki hringt í mig til að kvarta: venjan var og er sú að kvarta við ritstjórnina og biðja hana að birta ekki svona texta eða þá kvarta við vinnuveitandann og hvetja hann til að reka höfundinn. Einn maður hringdi þó í mig dag- inn, sem fyrsta kartöflugreinin birtist í Morgunblaðinu: það var Pálmi Jónsson í Hagkaupum. Hann hringdi til að þakka mér fyr- ir og hvetja mig til frekari skrifa. Við höfðum aldrei hitzt. Hann sagði mér í símann margar sögur af áralangri baráttu sinni fyrir því að veita Íslendingum kost á ódýr- ari mat og öðrum varningi og þeim hindrunum, sem stjórnvöld og aðr- ir kaupmenn höfðu hlaðið í veg fyrir hann. Hann skildi til fulls, að Marks og Spencer höfðu skilað al- menningi miklu meiri kjarabótum en Marx og Engels, og hann hagaði lífi sínu eftir því. Hagkaupsverzl- anir hans urðu að stórveldi í við- skiptalífi landsins. Velgengni þeirra og Pálma sjálfs og afkom- enda hans var fyllilega verðskuld- uð: hún var ávöxtur þeirrar hug- sjónar hans að gera öðrum gott. Hraðspólum nú fram til dags- ins í dag. Er það hending ein eða slys eða óhapp, að Sjálfstæðis- flokkurinn virðist nú heyja heil- agt stríð gegn feðgum tveim, sem hafa reynzt vera afbragðsflinkir og útsjónarsamir matvörukaup- menn? - og hafa stuðlað með því móti að verulegri lækkun mat- vöruverðs til hagsbóta handa fólkinu í landinu. Ekki sýnist mér það. Þetta virðist þvert á móti vera framhald herferðarinnar gegn Pálma Jónssyni – herferðar óprúttinna stjórnmálamanna, sem ganga erinda sérhagsmuna- hópa gegn almannahag og harð- neita jafnframt að svipta hulunni af fjárreiðum flokka sinna. Veldi Baugs er bein afleiðing þeirrar landbúnaðarstefnu, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fylgt svo að segja frá fyrstu tíð. Það var fyrirsjáanlegt, að markaðs- firringin og meðfylgjandi vit- leysa í landbúnaðarmálum um 75 ára skeið hlaut að skapa skilyrði til þess, að snjallir og dugmiklir menn eins og Pálmi Jónsson, Jó- hannes Jónsson í Bónusi og aðrir fyndu leiðir til að hagnast á því að bjóða fólki ódýrari matvöru en áður fékkst. Það hlaut að koma að því. Athuganir Guðmundar Ólafssonar hagfræðings rekja verulega verðlækkun á matvöru hér heima undangengin ár beint til hagkvæmari verzlunarhátta, en verðlækkunin hefði þó orðið mun meiri, hefði innflutnings- verzlunin verið frjáls. Viðgangur Baugs vex forustumönnum Sjálf- stæðisflokksins svo mjög í aug- um, að þeir búast nú til að loka tveim dagblöðum, einni sjón- varpsstöð og nokkrum útvarps- stöðvum með valdboði og setja þjóðfélagið allt á annan endann. Takist þessi atlaga, munu Morg- unblaðið og Ríkisútvarpið standa eftir sem einu fréttamiðlar lands- ins: það virðist vera megintil- gangurinn. Nema tilgangurinn sé að neyða Stöð 2 og útvarpsstöðv- ar Norðurljósa til að leita ásjár Björgólfs Guðmundssonar, sem er helzti lánardrottinn Norður- ljósa og nýtur sérstakrar velvild- ar Sjálfstæðisflokksins, þótt veldi hans í atvinnulífi landsins sé mun meira en veldi Baugs. Veldi Björgólfs er að miklu leyti til komið vegna þess, að Flokkur- inn færði honum Landsbankann á silfurfati, en ekki vegna farsæll- ar þjónustu við fólkið í landinu. ■ F rumvarp Davíðs Oddssonar um lög um eignarhald á fjöl-miðlum er fordæmalaust. Þótt öllu yrði snúið við í evr-ópskri löggjöf fyndust hvergi jafn róttæk og takmark- andi lög. Ef þessi lög verða samþykkt mun skilja á milli Íslend- inga og annarra vestrænna lýðræðisþjóða; Íslendingar munu með þessum lögum feta sig eftir nýjum brautum og ólíklegt verður að teljast að aðrar þjóðir fylgi þeim. Ef fjölmiðlalögin verða samþykkt verður Ísland ekki samt á eftir. Ákvæði frum- varpsins stangast á við mannréttindasáttmála Evrópu, íslenska stjórnarskrá og EES-samninginn og gengur þvert á þær grund- vallarreglur sem eru sameiginlegar í löggjöf Vesturlanda. Þeir Íslendingar sem sátu undir greiningu bandarískra og evrópskra lögspekinga á fundi Norðurljósa á Nordica Hotel í gær hljóta að hafa spurt sig hvað hafi hent íslenskt samfélag. Hvað valdi því að ríkisstjórn landsins og Alþingi vilji leggja til hliðar stjórnarskrá og alþjóðlega sáttmála og samninga til að koma á lögum sem eiga sér engin fordæmi á Vesturlöndum og sem engar forsendur eru til að setja í lög hérlendis eða í nokkru nágrannalandi okkar; lög sem munu vekja undrun og furðu allra sem skoða. Erlendu lögspekingarnir voru undrandi á hver- su augljóslega ákvæði frumvarpsins brutu gegn lögvernduðum mannréttindum og meðalhófi. Sérfræðingar i Evrópurétti sögðu ákvæðin ganga þvert á tilmæli Evrópuráðsins og furðuðu sig á að frumvarpið væri réttlætt með tilvísun til sömu tilmæla. Þeir fullyrtu að ef frumvarpið yrði að lögum yrði þeim hnekkt fyrir dómstólum Evrópu, ekki vegna ágreinings um eitt tiltekið ákvæði heldur virtust flestöll ákvæði þess stangast á við alþjóð- legar skuldbindingar Íslendinga. Við Íslendingar sátum undir þessu og spurðum sjálf okkur: Hvað hefur komið fyrir þetta samfélag? Hvert er það afl sem veldur því að ríkisstjórn og Alþingi ætla að binda í lög ákvæði sem augljóslega stríða gegn tjáningarfrelsi, atvinnufrelsi, eign- arrétti – flestum lögvernduðum mannréttindum fyrir utan trú- frelsi, eins og einn fundarmanna orðaði það – og skuldbindin- gum Íslendinga um að virða frelsi innri markaðar EES-samn- ingsins? Hvert er það afl sem veldur því að fólk myndast við að ræða þetta frumvarp undir því yfirvarpi að það stuðli að frelsi og fjölbreytni og ræður því að allur þorri almennings lætur þetta yfir sig ganga? – að ekki sé talað um fræðimenn háskól- anna, forystumenn félagasamtaka og aðra þá sem alla jafna má ætla að séu tilbúnir að verja tjáningarfrelsið og önnur grund- vallarmannréttindi? Hvert er það afl sem Íslendingar virða meira en þau grundvallarréttindi sem þetta frumvarp brýtur niður? Afl sem vill leiða okkur eitthvert langt, langt í burtu frá samfélagi þjóða sem byggja á réttlæti og mannréttindum sem okkur er kennt að virða og dásama. Blessunarlega eru þau andartök ekki mörg í sögu þjóða að viðbrögð hvers borgara geti skipt sköpum um framtíð samfé- lagsins. Hver svo sem ástæðan er hefur okkur Íslendingum nú verið stillt upp frammi fyrir vali milli þeirrar leiðar sem opin og lýðræðisleg samfélög Vesturlanda hafa fetað og þeirrar blindgötu sem ríkisstjórn landsins vill tæla þjóðina inn á. Hvor leiðin verður farin ræðst af aðgerðum og aðgerðaleysi lands- manna. ■ 6. maí 2004 FIMMTUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Lögspekingar segja fjölmiðlafrumvarpið stangast á við grundvallarreglur í löggjöf Vesturlanda. Hvað hefur komið fyrir þetta samfélag? ORÐRÉTT Heilbrigt? Hvaða skilning leggur Geir Haarde í orðið „sjúklegt“? Illugi Jökulsson ritstjóri veltir fyrir sér tengslum læknisfræði og stjórn- mála. DV 5. maí. Taktu eftir þessu Davíð! Við eigum að una því þegar aðr- ir beita fjölmiðlum gegn skoðun- um okkar. Það eina sem við get- um farið fram á er frelsi til að mótmæla og berjast gegn and- stæðingum okkar með tjáningu. Gunnlaugur Jónsson, stjórnarmaður í Frjálshyggjufélaginu, um fjölmiðla- frumvarpið. Morgunblaðið 5. maí. Ekki áfellisdómur Það er ekki áfellisdómur yfir Birni Bjarnasyni, dómsmálaráð- herra, að deilur rísi hér um veit- ingu embættis dómara við Hæstarétt, enda hefur það gerst hvað eftir annað. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins í tilefni af áliti Umboðsmanns Alþingis í dómaramálinu. Morgunblaðið 5. maí. Skakkur húsgrunnur Það má segja að þetta sé eins og hús, hann kemst að þeirri niður- stöðu að grunnurinn sé skakkur, og þar með þarf hann ekkert að skoða málið frekar, heldur kemst að þeirri niðurstöðu að þarna hafi verið brotið gegn lög- um við undirbúning að þessari ákvörðun. Hún hafi ekki verið nægilega vel unnin. Eiríkur Tómasson, prófessor og um- sækjandi um dómarastarf við Hæsta- rétt, um álit Umboðsmanns Alþingis í dómaramálinu. Morgunblaðið 5. maí. Ekki ósennilegt Ef þegnunum er eingöngu ætlað það hlutverk að stunda líkam- lega vinnu í þágu Foringjans, getur það auðvitað komið For- ingjanum vel að hvítþvo úr þeim alla sjálfstæða hugsun. Guðrún Eva Mínervudóttir um hugarfar Foringjans. DV 5. maí. FRÁ DEGI TIL DAGS Neyðarlegt Einhver neyðarlegasta uppákoman í stjórnmálum síðustu daga er uppljóstrun Fréttablaðsins og síðan Ríkisútvarpsins í gær um tvískinnunginn að baki hinnar svokölluðu hálfrar milljón króna reglu Samfylkingarinnar. Starfsmaður flokksins, Karl Th. Birgisson, hefur á undanförnum mánuðum komið í hvert fjölmiðlavið- talið á fætur öðru og lýst því sem dæmi um heiðar- leika flokksins að öll stærri fjár- framlög í kosninga- sjóðinn verði gerð opinber. Miðað sé við hálfa millj- ón króna. Hafa Karl og aðrir Samfylk- ingarmenn hvatt aðra stjórnmálaflokka- flokka til að fylgja þessu fordæmi. Nú er komið í ljós að sé framlagið nákvæmlega hálf milljón eða lægra er það ekki gefið upp. Samkvæmt útvarpsfréttum í gær eru jafnframt heimildir fyrir því að Samfylk- ingin hafi markvisst miðað við upphæð- ina hálfa milljón í söfnun sinni meðal stórfyrirtækja og lofað þeim að þannig komist þau hjá því að nafn þeirra yrði gert opinbert sem styrktaraðili flokksins. Viðurkenndi Karl Th. Birgisson í útvarpinu að í kosningasjóði flokksins væru á milli fimmtán og tuttugu framlög af þessu tagi. Hann vildi ekki skýra frá því hve mikið væri um framlög á bilinu 400 til 500 þús- und krónur. Er furða að fólk segi: Þeir eru allir eins þessir stjórnmálamenn. Ekkert að marka þá. Zetið við sinn keip Leiðarahöfundur Morgunblaðsins kemur gömlum samstarfsmanni á blaðinu, Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra, til varnar í skeleggum leiðara í gær. Kemur sér vel að Styrmir ritstjóri er lögfræðimenntaður eins og Björn og á því ekki erfitt með að koma auga á helstu veikleikana í áliti Um- boðsmanns Alþingis. En það er ekki bara að leiðarahöfundurinn hafi lesið álits- gerðina vel og vandlega yfir. Þess má sjá merki í leiðaranum að átt hefur verið við textann. Morgunblaðsleiðarar eru á góð- um dögum skrifaðir með bókstafnum „z“, þar sem það á við, eftir stafsetningarregl- um sem giltu á fyrri hluta síðustu aldar. Aftur á móti fylgir Umboðsmaður lögboð- inni stafsetningu. Það sættir Morgunblað- ið sig ekki við. Í DAG Baugur og Sjálfstæðisflokkurinn ÞORVALDUR GYLFASON Veldi Baugs er bein afleiðing þeirrar landbúnaðarstefnu, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fylgt. ,, degitildags@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 515 75 00 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Veldi Baugs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.