Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						IGNIS
KÆLISKÁPAR
RAFTORG
SIMI: 26660
RAFIÐJAN
SIMI: 19294
293. tölublað — Fimmtudagur21. desember—56. árgangur
kæli-
skápar
¦P/fcci túccttAfié&cLH, A.£
RAFTÆKJADEILD
Hafnarslræti 23
Símar 18395 & 86500
Þrumur og eldingar um Suðurland
Elding rauf rafstraum frá Búr-
fellsvirkjun tvívegis í gær, og
sums staoar rofnaði símasamband
i gær gerði ofsaveður við suður-
ströndina og var hvassviðri um
allt sunnan og vestan vert landið.
Fylgdu þessu veðri þrumur og
eldingar á Suðurlandi, og laust
eldingu tvivegis niður i raflinuna
frá Búrfellsvirkjun — í fyrra
skipti rétt upp úr hádeginu og i
siðara skiptið að áliðnum degi.
Rétt um hádegið sherist vindur
i suður og útsuður og fylgdu þeim
veðrabrigðum miklar þrumur. í
Reykjavik heyrðist þó ekki ein
þruma, sem að kvað, en hún var
svo öflug, að allt ætlaði um koll að
keyra og var þvi likast sem ógur-
leg sprenging hefði orðið rétt við
húsveggina.Litlu siðar var það,
að eldingunni laust niður i raflin-
una,  að  austan,  og  varð  raf-
magnslaust á Öllu orkuveitu-
svæðinu nema á litlum bletti i
Reykjavik, er fékk rafmagn frá
Elljðaárstöðinni. Var viða á
svæðinu rafmagnslaust i klukku-
stund, en þó mun skemur i
Reykjavik. Siðari hluta dagsins
laust enn niður eldinguna í linuna,
eins og áður er sagt, en þá svo
austarlega að rafmagn frá orku-
verunum við Sogið barst ótruflað
vestur yfir. Var enn rafmagns-
laust austan fjalls á sumum stöð-
um i gærkvöldi.
Sums staðar á Suðurlandi rofn-
aði simasamband einnig í þessum
látum, og viða mjög erfitt að ná
simasambandi, þótt ekki væri
sambandið með öllu rofið.
Þetta ólátaveður fylgdi i kjölfar
lægðar, er var að fara hjá i gær.
Bæjarbruni í
Rangárþingi
í þrumuveðrinu, sem dundi yfir
Suðurland i gær, er út i gekk um
hádegisbilið, virðist eldingu hafa
lostið niður i bæjarhúsin að Sand-
hólaferju við Þjórsá, og brunnu
þau til kaldra kola á skammri
stundu. Sandhólaferja er eign
þýzks manns, Ulrichs Marths,
sem rekur fyrirtæki i Reykjavik,
Baader-þjónustuna, en notar
jörðina til hagagöngu fyrir hross,
Lokuðu
húðum /
myrkrínu
Sumir kaupmenn i Reykja-
vik gripu til þess ráðs, er raf-
magnslaust varð i gær i miðri
jólaösinni, að loka hreinlega
búðum sinum, svo að þeir ættu
ekki á hættu, að þjófar gerðu
sig þar heimakomna.
Nokkuð mun hafa borið á
gripdeildum áður, þegar likt
stóð á, svo að menn vita orðið,
hvaða viðbrögð eru skynsam-
legust.
og var enginnmaður á bænum er
hann brann.
Upp úr hádeginu i gær gengu
yfir hörð él i Rangárvallasýslu
með miklum þrumum og elding-
um. Um eittleytið urðu skruðn-
ingar miklir með ljósagangi i As-
múla, næsta bæ við Sandhóla-
ferju, og heyrði fólk þar, að eitt-
hvað féll niður. Þegar að var
gætt, sást að lok hafði hrotið af
öryggiskassa, sem er i sambandi
við simalögn, og var allt sviðið ¦
þar bak við og kviknað i glugga-
tjöldum.
Ekki urðu óhöpp meiri á þeim
bæ, en litlu siðar sást frá Asmúla,
að tekið var að rjúka i Sandhóla-
ferju. Með þvi að simasa/nband
hafði rofnað i þessum gaura-
gangi, var fljótt við brugðið og
ekið að Meiritungu til þess að
kalla á slökkvilið frá Hellu og
HvolsvelJi.
Mjög samtimis og þetta gerðist
hafði fólk á bæjum i Villingaholts-
hreppi séð, að kviknað myndi i á
Sandhólaferju, og var simað það-
an tilSelfoss. Frá Selfossi var svo
aftur simað austur i kauptúnin
rangæsku til þess að segja tiðind-
in, örskömmu áður en sendimað-
ur frá Ásmúla kom að Meiri-
tungu.
Slökkvisveitir  fóru  niður  að
Sandhólaferju, bæði  frá  Hvols-
velli og Hellu, en fengu ekki að
Framhald á bls. 23
Allt gengur úr skorðum, ef rafmagnið brcgzt. Hér sjást afgreiðslumenn i benslnslöðvum handdæla á
bfla.                                                              —Timamynd:Róbert.
Dögum í árínu fjölg-
að í fjögur hundruð
í nýju tilrauna-hænsnahúsi í Laugardælum
mannskepnunnar  er   um  reist hér gluggalaust stál-   inn  Sigurjónsson,  bústjóri  i
grindahús, þar sem gera á til-   Laugardælum.  Húsið er  haft
raunir, sem miða að þvi að f jölga   gluggalaust. svo að við höfum
varpdögum hænsna, sagði Þórar-            Framhald á bls. 23
Réttlæti
talsvert dyntótt. Iliin er sifellt að
stytta vinnutima sjálfrar sin og
fækka vinnudögunum. En svo
gctur annað verið upp á teningn-
um, þegar við þá er að eiga, er
engin hafa hagsmunasamtökin.
Það er til dæmis með hænsnin:
Nú er það helzt i bígerð að fjölga
dögunum í árinu hjá þeim i þvi
skyni að fá fleiri varpdaga.
Það mun vera japönsk upp-
götvun, að slikt sé gerlegt, og að-
ferðin sú að taka stjórnina af
himintunglunum og láta þau ekki
lengur ráða mörkum dags og næt-
ur. Gerviefnin hrúgast upp i kring
um okkur, og nú á að taka upp
gervidaga og gervinætur i heimi
blessaðra varpfuglanna.
Völdin tekin af
himintunglunum
— Það er alveg rétt — við höf-
Það cr sizt aft furða, þótt hænsnunum þyki tfðindum sæta, að nii skuli
eiga að stytta sólarhringinn og fjölga dögunum.
Fæst íhaldsmeirihlutinn til að
draga úr skattheimtu íReykjavík?
TK—Reykjavik.
Meðal tillagna, sem minni-
hlutaflokkarnir i borgarstjórn
Reykjavikur leggja fram við
afgreiðslu fjárhagsáætlunar
Reykjavikurborgar fyrir árið
1973, er tillaga um, að við
álagningu fasteignaskatta og
útsvara á Reykvfkinga á
næsta ári skuli hvorki leggja
50% álag ofan á lögboðna fast-
eignaskatta né 10% álag ofan
á lögboðin útsvör, eins og
meirihluti Sjálfstæðisflokks-
ins ákvað á þessu ári.
Eins  og  kunnugt  er  jók
ihaldsmeirihlutinn i borgar-
stjórn framlög til verklegra
framkvæmda um 100% á
þessu ári til að geta rökstutt
það, að notaðar væru allar
heimildir til aukaálags á út-
svör og fasteignaskatta á
Reykvikinga.   Siðan   var
rikisstjórninni eignuð aðför að
Reykvikingum og óhófleg
skattpining um leið og þvi var
haldið fram, að helzta mein-
semd efnahagslífsins væri of-
þensla i framkvæmdum!
A  borgarstjórnarfundi  i
kvöld kemur i ljós hverjir það
eru, sem vilja draga úr skatt-
heimtu á hendur Reykviking-
um, og hverjir h?ð eru. sem
vilja draga ur ofþenslu með
þvi að stilla framkvæmdum
opinberra aðila í i"',r °;i
nánar á Viöavangi bis. 3.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24