Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						TÍ.Vll.W
Fimmtudagur 21. desember 1972
Sérfræðingur
Staða sérfræðings i liffærameinafræði við
Rannsóknastofu Háskólans er laus til
umsóknar og veitist frá 1. febrúar 1973.
Umsóknir, er greini námsferil og fyrri störf, sendist
stjórnarnefnd  rikisspitalanna,  Eiriksgötu  5,  fyrir  19.
janúar 1973.
Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á sama stað.
Reykjavik, 18. desember 1972.
Skrilstola rikisspitalanna.
Við veljum runtal
það borgccr sig
EmM
• QFNAR H/F.
Síðumúla 27 . Reykiavik
Símar 3-55-55 og 3-42-00
Varahlutaverzlun okkar
verður lokuð 27. — 30. þ.m.
vegna vörutalningar
I
Globusn
LÁGMÚLI 5, SIMI 81555
Aðstoðarlæknir
Staða aðstoðarlæknis við
Rannsóknastofu  Háskólans er laus til
umsóknar og veitist frá  1. febrúar 1973.
Umsóknir er greini námsferil og fyrri störf sendist
stjórnarnefnd rikisspitalanna, Eiriksgötu 5, fyrir 19.
janúar 197:(. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á sama
stað.
Reykjavik, 18. desember 1972.
Skrilstola rikisspitalanna.
ð&FCt
Traktor umsóknir
inn íyrir 31. des.
TRAKTORAR g   rf  ,
vinna hraðar
,   ,      Ætlið   þiö   að
vinna betur  endumvja?
¦
¦
Munið að FORD hefur hátt endur-
söluverð.
önnumst lánaumsóknir fyrir ykkur
hafið þið ekki þegar lagt inn um-
sóknir  til  Stofnlánadeildarinnar,
siminn er 81 500
P  ÞÖRHF  ^i
¦.....! reykjavík skólavöroustíg 2s        traktorarI
Hinn varfærni framfararhugur
úr reynsluskóla harðræðanna
Guniiur M Magnúss:
DÁGAK MAGNÚSAIt A GRUND.
liókai'Dilag Odds Björnssonar
Magnús Sigurðsson, bóndi og
kaupmaður á Grund i Eyjafirði,
var maður, sem verulegt frægð-
arorð ior af norðan lands á fyrstu
áratugum aldarinnar og oft siðan
iiefur verið til vitnað sem burðar-
áss á vorskeiði nýrrar menn-
ingaraldar i landinu. Hann var
einn þeirra manna, sem lagði
grunninn að þeirri byggingu, sem
siðar reis. Magnús á Grund var
vaxinn upp úr harðræðum
nitjándu aldarinnar gegnsýrður
þeirri ihaldssemi og varfærni,
sem dýrkeypt reynsla gæddi
þessa kynslóð. En þetta var samt
kynslóðin, sem sá fram úr, og
beztu menn hennar höfðu jafn-
framt bjartsýni og framfarahug
til þess að leggja á nýjar brautir.
En þeim var ætið efst i huga að
hafa jörð til þess að standa á.
Þeirra aðall var kapp með forsjá,
sem siðar hefur gleymzt sumum
vikingum tuttugustu aldar.
Slundum virtist Magnús vera að-
sjáll sérhagsmunamaður og lifði
ei'tir þeim lögmálum, en framlög
hans til menningarviðleitni og
barátta fyrir atvinnuumbótum
sýndi hver hann var, þegar hann
var laus við skókreppuna. Og
liann var einnig hreinskiptinn
mannlundarmaður, sem fengur
er að kynnast.
Gunnar M. Magnúss hefur
l'ærzt allmikið i iang með þvi að
rita sögu Magnúsar nær hálfri
öld eftir hans dag. Að visu eru
ýmis elnisiöng nokkuð aðgengi-
leg, þótt dreifð séu, og hægt að fá
lýsingar nákominna og gagn-
kunnugra manna, en þó hygg ég,
Gunnar M Magnúss
að Magnús sé ókunnum höfundi i
raun og veru bæði of nálægur og
fjarlægur. Of fjarlægur til þess,
að unnt sé að segja sögu hans
skilmerkilega og of nálægur að
þvi leyti, að enn lifa margir, sem
höfðu af honum persónuleg kynni
og fella sig illa við.að saga hans
sé sögð eftir öðrum heimfldum.
Mér virðist lika auðsætt, að
Gunnar hafi fundið þetta og reynt
að fá bókinni sögusnið, sem sigldi
hjá þeim skerjum, er af þessu
risu.
Gunnar reynir þvi að bregða
upp stórri mynd af viðu þjóðlífs-
sviði þessara áratuga og sýna
Magnús þar i hlutverkum, án
þess að rakin sé i föstu samhengi
einangruð  lifssaga  hans.  Ég
hygg, að þetta fangaráð hafi verið
bezt til þess fallið að gera Gunn-
ari fært að skrifa læsilega bók af
Magnúsi, samtið hans og héraðs-
háttum. Þess kennir þó sums
staðar, að höfundur er ekki nógu
samsamaður lifsbrag þessa
landshluta til þess að höndla rétt-
an frásögublæ.
1 þessari bók er safnað saman
margvislegum almennum fróð-
leik um viðskiptahætti aldamóta-
tiðarinnar, atvinnuhætti og lifs-
kjör, en sá fróðleikur snertir ekki
ætið sérstaklega Magnús á Grund
og er auk þess svo almennur og
margsagður, að ýmsum finnst ef
til vill sú upprifjun leiðigjörn og
langdregin. Eigi að siður skýrir
þetta þó ýmsar athafnir
Magnúsar og viðbrögð og sýnir
hann i órjufanlegu samhengi við
þjóðlif sins tima. En þetta drepur
persónulegri sögu hans nokkuð á
dreif. Úr þessu er reynt að bæta
með þvi að tengja æviatriði
saman i smágreinum á undan
aðalköfluni, en ég kann ekki að
meta þá aðferð. Bezt tekst
höfundi.þegar hann lýsir skiptum
Magnúsar við samferðafólk i svo
nánum frásagnarhætti, að hann
fellir þau i samtöl. Þá verður
sagan allt i einu lifandi.
Dagar Magnúsar á Grund eru
þó óneitanlega vel rituð bók og
skemmtileg á köflum, og
höfundur hefur gert sér far um að
draga aðhenni mikinn efnivið, en
hann nýtir hann óþarflega vel til
sögufyllingar. Bókin er myndar-
lega út gefin og segir frá merki-
legum manni á merkilegum
mótunartima i þjóðarsögunni;
gott framlag til þeirrar geymdar,
sem er nýjum kynslóðum
nauðsyn.                —AK
Sjöunda örlagaþátta-
bók Sverris og Tómasar
I
I
Sverrir Kristjánsson
og  Tómas  Guömundsson:
FÝKUR i SPORIN
Forni gaf út.
Nú hafa þeir Sverrir og Tómas
náð hinni heilögu tölu sjö i gerð
bóka um islenzka örlagaþætti.
Varla hafa þeir hugsað sér að
teygja þráðinn svo vel, er þeir
héldu úr hlaði með Konum og
kraftaskáldum árið 1964. En
hvort tveggja var. að fram var
reitt eitthvert girnilegasta lesefni
lestraríúss islenzks fólks og um
það fjallað af kröfuhörðu list-
fengi og litt brigðulum frásagnar-
þokka tveggja höfuðsmanna
islenzkrar ritlistar. Þvi var sifellt
beðið um meira, og höfundar hafa
orðið við ákallinu á hverju ári.
Fyrir bragðið eiga unnendur
þjóðlegrar fræðalistar nú flokk
bóka, sem þeir meta mikils og
munu oft leita til, og komandi
kynslóðir munu þar njóta yndis-
arðs i rikum mæli.
I þessari sjöundu bók, sem
nefnist Fýkur i sporin, eru fimm
þættir eftir Sverri og þrir eftir
Tómas, mislangir nokkuð eftir
efnisföngum.
Bókín hefst á frásögn
Tómasar, tslenzkur ævintýra-
maður, og segir þar frá Vestur-
tslendingi, Helga Einarssyni,
sem ýmist hefur búið ,,á finustu
hótelum Bandarikjanna og
Kanada eða sofið á gólfinu hjá
fátækum Indiánum, legið við eld i
skógunum með snjóinn við
bakið". Næst er þáttur Tómasar,
Leyndarmál öræfanna, og er þar
enn einu sinni sögð i stórum
dráttum saga helfarar Reyni-
staðabræðra, en með öðrum blæ
Tómas Guðmundsson
en tiðkazt hefur i greinum á
siðustu árum.
Þá kemur þáttur Sverris,
Tvitýnd hempa og endurheimt, og
er söguhetjan þar enginn annar
eh sá frægi klerkur Asgrimur
,,illi" Hellnaprestur. Þessu næst
er þáttur Sverris af Skárastaða-
málinu, — römm og kunn af-
brotasaga úr Húnaþingi, aldar-
gömul. Við tekur svo þáttur
Sverris um ,,viðskipti Arna
Magnússonar og andskotans",
stuttur og hressilegur, og þvi næst
Makt myrkranna eftir Sverri, og
vikur þar sögu vestur að Djúpi,
þar sem galdrar voru land-
lægastir. Segir þar frá Kirkju-
bólsfeðgum og pislum þeirra á
sautjándu öld.
Horfallin  tengdamóðir  er
Sverrir Kristjánsson
siðasti þáttur Sverris, og er þar
rakin gömul sveltisaga úr Eyja-
firði.
Lengsti og siðasti þáttur bókar-
innar er Svipmyndir frá Sigurði
málara eftir Tómas. Þar er
fjallað um hugstætt efni og af
heitrisamúð meðbróðuri listinni.
Er verulegur fengui að þeim
myndum, sem Tómas bregður
upp af lifi þessa merkilega
manns.
Af þessari upptalningu má sjá,
að enn eru nægilega stórbrotin
þau söguefni, sem Sverrir og
Tómas finna sér, og varla
þurfa lesendur að óttast. að þeim
séu farin að förlast frásagnar-
tökin. enda mun þessi bók engu
minni gerðar  en hinar fyrri.
-AK

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24