Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						16
TÍMINN
Kimmtudagur 21, desember 1972
ekki einu sinni losnað, jafnvel þótt hún hefði viljað. Um leiö gargaöi
gammurinn einkennilega kokandi beint framan i hana, hiin fálmaði
blint og óttaslegin með lausu hendinni i áttina að hljóðinu og náði taki á
hálsinum á honum. Hún fann lifandi hlýjuna undir fitugu, ötuðu Ijöðr-
unum. Óttinn við að tapa gleraugunum jók henni krafta, henni tókst að
ná báðum höndum um hálsinn á gamminum. Hann veifaði vængjunum
til að reyna aö losna, vængjaðarinn slóst i gagnaugað á henni, en hún
sleppti ekki takinu, og enginn — allra sfzt gammurinn — hefði trúað, að
hún væri svona sterk. Fljótlega veltist hún á jörðinni með gammínn
undir sér. Hún kreisti með báðum höndum og klessli hausnum á fuglin-
um niður i sandinn um leið, og það var ekki fyrr en langt var siðan
nokkuð kokandi hljóð heyrðist frá fuglinum, og hann lá alveg hreyfing-
arlaus undir henni, að hún linaði tókin.
Dauöi fuglinn var enn með gleraugun hennar i nefinu. Hún losaði
þau varlega og sctti þau á sig. 1 hita bardagans hafði annar helmingur-
inn af brotna glerinu doltið úr og efri helmingurinn af sjónfleti hennar
var einkennilega þokukenndur. Hún lá á fjórum fótum, gegnblaut af
svita og dauðþreytt éftir slaginn við gamminn. Hún hafði höfuðverk af
sólinni og óttinn gagntók huga hennar. Krampakippir fóru um dauða
fuglinn, hún stóð upp og trampaði á honum þar til ekkert var eftir nema
svört klessa i rykinu.
Hún fékk allt i einu hugboð um, að allur þessi hringsólandi, svarti
hrægammahópur væri að undirbúa allsherjar árás á hana. Þeir hnit-
uðu hringi uppi yfir henni, rétt ofan viðtrjáloppana.
Hún skalf ákaflega og grét i hljóði, en fljóllega kom henni bjargræðið
i hug. Hún hraðaði ser yfir að bálkeslinum,tók af sér gleraugun með
skjálfandi höndum, nolaði heila glerið og fann brennipunktinn fljót-
lega. Laufin fuðruðu upp,og hún hló af gleði. Þegar farið var aö loga
glatt, mundi hún eftir oliubrúsanum úr bilnum. Hún hljóp yfir að kofan-
um, sótti brúsann og hellti innihaldi hans yfir eldinn, sem i sama bili
bálaði upp. Dauða gamminum kastaði hún á bálið.
Heykinn lagði hátt i loft upp, svartan og ógnandi. Ilann lagði upp til
sveimandi gammanna og hrakti þá hærra upp, fylgdi þeim þangað og
stökkti þeim loks á flótta, þótt þeim væri það greinilega þvert um geð.
Gammarnir inni i bilnum urðu viti sinu fjær af hræðslu, þeir skræktu og
kútvellust hver um annan þveran, ruddust sem mest þeir máttu til að
komast sem fyrst út. Þeir liktust uppblásnum, blóði drifnum
kalkúnum, þegar þeir flögruðu burt frá bilnum og reyknum.
Þegar hitinn frá bálinu var orðinn of mikill, fór frú Betteson til frú
Portman og settist hjá henni. Krú Betleson var ákaflega fegin að hafa
boriðsigurorð af gömmunum, jafnvel þótt það væri aðeins um stundar-
sakir.
l->á tók hún eltir þvi,að frú Portman var gjörbreytt. Hún var aö dauða
komin. Á hörundi hennar var einkennilegur grár l'ölvi, hún svitnaði
ekki lengur, húðin var skrælþurr.
Keykurinn skyggði á þær um leið og hann hrakti gammana á brott.
Krú Betteson lagðist niður fast upp við frú Portman.
Jafnvel þá fannst henni írú Portman falleg..Andlitið var slétt og
mjúkt og yndislegt viðkomu. 1 samanburði við þetla andlit var hennar
eigið hrjúft og hræðilega Ijótt. Hún laut áfram og lagði kinnina að
vanga frú Portmans til að finna mýktina við húð sina. Þá sneri frú
Portman höfðinu og leit á hana. Hún hafði ekki þrótt til að tala, en var-
irnar bærðust, án þess hún kæmi upp nokkru hljóði.
t miðju rjóðrinu logaði eldurinn glatt. Neistaflug og svartir reykjar-
bólstrarsligu til lofts.upp til gammanna.sem héldu sig ihumátt, reyk-
urinn var aðvörun til þeirra um aðhalda sig i hæfilegri fjarlægð. Stund-
um var reykurinn svo þéttur, að hann byrgði sólina alveg. Bálið lifði
lengi eftir að frú Portman var dáin.
Það var einmilt um þetta leyti, að Paterson, Tuesday og Naga —
drengurinn, fylgdarmaður þeirra, sáu reyksúluna. Þá voru þeir
komnir niður i gilbotninn og voru staddir nokkra kilómetra norðan við
bilbrakið. Naga — drengurinn.hafði reyndar fyrstur séð reykinn. Hann
var aðeins með eitt auga, hitt hafði hann misst. Hann slasaðist á veið-
um, hal'ði rekið oddhvassa trjagrein upp i augað. Siðan hafði hann ætið
verið varkár. Hann hafði sagt, að þeim væri óhætt að fylgja gömmun-
um, nú gátu þeir lika farið eftir reyknum.og áttu þess vegna auðvelt
með að rata rétta leið.
17.KAFLI.
Peterson ákvað, að þau yrðu i litla þorpinu þrjú dægur i viðbót til að
frú Betteson og Connie gætu jafnað sig vel.
Timunum saman sat Tuesday undir stóru tré niöursokkinn i samræð-
ur við Naga — drenginn. Útvarpstækið varðveitti hann vendilega á hné
sér eins og vant var, og öðru hvoru hallaði hann höfðinu aftur á bak og
söng. Hann sló höndunum háttbundið á hliðarnar á tækinu og söng eftir
hljóðfallinu, sem þannig myndaðist. Svo var að sjá.sem hann væri
með þessu að reyna að koma kassanum igang.
Naga -^ drengurinn.sat allan timann sem heillaður af vörum Tues-
days, og með sinu eina auga fylgdist hann gaumgæfilega með öllu, sem
gerðist, breiður, varaþykkur munnurinn var opinn af undrun. Óhugnan-
lega örið eftir hitt augað var rauðþrútið og samanherpt, og af og til fóru
kippir um þann hluta andlitsins. Fyrir kom, að hann réð ekki við sig og
teygði sig fram til að ná i þetta merkilega útvarpstæki. Þá hrifsaði
Tuesday það frá augunum á honum og sat lengi með það undir hendinni
i öruggri 1 jarlægð. Naga — drengurinn fór þá að skriða kringum Tues-
day i orðlausri aðdáun til að geta skoðað það sem bezt frá öllum hliðum.
Einu sinni kom ha'nn svo nærri, að andadráttur hans skildi eftir rakan
móðublett á slétLi- tækinu. Syndaselurinn fékk ósvikna dembu yfir
hófuðið.siðan upphófst mikið nudd með erminni á fótboltatreyjunni,
þar til öll verksummerki voru afmáð.
Eftir þetta hélt Tuesday honum i ennþá meiri fjarlægð og útskýrði
vandlega fyrir hpnum, að einungis eigandinn mætti snerta tækið.
Naga — drengurinn sat lengi i öngum sinum og horfði niður fyrir fæt-
ur sér. Hann virtist vera að velta þvi fyrir sér, hvernig bezt væri að
fara að til að komast yfir svona furðugrip. Hann sagði eitthvað með
miklu handapati, og skömmu eftirhádegi fór hann og kom aftur stundu
siðar með bogaræksni. Hann notaði allt það orðskrúð og andagift, sem
hann haföi yfir að ráða,til að sýna Tuesday fram á ágæti bogans. Lang-
ar tölur hélt hann um yfirburði Naga-ættflokksins, sem hann taldi
heimsins mestu veiðim. og lauk máli sinu með þvi að benda honum á,
að þvilikur prýðisbogi væri mörgum sinnum gagnlegri og dýrmætari
heldur en kassi, sem ekkert heyrðist i. Hann gætti þess vel að segja sið-
ustu orðin ekki með vanþóknun, en lagði málið þannig fyrir, að áheyr-
andinn gat ekki verið í vafa um, að þessi dæmalausi bogi væri töluvert
meira virði en kassinn dásamlegi. Boginn var óneitanlega miklu nyt-
samari, til dæmis væri hægt að skjóta með honum skógarfugla og nú,
þegar óvinirnir væru væntanlegir, mætti nota hann gegn þeim. Aldrei
þyrfti maður að óttast nokkurn hlut, ætti maður slikan boga. Hvaða
ánægju var eiginlega hægt að hafa af svona kassa? Ekki gat Naga —
drengurinn, imyndað sér það.
1290
Lárétt
I)  Stafir,- 5)  Hulduveru.- 7)
Bætti viðlviðth.) 9) Hreyfast.-
II)  Strax.- 12) Eins.-
Nudd- 15) Brjálaða.-
Skælur.- 18) Konunni.-
Lóðrétt
1) Hlif.- 2) Liti,- 3) Eins.
Ai,- (i) Þvoði- 8) Belja,-
Lóörétt
1) Rokkur.- 2) Fót- 3) As.- 4)
Las.- 5) Ágalli.- 8) Enn.- 10)
Ýla.- 14) Dok.- 15) Kar.- 17)
Pá .-
15) Voði
Eð.- 14) t kýrvömb.
17) oreiða.
X
Káðning gátu nr. 1289
Lárétt
1) Kafall,- 5) Osa.- 7) Ket.- 9)
Sýg.- 11)  KN,-  12)  La.-  13)
ll'nd- 15) Kal- l(i) Opa,- 18)
Skárri-
.seni  (iciri  lct  'lalla  með
fjarstýringu.
D
R
E
K
I
Kf þið hiltið  y Við  Y
ekki þyrluna,   ) skulum
hvað þa.     ^/'bíoa og
Oliuskipið im' komið i sundið. V-'
Við höfum Ivo lima til stefriu^í
"'v"!"r    prm^íx
Þið skulið^Jni l'lýgur ekkl
nu okki    lí'g hræðist
hræðast
Þar.       ^
FIMMTUDAGUR21.
desember
7.00 Morguniitvarp .Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30 ,8.15 (og for-
ustugr. dagbl.),- 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.45,
Morgunleikfimi kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Herdis Egilsdóttir les
þrjú frumsamin ævintýri
um jólasveina og snjókarl.
Tilkynningar kl. 9.30, Þing-
fréttir kl. 9.45. Létt lög á
milli liða. Heilnæmir lils-
hættir kl. 10.25: Björn L.
Jónsson læknir nefnir þenn-
an þátt: Ekki er allt matur,
sem i magann kemur.
Morgunpopp kl. 10.45: Deep
Purple leika og syngja
Fréttir kl. 11.00. Hljóm-
piötusafnið (endurt. þáttur
G.G.)
12.00  Dagskráin.  Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 A frívaktinni.Margrét
Guðmundsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
14.15 Biinaðarþáttur. Hjálmar
Finnsson fram-
kvæmdastjóri Áburðar-
verksmiðju rikisins talar
um áburðarmálin. (endurt.)
14.30 Siðdegissagan: „Siðasta
skip suður" eftir Jökul Jak-
obsson. Höfundur les (4)
15.00 Miðdegistónleikar: Frá
tónlistarhátib i Berlin i sept.
s.l. Christiane Edinger
leikur Partitu i d-moll fyrir
einleiksfiðlu eftir Johann
Sebastian Bach. Anthony
Newmann leikur a sembal
,,The Quadran Pavan" eftir
John Bull og Krómatiska
fantasiu og fúgu eftir Bach.
16.00 Fréttir.
16.15  Veðurfregnir.  Tilkynn-
ingar.
S.25 Popphornið
17.10 Útvarpssaga barnanna:
„Egill á Bakka" eftir John
Lie.Bjarni Jónsson islenzk-
aði. Gunnar Valdimarsson
les (2)
17.45 Létt lög. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.  Dagskrá
kvöldsins.
19.00  Fréttir.  Tilkynningar.
19.35   Oaglcgt   mál . Páll
Bjarnason  menntaskóla-
kennari flytur þáttinn.
19.40  Glugginn. Umsjónar-
menn: Sigrún Björnsdóttir,
Guðrún Helgadóttirog Gylfi
Gislason.
20.20 Leikrit:  „Jólaævintýri"
el'tir  Kinn  Methling (áður
útv. i des. 1960) Þýðandi:
Hannes  Sigfússon.  Leik-
stjóri: Klemens  Jónsson
Persónur  og  leikendur:
Sógumaður..Guðbjörg Þor-
b jarnardóttir,   Baltas-
ar..Þorsteinn ö Stephensen,
Melkior..  Lárus  Pálsson.
Kaspar..  Jón  Aðils, Þjón-
ustustúlkan..  Jóhanna
Norðfjörð, Maria..  Herdis
Þorvaldsdóttir, Jósep.. Jón
Sigurbjörnsson ,  Heródes..
Róbert Arnfinnsson, 1. eng-
111.i Margrét Guðmunds-
dóttir,  2.  engill..  Helga
Bachmann,3. engill.. Arndis
Björnsdóttir, 1. hirðingi..
Valur Gislason, 2. hirðingi..
Baldviri Halldórsson,3. hirð-
ingi.. Ævar Kvaran, Þjónn
Heródesar..  Bessi  Bjarna-
son,Raddir i höll Heródesar,
Valdimar  Lárusson,  Briet
Héðinsdóttir og Margrét H.
Jóhannsdóttir.
21.25   A  bókamarkaðinum.
Andrés Björnsson útvarps-
stjóri  sér um  kynningu á
nýjum bókum.
22.00 Fréttir
22.15  Veðurfregnir. A  bóka-
markaðinum — framhald.
22.45 Manstu eftir þessu? Tón-
listarþáttur  i umsjá  Guð-
mundar  Jónssonar  pianó-
leikara.
23.30  Fréttir  i  stuttu  máli.
Dagskrárlok.
>•—?•«•>»—»»»»«•»«»»«»»»»«»—.
Tímínner
peningar
| Anglýsíd
\       iTímanum
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24