Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 19
Fimmtudaf'ur 21. desoinber 1!)72 TÍMINN 19 Gmham og AAarinello á sölulisfa hjá Arsenal — Frank O'Farell sparkað frá Manchester United og Malcolm Musgrove með honum Hér á myndinni sést George Graham á fullri ferð að marki Burnley og suttu siðar söng knötturinn i netinu. A eftir kemur Ralph Coates, en honum tókst ekki að stöðva Graham. Coates var seldur til Tottenham 1971 á 200 þús. pund. Krægasta íélagslið Englands, Arsenal, hefur sett tvo af leikmönnum sinum á sölulista, það eru sko/.ku leikmennirnir George Graham og Peter Marinello, en þessir leikmenn hafa ekki verið fastir leik- menn hjá Arsenal og hafa þess vegna sótzt eftir að vera settir á sölulista. George Graham var keyptur Irá Chelsea i október árið 1966 á 75 þús. pund og Tommy Baldvin (metinn á 25 þús. pund), var einnig látinn fylgja upphæðinni. Graham var í'astur maður i lið- inu fyrstu árin hans hjá Arsenal, en félagið hefur verið að yngja lið sitt upp undanfarin ár og hefur hann ekki verið fast- ur leikmaður frá 1970. Graham skoraði lyrra mark Arsenal i úrslitaleik bikarkeppninnar 1971, þegar liðið sigraði Liverpool á Wembley 2:1. Peter Marinello var keyptur frá skozka liðinu Hibernian i janúar 1970 á 100 þús. pund og var hann l'yrsti leikmaðurinn sem Arsenal hefur greitt 100 þús. pund fyrir. Hann var talinn mjög efnilegur og var kallaður George Best Lundúna. Marinello hefur aldrei fengið fast sæti hjá Arsenal, hefur oft- ast leikið með varaliðinu, eða verið á varamannabekknum. Þó að þessir tveir framlinu- menn verði seldir frá Arsenal, má fastlega reikna með þvi, að félagið kaupi ekki leikmenn i staðinn, þvi að hjá félaginu eru margir ungir og efnilegir leik- menn, sem eru að komast i gagnið. Framkvæmdastjóri Man. Utd. Frank O’Farell, hel'ur ver- ið rekinn lrá félaginu, eftir aðeins 18 mánuði hjá þvi. Man. Utd. het'ur ekki verið upp á marga fiska að undanl'örnu og vermir nú botninn í 1. deildinni ensku. Frank O’Farell var áður lramkvæmdastjóri Leieester og er það honum mest að þakka, að liöið endurheimti aftur 1. deild- ar sætið, sem liðið missti keppn- istimabilið 1969-70. Hann fór til Manchester United frá Leicest- er, ásamt þjálfara Leicester Malcolm Musgrove. En nú hafa þeir báðir verið reknir lrá Man. Utd. Marincllo var keyptur Irá Ilibernian á 100 þús. pund 1970. Ilann sést hér á myndinni i hinum heimsfræga félagsbúning Arsenal. Beztu frjálsífrróttaafrekin 1972: Lára Sveinsdóttir, Á, vann bezta kvennaafrek ársins Lára Sveinsdóttir, vann bezta kvennaafrekið, hún stökk 1,69 í hástökki. ÖE—Reykjavík. 1 dag birtum við beztu frjáls- iþróttaafrekin i 100 m. grinda- hlaupi, stökkgreinum og boð- hlaupum kvenna. Lára Sveins- dóttir, Á, er bezt i öllum þremur einstaklingsgreinunum að þessu sinni og hún vann auk þess bezta kvennaafrekið, er hún stökk 1,69 m. i hástökki, sem veitti henni rétt til að keppa á Ólympiuleikun- um i Miinchen i sumar. Kristin Björnsdóttir, UMSK, var næst- bezt i hástökki með 1,59, sem er betra en metið i fyrra. Alltof langt bil er i næstu stúlkur, sem vonandi bæta sig sem flestar á næsta ári. Lára var og bezt i lang- stökki, stökk 5,49 m. en met Hafdisar Ingimarsdóttur, UMSK, sem varð þriðja i skránni i ár er 5,56 m. Loks skipar Lára efsta sætið i 100 m. grindahlaupi, en i þeirri grein setti hún nýtt met, en gamli methafinn, Ingunn Einars- dóttir, ÍR er önnur á skránni. íslandsmet voru sett i öllum boðhlaupunum, bæði lands- sveitarmet og félagsmet nema i 4x100 m. i 4x400 m. boöhlaupi var metið bætt verulega. Hér koma beztu afrekin: 100 m. grindahlaup : sek. Lára Sveinsdóttir, Á, 15,2 Ingunn Einarsdóttir, ÍR, 15,7 Kristin Björnsdóttir, UMSK, 16,1 Sigrún Sveinsdóttir, Á, 16,6 Sólveig Jónsdóttir, HSÞ, 16,8 Ragna Erlingsdóttir, HSÞ, 17,8 Jakobina Björnsdóttir, HSÞ, 18,0 Erna Guðmundsdóttir, Á, 18,2 Bergþóra Benónýsdóttir, HSÞ, 18,3 Asa Halldórsdóttir, Á, 18,5 Sigriður Richardsdóttir, HSÞ,18,6 Ásta Gunnlaugsdóttir, 1R, 18,8 Sigriður Stefánsdóttir, KA, 18,9 Björk Eiriksdóttir, 1R, 19,1 Sigurlina Gisladóttir, UMSS, 19,2 Bjarney Árnadóttir, IR, 19,4 Elisabet Magnúsdóttir, KA, 19,4 Unnur Pétursdóttir, HSÞ, 19,7 1x100 m. boðhlaup : sck. Landssveit 50,1 UMSK 51,6 Ármann 51,8 IR 53,5 HSÞ 53,7 UMSS 53,9 IISK (telpur) 55,2 IR (telpur) 55,2 IBV.........................55,3 IISK........................56,8 HSÞ (B-sveit) 57,1 UMSE........................57,2 KA..........................57,6 UMSK (B-sveit) 57,7 ÍR(B-sveit) 58,2 ÍR (C-sveit) 58,5 Á(B-sveit) 58,8 KA (B-sveit) 59,5 1x100 m. hoðhlaup: min. Landssveit, 4:01,6 UMSK......................4:12,1 ÍR........................4:15,3 Landssv. stúlkur 4:19,5 ÍR (telpur) 4:43,1 IR (B-sveit) 5:04,4 1x800 m. hoðhlaup: mfn. ÍR (lelpur) 8:35,0 l.angslökk: metrar Lára Sveinsdóttir, Á, 5,49 Sigrún Sveinsdóttir, Á, 5,43 Hafdis Ingimarsdóttir, UMSK, 5,37 Kristin Björnsdóttir, UMSK, 5,16 Björg Kristjánsdóttir, UMSK,4.(>'’ Ingunn Einarsdóttir, IR, Lilja Guðmundsdóttir, ÍR - 96 Þórdis Rúnarsdóttir, H.c s,95 Fanney Öskarsdóttir ;R 4,89 Kristin Jónsdóttir, UMf-S., 4,85 Ása HalldórsdótUr. 1 , 4,86 Valdis LeifsdóMr, HSK, 4,81 Sigurlina G? .adóttir, UMSS, 4,79 Sigrún Bermdiktsdóttir, USU, 4,75 Aöalheiður Gunnarsdóttir, HSS, 4,74 Þurióur Jónsdóttir, HSK, 4,73 Erna Guðmundsdóttir, A, 4,73 Ásta Gunnlaugsdóttir, 1R, 4,71 Framhald á bls. 23 Agúst og Ragn- hildur sigruðu Siðastliðinn laugardag fór fram Laugardalshlaup KR i Laugar- dalnum. Þátttaka var sæmileg i hlaupinu, en sigurvegarar urðu Ágúst ‘Asgeirsson, IR i karla- flokki og Ragnhildur Pálsdótlir, UMSK I kvennaflokki. Vegalengd karla var 2,2 km. en kvenfólkið hljóp 1100 m. URSLIT: Karlar: min. Ágúst Ásgeirsson, ÍR, 6:02,5 Einar öskarsson, UMSK, 6:04,6 Erlingur Þorsteinsson, UMSK, 6:15,5 Konur: min. Iiagnh. Pálsd. UMSK, 3:17,2 UMSK, 3:17,2 Lilja Guðmundsdóttir, ÍR, 3:35,7 Anna Haraldsdóttir, 1R, 3:38,6 Tveir stukku yfir 1.90 m. ÖE—Reykjavik. Innanfélagsmót fór fram i Laugardalshöllinni á laugardag. Guðmundur Jóhannesson, IR sigraði i stangarstökki, stökk 3,95 metra. Hann reyndi ekki frekar vegna smámeiðsla. Annar i keppninni varð Stefán Hallgrims- son, KR, stökk 3,60 metra. Elias Sveinsson, 1R sigraði i hástökki, stökk 1.90 metra. Karl Fredriksen, UMSK, varð annar, stökk einnig 1,90 metra, og Stefán Hallgrimsson, KR varð þriðji með 1,80 metra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.