Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						IGNIS
KÆLISKÁPAR
RAFTORG
SIMI. 26660
RAFIflJAN
SÍMI: 19294
294. tölublað —Föstudagur 22. desember — 56. árgangur
kæli-
skápar
RAFTÆKJADEILD
Hafnarslræti 23
Simar 18395 & 86500
Sjávarborgarkirkja
hafin til vegs á ný
110 ára gömul og hefur verið
skemma í marga fugi ára
Gamla kirkjan á Sjávarborg i
Skagafiröi verður hafin til vegs á
ný. Kétt áttatiu ár eru siðan hún
var lógð niður sem sóknarkirkja,
en i sumar var hún tekin á forn-
leifaskrá. Nú stendur til að dubba
hana upp á næsta ári og varðveita
hana sem sýnishorn litilla sveita-
kirkna frá miðbiki nitjándu aldar.
— Það eru um hundrað og tiu ár
siðan Sjávarborgarkirkja var
reist, sagði Þór Magnússon þjóð-
minjavörður við fréttamann Tim-
ans, og var hún siðan sóknar-
kirkja i þrjátiu ár. Arið 1892 var
reist kirkja á Sauðárkróki, og þá
var hlutverki Sjávarborgarkirkju
lokið. Var hún siðan flutt úr
kirkjugarðinum sunnan við bæinn
og notuð sem skemma eftir það.
—  Þetta er mjög litil timbur-
kirkja, turnlaus, hélt Þór áfram,
ágætt dæmi um slíkar kirkjur
eins og þær gerðust á nitjándu
öld. t henni er upprunaleg skar-
súð, og hvorki hefur verið hreyft
við þiljum né klæðningu frá fyrri
tið. Meðal annars er kórþilið eins
og það var. Aftt)r á móti vantar
predikunarstól og bekki.
Við tókum þvi að sjálfsögðu
tveim höndum, er Heiðbjört
Arnadóttir frá Veðramóti, ekkja
Árna Danielssonar á Sjávarborg,
og þau dóttir hennar og tengda-
sonur, Hlif Arnadóttir og Krist-
mundur Bjarnason ríthöfundur,
gáfu okkur kirkjuna.
Verður flutt norð-
ur á Borgina
— Kirkjan verður nú flutt i ann-
að sinn, sagði Þór að lokum — að
þessu sinni norður á borgina, þar
sem hún á að geta sómt sér prýði-
lega. Þetta verður gert að sumri,
og siðan verður hún smám saman
búin þvi, er i hénni ber að vera. A
Sjávarborg er til gamall hurðar-
hringur, er að sjálfsögðu verður
notaður að nýju, og svo útvegum
við predikunarstól og altaristöflu.
Hér i þjóðminjasafninu er til
gömul altaristafla frá seytjándu
öld, er var á sinum tima i Sjávar-
borgarkirkju, en þvi miður getum
við liklega ekki farið með hana
norður, þvi að hún er of stór til
þess, að hún fari vel i þessari
kirkju, sem þar verður nú varð-
veitt.
En sem sagt: Ég geri mér beztu
vonir um, að þessi litla kirkja
muni lita ljómandi vel út, þegar
hún hefur verið færð og fengið þar
þá uppdubbun, er hún þarfnast.
Skagfirðingar munu búa sér-
lega vel að kirkjum, sem fengur
er að skoða, þegar Sjávarborgar-
kirkja verður komin i það horf,
sem henni er ætlað, þar sem fyrir
voru dómkirkjan á Hólum og torf-
kirkjan á Viðimýri. Við hér á
Timanum vonum bara, að ekki
verði að þvi mikil brögð, að
ókunnugir ferðalangar, sem ekki
hafa allt of glögga hugmynd um
land og sögu, haldi, að Hólar séu
þar sem Sjávarborg er, þegar
kirkjan verður komin norður á
borgina. En af þvi er þessu skotið
hér fram, að það mun ekki með
öllu dæmalaust, að fólk hafi farið
vegavillt og haldið sig komið að
Hólum og farið að skoða sig þar
um i þeirri trú, er það var i raun
og veru á Sjávarborg.         —JH.
Kirkja i öndvcrðu, siðan skemmu um langan aldur, en   vcrður nú á
ný forlátakirkja.
Einar Agústsson utanríkisráðherra:
Ríkisstjórnin undirbýr
viðurkenningu N-Víetnam
EJ-Reykjavik
Rikisstjórnin samþykkti það á
fundi sinum i morgun, að Einar
Ágústsson, utanrikisráðherra,
skyldi i samráði við utanrikis-
málanefnd hefja undirbúning að
viðurkenningu tslands á Alþýðu-
lýðveldinu i Norður-Vietnam, að
þvi er Einar Agústsson uppiýsti á
alþingi i gær.
BjarniGuðnason (SFV) kvaddi
Þrumuguðinn mikilvirkur á Rangárvöllum:
Símastaurar
klofnuðu
sér hljóðs utan dagskrár i sam-
einuðu þingi i gær, og gerði að
umtalsefni þau „stóru og vofveif-
legu tiðindi frá Suðaustur-Asiu",
að Bandarikjamenn heíðu á ný
hafið loftárásir á Norður-Viet-
nam. Meira en 100 risaþotur
vörpuðu þúsundum sprengja á
dagyfiriandið. Hann minnti á, að
viku fyrir forsetakosningarnar i
Bandarikjunum hefði friðar-
samningur legið tilbúinn til
undirritunar, og hefði það vafa-
laust átt þátt i að auka fylgi
Nixonsikosningunum.Mánuði sið-
ar eða svo hefðu Bandarikjamenn
siðan hafið mestu loftárásir til
þessa á N-Vietnam.
Bjarni taldi rétt og eðlilegt,
miðað við stuðning þjóða þriðja
heimsins við málstað okkar, að
við styddum þau riki i málum,
sem skiptu þau miklu. Væri þvi
rétt, að Islendingar létu i sér
heyra um þetta mál og mótmæltu
stefnu Nixons, sem væri forkast-
anleg. Spurði hann'utanrikisráð-
herra, hvort ekki væri æskilegt og
eðlilegt að rikisstjórnin beindi
þeim tilmælum til Bandarikj-
anna, að loftárásunum yrði hætt.
Einar Agústsson, utanrikisráð-
hcrra, sagði.að tiðindin frá Viet-
nam yllu bæði áhyggjum og von-
brigðum. Það bæri að harma, að
svo skömmu eftir forsetakosning-
arnar gripu Bandarikjamenn til
stórfclldra loflárása, þar sem trú
á stjórnmálalegri lausn málsins
var mjög sterk fyrir nokkrum
vikum. Þetta hefði nú breytzt á
hinn hörmulegasta hátt.
Ráðherrann sagði að málið
hefði verið rætt á rikisstjórnar-
fundi þá fyrr um daginn. Hafi
rikisstjórnin falið utanrikisráð-
herra aö hefja undirbúning að
Kramhald á bls. 19
Enn gekk yfir mikið þrumuveð-
ur • i Rangárvallasýslu fyrir
hádegi i gær, og gerði usla á þrem
bæjum að minnsta kosti — að
Geldingalæk og báðum bæjum á
Heiði á Rangárvöllum. Klofnuðu
og brotnuðu simastaurar á milli
bæjanna, og símatækin eyðilögð-
ust á þeim öllum.
Ólafur Magnússon, simaverk-
stjóri á Selfossi, brá fljótt við, er
hann hafði fregnir af þvi, hvað
gerzt hafði, og siðdegis i gær var
komið á simasamband við þessa
bæi á ný. Náði Timinn tali af Þor-
steini bónda Oddssyni á Heiði og
spurði hann um þessa atburði.
— Við búum hér i tvibýli, ég og
Hjalti bróðir minn, sagði Þor-
steinn, en á Geldingalæk býr Ing-
var Magnússon. Hér er sunnan-
og suðvestanátt, og það voru él
framan af degi með skruggum og
ljósagangi. Laust  fyrir hádegið
hljóp elding i simalinuna hérna
fyrir neðan túnið, klauf og braut
sex staura og eyðilagði simatækin
á Geldingalæk og i húsum okkar
bræðra beggja.
Það varð vist ógurlegur
glumrugangur — ég var ekki
sjálfur inni, þegar þetta gerðist
—, og það gaus eldur og reykur út
úr tækjunum. Ekki kviknaði samt
i, en ég sé, að það hefur sótazt
talsvert i kringum þau. Hér á
Heiði sprakk lika stykki úr múr-
uðum vegg, og hjá mér eyðilögð-
ust miðstöðvartæki. Á Geldinga-
læk brunnu vist allar simaleiðsl-
ur.
Það er svo sem ekki i fyrsta
skipti, að eitthvað, viðlika ber til,
bætti Þorsteinn við. Fyrir tveim-
ur eða þremur árum brann sim-
inn hjá Hjalta I þrumuveðri, og
hjá mér sjálfum fyrir allmörgum
árum.
Borgarstjórnaríhaldið samt við sig:
Felldi ab sleppa auka-
álögum á Reykvíkinga
Skeyfti inn í frávísunartiilögu kröfu um heimild
til enn aukinnar skattheimtu
Við afgrciðslu fjárhags-
áætlunar Rcykjavíkurborgar
fyrir árið 1!)73, I borgarstjórn
Reykjavikur i gærkvöldi fluttu
fulltrúar allra minnihluta-
flokkanna tillögu um það, að
ekki yrðu á árinu 1973 notaðar
hcimildir til 10% álags á út-
svör Reykvikinga og 50%
álágs á fasteignaskatta þeirra
á árinu 197:i svo sem gert hafði
verið á þcssu ári. Þessu svar-
aði mcirihluti Sjálfstæðis-
flokksins i borgarstjórn með
þvi, að samþykkja tillögu til
frávisunar, scm borgarstjór-
inn, Birgir islcifur Gunnars-
son, flutti, cn i þeirri^tillögu cr
jafnframt áskorun á rikis-
stjórnina um að veita borgar-
sljórn mcira svigrúm cn hún
þó hcfur til frekari tekjuöflun-
ar.
Kristján Benediktsson,
borgarfulltrúi Framsóknar-
flokksins, mælti fyrir tillögu
minnihlutaflokkanna um þetta
efni, en hún er svohljóðandi:
„Borgarstjórn Reykjavikur
samþykkir, að við álagningú
fasteignaskatta 1973skuli ekki
notuð heimild i lögum um
tekjustofna sveitafélaga frá
17. marz 1972 um 50% álag á
ibúðarhúsnæði sbr. 3. gr. a-lið
nefndra laga.
Þá samþykkir borgarstjórn,
að útsvarsupphæð 1973 skuli
ekki vera hærri en 10% sbr. 25.
gr. 1. málsliðs sömu laga."
Kristján    Benediktsson
sagði, er hann mælti fyrir til-
lögunni, að reynslan á þessu
ári sýndi, að borgarsjóði væri
Kramhald á bls. 19
Jóladagskrá útvarps og sjónvarps fylgir sérpreniuö
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
10-11
10-11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20