Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						TÍMINN
Fiistudagur 22. desember 1972
Sannleikurinn um raf-
virkjasamningana
i Timanum 6. þ.m. birtist viötal
við tvo rafvirkjanema, sem ber
yfirskriftina „Iðnnámið inn i
skólana".
I viðtali þessu segir m.a.:
„Sumir meistararnir virða okkur
ekki viðlits, til dæmis neituðu raf-
virkjameistarar að eiga nokkrar
viðræður við okkur varðandi
kjarasamningaá siðast liðnu ári.
Kjarasamningarnir urðu að fara i
gegnum Alþýðusamband Islands.
Rafvirkjameistarar vildu með
engu móti viðurkenna okkur sem
sjálfstæðan samningsaðila".
Þessi fullyrðing rafvirkjanem-
anna er gjörsamlega úr lausu
lofti gripin. Ralvirkjanemar hafa
ekki óskað eftir samningaviðræð-
um og þar af leiðandi hafa raf-
verktakar alls ekki neitað að eiga
samningsviðræður við rafvirkja-
nema. Sveinafélögin og þar á
meðal Félag islenzkra rafvirkja,
hala  án  þess  að  nein  lóg  eða
reglugerð mæli svo f'yrir, tekiö að
sér að gera samning fyrir nema,
en slíkt munu þau samtök varla
hafa gert nema með samþykki
iðnnemasamtakanna og er þvi
ekki viö rafverktaka að sakast,
þótt rafvirkjanemar eigi ekki
aðild að samningum.
Hitt er svo annað mál, að furðu
má það gegna, að rafvirkjanemar
skuli lála rafvirkja fara með
samninga fyrir sig, þegar þess er
gætt, að hagsmunir þeirra rekast
harkalega á. Þessir hagsmuna-
árekstrar eru i sambandi við
skiptingu hagnaðar i ákvæðis-
vinnu.
Allt frá 196(>, að fyrst var samiö
um ákvæðisvinnu, hafa ralvirkj-
ar fengið stóran hlut af' hagnaöi
ral'virkjanema i ákvæðisverkum,
án þess að leggja nokkuö i hættu
eða koslnaö sjállir. Gróði raf-
virkjanna al' nemum er þessi:
f. nema á 1. ári l'ær ral'v. 75% af hagn.	nema,	en	neminn	12 1/2%
í. nema á 2. ári fær ralv. 50%	nema,	en	neminn	25%
1. nema á 3. ári fær rafv. 33 1/3%	nema,	en	neminn	33 1/3%
f. nema á 4. ári f'ær rafv. 25%	nema,	en	neminn	37 1/2%
Þessi skipling kemur þannig út,
miðuð við meðalhagnaðarhlut i
ákvæðisvinnu, sem er um 50% á
laun rafvirkja, að rafvirki, sem
vinnur með nema á 1. ári með sér
i verki, f'ær 3/8 af sveinskaupi,
auk eigin launa og óskerts
hagnaðar. Þetta hel'ur þólt ósann-
g.jörn skipting og lögðu rafverk-
takar þvi til i siðustu samningum,
að hlutur nemanna yrði aukinn i
samræmi við það kaup, er þeir l'á
greitt, eða að istað 12 1/2% f'engju
þeir 35%, i stað 25% l'engju þeir
45%, i stað 33 1/3% l'engju þeir
55% og i stað 37 1/2% l'engju þeir
60%.
Rafverktakar litu svo á, að þar
sem ral'virkjar hel'ðu tekið að sér
að gera kaupkröfur lyrir hönd
nemanna, bæri þeim að sýna gott
fordæmi með þvi að l'allast á
sanngjarnar kaupkröfur l'yrir
nema, jaínvel þólt hækkunar-till-
agan kæmi frá meisturunum.
I->essu neituðu ral'virkjarnir þó
algjörlega og sögðu,að slikt kæmi
ekki til greina, kauphækkun til
nema skyldi öll koma irá meist-
urunum.
Þessa hækkun heí'ðu þó raf'-
virkjanemarnir sjálf'ir viljað l'all-
azt á og sést bezt af þessu hver
heldur i við nemana, enda var
þetta eina krafan, sem borin var
f'ram i samningunum i sumar,
ralvirkjanemunum til hagsbótar,
umf'ram það, sem l'ólst i samning-
num, sem áður halði verið gerð-
ur við önnur félög og rafverk-
takar undirrituðupureinings-
laust, að öðru leyti en þessu.
Reykjavik, Ki.desember 1972
Árni lírynjólfsson, frkv.stj.
Landssambands isl. rafverktaka
og
Félags löggiltra rafverktaka
i Reykjavik.
Bensínstöðvar
i Reykjavik verða  opnar  um hátiðis-
dagana sem hér segir:
Aðiangadagur
Jóladagur
2. jóladagur
(iamlársdagur
Nýársdagur
Kl. 9.00 til 15.00
lokaðallandaginn
Kl. 9.30 till 1.30 og
13.00 til 15.00
Kl. 9.00 til 15.00
lokað allan daginn
Olíufélagið h.f.
Olíuverzlun íslands h.f.
Olíufélagið Skeljungur h.f.
FRETTABREF
AF BARÐASTRÖND
Varla er nú hægt að segja, að
það sé að bera i bakkafullan læk,
þótt ég setji mig niður og hripi
nokkrar linur frá minu byggðar-
lagi, þvi að ekki minnist ég að
hala lesiö slikt bréf' áður, utan eitt
i Þjóðviljanum i fyrravetur.
Raunar er litið um að skrifa, þvi
að hér skeður sjaldan mikið
fréttnæmt.
Mestar fréttir tel ég, að nú er að
Ijúka rafvæðing i hreppnum, en
eru þó eftir tveir bæir á Hjarðar-
nesi — (sem teljast til Barðastr-
andarhrepps), en fyrirheit mun
vera gefið fyrir þvi, að þeir fái
einnig rafmagn á næstkomandi
sumri. Til þessa höfum við notazt
viðrafmagn l'rá smá-disilvélum á
vel flestum bæjum á ströndinni,
og nú er þeim peningum öllum á
glæ kastað. Þessutan hef'ur þurft
að lagfæra mikið áöurgerðar raf-
lagnir, svo þetta kostar okkur
stórfé. Raflögn f'rá hendi Raf
magnsveitna rikisins var lokið i
september, en vegna mikilla
anna rafvirkja á Patreksfirði,
hel'ur dregizt að fá rafmagnið i
hús og er sumstaðar ekki lokið
ennþá.
Barðstrendingar hafa búið við
sauöfjárrækt eingöngu þar til
f'yrir 4 árum, að sett var á stofn
mjólkursamlag 5 hreppa Vestur-
sýslunnar, á Patreksfirði. Ennþá
er mjólkurmagnið ekki mikið,
eða undir 1 milljón litrar yfir árið,
Odýr náttföt
Herra, poplin kr. 395/-
Drengja, poplin kr. 295/-
Telpnanáltf'öt frá kr. 200/-
Lilliskógur
Snorrabraut 22. simi 25644
OPID ALLAN
DAGINN
Kaupiö
jólagjafirnar
timanlega
J Eigum jólakerti í
úrvali, ása mí
postulinsstyttum,
keramiki, skraut-
speglum og ýmsu
fleiru.
RAMMAIDJAN
i  oðinsgötu 1
i
J   CREME
FRAlCHE
I grœnmetissalöt
Notið sjrðan rjóma sem ídjfu með
söxuðu grœnmeti í stað t. d.
mayonnaise.
MJÓLKURSAMSALAN I REYKJAVIK
en þetta þokast i áttina með auk-
inni ræktun. I sveitinni eru nú 129
kýr mjólkandi, 25 kvigur kelfdar,
45 kvigur veturgamlar, ær settar
á vetur 4276, lömb 698, hrútar
veturgamlir og eldri 82.
Sjálfstæðbýli eru 27. Aðeins tvö
býli hafa farið i eyði siðustu 30
árin, en i stað þeirra stofnuð 2 ný-
býli. Og verður það að teljast all
góð útkoma á þessum fólks-
f'lutningatimum, en fólkinu fækk-
ar stöðugt þrátt fyrir góða við-
komu, enda eru aðeins 2 bændur
hér konulausir. Heimilisfast fólk
hér i hreppnum er nú 172, þar af
71 undir 16 ára.og 20 eru 67 ára og
eldri.
Skólamálhreppsins hafa verið i
mjög lélegu ástandi, þó hefur sið-
ast liðin 3 ár verið starfandi
barna og unglingaskóli, til húsa i
félagsheimilinu, sem er hið glæsi-
legasta. Skólastjórabústaður er i
byggingu, en skólahús er ekkert,
og er börnunum ekið að og frá
skólanum daglega. En nú kvað
vera i ráði að starfrækja lýðskóla
i hinu nýja og glæsilega sumar-
gistihúsi Flókalundi, þegar á
næsta vetri. Sel ég þetta vitanlega
sama verði og keypt var, en vona,
að þetta reynist vera satt. Við
Barðstrendingar erum mjög illa
settir hvað snertir iðnlærða
menn. Við verðum allt að sækja
út úr hreppnum, járnsmiði, húsa-
smiði og rafvirkja m.m. Og það
er svo margt, sem okkur skortir,
en fólkið er duglegt og vill vera
kyrrt i sveitinni, hvað svo sem
hagfræðingarnir okkar prédika.
Yfirleitt held ég, að afkoma
fólks hér sé sæmileg efnahags-
lega. Sumir bændur hafa haft
ágætis tekjur af hrognkelsaveiði 3
siðastliðin ár, en fleiri eru þó,
sem litlar og engar aukatekjur
hafa sér til stuðnings, utan slátur
vinnu um tima á haustin. Yngri
menn fara til sjós að vetrinum, en
i þvi er háskinn fólginn fyrir
sveitirnar, þegar yngra fólkið
verður að leita burtu, — bæði til
menntunar og vinnu. Ég hef
aldrei getað skilið þá menn, sem
telja framleiðslu á hollum og
góðum matvælum,,dragbit á hag-
vöxtinn", þegar helmingur eða
meir af ibúum jarðarinnar er
vannærður og sveltandi. Við
islendingar hófum allt fram á
siðustu ár lifað eingöngu á þvi,
sem blessuð moldin hefir gefið
okkur og sjórinn kringum landið
okkar. Það getur vel verið.að
timabært sé hiá okkur að fara að
hugsa meira á alþjóðavisu. En þá
verðum við lika að vera við þvi
búnir að missa það af landi okkar,
sem við nýtum ekki sjálfir. Við
berjumst nú með hnúum og hnef-
um fyrir aukinni landhelgi, en
hvað ætli verði, ef fólk annarra
landa vill fara að leggja landið
sem fólkið er búið að yfir
gefa, undir sig ? Ég hef ekki trú á,
að Gylfi Þorsteinsson og þessi nýi
lærisveinn hans i hagfræðinga-
stétt yrðu svo ákaflega skeleggir
landvarnarmenn. Nei, það eru
ekki bændurnir, sem eru ,,drag-
bitir á hagvöxtinn'; heldur þeir,
sem ekki nenná að dýfa höndum
sinum i kalt vatn, en heimta þó
4falt kaup við það, sem erfiðis-
maðurinn fær. Þykjast svo sem
eiga það skilið, þvi að þeir séu
búnir að vera svo lengi að búa sig
undir lifsstarfið, — lifsstarf, sem
svo kannski fáir aðrir en þeir
sjálfir vita i hverju er fólgið.
En þetta átti nú að vera
fréttabréf, en ekki gagnrýni á
neinn sérstakan, en „taki þeir
sneið.sem eiga"!
Samgöngur við hreppinn eru
orðnar I góðu lagi, miðað viö þaö,
sem yfirleitt er I sveitunum.
Flóabáturinn Baldur hefir gengið
vikulega milli Stykkishólms og
Brjánslækjar undanfarin ár og
flutt póst frá Reykjavik og vlðar
að, og mjög sjaldan skeikað.að
hann hafi fylgt áætlun. Hann flyt-
ur einnig hin siðari ár bifreiðar
yfir fjörðinn. Ég veit ekki betur
en almenningur hér hafi verið
mjög ánægður með þessar sam-
göngur. þvi það mátti reiða sig á
þær. Nú hefir póststjórnin tekið
það skipulag upp að flytja póst-
flutning hingaðmeð flugvélum til
Patreksfjarðar og dreifa svo
blöðum og bréfum 3svar i viku
með mjólkurbílnum þaðan. En
ábyrgð.pósti og bögglum til bréf
nirðinganna, sem eru tvær i
hreppnum, Brjánslæk og Haga.
Ég held þetta skipulag sé ekki
nægilega vel hugsað. Oft kemur
það fyrir, að flugferðir verða ekki
á áætlunardegi vegna veðurs, og
svo er Kleifaheiði talsverður
þröskuldur milli byggðanna, ef
snjóar eru miklir. Og þó þykir
mér þetta vanhugsað skipulag
vegna þess, að póstbáturinn
Baldur fer nú 2 ferðir i viku yfir
fjörðinn frá Stykkishólmi til
Brjánslækjar, póstlaus. Auðvitað
getur póstleiðin úr Reykjavik til
Stykkish. lika teppzt af snjóum,
en ég held.að póststjórnin ætti
samt að endurskoða þetta nýja
skipulag sitt. Þessutan má geta
þess, að ennþá hefir póstflutning-
ur frá Patreksfirði ekki komið hér
i sveit nema 2svar i viku og nýj
ustu blöðin aldrei yngri en 3-4
daga gömul. (Aður fengum við þó
nýjustu blöðin aðeins dagsgömul).
Kannski finnst sumum þetta
framför, mér finnst það ekki.
Þá á ég eftir að minnast á
verzlunarmál hreppsins. Þau
hafa öll byggzt á verzlun við
önnur byggðarlög siðan ég man
fyrst eftir rnér. Fyrst verzluðu
Barðstrendingar við Flatey og
voru með i stofnun Kaupfélags
Flateyjar. En eftir að vegasam-
band opnaðist milli Patreks-
fiarðar og Barðastrandar, hafa
þeir verzlað mest við Kaupfélag
Patreksfjarðar og verið félags-
menn i þvi. En Kaupfélag Flat-
eyjar var lagt niður, þegar fólki
fækkaði i Múla- og Gufudals-
hreppum, og Flateyjarhr. galt
það afhroð vegna „nýsköpunar-
innar" að missa flesta ibúa sína
út og suður. Hefir skáldið Jökull
Jakobsson lýst því nokkuð i hinni
vafasömu bók sinni, „Siðasta skip
suður".
Fyrirfáum árum fór bóndi einn
hér i hreppnum að reka smá-
verzlun með ýmsar nauðsynjar
og náttúrlega ónauðsynjar um
leið-, þetta hefur bætt verzlunar-
aðstöðuna nokkuð. En ekki sýnist
gömlum samvinnumönnum sem
mér það „búhnykkur hjá Káup
félagi Patreksfjarðar að meta
meira að fjárfesta milljónir i ný-
tizku verzlunarbúð þar á staðn-
um en stofna útibú á Barða-
strönd, þar sem það hefir alla
sláturvöru frá Barðstrendingum.
Hlýtur þetta að leiða til þess fyrr
eða siðar, að Barðstrendingar
stofni sitt eigið kaupfélag og láti
K.P.P. lönd og leið. Auk þess er
afgreiðslutimi sölubúða i kaup-
stöðum nú orðinn bændum mjög
óhagstæður.
Mjög hefir skipzt um til hins
lakara með veiðiskap til heimilis-
notkunar hér i hreppi hin siðari
ár. Aður kom ekki fyrir, að bænd-
ur þyrftu að kaupa soðfisk utan
hrepps. Nú fæst varla i soðið þó
róið sé. Þannig er. nú búið að
vinna að hinum fiskisælu miðum
hér vestantil i firðinum. Og ekki
eru það erlendir togarar, sem þar
hafa verið að verki, heldur is-
lenzkir netabátar, sem þrásæki-
lega hafa girt bugtina af með tvö-
og þrefaldri netatrossu, svo fisk-
urinn hef'ir ekki getað gengið inn.
„Já, guð forði mér frá vinum
minum". Siðustu ár heimsstyrj
ladarinnar gekk fiskur alla leið
upp að nesjum, inn um allan f jörð.
50 sjómilna fiskveiðilögsaga er nú
baráttumál okkar og lifsnauðsyn,
að við vinnum það strið, en það
stoðar þó ekki þó svo verði, ef
islendingum verður liðin slik rán-
yrkja i sjónum, sem þeir hafa
stundað undanfarin ár. Það gæti
þá gerzt,að fiskveiðar yrðu þá
ekki minni „dragbitur á hagvöxt-
inn en landbúnaðurinn er talinn
vera nú. Og það gæti hent sig,
að mennirnir méð hvita flibbann
og mjúku hendurnar vöknuðu
einn góðan veðurdag við það, að
Jave gamli hafði lög að mæla,
þegar hann sagði: „i sveita þins
andlits, skalt þú þins brauðs
neyta'.   Guðmundur Einarsson
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
10-11
10-11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20