Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						16
TÍMINN
Föstudagur 22. desember 1972
Baráttan gegn
brottför hersins
GLÆSILEG RAÐSTEFNA HERSTODVAANDSTÆÐ-
INGA SENDIR FRÁ SÉR MERKAR ÁLYKTANIR
„...Þann eina tilgang að greiða fyrir því að brottflutningur
bandariska liðsins frá islandi geti átt sér stað innan þeirra tíma-
marka...."            ,
I tilefni af þeim viðræðum við Bandarikjastjórn sem utan-
rikisráðherra íslands hefur boðað að hefjist snemma á næsta
ári, ályktar ráðstefna herstöðva-andstæðinga, haldin i Félags-
heimili stúdenta dagana 2. og 3. desember 1972, eftirfarandi og
beinir þvi til utanrikisráðherra:
Ráðstefnan minnir á það ákvæði i málefnasáttmála núverandi
rikisstjórnar að „varnarsamningurinn við Bandarikin skal tek-
inn til endurskoðunar eða uppsagnar i þvi skyni að varnarliðið
hverfi frá Islandi i áföngum. Skal að þvi stefnt, að brottför liðsins
eigi sér stað á kjörtimabilinu". Ráðstefnan telur að væntanlegar
viðræður milli rikisstjórna Islands og Bandarikjanna hafi af
hálfu Islendinga þann einn tilgang að greiða fyrir þvi að brott-
flutningur bandariska liðsins frá Islandi geti átt sér stað innan
þeirra timamarka er i málefnasáttmálanum greinir. Fallist
Bandarikjastjórn ekki á það að leggja niður herstöðvar á íslandi
með samkomulagi við Islendinga, ber islenzku rikisstjórninni að
segja upp herstöðva-samningnum frá 1951 og knýja þannig fram
brottför hersins i samræmi við 7. grein samningsins.
„...leitum á öryggisráðstefnunni málefnalegs samstarfs án til-
lits til stórveldasjónarmiða...."
Ráðstefna herstöðva-andstæðinga, haldin i Reykjavik 2. og 3.
desember 1972, skorar á islenzk stjórnvöld að undirbúa sem bezt
sjálfstæða þátttöku Islands i væntanlegri ráðstefnu um öryggis-
mál Evrópu. Bendir fundurinn á þýðingu þess, að við tökum þar
skýra afstöðu i samræmi við hagsmuni okkar sem smárikis og
leitum á öryggisráðstefnunni málefnalegs samstarfs án tillits til
stórveldasjónarmiða og aðildar okkar að NATO. íslendingar
eiga að beita sér fyrir þvi, að dregið verði úr her- og vopnabúnaði
hjá ráðstefnurikjum og allt erlent herlið verði flutt burt úr
Evrópulöndum.
,,....herstöðvar á íslandi verði afnumdar með öllu...."
Vegna tillögu á Alþingi um athugun þess, hvort íslendingar
geti eftir brottför bandariska NATO-hersins af Islandi gegnt
gæzluhlutverki i þágu Atlanzhafsbandalagsins, leggur ráðstefna
herstöðva-andstæðinga, haldin 2. og 3. desember 1972, á það
áherzlu, að herstöðvar á Islandi verði afnumdar með öllu, og
ekki komi til mála að islenzk landssvæði verði áfram hagnýtt i
þágu hernaðarbandalags.
......afstaðan til aðildar íslands að Norður-Atlanzhafssamningn-
um tekin til rækilegrar endurskoðunnar."
I ljósi gjörbreyttra viðhorfa i Evrópu beinir ráðstefna her-
stöðva-andstæðinga, haldin dagana 2. og 3. desember 1972, þvi til
islenzku rikisstjórnarinnar, að jafnframt þvi sem. unnið sé að
brottför hersins, verði afstaðan til aðildar Islands að Norður-At-
lanzhafssamningnum tekin til rækilegrar endurskoðunar.
„....fjölmiðlun Bandarikjahers frá Keflavikurflugvelli sé lög-
leysa...."
Ráðstefna herstöðva-andstæðinga, haldin i Reykjavik dagana
2. og 3. desember 1972 bendir á, að fjölmiðlun Bandarikjahers frá
Keflavikurflugvelli sé lögleysa og skorar á rikisstjórn Islands að
taka þegar fyrir útsendingar hljóðvarps og sjónvarps þaðan.
Kaflar úr ályktunum FUF á Akureyri
Landhelgin og við
I»að er skoöun aðalfundar
F.U.F. á Akureyri, að nú mcgi
ekki láta deigan siga i fiskveiði-
deilunni við Breta og Vestur-
Þjóðverja. íslendingar, við eigum
og skulum sigra gömlu nýlendu-
kúgarana.
Herinn og NATO
Ilraða
ber
endurskoðun
varnarsáttmálans með það fyrir
augum, að herinn hverfi úr
landinu fyrir lok kjörtlmabilsins.
Knnfremur verði endurskoðuð
staða islands i hernaðarbanda-
lagi við hlið þjóða, sem hóta að
beita okkur vopnuðu ofbeldi.
ísland og þrjðji heimurinn
Ljóst er orðið,að einn traustasti
bakhjáti tslendinga i millirikia-
samskiptum eru þjóðir hins svo-
nefnda þriðja heims, eins og
glögglega kom i ljós við af-
greiðslu tillögu islands og fleiri
þjóða um réttindi strandríkja, á
þingi S.Þ.
Fundurínn ályktar, að enn
nánari samskipti beri að hafa við
þessar þjóðir i framtiðinni, ekki
sizt á hinni væntanlegu
Hafréttarráðstefnu S.Þ.
Þeir sem landið erfa
Fundurinn vekur athygii á hve
áhrifalitlir ungir menn hafa verið
og eru i islenzku þjóðlifi frá þvi að
sú kynslóð.sem nú skreytir sali
alþingis tók við völdum.
Krefst fundurinn þess i að
kynslóðabilið,sem að miklu Ieyti
er til orðið vegna einstrengings-
legrar afstöðu eldri kynslóðar-
innar til hinnar yngri, verði
brúað með þvi að veita yngri
mönnum tækifærj til að sýna vilja
sinn og getu á vettvangi þjóð-
niála.
Frá fjölmennum aðal-
fundi FUF á Akureyri
Athyglisverðar ályktanir
Mjög fjölmennur aðalfundur
F.U.F. á Akureyri var nýlega
haldinn; fundinn setti Ingvar
Baldursson, formaður F.U.F. og
skipaði sem fundarstjóra Kolbein
Sigurbjörnsson. i upphafi fundar
flutti formaður skýrslu og las upp
reikninga vegna fjarveru gjald-
kera. Að umræðum loknum um
þau mál, var kosið i stjórn og
fulltrúaráð. Að þvi búnu hófust
fjörugar umræður, og voru
ályktanir  samþykktar.
Veljið yður í hag ¦  Úrsmíði er okkar fag
Nivada
OMEGA
JUphuL
PIERPOÍlí
Magnús E. Baldvinsson
Laugavt(i 12  -  Simi 22S04
Hin nýkjörna stjórn FUF á Akureyri. i neðri röð frá vinstri: Jóhann Karl Sigurðsson, Ingvar Baldurs-
son, formaður, Kolbeinn Sigurbjörnsson. Efri röð: Gunnlaugur Guðmundsson, Hákon Hákonarson og
Karl Steingrimsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
10-11
10-11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20