Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Föstudagur 22. desember 1972
TÍMINN
17
Umsjón Alfreð Þorsteinssonl§Éiiil|i
Voru með
aðra löpp
ina á
Wembley
— leik Norwich
og Chelsea
frestað, þegar
3 mín. voru til
leiksloka
Það voru ekki ánægðir
leikmenn Norwich, sem
yfirgáfu heimavöil sinn
á miðvikudagskvöldið,
enda ekki nema von/ þá
vantaði aðeins þrjár
mínúturtil að komast til
Wembley, þar sem
úrslitaleikur deildar-
bikarins fer fram.
Norwich og Chelsea léku
siðari leik sinn i undanúr-
slitum deildarbikarsins á
miðvikudagskvöldið, en fyrsti
leikur liðanna, sem var leikinn
á Stomford Bridge i
Lundúnum, lauk með sigri
Norwich 2:0. Liðið hafði yfir
3:2 á miðvikudagskvöldið og
voru þá aðeins þrjár min. til
leiksloka. Þá flautaði
dómarinn leikinn af og honum
var hætt vegna þoku.
Tottenham og Olfarnir léku
einnig i undanúrslitunum á
miðvikudagskvöldið, það var
fyrri leikur þeirra og fór hann
fram i Wolverhampton á
Molineux. Lauk leiknum
með sigri Tottenham, sem
skoraði tvö mörk gegn einu.
Mörk Spurs skoruðu Peters og
Pratt.
„HOLA í HÖGGI"! . . . hér á myndinni sjást golfspilararnir, sem fengu ver.ðláun fyrir að hafa slegið holu i höggi, ásamt Sveini Björns-
syni og Páli Asgeiri Tryggvasyni, formanni Golfsambands islands. Talið frá vinstri: Páll Asgeir Tryggvason, Eirikur Smith (GH), Gisli
Sigurðsson (Gltí Högni Gunnlaugsson (GS), Sveinn Björnsson, Bogi Þorslcinsson (GS), Eiríkur Helgason (GR) og Óðinn Geirdal (GL,
Akranesi)  A myndina vantar Martein Guðjónsson (GV, Vestmanna*\vjum>.                                  (Timamynd Gunnar).
VORU VERÐLAUNAÐIR
FYRIR„DRAUMAHÖGGIÐ"!
— Sveinn Björnsson, stórkaupmaður verolaunaði
sjö kylfinga, fyrir ao hafa slegið holu í höggi
Tíminner
peningar
| Auglýsitf
|       íTímanum:

Það eru ekki allir, sem
geta slegið holu i höggi —
það þarf snillinga í golfi til
að ná þeim árangri. Á mið-
vikudaginn voru komnir
sex snillingar saman á
heimili Sveins Björnssonar,
stórkaupmanns, til að taka
á móti veglegum verðlaun-
um fyrir árangur sinn.
Fengu þeir gullúr frá
Omega og fagra styttu með
golfkúlu á — um leið voru
þeir orðnir meðlimir í einu
af minnstu félagssamtök-
um á landinu, þau nefnast
EINHERJI. Golfklúbbur-
inn Einherji hefur aðeins á
aðskipaþeim mönnum (25-
30), sem hafa slegið holu í
höggi.
t hófinu heima hjá Sveini  af-
henti hann eftirtöldum mönnum
hin veglegu verðlaun: Högna
Gunnlaugssyni, Eiriki Helgasyni,
Boga Þorsteinssyni, Óðni Geir-
dal, Eiriki Smith og Gisla Sig-
urðssyni. Marteinn Guðjónsson,
sem átti að fá verðlaun, komst
ekki frá Vestmannaeyjum. Eftir
verðlaunaafhendinguna hélt Páll
Ásgeir Tryggvason, formaður
Golfsambands Islands, stutt
ávarp og þakkaði Sveini þann
mikla höfðingsskap, sem hann
hefur sýnt golfiþróttinni. Þá af-
henti Sigurjón Hallbjörnsson
Sveini skemmtilega vatnslita-
mynd eftir Eirik Smith, sem
sýndi golfspilara slá holu i höggi
og um hvað hann hugsaði, þegar
kúlan lenti i holunni, en það var
að sjálfsögðu um Svein Björnsson
og verölaunin, sem hann veitir
fyrirafrekið. Til gamans má geta
þess, að meðan á verðlaunaaf-
hendingunni stóð, þá slökknuðu
ljósin, svo að það þurfti að af-
henda verðlaunin við kertaljós.
Golfmennirnir létu það ekkert á
sig fá, heldur héldu áfram af full-
um krafti.
Aðspurður sagði Sveinn
Björnsson, — ,,að hann hefði gefið
fyrstu verðlaunin fyrir fimm ár-
um og að það væru milli 25-30
golfspilarar, sem hafa fengið þau
og um leið orðið meðlimir
Einherja. Fyrsti Islendingurinn,
sem fór holu i höggi, var Ásgeir
Ólafsson,og vann hann afrekið á
gamla golfvellinum á Oskjuhlið
1942".
Þegar við spjölluðum við Boga
Þorsteinsson, fyrrverandi for-
mann Körfuknattleikssambands
íslands, yfir veitingum sagði
verðlaunaafhendinguna, sagði
hann okkur,. að hann hefði einu
sinni áður slegið holu i höggi, það
var úti á Spáni 1968 — höggið var
ekki tekið gilt, þvi að það var
slegið erlendis. Bogi er mikill
áhugamaður um golf og hefur
hann leikið golf viðs vegar um
heiminn.
Að lokum má geta þess, að
stjórn Einherja er að undirbúa
nýjarreglur um holu i höggi. Þar
sem það færist i aukana, að menn
slái holu i höggi.og þátttakendur i
golfi eru orðnir svo margir á
landinu, er fyrirhugað, að aðeins
þeir, sem slá holu i höggi i
opinberri keppni, fái verðlaun
fyrir árangur sinn.
—SOS
FISCHER SKÍÐI
Gönguskíði og allur
annar skíðaútbúnaður
LANDSINS
MESTA
ÚRVAL
5P0RT&4L
cHEEMMTORGi
Félagsbúningar
íslenzku og ensku félaganna
p'% &%M- - «
Félagsmerki, veifur og fánar
Myndir af öllum þekktustu
brezku knattspyrnumönnunum
og félögunum
^p  Póstsendum
SPORTVAL

Hlemmtorgi — Sími 14390
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
10-11
10-11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20