Tíminn - 03.03.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.03.1973, Blaðsíða 1
FUNDARSALIR ..Hótel Loftleiðir" miðast við þarflr alþjóðaráðstefna og þinga, þar sem þýða þarf ræður manna jafnharðan á ýmis tungumál. LITIÐ A SALARKYNNI HOTELS LOFTLEIDA — EINHVER ÞEIRRA MUN FULLNÆGJA ÞORFUM YOAR. Þorlákshöfn: BATAR SKEMMD UST í BRIMRÓTI í HÖFNINNI Skemmdir uröu á mörgum bátum 1 Þorlákshöfn i gær- kvöldi. Þar var hávaðarok og mikiö brim. t höfninni lágu 25 bátar og var þar mikil ókyrrö. Höfnin er þröng og iágu bátarnir hver utan á öörum og ultu til og frá f brimrótinu, lömdust hver utan i annan og I bryggjurnar. Brotnuðu lunningar á mörgum bátanna og fleira var sem varö fyrir hnjaski. Sérstaklega skemmdust þeir bátar, sem lágu næst bryggjunum, en þeir, sem utan á þeim lágu, krömdu þá upp aö byryggju, en sjö og átta bátar voru bundnir hver utan á annan. Friörik Sigurbjörns- son, sem er 2ja ára gamalt stálskip, lá næst bryggju og uröu miklar skemmdir á siöu skipsins. Ekki var viðlit aö hreyfa bátana úr höfninni. Cti fyrir var holskeflubrim og leiðin út úr höfninni eöa inn i hana lokuð, eöa aö minnsta kosti hættuleg skipum og manns- lifum. Var þvi ekki um annað aö ræöa fyrir sjómenn, en aö sjá um, aö bátarnir losnuöu ekki frá og horfa á þá lemjast hver á annan og á byrggjurnar og dælast og brotna. OÓ. Arnar hálffylltist af sjó í ofsaveðri Mikill brotsjór reið yfir Arnar HU-1 um kl. 16.30 í gær, en báturinn var þá 2,5 sjómilur austur af Elliða- Herculesvélarnar farnar t GÆRMORGUN fóru Herkules flugvélarnar tvær, sem veriö hafa i flutningum frá Vestmannaeyj- um. Vélarnar fóru alls 51 ferð til Eyja, og voru alls flutt 711 tonn I þessum feröum. Þaö samsvarar þvi að vélarnar hafi flutt 12.5 tonn i ferö. Alls komu hingað til lands 43 menn vegna þessara flutninga meö vélunum, og meö sér höfðu tvo gaffallyftara, sem notaöir voru viö fermingu og affermingu vélanna. ey. Fór báturinn á kaf og brotnuðu rúður i stýrishúsi og víðar. Þegar bátnum skaut upp aftur, var hann hálffullur af sjó, frammi og afturí. Vélarnar stöðvuðust og var beðið um aðstoð fljótt. Varðskip var þarna nærri og kom brátt að Arnari og dró hann í var við Heimaey. Snarvitlaust veöur var viö Vestmannaeyjar þegar bátnum hlekktist á. Arnar er 187 lestir aö stærö og er geröur út á þorskanet frá Þorlákshöfn. Þegar sjórinn reiö yfir skipiö var þaö á leiö i var. Litlu mátti muna aöekki færi verr, þvi aö vélarrúm, stýrishús og ibúðir skipverja frammi i skip- inu hálffylltist allt af sjó. Þegar vélarnar stöövuðust lét þaö ekki lengur aö stjórn, sem von var til. Var öllum opum skipsins lokaö og hálftima eftir aö aðstoöarbeiðnin var send út kom varöskip aö og kom dráttartaug i Arnar og dró i átt til Heimaeyjar. Um kl. 18 var hægt aö koma ljósavélinni i gang og klukkustund siöar aöalvélinni og fariö aö dæla sjónum úr skip- inu. En einhver bilun var i stýris- útbúnaði. Ahöfnin yfirgaf ekki skipiö og i gærkvöldi lá þaö enn i vari ásamt varöskipinu. OÖ 100 millj. kr. i tforunm i Grindavík Mjölpoka og rotvarnar- efni vantar á Austfjörðum Skylda Ríkisskip að bæta við ferðum, segir Hjörtur Guðmundsson á Djúpavogi Þó, Reykjavík // Hér er að skapast ófremdarástand út af skipaferðum. Okkur vantar bæði mjölpoka, rot- varnarefni og allskonar út- gerðarvörur. Það er alveg fráleitt að Ríkisskip skuli ekki hafa bætt við ferðum hingað austur, eftir að loðnan fór að berast hér á land í jafn miklum mæli og raun ber vitni", sagði Hjörtur Guðmundsson, kaupfélagsstjóri á Djúpa- vogi er við ræddum við hann í gær. Hann sagöi, aö nú mætti engu muna, aö bræösla á Djúpavogi stöövaöist og sömu sögu væri aö segja af fleiri stööum fyrir austan. Þvi ekki er hægt að bræöa, ef rotvarnarefni og poka vantar. — Mér finnst þaö skylda Rlkisskipa að bæta viö ferðum og Hörpudiskur merktur í fyrsta skipti Kannað, hvort sum svæði á Breiðafirði kunna að vera ofsetin hörpudiski — INNAN skamms munu skel- fiskrannsóknir hefjast á Breiöa- firöi, og I þeim leiöangri veröur hörpudiskur merktur i fyrsta skipti, sagöi Hrafnkell Eiriksson fiskifræöingur viö Timann i gær. Viö gerum okkur beztu vonir um, aö endurheimta á merktum hörpudiski veröi mikil, þar sem veiöar eru svæöisbundnar og fáir um þær, og glögg vitneskja fáist um stærö stofnsins. Þaö er aö sjálfsögöu frumskilyröi þess, aö hörpudiskurinn veröi nýttur á skynsamlegan hátt. Annað er það, sem menn eru nú einnig að þreifa sig áfram með. Allir vita, að rýrir dilkar koma af ofsetnum afréttum. Lagardýr lúta aö sjálfsögöu hliöstæðum lögmálum, og nú fyrir skömmu var gripið til þess að fækka sil- ungi I Meðalfellsvatni I þvi skyni, aö þaö, sem eftir varö, hefði betri vaxtarskilyrði. — Við erum sem sé að kanna, sagði Hrafnkell, hvort ekki er til bóta að grisja nokkuö hörpudisks- stofninn á svæðum norðan og utan til viö Bjarneyjar, þar sem veiði er nú leyfð. Þarna er mikið af hörpudiski, en nýting hefur verið léleg I samanburði við aflamagn- ið. Þetta getur stafaö þvl, aö þarna sé þröngbýli meira hjá Framhald á bls. 25 hugsa eitthvaö um þarfir okkar. Þaö er ekki nóg aö halda uppi venjulegum áætlunarferöum, þegar svona stendur á, þegar viö þurfum allt aö helmingi meira af vörum, en undir venjulegum kringumstæöum. Þrlr bátar komu meö loönuafla til Djúpavogs I gær. Voru þaö Helga Guömundsdóttir meö 380 tonn, Óskar Magnússon meö 400 og Hrafn Sveinbjarnarson með 240 lestir. Þegar þessir bátar voru búnir aö landa var 250 tonna þróarrými á Djúpavogi. Þar eru þrir bátar aö útbúa sig á net, og rækjubátarnir eru hættir veiðum I bili. Þessa stundina er þaö þvl loðnan ein, sem heldur atvinnulif- inu þar I fullu fjöri. ÞÓ, Reykjavlk — Kópanesiö og Gjafar hafa kastazt langt upp á land I dag, sagði Ingólfur Karls- son, hafnarstjóri I Grindavik, er við ræddum viö hann I gær. Hann sagði, aö mikið brim væri I Grindavik og slóðhæð nokkuö mikil. Ég tel sagöi hann, aö nú séu báðir bátarnir gjörónýtir, og segja má aö hér I fjörunni fyrir utan höfnina liggi 100 milljónir. Kópanesiö liggur nú utan i gamla varnargaröinum, og er þvi ekkerthægara en aö fara um borð er veöur lægir. Þá hefur Gjafar gengið langt upp I fjörurna viö Hópsnesið. Ingólfur taldi, aö litlu sem engu yröi bjargaö úr bátunum eftir þetta, þó má bjarga einhverju af tækjum, sem þola seltu, og ekki hafa orðið fyrir hnjaski. Annars eru bátarnir einskis nýtir nema þá I brotajárn. Tveir fórust með Islendingi AUGLJÓST er aö tslendingur HU-16 hefur farizt viö Snæ- fellsnes. Brak úrbátnum rak á fjörur og sömuieiöis gúmmi- björgunarbáturinn, og var hann mannlaus. Meö ts- lendingi fórust tveir menn, formaöurinn Theodór Helgi Guöjónsson, búsettur á Hvammstanga. Hann var 29 ára gamall og lætur eftir sig unnustu og eitt barn. Hinn maöurinn var ólafur Þór Ketilsson, Alfaskeiði 94, Hafharfirði. Hann var 31 árs og lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn á aldrinum tveggja til niu ára. A fimmtudagskvöld fundu leitarflokkar Slysavarnarfé- lags tslands á Snæfellsnesi mikinn reka I Djúpalóni og upp af Dritvlkurflögum og I Dritvík. Brakið gaf til kynna örlög Islendings, því aö þarna fundust m.a. bjarghringir merktir bátnum. Einnig fannst spltnabrak, sem var greinilega úr bol og innviðum bátsins og einnig netadræsur, sem veriö höföu I lest bátsins. 1 fjörunni var mikil olia og oliulykt I lofti. Má þvi telja víst aö báturinn hafi tekið niöri við Dritvík eöa ekki langt undan. Leit var haldiö áfram I fyrrakvöld, og yfir 30 bátar á Breiðafiröi leituöu alla nótt- ina. Sumir þeirra fóru inn, los- uðu afla og fóru út aftur til leitar. 1 birtingu var búið aö raða bátunum upp til leitar. Var aöaláherzlan lögð á leit á svæðinu umhverfis önd- verðarnes og suður með I átt að Dritvikurflögum. Vonuðust menn til að finna björgunar- bátinn af íslendingi. Leitarflokkar á landi gengu strandlengjuna. En ekki var hægt aö beita flugvélum viö leitina vegna þess aö mikiö óveöur var viö Snæfellsnes i gærmorgun, hvassviðri og bylur. Skömmu fyrir hádegi I gær sást frá leitarbátum, aö I fjör- unni I Bervik var rekald, sem talið var aö veriö gæti gúmmi- bátur. Þá var þarna austan 8 vindstig og hrlð og skyggni ekki nema um 100 metrar. Var leitarflokkum vlsað á þennan staö. Attu þeir óhægt með að komast ferða sinna vegna ófæröar og byls. Kl. 1.30 I gær komust leitarmenn á staðinn og reyndist rekaldið vera gúmmibjörgunarbáturinn af Islendingi. Var báturinn tóm- ur. Var bersýnilegt hvaö skeð haföi. Skipulagðri leit var þar með hætt af sjó, en fjörur voru gengnar og verður þvl haldiö áfram. OO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.