Tíminn - 03.03.1973, Blaðsíða 21

Tíminn - 03.03.1973, Blaðsíða 21
Laugardagur 3. marz. 1973. TÍMINN 21 Þessi mynd var tekin Ileik Fram og Vals. A morgun verða bæði liðin Isviðsljósinu. AAetþátttaka í AAI í frjálsum innanhúss um helgina: BÚAST MÁ VIÐ ÍSLANDSMETUM Meistaramót Islands I frjálsum iþróttum innanhúss fer fram i Iþróttahöllinni i Laugardal og Baldurshaga um helgina. Keppnin hefst kl. 2 I dag i Laugar- dalshöilinni. Alger metþátttaka er i þessu móti, keppendur eru 116 frá 11 félögum og bandalögum, en þau eru Armann, 1R, UMSK, FH, ÍA, HSH, HSS, UMSS, HSÞ, og HSK. Ekki er að efa að keppni getur orðið hin skemmtilegasta I mörg um greinum og það er sérstak- lega ánægjulegt, aö þátttakan er einna mest I hlaupunum, t.d. eru 22 keppendur I 800 m hlaupi svo að dæmi sé nefnt. Mjög liklegt er isiandsmet mótinu. sjái að einhver dagsins Ijós á Meistaramót islands innanhúss 3. og 4. marz 1973. Laugardalshöll 3. marz. Kl. 14.00 800 m hl. karla hástökk karla- Kl. 14.30 800 m hl. konur. Kl. 14.45 kúluvarp karla — langstökk karla án atr. 15.20 langstökkjtvenna án atr. Kl. 15.50 kúluyarp kvenna. Kl. 16.00 þristökk án atr. Baldurshagi 3. marz. Kl. 15.30 langstökk karla. Kl. 17.00 50 m hl. karla undanrásir. Kl. 17.25 50 m hl kvenna undan- rásir , milliriðlar strax að loknum undanrásum og siöan úrslit. Laugardalshöll 4. marz. Kl. 17.30 1500 m hl. karla - hástökk. Kl. 18.00 4x3 hringir boðhl. konur. Kl. 18.30 4x3hringir boðhl. karlar. Baldurshagi 4. marz. Kl. 14.00 50 m grind karla. Kl. 14.15 50 m grind konur. Kl. 14.30 50 m grind karla úrslit. Kl. 14.40 50 m grind konur úrslit 14.45. þristökk-hástökk án atr. Kl. 15.30 langstökk kvenna. — þrír leikir í 1. deild kvenna á morgun. Tveir í Laugardalshöllinni og einn í Hafnarfirði Á MORGUN verður leikinn einn af úrslita- leikjunum i 1. deild kvenna i handknattleik. Þá mætast Vikingur og Fram i Laugardalshöll- inni og hefst leikurinn strax á eftir leik Vals og KR, sem hefst kl. 14.45. Vikingsliðið hefur komið mjög á óvart i íslands- mótinu og er nú eina lið- ið, sem ekki hefur tapað leik. Vikingur leikur mjög sterka vörn og hefur fengið fæst mörk á sig. Tekst Vikingsstúlkum að stöðva Arnþrúði Karlsdóttur og Oddnýju Sigsteinsdóttur, en þess- ar tvær stúlkur eru mjög skot- fastar og góöar langskyttur. Ef Vikingsstúlkunum tekst að stöðva þær, þá er enginn vafi á hvaöa lið sigrar i leiknum. ViKINGUR. Tekst KR-liðinu að endurtaka afrek Vikings, þegar þaö mætir Val I fyrri leiknum, en eins og menn muna þá vann Vikingur Val um s.l. helgi 9:8. Valsliðiö er nú i öldudal og ef KR-stúlkurnar leika af skynsemi, þá geta þær unnið Val. Þá má ekki sagan frá siðasta leik endurtaka sig, en þá rifust KR-stúlkurnar um sömu fjölina I sókninni. Á sunnudagskvöldið fer einn leikur fram i Hafnarfirði og hefst hann kl. 21.15. Þá mætast Breiða- blik og Ármann. En þessi tvö lið eru nú á botninum i deildinni með tvö stig. Það verður þvi örugg- lega barizt hart annað kvöld i Firðinum. Það lið, sem tapar, er komiö i mikla fallhættu. Beztu heimaafrekin í frjdlsum íþróttum 72: 7 vörpuðu kúlunni 21 m eða lengra! RICKY BRUCH...hinn snjalli kringlukastari sést hér á myndinni. Hann er til hægri. AFREKIN i kastgrein- unum er sennilega jafn- betri á siðasta ári en þau hafa verið nokkru sinni áður. Heimsmet voru sett i kringlukasti og spjótkasti. t fyrrnefndu greininni var það kunn- ingi okkar frá i sumar, Ricky Bruch, sem kast- aði 68,60 m og er með langbezta árangur árs- ins. Hann kastaði að visu lengra á Laugar- dalsvellinum i sumar, en þvi miður var það kast hans ógilt, eins og mörgum er enn i fersku minni. Þrátt fyrir met Bruch, verður að telja hinn gamalkunna Tékka, Ludvig Danek bezta kringlukastara ársins, en hann varð olympiumeistari og sigraði hina beztu á flestum mótum, þar sem þeir mættust. J. Lusis, Sovét var með bezta árangur ársins I spjótkasti 93,80 m , en var óheppinn á Olympiu- leikunum, þar tapaði hann fyrir Wolfermann, V. Þýzkalandi, eins og kunnugt er. Aldrei hafa jafnmargir varpað kúlu yfir 21 metra á sama árinu eins og I fyrra, eöa alls 7 menn. Bezta heimsárangurinn hafði Briesenick, Au. Þýzkalandi, 21,54 D nndnr'flzio m o hnrinn Feuerbach var næstur með 21.52 m. Bondartjuk, Sovét var örugg- lega bezti sleggjukastari ársins, hann er meö bezta heims- árangurinn 75,88 m og sigraði meö nokkrum yfirburðum á OL I Miinchen. Viö ljúkum svo heimsafreka- skránni með tugþraut, en þar setti hinn frábæri Rússi Awilov nýtt heimsmet,hlaut alls 8454 stig. Beztu afrek: Kúluvarp: Briesencick, Au. Þýzkal. 21,54 Feuerbach, USA, 21,52 Woods, USA, 21.38 Rothenburg, Au. Þýzkal. 21,32 Gies, Au. Þýzkal. 21,31 Matson, USA, 21,19 Komar, Póll. 21,18 Oldfield, USA, 20,98 Brabec, Tékk. 20,97 Bernardi, USA, 20,92 Kringlukast: Bruch.Sviþj. 68,60 Danek, Tékk. 66,64 Vollmer, USA, 66,58 van Reenan, S. Afrika, 65.78 Silvester, USA, 65,58 Fejer, Ung. 65,28 Thorith, Au. Þýzkal. 64,82 Henning, V. Þýzkal. 64,80 Tegla,Ung. 64,48 Losch, Au. Þýzkal. 64,36 Spjótkast: Lusis, Sovét, 93,80 Wolfermann, V. Þýzkal. 90,48 Siitonen, Finnl. 88,58 Nemeth, Ung. 87,14 Stolle, Au. Þýzkal. 86,00 Kinnunen, Finnl. 85,50 Makarov, Sovét, 85,04 Grinnes, Noregi, 84,70 Luke, USA, 84,56 Schmidt, USA, 84,42 Framhald á bls. 25 Stöðvar Fram sigurgöngu Víkings

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.