Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Alþýóu-
bankinn

c
54. tölublað—Þriðjudagur 6. marz—57. árgangur
J
WQTELLOFrifliMf?
FUNDARSALIR
„Hótel  Loftleiðir" miðast við þarfir
alþióðaráðstefna og þlnga, þar sem
þýða þarf ræður manna jafnharðan
á ýmis tungumál.
LITID A SALARKYNNI HOTELS
LOFTLEIOA— EINHVER ÞEIRRA
MUN   FULLNÆGJA   ÞORFUM
YDAR.
Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra:
ÞJOÐIN KVEÐUR UPP DOM
í LOK KJÖRTÍMABILSINS
Tillaga Sjálfstæðismanna um þingrof og nýjar kosningar er einfóm sýndarmennska
Leifar fjárhússins sem snjóflóðið féll á I Kristjánsklauf á Sauöárkróki á sunnudag, en þar fórust 18
kindur, og má sjá skrokkana I forgrunni. Snjóflóð hafa aldrei falliö á Sauðárkróki áöur, svo að vitaö sé.
Ljósmynd Stefán Pedersen
Fé og hross grófust
í snjó á Sauðárkróki
— 3 strákar sátu á fyllunni, en sluppu ómeiddir
Gö, Sauöárkróki. — A sunnu-
daginn féll snjóflóö á Sauðár-
króki, þar sem heitir Kristjáns-
klauf. Þar eru allmörg penings-
hús, bæði yfir hross og fé, og lenti
snjóflóðið á fjárhúsi I eigu Sveins
Nikódemussonar og braut það.
Þar inni voru 36 kindur, 28 fuil-
orðnar, 6 gemlingar og 2 lömb,
sem fæddust 13. okt. I haust. 17 ær
drápust strax og annao litla
lambio,  en  hinn  helmingurinn
slapp litt eða ekki skaðaður.
Þetta gerðist rétt fyrir hádegi og
var Sveinn þá fyrir skömmu
farinn frá húsunum, en óvist er
hver afdrif hans hefðu orðið, hefði
hann  enn     verið  þar  að
gegningum er snjóflóðið féll. Er
skaði hans tilfinnanlegur að
missa 17  ær á bezta aldri.
Við f járhúsin var hlaða með um
60 hestum af heyi og brotnaði hún
lika, er snjóflóöiö skall yfir, m.a.
Haraldur og Nixon
ræddu um eldgosið
KJ, Reykjavik — A föstudaginn
afhenti Haraldur Kröyer ný-
skipaður sendiherra Islands i
Bandarikjunum Nixon Banda-
rikjaforseta  trúnaðarbréf sitt.
Við það tækifæri ræddu sendi-
herrann og forsetinn sameiginleg
mál íslands ou Bandarikjanna,
og einnig var rætt'um Heima-
eyjargosið. 1 þvi sambandi sagði
Nixon forseti m.a.: „Við höfum
áhyggjufullir fylgzt með náttúru-
hamförunum, sem fólkið I Vest-
mannaeyjum hefur orðið fyrir
barðinu á, og viö vonum, að eld-
gosinu á Heimaey ljiiki sem fyrst,
og eyjabúar geti snuið til heim-
kynna sinna. Jafnframt munum
við halda áfram að gera það sem
við getum til aðstoðar undir
þessum kringumstæðum".
brotnaði þakið og er nú heyið á
kafi i snjóflóðinu.
Rétt hjá f járhúsunum var hest-
húskofi, sem flóðið lenti einnig á
og braut. Þar inni voru 2 tryppi á
fyrsta og öörum vetri. Grófust
bau bæði i snjóflóðinu en náðust
ur þvi skömmu siðar, bæði
ómeidd. Flóðiö lenti einnig á
þriöja húsinu, — þar sem inni
voru hross-og skekkti það veru-
lega.
Menn muna ekki til að snjóflóö
hafi áður fallið á Sauðárkróki.
Þar var á laugardaginn ofsa-
veður af vestri og suðvestri með
mikilli snjókomu. Hefur þá bariö
saman þá fönn i Kristjánsklauf,
sem daginn eftir sprakk svo
fram, en flóðið átti sér ekki
langan aðdraganda, eða það
byrjaði um 30 metrum fyrir ofan
fjárhúsin.
Þá má ekki gleyma þvi að þrir
strákar   voru aö leika sér i
snjónum, þar sem fyllan sprakk
fram. Sátu þeir á   henni alla
leiðina niður, en hún sprakk ekki
sundur fyrr   en þangað kom.
Hefur það vafalitið oröið þeim til
lifs, því að hefði fyllan sprungið
á framskriðinu, hefðu þeir vafa-
laust grafizt i henni. Drengirnir
eru á aldrinum 9-13 ára og hafa
þarna fengið sérstæða sleðaferð.
EJ, Reykjavik.
„Þessi þingsályktunar-
tillaga Sjálfstæðis-
manna um þingrof og
nýjar kosningar er ein-
ber sýndarmennska,
sem flanað er að i fljót-
ræði, og það á þeim
tima, er mestu varðar,
að þjóðin standi sem
bezt saman um sin stóru
mál, bæði út á við og inn
á við. Fátt væri fráleit-
ara en að fara að stofna
til harðvitugrar
kosningabaráttu ein
mitt nú, enda till. sjálf
sagt flutt i trausti þess,
að hún verði ekki tekin
of alvarlega,,' — sagði
ólafur Jóhannesson,
forsætisráðherra, i út-
varpsumræðunum um
vantrauststillögur Sjálf-
stæðisflokksins i gær-
kvöldi.
Forsætisráðherra sagði að þaö
dytti „auðvitað engum i hug I
alvöru, að stjórnarflokkarnir
hverfi frá hálfunnu verki — eða
raunar vel þaö — aö hálfnuðu
kjörtímabili. Núverandi stjórn-
arflokkar fengu ótviræðan meiri
hluta i siðustu Alþingiskosning-
um. Þeir gerðu með sér Itarlegan
málefnasamning, er byggður var
Framhald á bls. 19
Hafréttar-
ráðstefnan
undirbúin
1 GÆR, 5. marz, hófst I New York
fundur undirbúningsnefndar haf-
réttarráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna. Mun nefndin sitja að
störfum til 6. aprll n.k.
Sendinefnd íslands á fundi
nefndarinnar skipa: Hans G.
Andersen sendíherra, formaður,
Haraldur Kröyer sendiherra,
fastafulltrúi Islands hjá
Sameinuðu þjóðunum. Jón
Arnalds ráðuneytisstjóri, Már
Ellsson fiskimálastjóri, dr.
Gunnar G. Schram, varafasta-
fulltrúi islands hjá Sameinuðu
þjóðunum og fulltrúar þingflokk-
anna, Benedikt Gröndal alþm.,
Gils Guðmundsson alþm.,
Haraldur Henrýsson dómara-
fulltrúi, Þór Vilhjálmsson'
prófessor og Þórarinn Þórarins-
son. alþm.,
Búið að brýna klippurnar:
Skoríð aftan
úr 4 brezk-
um togurum
ÞÓ.ReykjavIk. — Islenzku varð-
skipin höfu aðgerðir gegn
erlendum togurum að nýju I gær
eftir nær sex vikna hlé, en sem
kunnugt er hafa varðskipin verið
mjög bundin við Vestmannaeyjar
að undanförnu vegna náttúru-
hamfaranna þar. Varðskipið
Ægir klippti sundur vlr fyrsta
togarans I gærmorgun, og I gær
klippti Ægir vlra tveggja togara
til viðbótar og óðinn klippti
sundur forvfr eins togara. Allir
voru þessir togarar að veiðum 30-
40 sjómliur norður og norö-
austur af Rauðanúpi á Melrakka-
sléftu.
Varðskipin komu að 29
brezkum togurum að veiðum úti
af Melrakkasléttu i gærmorgun,
og togurunum til aðstoðar voru
dráttarbáturinn Statesman og
aðstoðarskipiö Miranda. Varð-
skipin bentu togurunum á, að
þeir væru við ólbglegar veiðar og
skipuðu þeim að halda Ut fyrir 50
sjómilna mörkin. Þegar þessar
viðvaranir báru ekki árangur,
voru klippurnar settar út og rétt
fyrir klukkan tlu skar Ægir á
forvir togarans Ross Resolution
GY 427, þar sem togarinn var að
veiðum 37 sjómílur noröur af
Rauðanúpi á Sléttu.
Siöan gerist það um klukkan
15.42, að Ægir sker á afturvir
togarans Port Valve GY 484, en sá
togari var á veiöum 32 sjómilur
frá Rauðanúpi.
Hafstein Hafsteinsson, blaða-
fulltrúi Landhelgisgæzlunnar,
sagöi I gærkvöldi, að likur væru
taldar á, að varðskip heföi
skoriö á forvir Ross Khartum GY
120 á svipuðum tima.
A svipuðum tima skar varö-
skipið Oðinn á forvlr brezka
togarans William Wilberforce GY
140, en hann var við veiöar 40
milur norðaustur af Rauðanúp.
Þaö viröist ekki bera á öðru en
klippur varðskipanna hafi verið
vel brýndar þann tima, sem þær
voru úr notkun vegna ástandsins i
Vestmannaeyjum, en nú er búið
að klippa sundur vira 23 togara.
Þar af eru tuttugu brezkir, en hin-
ir v-þýzkir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
10-11
10-11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20