Tíminn - 06.03.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.03.1973, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 6. marz, 1973. TÍMINN 9 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Iielgason, Tómas Karisson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusími 12323 — auglýsinga- simi 19523. Aðrar skrifstofur: sfmi 18300. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 18 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. - Inn-Djúpsóætlun í siðasta blaði Sveitarstjórnartiðinda er skýrt frá þvi, að Landnám rikisins hafi i sam- ráði við fulltrúa fjögurra hreppa við innanvert ísafjarðardjúp samið áætlun um skipulega uppbyggingu svæðisins, sem miðast að þvi, að búskaparaðstaða batni, svo að búseta sé tryggð til frambúðar á svæðinu. Nánar segir um þetta i Sveitarstjórnartiðindum: í áætlun þessari er sett fram það markmið, að hvert býli á svæðinu verði með sérstöku átaki stækkað i 400 árgilda bú. Áætlunin miðar að þvi, að sýna fram á, hve mikið slikt átak myndi kosta. Niðurstaðan er sú, að það myndi kosta tæpar 85 milljónir króna. Miðað við nú- verandi reglur um framlög og lánveitingar út á framkvæmdir, myndi hvort tveggja nema 41 milljón króna, þannig að á vantar um 44 milljónir króna. Sé þessari fjárþörf skipt á 5 ára timabil reynist umframfjárþörfin tæplega 5 millj. króna á ári. 1 viðtali við tvo nefndarmenn, sem hafa unnið að þessari áætlun, kom fram, að bændur við ísafjarðardúp hefðu átt við mikla erfiðleika að etja við búskap á undanförnum árum vegna kals i túnum og ills árferðis. Telja þeir, að bændur megni ekki að leggja fram nema litið eigið fjármagn i þessu skyni. Sé þvi óhjákvæmi legt að leita eftir opinberum stuðningi við fjár- útvegun til þess að koma býlum i þá stærð, að lifvænlegt verði á þeim. Áætlunin nær til tveggja þátta, ræktunar og peningshúsa- bygginga, og miðast tillögurnar við að heildar- fjármagn nemi 85% af kostnaði við fram- kvæmdir. Tilgangurinn með þessu verki er i fyrsta lagi að treysta undirstöðuna undir búsetu svæðisins, atvinnulifið, semalltbyggistá. Þess vegna hefur þessi þáttur forgang og þarf að vera á undan. Þetta á að gera með þvi, að stækka búin, svo að þau a.m.k. nái stærð visi- tölubús, og verði þar með rekstrarhæfari. Hér er verið að skipuleggja landbúnaðarsvæði fyrir vestfirzkt þéttbýli. Þá er áætlunargerðinni sjálfri i heild ætlað að hafa mikilvæg óbein áhrif á viðhorf núverandi ibúa svæðisins og gera þá jákvæðari og fúsari til áframhaldandi búsetu og framkvæmda. Vitund um samfélags- lega aðstoð mun rjúfa einangrun og draga úr svartsýni, er brydda kann á. — Þá mun áætlunin i framkvæmd leiða i ljós, hvert al- mennt gildi slikar áætlanir geta haft fyrir önnur vanþróuð svæði landsbyggðarinnar, finna takmarkanir þeirra og kosti og þjóna þannig sem könnunar- og tilraunastarf i þjóð- félagi, sem æ meir styðst við áætlanagerð. Að Inn-Djúpið, er hér tekið sérstaklega sem áætlunarsvæði, kemur til af þvi, að þar hafa um skeið verið fyrir hendi sérstakar aðstæður, sem sýna ljósar en ella myndi, hvar skórinn kreppir. Þessar sérstöku aðstæður eru eyðing byggðar i Sléttu- og Grunnavikurhreppi og staða Inn-Djúpsins sem jaðarsvæðis. Einnig kemur til fimm ára samfellt harðæri, sem leitt hefur til bústofnsrýrnunar, versnandi lifs- kjara, kyrrstöðu i framkvæmdum og skulda- söfnunar. Hér lýkur tilvitnunum i frásögn Sveita- stjórnartiðinda. Til viðbótar skal það eitt sagt, að hér er um mál að ræða, sem verðskuldar fyllsta stuðning hins opinbera og virðist falla fullkomlega undir það verkefni, sem byggða- sjóði er ætlað. Honum ber að veita hér þá að- stoð, sem á vantar. Þ.Þ. Brandt fylgir hægfara stefnu innanlands AAest áherzla lögð á stöðugleikann og hagvöxtinn Brandt kanslari SKATTABREYTINGARN- AR I Vestur-Þýzkalandi verða að teljast rökrétt viðbrögö sterkrar stjórnar, sem stend- urandspænis ýmsum jm vanda bæði i bráð og lengd. Breytingunni er ætlað að halda aftur af verðbólgunni og koma i veg fyrir að hún fari aö ráði fram úr 6 af hundraöi, en hvort tveggja er, að þýzkir kjósendur liða varla örari verðbólgu og aðildarriki að Efnahagsbandalaginu getur varla gert sér vonir um að halda henni öllu minni eins og sakir standa. Skattabyrðinni er hagaö þann veg, að hún leggst litið eitt þyngra á þá, sem betur mega, en það verður að teljast eölileg ráðstöfun hjá rikis- stjórn jafnaðarmanna, sem hefir á stefnuskrá sinni um- bætur i innanlandsmálum. RAÐSTAF ANIR rikis- stjórnarinnar gefa einnig til kynna, að innanlandsmálin muni verða aðal viðfangsefnið á öðru kjörtimabili Brandts sem kanslara, enda eru úr- lausnarefnin þar brýnni og auk þess hefir kanslarinn þeg- ar yfirunnið verstu erfiöleik- ana i utanrikismálunum. Aðildarrikjunum að Efna- hagsbandalaginu hefir fjölg- að, eins og hann mælti með fyrir löngu og honum hefir tekizt að koma á sáttum við Pólverja og Sovétmenn, en þær þjóðir guldu mest afhroð við árás nazista á sinni tið. Kanslarinn hefir undirbúið eins góða sambúð við Austur- Þjóðverja og unnt er að vænta við rikjandi aðstæður. Brandt hefir þannig með starfi sinu fjarlægt áhrifa- mestu hindranirnar gegn bættri sambúð Austur- og Vestur-Evrópu. Hann hafði þvi nokkuð til sins máls þegar hann sagði i janúarmánuði: „Þýzka rikið hefir aldrei lifað og starfað I jafn miklu sam- ræmi við frelsisanda þegna sinna, eða nágranna sina og samherja i umheiminum”. ÞESSI árangur var keyptur þvi verði, aö innanlandsmálin voru að nokkru látin sitja á hakanum. Kanslarinn var önnum kafinn viö að móta stefnu sina gagnvart Austur- veldunum og fylgja henni fram. Auk þess var aðstaða hans I þinginu það veik, að annmarkar voru á umfangs- miklum lagabreytingum. Enn má benda á, að flokkur kanslarans var óvanur völd- um, innan hans gætti nokkurs ágreinings, og þar á ofan varð að treysta á frjálsa demó- krata. Flokkur þeirra er fá- mennur og ekki traustur, og liðsmenn hans höfðu yfirleitt mun minni áhuga á umbóta- áformum Jafnaðarmanna en utanrikisstefnu stjórnarinnar. Ekki bætti úr skák, að kanslarinn og samherjar hans höfðu lofað mun meiri umbót- um en fé, timi og stjórnmála- fylgi gerði mögulegt að fram- kvæma. EFTIR endurkjör sitt hefir kanslarinn ótviræöara umboð en áður, aukinn meirihluta og meiri tima aflögu frá lausn utanrikismálanna. Ennfrem- ur hefir Brandt skuldbundið sig til minni breytinga en I hið fyrra sinn, og áform hans eru mun hógværari en þá og I betra samræmi við veruleik- ann. Kanslarinn þarf þó enn á stuðningi Frjálsra demókrata að halda, en þeir eru honum ekki alls kostar samdóma um innanlandsmálin. Þá þarf hann einnig aö gæta nokkurr- ar varúðar gagnvart vinstra armi flokks sins, en virðist til þessa hafa sýnt óaðfinnanlega festu. Innanlandsmálin eru flóknari og torveldari I með- förum en utanrlkismálin og Brandt hefir auk þess minni reynslu á þvi sviöi. STEFNU sinni lýsti Brandt i janúar meö mjög svo almenn- um orðum. Forgangsatriðin komu þó ljóst fram, en þau eru aukinn stööugleiki i verölagi með aukinni samvinnu við önnur aðildarriki Efnahags- bandalagsins, og auk þess aukiöfélagslegt réttlæti. Hann hét að stefna að þvi aö veita auknum fjölda manna aðild að aukinni hagsæld og almennri breytingu skattalaga til ein- földunar og breyttrar niöur- jöfnunar byrðanna. Þá er kanslarinn einnig skuldbundinn til aö hamla gegn braski með land, en það hefir komið hart niður á tekju- lágum hópum manna, sem hafa naumast tök á að greiða hækkaða leigu. Mikið af stefnuflutningi kanslarans I kosningabaráttunni snerist um lifskjarabót, bætt fræðslu- kerfi og aukna aöstoö við þá, sem höllustum fæti standa I samfélaginu. FJARRI fer aö stefnuskrá Brandts sé róttæk. Tekju- aukanum sem skattabreyting in færir, verður ekki variö i stórfelld framlög til félags- mála. Aðal markmiðiö er aö vernda stöðugleikann og hag- vöxtinn. Hvergi verður að heitið geti vart þeirra stór- breytinga, sem vinstrimenn kröfðust. Iðjuhöldarnir snerust til opinskárrar andstöðu við Brandt I kosningabaráttunni og kann þvi að hafa verið nokkur freisting fyrir hann að hefna sin á þeim, en hann hefir valið þann kost, aö halda sig sem næst miðju i stjórnmálun- um og láta sér nægja að nálg- ast aukna stjórnaraðild verkamanna að fyrirtækjum með stakri gát, en flokkur frjálsra demokrata barðist einkum fyrir henni. Sýnilega eru iðjuhöldarnir miður ánægöir með sumar ráð- stafanir stjórnarinriar, en ekki virðist enn sem komiö er bóla verulega á neinu þvi, sem þeir óttuðust mest. FRAMVINDAN til þessa ætti að létta Brandt róðurinn fyrst um sinn, en sennilega eiga erfiðleikar hans eftir að aukast til muna siöar. Vestur- Þjóðverjar eiga við mikla blómgun og hagsæld að búa, en þeir geta varla gert sér vonir um að komast hjá þvi að súpa seyöið af þeim erfiðleik- um, sem mest hrjá aðrar Evrópuþjóðir, eða verðbólg- unni, menguninni, sárri stað- bundinni fátækt, rótttækni stú- denta, auknum glæpum ung- menna auk hinna tiðu og áleitnu efasemda um ágæti hagvaxtarins og réttláta dreifingu arðsins. Sum þessara vandamála verða tilfinnanlegri i Vestur- Þýzkalandi en annars staöar, einmitt vegna þess, að Þjóð- verjum hættir til að líta mjög alvarlegum augum á allan vanda. Sumir annmarkanna verða erfiðari viðfangs ein- mitt vegna hinnar afar öru aukningar velmegunarinnar að undanförnu, arfsins frá ná- lægri fortið og mjög áberandi og sérstæðrar stöðu milli tveggja striðandi þjóðfélags- kerfa. Enn lætur rikisstjórn Brandts þó engan bilbug á sér finna, og það ætti að vera öll- um aðilum fagnaðarefni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.