Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Þriöjudagur 6. marz, 1973.
TÍMINN
15
Umsjón: Alfreð Þorsteinssonts^
ÍR-ingar léku sér
að Víkingunum
Ágúst Svavarsson átti stórleik þegar ÍR vann Víking 26:18
ÁGÚST SVAVARSSON,
hinn hávaxni leikmaður
ÍR átti stórleik, þegar
ÍR-liðið burstaði Viking
með átta marka mun á
sunnudagskvöldið. Hann
var búinn að skora
fjögur stórglæsileg
mörk með langskotum,
þegar Vikingar tóku
hann úr umferð i siðari-
hálfleik — þegar staðan
var 21:15 fyrir 1R hættu
Vikingar að elta Ágúst.
Þeir fóru að leika með
tvo menn til að húkka
knöttinn. Við þetta
losnaði aftur um Ágúst,
sem skoraði tvö góð
mörk i röð. Leikur
liðanna var frekar jafn
til að byrja með, en
fljótlega i byrjun siðari
hálfleiks náðu íR-ingar
tveggja marka forskoti
og þegar leið á leikinn,
fóru þeir að siga hægt og
rólega fram úr.
IR-liðið var nú óþekkjanlegt frá
leiknum gegn Haukum, leikmenn
liðsins léku oft skemmtilega og
þeir þurftu ekki annað en að hitta
markið, þá lá knötturinn i netinu.
Þetta fór greínilega i taugarnar á
lélegum markvörðum Vikings-
liðsins og um miðjan siðari hálf-
leik yfirgaf annar markvörður-
inn Laugardalshöllina i fússi og
sagði um leið og hann fór — „Það
er ekki hægt að horfa upp á þessi
dómarafifl". Dómarar leiksins,
þeir Haukur Hallsson og Kristó-
fer Magnússon, dæmdu eins og
þeir geta bezt dæmt — það er
óskiljanlegt, að þessir menn fái
að hafa flautu uppi i sér.
Framhald á bls. 19
Sigfús Gubmundsson, Vfking, sést hér skora af liiui I leiknum gegn 1R. Einar Magniísson (4)  gaf á
Sigfús. En Einar skoraðisex mörk ileiknum, einnig áttihann íiniiii linusendingar, sem gáfu mörk.
(TímamyndRóbert).
Heppnissigur Fram
gegn Ármanni
Framarar náðu tveggja marka forskoti, þegar Ármenningar
voru aðeins fimm inná
FRAMARAR geta svo
sannarlega hrósað happi,
að hafa farið með bæði
stigin í viðureigninni við
Ármann, þegar liðin léku í
islandsmótinu í handknatt-
leik á sunnudagskvöldið.
Ármannsliðið sem hefur
farið mikið fram í vetur,
stóð í islandsmeisturunum
og hélt jöfnu og með eitt
mark yfir 15:14 þegar 10
mín. voru tii leiksloka. En
þá var þeim Herði Kristins-
syni og Vilberg Sigtryggs-
syni visað af leikvelli í 2
mín. Þá tókst Fram að
jafna 15:15 og bæta við
tveimur mörkum. Þegar
nokkrar sek. voru til leiks-
loka stóð 17:16 fyrir Fram.
Þá átti Björn Jóhannsson
gott skot/ sem lenti í stöng
Frammarksins.
Armann komst yfir i byrjun
leiksins 3:1. Þegar fyrri hálf-
leikurinn var hálfnaður tókst
Fram að jafna 5:5 og siðan mátti
sjá tölur eins og 6:6, 7:7, 8:8, 9:9,
og 10:10. Armann skoraði svo tvö
mörk og komst yfir 12:10 i hálf-
leik.
Armann var svo nær alltaf yfir i
siðari hálfleiknum og þegar 14
mln. voru til leiksloka skoraði Jón
Ástvaldsson 15:14. En þá var
þeim Herði og Vilberg visað af
leikvelli. Axel Axelsson jafnar
15:15. og Pétur Jóhannsson
kemur Fram yfir 16:15. Siðan
bætir Björgvin Björgvinsson við
17:15.
Síðustu mínútur leiksins voru
spennandi, en heppnin var ekki
með Armanni, þvi að Vilberg lét
Þorstein verja frá sér viti. Þegar
ein min. var til leiksloka skorar
Guðmundur Sigurbjörnsson
mark fyrir Armann og þegar fáar
sek. voru til leiksloka söng knött-
urinn i stönginni hjá Fram.
Armanni tókst ekki að jafna og
lauk þvi leiknum meö sigri Fram
17:16. Sannkallaöur heppnisigur.
Ingólfur Óskarsson kom
skemmtilega á óvart i leiknum,
hann skoraði fimm lagleg mörk
með sinum gömlu og góðu lang-
skotum, og eitt úr vitakasti. Aðrir
sem skoruðu fyrir Fram voru:
Björgvin 4, Axel og Pétur tvo
hvor, Andrés, Guðmundur
Sveinsson  og  Sigurbergur  eitt
hver.
Fyrir Armann skoruöu:
Vilberg 6(3 viti), Guðmundur og
Björn, þrjú hvor, Ragnar 2, Jón
og Hörður eitt  hvor.
Karl Jóhannsson og Björn
Kristjánsson dæmdu leikinn
ágætlega.
Fram stöðvaði
sigurgöngu
Víkings
Leikurinn var daufur og tilþrifalítill
Fram stöðvaði sigurgöngu Vlk-
ings I islandsmótinu i handknatt-
leik kvenna A sunnudaginn, þegar
liðin mættust i Laugardalshöll-
inni. Leikurinn var frekar daufur
og tilþrifalitill. Hann var jafn
framan af, það var ekki fyrr en
um miðjan síðari hálfleik, að
Fram náðitveggja marka forustu
7:5. — Leiknum lauk með sigri
Fram 8:6.
Fyrsta mark leiksins var lengi
á leiðinni, það var ekki fyrr en á
13. min., að Helga Magnúsdóttir
kom knettinum i netið hjá Viking,
og á 17. min skorar svo Arnþrúð-
ur Karlsdóttir, 2:0, fyrir Fram.
Fyrsta mark Vikings kom svo á
21. min. — Agnes Bragadóttir
skoraði úr vitakasti og minútu
siðar jafnaði hún 2:2, einnig úr
vitakasti. Staðan i hálfleik var
3:3.
1 siðari hálfleik mátti sjá á
markatöflunni 4:4 og 5:5. Kristin
Orradóttir skorar þá 6:5 og
Arnþrúður bætir við 7:5 fyrir
Fram. Leíknum Iauk meö sigri
Fram 8:6.
Mörkin i leiknum  skoruðu:
FRAM:  Arnþrúður  4,  Kristin,
Helga, Halldóra og Guðrún  eitt
hver.
VIKINGUR: Agnes 4, Guðrún
Helgadóttir og Ragnheiður eitt
hvor.                 — SOS.
Valur vann KR
léttilega 16:10
KR-stúlkurnar byrjuðu vel, en svo ekki
soguna meir
Valsstúlkurnar áttu ekki I
vandræðum með KR, þegar liðin
mættust á sunnudaginn I 1. deild-
arkeppninni I handknattleik.
KR-stúIkurnar byrjuðu vel, eins
og þær gera alltaf, en það er ekki
nóg að byrja vel og missa svo allt
niður, eins og þær hafa gert I leij-
um siiuini I islandsmótinu.
KR-liðið á við vandamál að strlða
— I liðinu eru margar góðar stúlk-
ur, en það fæst litið úr þeim, þvi
að þær gera mest af þvi að
flækjast hver fyrir annarri.
Svala Sigtryggsdóttir, bezta
stúlkan hjá Val, skoraði fyrsta
mark leiksins. KR-stúlkurnar
svöruðu með þremur mörkum og
breyttu stöðunni i 3:1. Þá jafnaði
Svala með tveimur góðum mörk-
um og Björg Jónsdóttir kom Val
yfir 4:3. Staðan i hálfleik var 7:5
fyrir Val.
Valur skoraði svo fyrstu þrjú
mörkin i siðari hálfleik og náðu
10:5. Eftir það var enginn vafi á
þvi, hvaða liðið mundi vinna.
Le'.kjum lauk með sigri Vals
16:10. Mörkin i leiknum skoruðu:
Valur: Svala 7, Björg J. 3,
Björg G. 2, Sigurjóna 2, Hildur og
Jóna Dóra, eitt hvor.
KR: Hjördis 6, Emilia 2, Soffia
og Helga, eitt hvor .     —SOS.
Ármann komst
af botninum
Nú könnuðust menn við Ármannsliðið
Armann komst af botninum
með þvl að sigra Breiðablik I
fremur lélegum leik I 1. deild
kvenna I Hafnarfirði á sunnu-
dagskvöld. Þessi leikur var mjög
þýðingarmikill fyrir bæði lið, þvi
að áður en leikurinn byrjaöi voru
bæði liðin á botninum með tvö
stig.
Armann byrjaði vel og tók for-
ustuna strax með góðu marki,
sem Agústa skoraði, en Breiða-
blik jafnaði rétt á eftir. Þegar á
leikinn leið, tók Armann leikinn i
sinar hendur og þegar fyrri hálf-
leik lauk höfðu Armannsstúlkurn-
ar yfir, 10:3.
1 siðari hálfleik barðist Breiða-
blik og tókst að láta stöðuna i 12:6
en þótt þær hafi barizt og tekið
eina úr umferð, dugði það þeim
ekki til að jafna, og Armann vann
með yfirburðum 15:8.
Fyrir Armann skoruðu: Guð-
rún 4, Erla 4, Katrin 3, Sigriður 2
og Agústa 1.
Fyrir Breiðablik skoruðu: Alda
6, Knstin 2.           — GKK.
SLO NIÐUR
DÓMARANN
Sá leiðinlegi atburður átti sér
staðþegar Verzlunarskóli Islands
og Menntaskólinn í Reykjavik
voru að keppa i skólamóti I knatt-
spyrnu að einum af leikmönnum
VI og markverði MR lenti saman,
og varð þá leikmaður VI vond-'
ur og sló markvörö MR I
magann. Eftir slikt tilfelli
hefði  hvaða  dómari  sem  er
rekið þennan leikmann út af og
gerði dómari þessa leiks það, en
þá sló leikmaðurinn dómarann i
andlitið og hálf rotaði hann.
Leikmaðurinn sem sló dómar-
ann er leikmaður i 1. deild og er
spurningin sú, hvort þessi leik-
maður verði ekki dæmdur
I keppnisbann i sumar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
10-11
10-11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20