Tíminn - 22.03.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.03.1973, Blaðsíða 1
WOTEL mLEIÐIR ,,Hótel Loftleiðir býður gestum sínum að velja á milli 217 herberg|a með 434 rúmun — en gestum standa lika íbúðir til boða. Allur búnaður miðast við strangar kröfur vandlátra. LOFTLEIDAGESTUM LIÐUR VEL. Togaraverkfallið leyst með lögfestingu kjarasamninga: Ríkið greiðir 6—8 millj- ónir vegna samningsins EJ—Reykjavík. — Ríkis- stjórnin lagði í gær fram á Alþingi frumvarp til laga um kaup og kjör yfirmanna á botnvörpuskipum/ sem eru stærri en 500 rúmlestir brúttó/ og var stefnt að því að afgreiða frumvarpið seint í gærkvöldi eða nótt sem lög frá Alþingi. Hanni- bal Valdimarsson/ félags- málaráðherra/ sem mælti fyrir frumvarpinu í neðri deild, sagði, að með þvi væri lokatilboð fulltrúa yfirmanna í vinnudeilunni lögfest sem samningur yfirmanna út þetta ár. Hins vegar væri ríkissjóður skuldbundinn til þess að greiða mismuninn á milli þessa samnings og lokatil- boðs útgerðarmanna. Þannig væri á hvorugan aðilann hallað, heldur fall- iztá lokatilboð beggja aðila og ríkið látið greiða mis- muninn. Miklar umræður urðu um frumvarpið fram eftir degi, og var þvi fyrst visað til nefndar undir kvöld. Eftir kvöldmatarhlé var frumvarpið tekið til 2. um- ræðu i neðri deild, og var stefnt að þvi að afgreiða þar úr báðum deildum um kvöldið eða nóttina og leysa þar með verkfallið á tog- araflotanum. Nánar segir frá umræðunum á Alþingi, efni frumvarpsins og helztu deiluatriðum i kjaradeil- unni á þingsiðu. Síðustu fréttir: Vegna þess hve lengi nefndir voru að störfum, hófst önnur umræða i neðri deild ekki fyrr en kl. 22:30 i gærkvöldi. Frumvarpið var samþykkt með atkvæðum stjórnarflokkanna i neðri deild, en stjórnarandstaðan sat hjá, eftir að tillaga Sjálf- stæðisflokksins um að visa mái- inu I gerðardóm var felld með 20 atkvæðum gegn 14 og breytinga- tillaga frá Alþýðuflokknum var felld með 20 atkvæðum gegn 17. Var ákveðið, að efri deild tæki frumvarpið fyrst til afgreiðslu I dag ki. 14:00. Nýr varnargarður, 60 hús austan hans KJ-Reykjavik. — Að undanförnu hefur verið til umræðu að byggja mikinn varnargarð á Heimaey, sem lægi sem næst þvf I suður frá syðri hafnargarðinum og upp I gegn um bæinn. Nú er ákveðið að ráðast I gerð þessa garðs, en þetta mun vera eina ráðið, sem menn eygja, til að hefta frekara hraunrennsii inn i bæinn. Öllum Eyjabörnum boðlð til Noregs Erl. Reykjavík — Þrenn félaga- samtök i Noregi hafa ákveðið að bjóða öllum börnum úr Vest- mannaeyjum á aldrinum 8-16 ára til Noregs á sumri komanda. Féiögin eru Norsk-islansk Sam- fund, norski Rauði Krossinn og tslendingafélagið í Osió. Ef af þessu verður er svo ráð fyrir gert, að börnin fari i um 25 manna hópum og dveljist i hálfan mánuð i Noregi. Fyrsti hópurinn færi þá utan um 10. júni, og siðan héldu ferðirnar áfram allt fram i miðjan sept. Börnin yrðú á 4 stöðum i Noregi. A Husebyvangen, sem er um 50 km fyrir norðan Osló, i Hövringen I Guðbrandsdal, i Frh. á bls. 15 I Eyjapistli I gær var viðtal við Guðmund Karlsson fram- kvæmdastjóra i Vestmanna- eyjum, og sagði hann þá að gerð þessa garðs væri ákveðin og framkvæmdir eru hafnar. Eins og að framan segir, þá mun garðurinn liggja upp af syðri hafnargarðinum i stefnu á Helga- fell og liggja fyrir austan Helga- fellsbraut. Sex ibúðarhús munu lenda i garðinum sjálfum, en alls munu vera sextiu hús á svæðinu fyrir austan hann. Þetta er svæðið þar sem einna mest ösku- fall hefur verið, og eru mörg þessara 60 húsa meira og minna eyðilögð af völdum ösku, og einnig hefur kviknað i sumum þessara húsa. Hæð er i lands- laginu þar sem garðurinn á að standa, og er þetta þvi talin heppilegasta garðstæðið sam- kvæmt tillögum verkfræðinga. JAFNMIKLU VARIÐ I OL OG GOSDRYKKI OG MJÓLK MÖNNUM kemur það sennilega á óvart að isiendingar kaupa ný- mjólk annars vegar og gosdrykki, öl og innlendan ávaxtasafa hins vegar fyrir álika háa fjárhæð. Tæpum 750 miiljónum króna er varið til kaupa á hvoru um sig með þvi verðlagi, sem nú er. 1 þessum útreikningi er miðað við söluna eins og hún var árið 1971, en verðlag fært til þess, sem er nú I siðari hluta marz- mánaðar. Þá seldust tæplega 41.400.000 litrar af mjólk, sem með núgildandi verði myndu kosta riflega 740 milljónir króna og tæplega 14.800.00 lítrar af gis- drykkjum og þess háttar er með sömu aðferð reiknast á 748 milljónir króna. Þess er að geta, að i hvorugu tilvikinu eru umbúðir reiknaðar með. Þar er sá munur á, að mjólkurumbúðirnar eru yfirleitt verðlausar, þegar mjólkurinnar úr þeim hefur verið neytt, en gos- drykkjaflöskur og ölflöskur má selja aftur, ef þær brotna ekki. Þará móti kemur, að ekki er reiknaður kostnaður við flutning á gosdrykkjum og bjór, en hann er aftur á móti innifalinn i mjólk- urverði, og ekki heldur álagning á þeim drykkjarvörum, sem seldar eru á veitingastöðum. Að öllu samanlögðu mun þvi mega fullyrða, að Islendingar verji nokkru meira fé til kaupa á gosdrykkjum, bjór og innlendum ávaxtasafa heldur en nýmjólk. Björgunarbáturinn Goði kemur með danska strand- skipið til Reykjavikur og Magni og Lóðsinn koma til aðstoðar. —Timamynd G.E. Vélarrúmið fylltist, er kýraugu brotnuðu VEL TÓKST að ná danska flutningaskipinu Tomas Bjerco á flot, en það strand- aði á Eyjafjallasandi. Björg- un h.f. tók að sér að ná skip- inu út, en áður var búið að taka á land 25 bila, sem i þvi voru. Goðinn dró skipið á flot kl. 18 á þriðjudag, og dró það til Reykjavikur i dag og kom skipið til hafnar kl. 15,30. Kristinn Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Björgun- ar sagði að björgun skipsins hefði gengið vel i alla staði. Kvað hann það litið skemmt en einhverjar dældir eru þó á skipsskrokknum. Vélar- rúmið var fullt af sjó. Var það vegna þess, að kýraugu brotnuðu og flæddi sjórinn þar inn, er skipið lá á sandin- um. Verður þvi að taka allar vélarnar upp og hreinsa. Ekki er ákveðið hvort skipið verður tekið i slipp hér á landi, eða þvi siglt út eftir að búið er að hreinsa vélarn- ar. Flestir áhafnarmeðlimir skipsins eru enn hér á landi. Auk bilanna var i skipinu sóti, sem fara á i Kisiliðjuna, gler, girðingarstaurar og sitthvað fleira af varningi. Verður vörunum öllum skip- að upp i Reykjavik. Skipið er um 500 lestir að stærð. Oó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.