Tíminn - 31.03.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.03.1973, Blaðsíða 1
WÖTEl miMfí „Hótel Loftlelðir býður gestum slnum að velja á milli 217 herbergja með 434 rúmun — en gestum standa líka Ibúðlr tll boða. Allur búnaður miðast vlð strangar kröfur vandlátra. LOFTLEIDAGESTUM LIDUR VEL. Vélar og rafbúnaður í orkuverið við Sigöldu: Lægsta tilboð 1.345 milliónir - hæsta um 1.998 milljónir Við opnun tilboöanna i vélar, rafbúnaö, þrýstipipur, lokur og annan búnaö fyrir Sigölduvirkjun aö Hötet Sögu i gær. (Timamynd: Kóbert) VEIÐIÞJOFUR FRA HULL STRANDAR Grimsby-togari hætt kominn Þó, Reykjvaík— baö var klukk- an 02.18 i fyrrinótt, sem tsa- fjarðarradió, heyrði hiö alkunna neyöarkall „mayday-mayday” frá brezka togaranum St. Chad H-20, en engin staðarákvörðun fylgdi neyðarkallinu. Aðeins var sagt aö togarinn væri strandaður. Siöan fréttist ekkert um strandið fyrr en um klukkan 4.30, er loft- skeytastöðin i Reykjavik náði sambandi við dráttarbátinn Statesman, en þá var Statesman að bjarga skipbrotsmönnunum og skýrði skipstjöri Statesman frá þvi, aö engrar hjálpar væri óskað. t þessu samtali kom I ljós, að St. Chad hafði strandað öðru hvoru megin við Sléttunes i Jökulfjöröum, en þetta nes, er skammt frá hinum kunna skipa- kirkjugaröi Grænuhlið. Ahöfnin af St. Chad komst i land á eigin spýtur skömmu eftir strandið, og Statesman bjargaði siðan mönnunum úr fjörunni. Ekki voru skipbrotsmenn þó lengi um borö i Statesman, þvi að klukkan 10.50 i gærmorgun voru þeir komnir um borö i eftirlits- skipið Othello. 1 gærkvöldi var ekki ljóst, hvort þeir yrðu settir á land á Isafirði eða i Reykjavik, eða þá aö Othello færi með þá tií Englands, enda mun skipstjóra togarans vart fýsa að stiga fæti á islenzka grund, þar sem togarinn hefurnokkrum sinnum komið við sögu i landhelgisdeilunni. Núna siðast 6. marz siðastliðinn, en þá klippti varöskip á annan togvir togarans, og þá þóttist skipstjór- inn hafa fengið upp brot úr vira- klippu varðskipsins. Að þvi er skipstjóri Statesman sagði i gærmorgun, er St. Chad illa strandaður. Er togarinn bæði fastur að aftan og framan. Skip- verjar sögðu, að sjór hefði verið kominn i vélarrúm skipsins nokkru áður en þeir yfirgáfu það. Varðskip var á leið til strand- staðarins i gær, en erfitt var aö átta sig á aðstæðum, þar sem blindbylur var, en þó var farið að birta upp er leið á daginn. St. Chad er 575 smálestir að Framhald á 17. siðu. Þessi mynd var tekin af togaranum St. Chad frá Hull þann 6. marz s.l., en þá skar varðskip á forvir togarans. A myndinni sést, að afturhlerinn er kominn upp, en enginn vír er I framgálganum, þar sem búiö var að skera á virinn. Ljósmynd Landhelgisgæzlan TILBOÐ VORU opnuö i vélar, rafbúnað, stifluloka og þrýsti- vatnspipur Sigöiduvirkjunar að Hótel Sögu I gærdag. Alls bárust 11 tilboð. Þess skal getið, að þær tilboðstölur, sem hér verða birtar á eftir, fela og i sér kostnaö við framleiðslu og uppsetningu búnaðarins og aðflutning hans hingað til lands. Eirikur Briem forstjóri Landsvirkjunar setti fundinn og bauð alla velkomna. Þakkaði hann öllum þeim sér- staklega, er höfðu lagt á sig mikið erfiði við gerð tilboðanna. Innan tveggja mánaöa verður tekin ákvörðun um, hvaö af tilboðunum verður tekið af hálfu Lands- virkjunar. Lægsta tilboðið, 1345.590.630 kr. isl. (þrettán hundruð milljónir fimm hundruð og niutiu þúsund sex hundruð og þrjátiu krónur) kom frá ASEA, Sviþjóð, Karlstads Mekaniske Werkstad, Sviþjóð Nohab, Sviþjóð, og Waagner Biro, Austurriki Abyrgt er ASEA> Sviþjóö. Hæsta tilboðiö kom frá CGEE Alsthom, Frakklandi, en það var upp á 1998.535.700. kr. isl. (tæpar tvö þúsund milljónir). Næsthæsta tilboöið kom frá Mitsui, Tokyo, Japan, Toshiba, Tókyo, Japan, Siemcns AG, V-Þýzkalandi og Vöest, Austurriki. Abyrgt (Sponsor) þessara fyrirtækja er Mitsui. Næstlægsta tilboðiö kom frá fyrirtækinu Sybetra, Belgiu, og hljóðaði það upp á 1377, 1 milljón króna (1377.143.251.00 isl. kr.) Þetta belgiska fyrirtæki kom fram með eitt aðaltilboö (upp á rúmlega 1400 milljónir, og auk þess þrjú aukatilboð. Var umrætt tilboð annað aukatilboö eða breytitilboð þess). A Sybetra einnig þriöja og fjórða lægsta til- boðið (um 1456,2 milljónir og 1418,6 milljónir (aðaltilboðið)) Þeir aðilar aðrir, sem lögðu fram tilboö, voru: Gruppo Industrie Elettro, Meccanicke, Milanó, ttaliu, — Mitsui (Tókyo, Japan), Toshiba (Tókyo, Japan), Siemens AG, (V-Þýzkaland) og Sorefame (Portúgal), — Brown Boveri & Cie, AG (V-Þýzkaland) og v/o „Energomachexport” (Rússlandi), — Brown Boveri & Cie, v/o „Energomachexport” og Vöest (Austurriki), — Brown Boveri & Cie, AG og Charmiiles (Sviss), — Vöest Alpinc (Austur- riki og Westinghouse (Bandarikj- unum) — (V-Þýzkal.), (V-Þýzka- land) og Voith (V-Þýzkaland) Vonandi veldur þessi upptalning ekki ruglingi, en bent skal á, aö þau fyrirtæki, sem nefnd eru milli bandstrikanna, eru saman um tilboð. Og eins og fyrr sagði mun landsvirkjun gera tilboðsval sitt heyrnum kunnugt innan tveggja mánaða eða svo. Þess ber að geta, aö italska fyrir- tækið Gruppo Industrie Elettro Meccaniche Per Impianti AU’ Esterobauö i tilboði sinu 2% af- slátt af heildarupphæðinni, og i aðaltilboöi sinu bauð Sybetra (frá Belgiu) 1 1/2% afslátt af erlend- um kostnaöi ef samningurinn yrði undirritaður fyrir 1. júli 1973. -Stp. HRAUNIÐ BRAUT SALTHÚSIÐ Erl-Reykjavik. — Urn hálf fimm leytið i gær braut hraunið niður nýlega reist salthús Isfélagsins, en að öðru leyti var ekki mikil hreyfing á þvi. Nú er unniö að gerö vegar inn á hraunið á tveim stöðum til að kotna þar fyrir kæliút- búnaði, og unniö er að tengingu dælukerfa. Um kvöldmatarleytiö í gær var þó Suðri enn ókominn til Eyja með þann hluta af dæluút- búnaðinuin, sem liann flytur, en fyrr er ekki hægt að taka hinar stórvirku bandarisku dælur I notkun. RUGIA STOR- SKEMMD OF- AN ÞILJA Þó, Reykjavfk. — Flutninga- skipið Rugia frá Kýpur, sem laskaðist f brotsjó suður af Dyrhólaey I fyrradag, var væntanlegt til Straumsvfkur í morgun. Rugia, sem er að koma með 3500 lestir af súráli til ál- versins i Straumsvik, fékk á sig mikinn brotsjó 25 sjómilur suöur af Dyrhólaey I fyrramorgun. Skipstjóri skipsins hafði þá sam- band við Slysavarnafélagiö og bað um að vel yrði hlustað eftir skipinu. Ekki þurfti þó skipiö á aðstoð að halda, og komst það kiakklaust I var við Skaftárós, þar sem það lá I nótt. Varöskip hélt sig i nánd viö skipið og tveir Austfjarða- bátar, Snæfugl frá Reyðar- firði og Hilmir frá Fáskrúðsfirði lónuöu kringum skipið alla nótt- ina. Skipverjar á bátnum sögðu aö eftir að birti i gærmorgun, sást að skipið virtist talsvert skemmt ofanþilja. Þáttur um læknis- fræðileg efni KUNNUR læknir, Svérrir Bergmann, mun næstu vikur skrifa greinar I Tímann um heilsufarsleg efni. Fyrsta greinin, sem fjallar uin heilakveisu og raunar er höfuðverkur þeirrar tegund- ar, sein almennt er kallaður migraine, birtist I blaöinu f dag. Greinarnar, sem Sverrir skrifar, munu framvegis birtast hálfs mánaðarlega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.