Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						30
TÍMINN
Sunnudagur 1. april. 1973
*
ALLIR þekkja Parkinsons-Iög-
inálio, sem veidur sifeildri þenslu
i öllum stofnunum, svo að þar eru
fyrr en varir komnir tveir menn
fyrir hvern einn og þannig koll af
kolli, unz afgreiðsla mála situr
föst, af þvi ao hvert atriði þarf að
ganga I gegn um hendur æ fleiri
manna og hljóta blessun æ fleiri
embætta.
En það er lika til annaö þjóð-
félagsfyrirbæri, sem kallað hefur
verið Péturslögmálið. A sama
hátt og Parkinsonslögmálið veld-
ur sjálfkrafa endalausri fjölgun
starfsmanna i embættiskerfinu,
leiðir Péturslögmálið það af sér
alveg sjálfkrafa, að menn hafna
yfirleitt i þeim störfum, sem þeir
eru sizt færir um að gegna. Þetta
lögmál á sér jafnaugljós rök og
Parkinsonslögmálið, ef allt er til
mergjar brotið.
Skýringin á þvi, að þjóðfélags-
kerfið festir menn i þvi starfi,
sem hann hefur ekki getu til þess
að leysa af höndum, er afarein-
föld. Þetta gildir þó aðeins um
það, sem kalla má stigskipt
félagsveldi af einhverju tagi. En
þar kemur þá aftur á móti, að
samfélög okkar eru einmitt keðja
slikra fyrirbæra. Þess eðlis eru
allar félagsstofnanir, embætti og
fyrirtæki, sem ekki eru rekin af
einum mannieða einni fjölskyldu.
Af þessu leiðir, að við erum svo til
öll innlimuð i eitthvað, sem i
rauninni er slikt félagsveldi, þar
sem fólk greinist i yfirmenn og
undirgefna. Þetta & við um
fræðslukerfið, viðskiptafyrirtæk-
in, embættiskerfið, verkalýðs-
félögin og svo til hvaðeina. Og
eins og i pottinn er búið er engin
undankomuleiö. I kjörfar sam-
keppninnar siglir Péturslögmálið
með sinum óhugnanlegu af-
leiðingum. Hvort sem i hlut á
bæjarstjórnarskrifstofan i Báru-
firði eða Hinar sameinuðu súpu-
teningaverksmiðjur h.f., rikir
Péturslögmálið þar innan dyra,
með miskunnarlausum og grá-
broslegum afleiðingum sinum og
kyrrsetur hvern mann i þvi sæti,
þar sem hann á sizt heima.
Hugsum okkur nú að það eigi að
ráða skrifstofustjóra i stofnun,
sem er það, er við höfum hér
kallað stigskipt félagsveldi. Ef
ekki koma til annarleg sjónar-
mið, mun þykja eðlilegt, að ein-
hver starfsmaöur stofnunarinn-
ar, sem áður hefur gegnt ábyrgð-
arminna starfi og kauplægra,
verði valinn i embættiö, til dæmis
einhver af fulltrúum fyrirtækisins
eða embættisins. En hvern þeirra
á að forframa? Jú — þarna er
maður, sem hefur staðið allvel i
stöðu sinni að undanförnu, Guð-
mundur okkar Guðmundsson.
Magnús Magnússon eða Jón
Jónsson koma ekki til greina, þvi
að það hefur margt gengið á tré-
fótum hjá þeim i fulltrúastarfinu.
Þeir hafa sem sagt hreppt þá
stöðu, sem þeir geta ekki gegnt,
og i henni verða þeir framvegis.
Þeir hafa hlotið þann sess, sem
Péturslögmálið hefur ætlað þeim.
Það kemur svo seinna fram,
hvort Guðmundu" Guðmundsson
ræður við skrifstofustjórastarfið.
Geri hann það ekki, má furðu
gegna, ef hann situr ekki i þvi til
loka starfsævi sinnar. Þá er sem
sé einnig hann kominn á sinn bás.
En reynist hann aftur á móti dug-
legur,        liggur  leið  hans
lengra upp á við, unz hann fær,
fyrr eða siðar, embætti, sem alls
ekkí er við hans hæfi og hann
ræður engan veginn við.
Þessi saga gerist, hvort sem
velja á nýjan deildarstjóra eða
trúnaðarmann af einhverju tagi.
Og afleiðingarnar liggja i augum
uppi: Fleiri og fleiri komast á
lokastig frama sins, Pétursstigið
— lokahöfnina, þar sem þeir eru
litt hæfir til verka, sjálfum sér til
leiðinda og öðrum til ógagns. I
þessu er fólgin skýringin á þvi,
hversu svo margt fer úrskeiðis i
stjórn, rekstri og starfi i þjóð-
félaginu, hvort sem um er að
ræöa embættisrekstur eða hvers-
dagslegasta viðskiptafyrirtæki.
Þjóöfélagskerfið dæmir sjálft sig
til þess arna.
Nú kann að verða fært fram á
Péturslögmálid,
sem stjórnar því,
að flestir lenda
í starfi, sem þeir
geta ekki gegnt
móti þessari kenningu, að þrátt
fyrir deyfð, og doða, mistök og
sleifarlag, sé sitthvað skynsam-
legt gert, bæði i atvinnulifinu og
embættiskerfinu. En það haggar
ekki Péturslögmálinu. Þetta er
sem sé að þakka starfsfólki, sem
ekki hefur enn náð Pétursstiginu
— það er að segja ekki komizt i
hina óhugnanlegu höfn, sem biður
þess. Hversu þungt starf þessa
fólks vegur, má reikna á einfald-
an hátt. Hin stærðfræðilega regla
er að margfalda tölu starfsmanna
á Pétursstiginu með hundrað og
deila þar i með heildartölu starfs-
fólks. Ef allir starfsmenn ein-
hverrar stofnunar væru á Péturs-
stigi, yrði þar yfirleitt ekkert
gagnlegt handarvik gert.
Skilyrði þess, að slikt geti gerzt
eru tvö. I fyrsta lagi þarf hver
einasti starfsmaður að hafa verið
nógu lengi i hinu stiggilda félags-
kerfi til þess að hafa náð á leiðar-
enda og hafnað i starfi, sem hann
ræður ekki við. t öðru lagi verða
að vera nógu mörg stig for-
frömunar innan stofnunarinnar
eða fyrirtækisins.
Stundum er þó ekki nauðsyn-
legt, að þessi stig séu sérlega
mörg. Ungfrú Jóna lauk til dæmis
stúdentsprófi með miklum ágæt-
um, þvi að hún hlustaði vel i
kennslustundum, tók ekki þátt i
mótmælagöngum og svaraði
spurningum kennaranna með
þeirra eigin orðalagi. Eins gekk
henni ágætlega i háskóla — af
sömu orsökum. En þegar hún fór
að kenna i menntaskóla, kom á
daginn, að hún hafði náð þvi
marki, sem kerfið stefndi að,
Pétursstiginu. Henni var ekki
lagið að kenna öðrum, og þess
vegna mun hún dúsa i þessu
kennaraembætti.
Stöku sinnum ber að sjálfsögðu
við, að hinar æðstu stöður stig-
gílds félagsveldis eru skipaðar
mönnum, sem njóta sin i þeim.
En það staðfestir einmitt Péturs-
lögmálið: Þá vantar aðeins eitt —
nógu mörg stig til þess, að þessir
menn verði hækkaðir upp i stöðu,
þar sem þeir læsast fastir. Þau
eru ekki til stofnuninni eða þjóð-
félaginu i heild.
Við komumst svo að orði, að
menn lentu á Pétursstiginu, sjálf-
um sér til leiðinda og öðrum til
ógagns. Sú likn er mörgum ein-
staklingum lögð i þessari þraut,
að þeir uppgötva ekki sjálfir þá
úlfakreppu, er þeir eru komnir i.
Það rennur aldrei upp fyrír þeim,
að þeir eru ónýtir menn á þeim
pósti, sem þeim hefur fallið i
skaut. Þess vegna geta sumir
kunnað allvel við sig, sælir i þeirri
trú, að það sé þeim að þakka, er
aðrir inna af höndum I þessari
blekkingu geta þeir verið önnum
kafnir við ekki neitt allt til þess
tima, er þeir fara á eftirlaun.
Þetta krefst þó þroskaðrar og
kannski fyrst og fremst ómeð-
vitaðrar sjálfsblekkingar.
Brautin, sem dr. Pétur treður,
er þá einkanlega þessi:
I staðinn fyrir það frumstæða
atferli, að ganga beint til verks,
mun hann einbeita sér að viða-
miklum undirbúningi, gagnasöfn-
un, skýrslugerð, áætlunum — og
aldrei komast lengra. Þessa að-
ferð má greina i marga þætti.
A.  Rannsókn á þvi, hvort i
rauninni sé þörf á þvi að gera það,
sem til stendur. Slikur maður
getur skirskotað til fjölmargra
spakmæla, aðferð sinni til stuðn-
ings. En sé hún lesin niður i kjöl-
inn, ber ævinlega að sama
brunni: Sá maður, sem notar
næganlega langan tima til þess að
kanna, hvort þörf sé á að gera
það, sem hann hefur i huga, mun
ævinlega komast að þeirri niður-
stöðu, að ekki sé vert að ráðast i
fyrirtækið.
B. Rannsakar vendilega, hvaða
aðferðir muni helzt koma til
greina. Arangurinn svipaður.
C. Leifar ráða hjá sérfræðing-
um, skipar upp úr þvi nefndir og-
Péturslögmálið er kenning, sem ýmsum kann að koma kynlega fyrir sjónir,
en kann þó að vekja nokkra umhugsun. Kenningin er upprunnin i Banda-
rikjunum, og i þessari grein geta menn fengið af henni ofurlitinn smekk.
undirnefndir, heldur umræðu-
fundi, þingar og skrafar enda-
laust. Þeim mun lengur sem
haldið er áfram á þennan hátt,
þvi minni likur eru til þess, að
meira verði úr.
Sumir helga sig alveg aukaat-
riðunum. Við getum hugsað
okkur fagurt dæmi: Forstöðu
mikils listasafns. Sýningar eiga
sér ekki framar stað, engin ný
verk eru keypt og ekkert er gert
til þess að vekja athygli almenn-
ings eða áhuga á stofnuninni.
Forstöðumaðurinn hefur sökkt
sér niður i sögu rammagerðar.
Það er næsta viðfeðmt efni, og
hann verður að vera vel að sér á
mörgum sviðum, til þess að hafa
þar fulla yfirsýn. Þess vegna
beinist athafnasemi hans i vax-
andi mæli að þvi að rannsaka
gerðir lims, sem notað hefur
verið við innrömmun á liðnum
öldum.
Enn er það alkunna, að maður á
Pétursstigi sökkvir sér af mikilli
elju niður i eitthvað, sem alls ekki
kemur starfi hans við.
Þannig liggja ýmsar leiðir út úr
ógöngunum — það er að segja
fyrir einstaklinginn, svo að hann
getur haldið áfram að gegna
starfi sinu, án þess að uppgötva,
hvar hann stendur. En langt er
frá, að allir séu svo heppnir, þvi
miður. Þeirra hlutskipti verður
svefnleysi, magasár, of hár blóð-
þrýstingur, hjartabilun og ótal
margt annað. Einkennin koma
ekki aðeins fram i sjálfum sjúk-
dómunum, heldur einnig athöfn-
um þessara manna. Suma gripur
mikil ákefð og hrúga i kring um
sig alls konar tæknibúnaði —
fjölda sima, samtalskerfa innan
húss, upptökutækja, bjölluútbún-
aði, íjósmerkjum og hvers konar
vélum. Aðrir geta með engu móti
þolað bækur, blöð eða skjöl á
skrifborði sinu. Það verður hin
æðsta dyggð, að skrifborðið sé
hreint — liklega af þvi, að haugar
myndu minna óþægilega á, hvað
átt hefði að gera og ógert er.
Siðan koma þeir, sem fara þver-
öfugt að: Hlaða á skrifborð og
fylla skápa sina af alls konar
blöðum og minnisgögnum, sem
drukkna i sjálfum sér. Ósjálfrátt
reynir slikur maður að vekja þá
hugsun, að hann hafi ósköpin öll
að gera og sjái aldrei fram úr
verki sinu.
Margt fleira er til: Sjúkleg
árátta að hafa stærra skrifborð en
aðrir, endalaus löngun til þess að
útþýta yfirlitsskýrslum um allt
milli himins og jarðar og sú
hneigð að vera alltaf að velta
fyrir sér nýju skipulagi,
nýbyggingum eða breytingum af
einhverju tagi.
Svona mætti lengi halda áfram.
En þetta verður að nægja. Þetta
gefur að minnsta kosti örlitla
hugmynd um Péturslögmálið,
sem sagt er, aö umlyki okkur öll.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40