Tíminn - 02.06.1973, Blaðsíða 6
TÍMINN
Laugardagur 2. júnl 1973,
,,Við röbhum bara saman I rólegheitum, en látum hina um aö vinna”, sagði Nixon og greinilegt er, aö Pompidou hefur kunnaö aö meta þessa uppá stungu. Með þeim á
mvndinni eru tulkar þeirra, en myndin er tekin áður en viðræðufundur þeirra hófst á fimmtudaginn.
Fundarhöld í AAyndlistarhúsinu:
Svipurinn á Nixon breyttist,
meðan á viðræðunum stóð
Skipulag til fyrirmyndar á fundarstaðnum
RICHARD M. Nixon, forseti
Bandarikjanna, og Georges
Pompidou, forseti Frakklands,
þinguðu sem kunnugt er i Mynd-
listarhúsinu á Miklatúni. Fundir
beirra hófust kl. 10,15 á fimmtu-
dag og stóðu til kl. 17,30 með 2
stunda matarhléi. Jafnframt sátu
utanrikis- og fjármálaráðherrar
beggja rikjanna á rökstólum.
Fundahöldin byrjuðu að nýju i
gærmorgun kl. 10, en laust fyrir
kl. 12 hittust svo forsetarnir og
ráðherrarnir, til að bera saman
bækur sinar. Þeim fundi lauk kl.
13 og hélt Nixon þá rakleitt til
Keflavikurflugvallar, en Pompi-
dou sagði fáein orð við frétta-
menn, áður en hann fór.
Nixon brosmildur
i upphafi en...
Nixon mætti glaður og reifur til
viðræðnanna við Pompidou. Hann
lék sýnilega á alls oddi, þvi hann
brosti til fréttamanna og ávarp-
aöi þá meira að segja. Slikt er
ólikt þeim Nixon, sem á stöðugt i
útistöðum við blaðamenn.
Aftur á móti var Nixon þreytu-
legur að loknum fundahöldunum.
Enda þótt Pompidou liti ekki eins
vel út og Nixon, reyndist hann
harður i horn að taka á fundum
beirra (sjá aðra frétt i blaðinu).
Forseti Bandarikjanna var þvi
stuttur i spuna, er hann kvaddi
Frakklandsforseta i gær. Nixon
leit varla við fréttamönnum,
heldur skauzt inn i stóra drekann
og hvarf úr augsýn. Pompidou
horfði á eftir honum og veifaði,
broshýr á svip.
Pompidou ruglaði
fréttamenn i riminu
Frakklandsforseti hélt þvi næst
inn i fréttamannaálmu Myndlist-
arhússins. t miðjum salnum stóð
upphækkaður ræðupallur, þaðan
sem búizt var við, að Pompidou
flytti ávarp sitt. (Allan morgun-
inn höfðu sjónvarps- og útvarps-
menn keppzt við að koma tækjum
sinum fyrir umhverfis pallinn.)
En forsetinn kom svo
sannarlega á óvart, þvi hann
staðnæmdist rétt við dyrnar og
flutti þaðan stutt ávarp (sjá aðra
frétt). Við þetta riðlaðist allt
skipulag gjörsamlega og undir
hælinn var lagt hverjir heyrðu
i forsetanum og hverjír misstu
af öllu saman. Það voru þvi
ófögur orð, sem ýmsir frönsku
fréttamannanna kölluðu að
forseta sinum. Pompidou lét
sitt skörulega. Undir lokin bætti
Forsetarnir héldu i gærmorgun fund ásamt ráðherrum sinum og nánustu ráögjöfum. Á fundi þessum voru niðurstöður viðræðna
einstakra aðila dregnar saman og málin rædd i heild sinni. Mynd þessi sýnir sendinefndirnar, sem sátu kringum ferhyrnt borð að
Kjarvalsstöðum.
hann við brosandi: „Næst þegar
ég kem hingað, verður það i Con-
corde!”
Skipulag til
fyrirmyndar
Myndlistarhúsinu var skipt i
tvennt. Annars vegar fundaálmu,
en hins vegar álmu fyrir frétta
Þótt vanur sé getúr Nixon ekki
brosað endalaust og á þessari
mynd virðist hann hafa sökkt sér
niður i hugsanir sinar eitt andar-
tak og gleymt þvi að að honum
beindust augu alheimsins gegn-
um op ljósmyndavélanna. Mynd-
in er tekin að Kjarvalsstöðum.