Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						KJARAMÁL Kennarar lögðu fram
formlega verkfallsboðun á fundi
Ríkissáttasemjara í gær. Fimmtán
dagar eru í verkfall náist ekki
samningar.
Finnbogi Sigurðsson, formaður
Félags grunnskólakennara, segir
stöðu kjaraviðræðnanna algerlega
óbreytta. Úr því dregur Birgir
Björn Sigurjónsson, formaður
launanefndar sveitarfélaganna,
sem segir viðræðurnar gagnlegar
en óneitanlega beri mikið í milli.
Björn segir viðræður að mestu
hafa snúist um verkstjórnun en í
gær hafi deilendur hafið viðræður
um kennsluskyldu.
Um hvort umræða um hve hlut-
fallsleg hækkun launa kennara sé
há segir Birgir: ?Ég kannast ekki
við að laun kennara séu lág í saman-
burði við aðra háskólamenntaða
starfsmenn sveitarfélaga. Það er
okkar umhverfi. Launaumhverfi
sveitarfélaganna er öðruvísi en á al-
mennum markaði, enda eru ýmis
réttindi opinberra starfsmanna
meiri og ólík og ekki hægt að bera
saman launin sem detta ofan í um-
slagið. Auk þess eru störf kennara
um margt ólík störfum margra ann-
arra starfsmanna sveitarfélaganna.
Því þarf að skoða samhengið og það
gerum við við samningaborðið.?
Þessu svarar Finnbogi með því
að segja að launastaða kennara
skýrist þegar horft sé til arðsemi
kennaraháskólanáms í saman-
burði við stúdentspróf: ?Hún er
engin á meðan aðrir háskóla-
menntaðir eru að taka inn tölu-
verðan virðisauka.? ?
2 4. september 2004  LAUGARDAGUR
Kennarar lögðu fram formlega verkfallsboðun:
Getur brugðið til 
beggja vona
Landssíminn kaupir
enska fótboltann
Landssíminn hefur eignast réttinn á enska boltanum og tryggt sér ítök í
Skjá einum. Landssíminn keypti í gær eignarhaldsfélag sem á sýningar-
réttinn á ensku úrvalsdeildinni auk fjórðungshlutar í Skjá einum.
VIÐSKIPTI Síminn, sem er 99 pró-
sent í eigu ríkisins, hefur gert til-
boð í eignarhaldsfélagið Fjörgný
sem á sýningarréttinn á enska
boltanum sem sýndur er á Skjá
einum.
Auk sjónvarpsréttarins á
Fjörgnýr félagið Íslenskt sjón-
varp sem á 26 prósenta hlut í Skjá
einum. Forsvarsmaður Fjörgnýs
er Gunnar J. Birgisson hæstarétt-
arlögmaður. 
Gunnar hefur verið í forsvari
fyrir hóp fjárfesta sem komið
hafa nálægt fjölmiðlum. Tengdir
hópnum hafa verið meðal annarra
Óli Björn Kárason, fyrrum rit-
stjóri DV og Viðskiptablaðsins, og
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs-
son, formaður útvarpsráðs og
stjórnarmaður í ýmsum fyrir-
tækjum svo
sem Trygginga-
miðstöðinni, SH
og Straumi.
Landssíminn
hefur að undan-
förnu átt í við-
ræðum við
Landsbankann
og hluthafa
Fjörgnýs um
kaup.
Landssíminn
setti sig í sam-
band við mögu-
lega fjárfesta
að kaupunum. Ekki liggur fyrir
enn sem komið hvaða aðrir fjár-
festar munu koma að kaupunum.
Landssíminn er þegar í sjón-
varpsrekstri með dreifingu er-
lendra stöðva á breiðbandinu.
?Það er merkileg staða fyrir
okkur að þriðja ríkissjónvarps-
stöðin skuli komin á markaðinn.
Samkeppnisstofnun hlýtur að
skoða það hvort Landssíminn geti
orðið ráðandi á sjónvarpsmarkaði
líka,? segir Sigurður G. Guðjóns-
son, forstjóri Íslenska útvarpsfé-
lagsins, sem rekur Stöð 2 og Sýn.
?Það er líka merkilegt fyrir okkur
að vita að við vorum ekki að
keppa við Skjá einn um kaup á
enska boltanum, heldur félag sem
enginn veit hver á.?
Magnús Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri Skjás eins, fagnar
þessum tíðindum. ?Við erum afar
ánægð með að Síminn trúi á fram-
tíð okkar sem efnisveitu í íslensku
sjónvarpi.
Í tilkynningu frá Símanum
kemur fram að síminn hafi verið í
samningaviðræðum við allar sjón-
varpsstöðvar um þátttöku í staf-
rænu sjónvarpskerfi. Íslenska út-
varpsfélagið sleit þeim viðræðum
og hóf uppbyggingu eigin kerfis.
Síminn hefur verið að þróa sjón-
varpssendingar yfir ADSL og eru
kaupin liður í uppyggingu efn-
isveitna fyrir dreifikerfi Símans.
Forsvarsmenn fyrirtækisins vildu
ekki tjá sig um viðskiptin.
haflidi@frettabladid.is
BILL CLINTON
Í andnauð og verkjaði í hjarta.
Heilsubrestur:
Clinton í
uppskurð
BANDARÍKIN, AP Bill Clinton, fyrr-
verandi Bandaríkjaforseti, var
lagður inn á sjúkrahús í gær eftir
að hafa fundið fyrir verk í hjarta
og andnauð. Læknar sem litu á
hann sögðu að hann þyrfti að
gangast undir skurðaðgerð en
ekki hefur verið greint frá því
hvenær hún fer fram.
Clinton hefur gengist undir
nokkrar aðgerðir undanfarin ár.
Hann greindist með húðkrabba-
mein sem var fjarlægt í ársbyrjun
2001. Fimm árum áður hafði vöxt-
ur í nefi hans verið fjarlægður og
1997 var mein fjarlægt af brjóst-
kassa hans. Auk þessa hefur
heyrn hans daprast þannig að
hann þarf að nota heyrnartæki. ?
BUSH TEKUR FORSKOT George W.
Bush Bandaríkjaforseti nýtur
stuðnings 52 prósenta Banda-
ríkjamanna samkvæmt fyrstu
skoðanakönnuninni sem tekin er
eftir flokksþing repúblikana.
Demókratinn John Kerry fengi
41 prósent atkvæða samkvæmt
könnun tímaritsins Time. Í könn-
un rétt fyrir flokksþingið naut
Bush fylgis 46 prósenta kjósenda
en Kerry 44 prósenta.
? BANDARÍKIN
?Það er óhætt að segja það, ég er
dálítið spenntur.?
Guðmundur Freyr Gunnarsson, starfsmaður Þjón-
ustumiðstöðvar Hafnarfjarðar, var heppinn að
sleppa lifandi eftir að hafa fengið raflost frá ellefu
þúsund volta háspennustreng í fyrradag. 
SPURNING DAGSINS
Guðmundur Freyr, ertu ekki svolítið
spenntur?
DeCode-kæran:
Tvær stofur
bætast við
VIÐSKIPTI Tvær bandarískar lög-
mannsskrifstofur hafa fylgt í
kjölfar þeirrar sem á miðvikudag
tilkynnti um málshöfðun á hendur
stjórnendum DeCode.
Málin eru öll reist á þeim
grunni að stjórnendur hafi bæði
leynt upplýsingum og gefið rang-
ar upplýsingar í því skyni að hafa
áhrif á verðmyndun bréfa
DeCode á Nasdaq-markaðnum.
?Þessar tvær seinni tilkynning-
ar sýna enn betur hvernig fyrir-
tæki þetta eru,? segir Eiríkur Sig-
urðsson, upplýsingafulltrúi
DeCode. Hann segir stjórnendur
fyrirtækisins engar áhyggjur
hafa af málshöfðununum. ?
Andlát:
Pétur Kristjánsson er látinn
ANDLÁT Pétur Kristjánsson tónlist-
armaður lést í gær, 52 ára gamall.
Pétur lést á Landspítalanum en þar
hafði hann verið eftir að hafa feng-
ið hjartaáfall að morgni 27. ágúst.
Pétur, sem var fæddur í Reykjavík
7. janúar árið 1952, lætur eftir sig
eiginkonu og þrjú börn.
Péturs verður minnst sem
einnar skærustu rokkstjörnu Ís-
lands. Hann var í mörgum fræg-
um hljómsveitum á borð við Pops,
Pelíkan, Paradís, Póker og Start.
Hann er líklega þekktastur fyrir
söng sinn með Pelíkan en hljóm-
sveitin gerði meðal annars lagið
?Jenny Darling? ódauðlegt. 
Pétur, sem var afskaplega
vinsæll og alþýðlegur maður,
vann við tónlist fram til hins
síðasta. Undanfarið hafði hann
unnið að gerð plötu með lögum
eftir danska söngvarann Kim
Larsen sem hann hafði ætlað að
gefa út á næstu mánuðum.
Auk þess að vera tónlistar-
maður var Pétur kaupmaður.
Hann vann lengi hjá hljómplötu-
útgefendum og var einnig með
sjálfstæðan rekstur. ?
ÓBREYTT STAÐA
Kennarar og sveitarfélögin funda um kjör hjá Ríkissáttasemjara á þriðjudag rétt eins og
gert var 2. febrúar og sést á mynd.
F
R
ÉT
T
A
B
L
AÐIÐ/GV
A
PÉTUR KRISTJÁNSSON
Pétur fæddist í Reykjavík 7. janúar árið 1952.
SKJÁR EINN
Auk sjónvarpsréttarins á Fjörgnýr félagið Íslenskt sjónvarp sem á 26 prósenta hlut í Skjá einum.
SIGURÐUR G.
GUÐJÓNSSON
Sigurður segir að nú
sé þriðja ríkissjón-
varpsstöðin komin á
markaðinn.
Sigurður Kári Kristjánsson:
Andsnúinn
kaupunum
VIÐSKIPTI ?Síminn, sem opinbert fyr-
irtæki, hefði ekki átt að fjárfesta í
Skjá einum,? segir Sigurður Kári
Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, um kaup Landssímans á
Fjörgný sem á 26% hlut í Skjá einum.
?Það hefði verið miklu heppi-
legra að nýir eigendur á Símanum,
eftir einkavæðingu hans, hefðu
tekið ákvörðun um fjárfestingu
sem þessa.? 
Spurður hvort Síminn, sem
fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu,
hefði ekki tekið óþarfa áhættu með
kaupum á fjórðungshlut í ljósvaka-
miðli þegar fyrir dyrum er nýtt
fjölmiðlafrumvarp með hugsanleg-
um takmörkunum á slíkri eignar-
aðild segist Sigurður Kári ekki
geta tjáð sig um það. 
?Ég veit ekki hvað verður um ný
fjölmiðlalög og hvernig þau
verða,? segir Sigurður Kári. Í síð-
ustu útgáfu fjölmiðlalaganna var
gert ráð fyrir að fyrirtæki í mark-
aðsráðandi stöðu mætti ekki eiga
meira en tíu prósent í ljósvaka-
miðli. ?

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56