Fréttablaðið - 27.10.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.10.2004, Blaðsíða 12
12 27. október 2004 MIÐVIKUDAGUR PRINS Í RÚSTUM Karl Bretaprins gengur um fórnar rústir tyrknesku borgarinnar Mardin. Karl, sem nú er í heimsókn í Tyrklandi, sagði í gær að Tyrkir hefðu einstakt tækifæri til að sýna heiminum að lýðræði og íslamstrú ættu vel saman. Um 850 brunar urðu af völdum rafmagns í fyrra: Um 300 miljóna króna eignatjón BRUNAR Eignatjón vegna eldsvoða af völdum rafmagns nam um 300 milljónum króna í fyrra sam- kvæmt ársskýrslu Löggildingar- stofu um bruna og slys af völdum rafmagns árið 2003. Áætlað er að brunar vegna rafmagns hafi verið um 850 í fyrra. Fækkaði þeim töluvert miðað við árið 2002 og eignatjón dróst saman. Ekkert dauðsfall varð í fyrra vegna rafmagnsbruna eða slyss af völdum rafmagns. Síðustu tíu ár hafa dauðsföll vegna rafmagns- slysa verið um 0,3 að jafnaði á ári og um 0,2 vegna rafmagnsbruna. Flestir brunanna tengdust að- gæsluleysi við notkun eldavéla eða um 23 prósent þeirra. Í skýrslunni er tekið fram að brun- um vegna sjónvarpa hafi fjölgað talsvert í fyrra. Rekja má um 20 prósenta rafmagnsbruna til bil- ana sjónvarpstækjum. Einnig kviknaði nokkuð oft í út frá þvottavélum. Langflest rafmagnsslys, eða um 77 prósent þeirra, má rekja til mannlegra mistaka, aðgæsluleys- is eða rangra vinnubragða. - th ■ MIÐ-AMERÍKA ■ NEYTENDAMÁL BRYGGJUKANTURINN Skipið fór í gegnum stálþil og braut bryggjukantinn. Neskaupstaður: Skemmdir kannaðar SJÁVARÚTVEGUR Kafarar hafa kann- að skemmdirnar sem urðu á bryggjunni í Neskaupstað á sunnudag þegar Baldvin Þorsteinsson EA sigldi á bryggju- kantinn. Erfitt reyndist að meta þær vegna lélegs skyggnis. Sérfræðingur frá Siglingamála- stofnun er farinn austur til að meta tjónið. Peran á skipinu fór í gegnum stálþil og braut bryggjukantinn. Engar skemmdir urðu hins vegar á skipinu. Óhappið má rekja til mannlegra mistaka. Gísli S. Gísla- son, hafnarstjóri í Fjarðarbyggð, hefur ekki lagt mat á tjónið. Held- ur ekki sérfræðingar sem Sam- herji, útgerðarfélag skipsins, fékk til að meta tjónið. ■ MIKIL MISMUNUN Í MEXÍKÓ Munur á lífskjörum almennings í Mexíkó er með því mesta sem þekkist í heiminum. Samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru lífskjör almennings á sumum svæðum í Mexíkóborg með því besta sem þekkist í heiminum og sambærileg við borgir á Spáni og í Þýskalandi. Á öðrum svæðum í borginni eru lífskjörin svipuð og á fátækustu svæðum Afríku. Dalasýsla: Jarðakaup fordæmd STJÓRNMÁL Framsóknarfélagið Dalasýslu lýsir þungum áhyggj- um af söfnun fárra auðmanna á jörðum, og ríkisstuðningi þeim tengdum. Á aðalfundi félagsins var nýr meirihluti sveitarstjórnar Dala- byggðar einnig gagnrýndur fyrir að stuðla að þessari þróun með því að neyta forkaupsréttar í jarðar- kaupum á vafasömum forsendum. Framsóknarfélagið telur einnig þörf á frekari sameiningu sveitar- félaga á Vesturlandi. Telur félagið hagkvæmast fyrir Dalamenn að sameinast Borgarbyggð. - th SLÖKKVILIÐIÐ Í SMÁRALIND Óttast var að eldur hefði kviknað í Smáralind í byrjun júlí í sumar. Þegar slökkviliðið kom á staðinn kom í ljós að reykurinn var frá flúorljósi í versluninni Topshop en enginn eldur. ATLANTSOLÍA FÆRIR ÚT KVÍARN- AR Bensínsala er að hefjast við Hreðavatnsskála í Borgarfirði eftir sex ára hlé á slíkri þjónustu þar. Það er Atlantsolía sem ætlar að hefja sölu eldsneytis við Hreðavatnsskála en ráðgert er að framkvæmdir þar hefjist fljót- lega. Þar verður komið fyrir sjálfsafgreiðsludælum af full- komnustu gerð. Sóttu teppi í skotmark hryðjuverkamanna Íslensku friðargæsluliðarnir áttu ekki að yfirgefa flugvöllinn sem þeir reka nema brýna nauðsyn bæri til. Þeir voru að sækja teppi sem yfirmaður liðsins hafði pantað. Varað hafði verið við götunni sem einu helsta skotmarki hryðjuverkamanna. SPRENGJUÁRÁS Hallgrímur Sigurðs- son, yfirmaður friðargæsluliðsins í Kabúl, segir að hann hafi verið að sækja teppi í verslun í borginni þeg- ar ráðist var á íslensku friðargæslu- liðana í Kabúl á laugardag. Engu að síður höfðu vestræn sendiráð, öryggissérfræðingar og hjálparstofnanir bent á að líklegt væri að hryðjuverkamenn réðust til atlögu á Chicken Street, þar sem ráðist var á Íslendingana. Höfðu sendiráð og samtök hvatt starfs- menn sína til að halda sig fjarri þessari götu að því er segir í frétta- skeyti Agence France Presse um málið. Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra sagði aðspurður eftir rík- isstjórnarfund á mánudag að friðar- gæsluliðarnir ættu fyrst og fremst að vera inni á flugvellinum sem þeir reka. Þó væri ekki hægt að koma í veg fyrir öll ferðalög. Arnór Sigur- jónsson, skrifstofustjóri friðar- gæslunnar, sagði í blaðaviðtali í vor, eftir að norskur hermaður var myrtur í Kabúl, að íslensku friðar- gæsluliðarnir færu ekki út af vallarsvæðinu nema brýna nauðsyn bæri til. Þeir voru hins vegar í einkaerindum þegar þeir urðu fyrir sjálfsvígsárásinni á laugardag. Engar öryggisreglur voru þó brotnar með ferðinni að sögn Hallgríms. Íslendingarnir voru inni í versluninni þegar tilræðismaður- inn gekk að bifreið þeirra og sprengdi sjálfan sig í loft upp. Hann auk bandarískrar konu og afgansks barns sem voru á götunni létust. Ís- lendingarnir yfirgáfu staðinn sam- stundis og gátu ekki gefið sér tíma til að hlúa að særðum vegna hættu á frekari árásum. Þeir voru fullvopn- aðir en beittu vopnunum ekki þar sem árásin tók skjótt af. Þeir báru bæði vélbyssur og skammbyssur. Halldór Ásgrímsson vísaði því á bug að gefið hefði verið í skyn að starf Íslendinganna væri hættulítið. „Það hefur aldrei verið gefið í skyn að menn séu ekki í hættu,“ segir Halldór. „Þess vegna eru menn með vopn, hjálma og í skot- heldum vestum.“ Arnór Sigurjónsson sagði þegar Íslendingar tóku við Kabúlflugvelli að þeir væru nokkuð öruggir, en þó væri alltaf erfitt að sjá hættuna ná- kvæmlega fyrir eins og erfitt er að sjá fyrir bílslys í Reykjavík. a.snaevarr@frettabladid.is ghg@frettabladid.is KVIKMYNDIR „Íslenska sveitin“, heimildarmynd í fullri lengd um íslensku friðargæsluna í Kabúl, verður frumsýnd í kvikmynda- húsum í Reykjavík á fullveldis- daginn 1. desember. „Myndin fjallar um Íslendinga í framandi umhverfi hermennsku og hins stríðshrjáða Afganistans,“ seg- ir Kristinn Hrafnsson, framleiðandi myndarinnar. Kvikmyndataka og leikstjórn er í höndum Friðriks Guðmundssonar. Myndin var tekin í Afganistan í sumar. Fyrirtækin Tindar og Orðspor standa að gerð myndarinnar. - ás Fórnarlömb árásarinnar: Á röngum stað á röngum tíma SPRENGJUÁRÁS Ellefu ára gömul afgönsk stúlka og 23 ára gömul bandarísk kona létust í sjálfs- vígssprengjuárásinni sem beint var gegn íslenska friðargæslu- liðinu í Kabúl á laugardag. Afganska stúlkan hefur ekki verið nefnd með nafni í erlend- um fjölmiðlum. Hún var ein af fjölmörgum börnum sem lifa á því að betla og selja notaðar bækur til útlendinga á götum Kabúl. Hún lést af sárum sínum á sjúkrahúsi snemma á sunnudagsmorgun. Bandaríska konan sem lést hét Jamei Michalsky og var frá bænum Cokato í Minnesota. Hún var fyrrverandi hermaður og starfaði sem túlkur í Uzbekistan. Hún var á ferð í Afganistan til að hitta lækni vegna meiðsla sem hún hlaut í bílslysi. Lissa Michalsky, móðir Jamei, sagði í viðtali við bandaríska fjöl- miðla að sjálfs- morðsárás inn i hefði verið beint að friðargæslu- liðinu og að Jamie hafi átt leið þarna fram hjá fyrir tilviljun þegar árás- armaðurinn sprengdi sig í loft upp. Hún hafi verið á röngum stað á röngum tíma. - ghg JAMIE MICHALSKY Lést í árás sem var beint gegn ís- lensku friðargæsl- unni. HÓPUR ÍSLENSKRA FRIÐARGÆSLULIÐA Á GÖTUM KABÚL Pétur Pétursson, Helgi Finnbogason og Guðjón Ingason. Vestræn sendiráð, öryggissér- fræðingar og hjálparstofnanir höfðu bent á að Chicken Street, þar sem ráðist var á Íslend- ingana, væri eitt helsta skotmark hryðjuverkamanna í Kabúl. VOPN SEM ÍSLENSKA FRIÐARGÆSLULIÐIÐ BER Vélbyssan er af Heckler & Koch gerð. Hægt er að skjóta um 500 skotum úr byssunni á mínútu. Friðargæsluliðarnir verða að hafa 20 skota magasín í byssunni og annað til vara þegar þeir fara inn í Kabúl. Skamm- byssan er af gerðinni Glock 17. Hún er með 17 skota magasíni og friðargæslulið- arnir bera annað til vara. Vopnin voru ekki notuð á laugardag. M YN D IR /Ú R H EI M IL D AR M YN D IN N I „ ÍS LE N SK A SV EI TI N “. M YN D /T ÍM AR IT V ÍK U R FR ÉT TA ÍSLENSKA SVEITIN Fremstir á myndinni vopnaðir skammbyssum: Arnór Sigurjónsson skrifstofustjóri í utanrík- isráðuneytinu og Hallgrímur Sigurðsson ofursti, yfirmaður íslensku sveitarinnar. Kabúl: Mynd um Íslendingana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.