Tíminn - 30.10.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.10.1973, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriöjudagur 30. október 1973 Nýmæli hjá Gagnfræðaskóla Austurbæjar: NEMENDUM BER AÐ HAFA SKÓLA- FERILSBÆKUR UM NÆSTU HELGI opna sex ungir menn Ijósmyndasýningu aö Kjarvaisstööum, þar sem sýndar veröa 130 svart/hvitar myndir af ýmsu tagi, irvi. sex myndir frá Færeyjum, sem Pjetur Maack hefur tekiö. Meö þeim sexmenningum sýnir einnig Gunnar Hannesson, sá kunni Ijósmyndari, þúsund ,,slights”-myndir. Myndin er af sýningaraöiiunum, taliö frá vinstri: Jón ólafsson, Pjetur Maack, Kari Jeppesen, Kjartan Kristjánsson, Skúli Magnússon, Gunnar Guömundsson og Gunnar Hannesson (stendur aftan viö) (Tfmamynd: Gunnar) Verkið er skáldsaga en ekki ævisaga — segir Gunnar Gunnarsson um nýútkomna þýðingu sina á Fjallkirkjunni jáéQP ’WBk ALMENNA bókafélagiö hefur hafiö nýja og veglega útgáfu á verkum Gunnars Gunnarsonar. Þessa daga kemur Fjallkirkjan út, en áöur hafa komið út i þess- ari nýju útgáfu Svartfugl, Viki- vaki, Heiöarharmur og Saga Borgarættarinnar. Siðustu ár hafa flest verk Gunn- ars Gunnarssonar verið ófáanleg i islenzkri útgáfu, en fyrir nokkru hóf Almenna Bókafélagið útgáfu á skáldverkum höfundarins með hans eigin handbragði og i endan legri gerö. Enn fleiri Islendingum gefst þvi kostur á að kynnast verkum þessa afburða höfundar. Af þessari nýju útgáfu eru þegar komin út fimm verk: Svartfugl, Vikivaki, Heiða- harmur, Saga Borgarættarinnar og núna siðast Fjallkirkjan, i þremur bindum, en hún var upphaflega i fimm bindum. Koma svo næstu verk út eftir þvi sem ástæður leyfa. Það var áriö 1906, sem Gunnar gaf út sin fyrstu verk, Vorljóð og Móðurminningu. Ungur aö árum fluttist Gunnar til Danmerkur, og eru flestar bækur hans ritaöar á dönsku. íslendingar hafa þvi kynnzt skáldverkum hans við íestur þeirra á dönsku eða i islenzkum þýðingum. Arið 1939 fluttist Gunnar svo aftur heim tii Islands. Undanfarin ár hefur hann ein- göngu unnið viö að þýða verk sin úr dönsku og vinnur nú að þýð- ingu verksins Sælir eru einfaldir. Nokkur verka hans hafa aldrei komið út á islenzku áður. Fjallkirkjan hefur löngum veriö Islendingum einna hjart- fólgnust af verkum Gunnars Gunnarssonar, og oft nefnd „eitt fegursta listaverk eftir islenzkan höfund”. Almenna bókafélagiö hélt blaöamannafund til að kynna þessa nýju útgáfu og var höfund- urinn, Gunnar Gunnarsson staddur á fundinum til að svara spurningum fréttamanna. Hann var m.a. spurður að þvi, hvort þessi þýðing Fjallkirkjunn ar úr dönsku væri i einhverju frábrugðin frumútgáfunni. Sagði Gunnar, að þessi útgáfa væri aö nokkru, stytt, og þá einkum tvö siðustu bindin. „Með þessari styttingu vil ég gera bókina betri. Margt var óþarft og fer betur i styttingu. Eins er verkiö erfitt i þýðingu, þvi danskan og islenzkan eru um margt ólik mál. Þarf þvi oft að segja annað á islenzku til aö fá sömu áhrif”. Það hefur oft verið sagt um Fjallkirkjuna að hún sé að nokkru leyti ævisaga höfundarins. Lýst er ferli ungs skálds allt frá frumbernsku þar til það fer út i heim og vinnur sigra meðal fram- andi þjóðar. Um þetta sagði Gunnar: „Markmið bókarinnar er ekki sjálfsævisaga, heldur það aö sýna lifið á Islandi eins og það var, þegar sagan gerðist. — Verkið er þvi skáldsaga en ekki ævisaga”. ÞAÐ NVMÆLI var tekið upp i gær hjá Gagnfræðaskóla Aust- bæjar, að tekin var i notkun svo- nefnd skólaferlisbók, og er þetta fyrsta tilraun af þessu tagi, sem gerð er hérlendis, svo blaðinu sé kunnugt. Ætlazt er til að nem- endur hafi bók þessa ávallt meö sér i skóla, en I henni eru skóla- regur, sem fara ber eftir, og ef út af er brugðið, skrifa kennarar at- hugasemdir i skólaferilsbókina. Nemandi á að geyma bókina allan sinn skólatima i Gagn- fræðaskóla Austurbæjar, og er þannig hægt að fylgjast með hegðunarferli hans frá þvi að hann fyrst kemur i skólann, þar til hann lýkur endanlegu prófi þaðan. Gunnar Finnbogason skóla- stjóri skýrði frá útkomu og til- gangi þessarar bókar i gær, og voru nemendum siðan afhentar bækurnar. Sagði Gunnar, að ekki væri nóg að setja reglur. Einnig þyrfti að kynna þeim, sem fara eiga eftir þeim.reglurnar, og yrðu þær að vera skýrar og óyggjandi. Reglurnar i bókinni eru i 16 lið- um, stuttar og gagnorðar. Til þessa hafa nemendur einatt borið þvi við, þegar, þegar þeim hefur verið bent á að þeir hafi brotið af sér, að þeir hafi ekki vitað að þetta eða hitt væri bannað. Nú ætti þess misskilnings ekki að geta gætt lengur i þessum skóla, þar sem hver nemandi á að hafa skólareglurnar meðferðis hverju sinni er hann kemur i skóla. Svo virðist, sem reglur þessar séu ekki svo strangar, að hver og einn eigi ekki að geta umgengizt skóla sinn, kennara og aðra nem- endur með eðlilegum og frjáls- legum hætti, þótt eftir þeim sé farið. Fjalla þær einkum um stundvisi, hirðusemi og yfirleitt almennar umgengni-og kurteisis- venjur, sem sjálfsagðar eru i samskiptum manna. Skólastjóri sagði, að ekki væri réttlætanlegt að ávita nemendur fyrir brot á reglum, sem þeim eru ekki kunnar. Það er þess vegna skylda skólans aö láta nemendum i té reglur til að fara eftir, og það er skylda nemandans að kynna sér þær og tileinka. Hvað viðkemur þeim síðum bókarinnar, sem ætlaðareru fyrir athugasemdir, er ekki ætlunin að sýna eingöngu husanlegar mis- fellur viðkomandi nemenda, heldur vill skólinn miklu fremur AKVÖRÐUN veröur tekin um þaö á félagsfundi læknanema i kvöld, hvort fariö veröur i verkfall til aö ýta undir kröfur um bætt og aukin húsakynni deildarinnar. Ef til umá manntalsþingum hreppanna og víöar. Þá þegar gerði Sigurður sér ljóst, aö Rangæingar og Vest- ur-Skaftfellingar mundu vart eiga samleið með Arnesingum um stofnun héraðsskóla sem og kom á daginn. Eldurinn, sem Sigurður átti þátt i að tendra 1920, slokknaöi aldrei og til hans má rekja héraðsskólann i Skógum, sem tók til starfa 1949. Hug sinn til skólans sýnir Sigurður Guð- jónsson á ótviræðan hátt með hinni dýrmætu bókagjöf jafn- framt þvi sem hann minnist Eyjafjallasveitar. geta sýnt ræktarsemi nemenda við skólann i námi og allri fram- göngu, og er þvi tekinn upp sá háttur, að kennarar gefi umsögn um hegðun, iðni og reglusemi hvers nemanda. Verður bókin væntanlega sönn mynd af skóla- ferli nemendans, og getur um leið orðið honum meðmælabréf hvar sem er á lifsbrautinni Skiðaferðir i Bláfjöll. t Gagnfræðaskóla Austurbæjar er fimm daga kennsluvika, og er þvi ekki kennt á laugardögum . I vetur verður sá háttur hafður á, að þegar skiðafæri er i Bláfjöllum og veður leyfir, verður farið i skiðaferðir frá skólanum kl. 10 á hverjum laugardagsmorgni. Eiga nemendur að geta gengið að þessum ferðum visum, ávallt þegar aðstæður leyfa. Verða stórir bilar tiltækir til að flytja nemendurna, og með i för verður alltaf kennari, sem vanur er skiðamennsku og ferðalögum. Rein og Eirsíða i stað X- 5 eða Y-3 Tæðlega 500 nemendur á aldrinum 15 til 17 ára stunda nú nám i Gagnfræðaskóla Austur bæjar, i 19 bekkjardeildum. I þriðja bekk eru bekkjardeildirnar 12, i fjórða bekk 4, og þrir bekkir eru i menntadeild, en nemendur þar fylgja Menntaskólanum við Tjörnina i námsefni og prófum. Aður voru þessa deildir sundur- greindar með bókstaf og tölu, sem þótti ópersónulegt og jafnvel erfitt að muna. 1 haust var þessu kerfi breytt, og heita nú deildirnar góðum og gildum is- lenskum nöfnum, og eru þau valin þannig, að um kerfi er að ræða. Kemur málfræðin þar til skjal- anna, og eru heiti bekkja i sömu deildum ávallt i sama kyni og tölu. Þannig nefnast nú bóknáms- deildirnar t.d. Hagi, Oddi, As og Ós i þriðja bekk, en þegar komið er i fjórða bekk, nefnast þær Hamar, Melar, o.s.fr. Verzlunar- deildir i þriðja bekk nefnast t.d. Borg og Rein, en i fjórða bekk Fitjar og Tjarnir. Landsprofs- deildir nefnast hvorukyns orðum I eintölu og heita Fjall, Skarð, Nes, Sel, Bjarg og Holt, en mennta- deildir eru kenndar við bókband á handritum og nýyrðum bætt við , og nefnast þær Eirsiða, Járnsiða og Stálsiða. OÓ verkfalls kemur mun þaö liklega standa f einn dag. Eins og kunnugt er, hefur kom- iö til tals, að takmarka fjölda læknanema i deildinni, vegna húsnæðisskorts, og er það ástæö- an fyrir verkfallinu, ef af verður. Læknannemum finnst það hins vegar ekki réttlátt, að það bitni á stúdentum, og vilja þvi styðja deildina i kröfum hennar um auk- iö húsnæöi. Ef farið verður út i þaö, a6 tak- marka fjölda fyrsta ársstúdenta i vor, veröa þaö ekki lágmarksein- kunnir sem ráða, heldur veröur aðeins nokkrum þeim hæstu hleypt upp, en hinir verða aö reyna aftur, og skiptir þá ekki máli, hvort þeir hafa náð tilskil- inni lágmarkseinkunn eða ekki. Þessu vilja læknanemar ekki una og mótmæla þvi, ef til vill meö. verkfalli, en eins og áður var sagt verður tekin ákvöröun um það I kvöld. — hs — Skógaskóla gefið bókasafn SIGURÐUR Guöjónsson, fyrr- verandi kennari viö Verzlunar- skóla tslands og viöar, hefur fyrir nokkru gert þá ráöstöfun á bóka- safni sinu, aö gefa þaö héraös- skólanum i Skógum eftir sinn dag, ásamt nokkrum einkamun- um, þar á meöal forkunnargóöri mynd af Siguröi, er Itikaröur Jónsson geröi. Er nú nýiega lokiö skráningu á bókasafninu. Er hér um aö ræöa mjög vandaö safn bóka á islenzku og öörum málum, einkum Noröuriandamálum. Verður þaö skólanum mikill feng- ur aö fá þetta safn til eignar. Með gjöf þessari vill Sigurður minnast uppvaxtarára sinna i Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum og ættartengsla við héraðið. Þess má og geta, að Sigurður er einn af brautryðjendum i skólamálum Sunnlendinga á þessari öld. Má að nokkru rekja áhuga hans og framlag á þessu sviði til margra ára dvalar hans i hinum viðfræga lýöháskóla i Askov og kennslu- starfa erlendis. Eftir að Sigurður fluttist heim 1920, ferðaðist hann mikið um Suðurland og flutti fyrirlestiaumskólamál og stofnun lýðháskóla. Talaöi hann þá eink- FARA LÆKNANEM- AR f VERKFALL vegna fjöldatakmarkana?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.