Tíminn - 20.01.1974, Blaðsíða 17

Tíminn - 20.01.1974, Blaðsíða 17
Sunnudagur 20. janúar 1974. TÍMINN 17 T OYOTA - 3. STÆRSTU BÍLASMIÐJUR HEIMS TQYOTA UMBOÐIÐ HÓFÐATÚNI 2 SÍMAR 25111 & 22716 TOYOTA Toyota Corolla leynir nokk á sér. Kynntu þér veröiö á honum og taktu svo vel eftir: Corolla er einn af fáum bílum í heiminum, sem eru í fremstu röö um öryggisbúnað. Corolla er vel búinn þægind- um. Vinsældir hans má marka af því, aö þegar hafa selst næstum 2 milljönir Toyota Corolla. Og bensínnotkunin var mæld s.l. sumar á leiöinni Reykjavík-Noröurland. Hún reyndist aöeins 6,5 lítrar á hundraðið! Haltu fast um budduna og kauptu þér Corolla. Komnir á götuna og ryövaröir kosta þeir: Corolla Sedan 2ja dyra kr. 420 þús. 4ra dyra kr. 437 þús. Corolla Station & Corolla Coupé:kr. 450 þús. Haltu fast um budduna og kauptu þér Corolla Úr Listasafni Reykja- vikurborgar Kjarvalsstaðir Þótt leitað væri dyrum og dyngjum finndist seint sá gagn- rýnandi. eða listrýnir, sem væri fær um að setja kúf á listvið- burð, er nær máli sem slikur. Hin hlið málsins að sýna mönnum brestina i verkum sinum, að svo miklu leyti sem nokkur er þess umkominn, fylgir ekki einasta nokkuð hark. þegar að venju lætur, heldur orkar slikt alltaf tvimælis, ef af- staðan er svo nervös, að hún unnir ekki vissri tiltrú i forhönd. Þá er þetta eitt af þeim fyrir- bærum, sem þykja sjálfsagður hlutur i rikara mæli en svo, að ekki hvarfli að manni að undir niðri séu eiginlega allir hálf- leiðir á öllum, hvað þetta snertir, þvi þótt öðru hverju heyrist raunverulega ergilegt bofs, er samt eins og eitthvað sinnuleysi liggi i loftinu báðum megin viglinunnar. Nú þarf engan að undra, að sýning, sett saman með verkum úr Lista- safni Reykjavikurborgar, sé jafnbetri en til dæmis réttar og sléttar einkasýningar að ekki sé talað um, þegar einn meistarinn puntar upp við hlið hins næsta. En sýningin gefur lika svolitla innsýn i þróun nútimamynd- listar i breiðum skilningi. Það er talið sjáifsagt markmið að vera persónulegur og hafa sin sérkenni i einhverju formi og er sizt ástæða til að tortryggja slikt. Og fátt virðist liklegt til að leysa þetta viðhorf af hólmi. Ef mig misminnir ekki þvi ver, birtist viðtal við ekki ómerkari mann en Gunnlaug Scheving i Lesbók Morgunblaðsins fyrir nokkrum árum, þar sem kvað samt við nokkuð annan tón, en hann drepur þar á gildi þess frjóvgandi afls, er fólgið sé i gagnkvæmum áhrifum og hag- nýta sér reynslu genginna meistara. Þótt fæstir vildu vist vera óskyldir Gunnlaugi i hugs- unarhætti, má sjá þess merki, að listin verður æ meir að ein- hvers konar athafnasemi, sem þó hangir i lausu lofti og virðist sem slik ein sér eiga að vera nokkurs konar friðlýsing eigin tilveru með það meðal eitt tiltækt að riða slig á arfteknar hugmyndir um list. Við fyrsta augnatillit gerum við þá frumkröfu, að mynd sé trúverðug. Á sýningunni eru að visu forvitnileg verk, sem virðast gera þetta að þversögn. Kennisetningih um nauðsyn byltingar i skoðun myndverka er i raun ekki eins knýjandi og látið er i veðri vaka. Ég fæ ekki betur sé en að abstraktmyndir Svavars, Valtýs eða Kristjáns Daviðssonar séu meira eða minna klassiskar i myndbygg- ingu og ekki gat ég merkt, að mér yrði hverft við frammi fyrir mynd Magnúsar Kjartans- sonar (no. 37), sem bjargast raunar aðeins fyrir beitingu litarins. (Hér má skjóta þvi inn að „symmetria” er lfkast til fyrsta uppgötvun hins vitiborna manns á sviði myndbyggingar. En hún er svo vandmeðfarin, að þótt öllu sé kostað til að brugga sæmilegan metal, virðist eins og útkoman verði næstum ævin- týralega návatn. Samt virðist hér um harla vinsælt myndefni að ræða). Það má segja að eldri kynslóð islenzkra myndiistar- manna beri sýninguna uppi og það fer mjög að vonum, að Húsdýraáburður T Ti til sölu Upplysingar 1 sima 1-59-28 eftir kl. 6 Brandur Gíslason garðvrkjumaður yngra listafólkið haldi ekki ávallt til jafns við þá. Málverk Jóns Stefánssonar, Asgrims og Gunnlaugs Scheving eru alltaf jafnmikið augnavndi. í verk slikra manna sækir maður hvild um leið og þau opna manni leið til að minnast við gamalt og nýtt i senn, liðna tið og nútimann. opinskáan og öfgafullan. Svo er raunar um fleiri verk á sýningunni. Mynd Þorvaldar Skúlasonar greinir frá heilli heimsstyrjöld, hversu skýra grein. sem menn nú gera sér fyrir sliku og liku máli gegnir um verk Kjartans Guðjónssonar eða Snorra Arin- bjarnar. Þeir eru það vand- fýsnir i verkum sinum, að það er af og frá, að nokkur fagurkeri dreymi sig ekki inn i þann veru- leika myndbygginar, sem er aðall og jarðsamband þeirra. Að ganga eftir sýningarsalnum er einatt áþekkt þvi að blaða i riti, þar sem hver sértækur kapitulinn tekur við af öðrum i bland við furður næstliöinna ára, augnabiiksins, sem er að liða. Og sem slik rifjar sýningin upp heilræðið: Skósmiður, haltu þér við leistann þinn. VARIÐ LAND Fundur á mánu dag á Hótel Sögu Allir þeir seni vilja styðja undirskriftasöfnunina til aö mótmæla kröfum um uppsögn varnarsamningsins og brottvisun varnarliðsins, eru boðaðir til fundar i Súlnasal Hótel Sögu mánudaginn 21. janúar kl. 17.30. Flutt verða stutt ávörp. A fundinum liggja frammi undirskriftalistar og þargeta þeir.sem vilja safna undirskriftum, fengiö eyðublöð. Einnig er þar tekið á móti framlögum til skrif- stofu söfnunarinnar. — VARIÐ I.AND. Frá Happdrætti Framsóknarflokksins Vinningsnúmerin i Happdrættinu verða birt i Timanum þriðjudaginn 22. janúar Þeim.sem enn eiga eftir að gera skil, gefst kostur á að greiða miða sina fram að þeim tima. Skrifstofan að Hringbraut 30 er opin til kl. á morgun, mánudag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.