Tíminn - 09.03.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.03.1974, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur 9. marz 1974. Laugardagur 9. marz 1974. TÍMINN 9 HÉRNA sit ég i hægindastól heima hjá Alfreð Flóka, læt fara vel um mig og ætla að taka viðtal við hann, þennan tiltölulega bliðlynda rómantiker, sem hálfur bærinn heldur að sé sadisti, á meðan hinn helmingurinn er sannfærður um að hann sé kynóramaður. „Sadismi?” spyr Flóki. „Hvað mér finnst um sadisma?” „Já”, segi ég og itreka spurninguna. „bú heldur þó ekki að hann sé eins djöfullegur og fólk vill vera láta? „Þegar þú minnist á sadisma”, segir Flóki eftir nokkra stund,” þá dettur mér auðvitað i hug Donatien-Alponso-Franvois de Sade, hinn guðdómlegi mark- greifi eins og súrrealistarnir köll- uðu hann. Virkilega hugljúfur barna- og unglingabókahöfundur. Bækur hans eins og t.d. Justine og 120 dagar i Sódómu ættu að vera skyldulesning fyrir fólk á fermingaraldri. De Sade var maðurinn, sem sá i gegnum hræsni og yfirdrepskap samtiðar sinnar. Fyrir þessa glöggsýni varð þessi frjálsborni andi að dvelja yfir 30 ár i fangels- um og á geðveikrahælum. Aðal forréttindi listamanns eru þau, að hann getur drýgt glæpi á pappirnum eða á léreftinu, sem hann annars yrði tukthúsaður fyrir. Litum t.d. á áhuga ýmissa listamanna á mörgum pislarvott- um kristninnar, samanber á heil- ugum Sebastian. Það er ekki dýrlingurinn, sem vakið hefur áhuga þeirra, heldur kvalirnar, sárin og blóðið.” Það er hlaupið tómahljóð i hvit- vinsflöskuna. En eitthvað verða menn að drekka. Og þvi þá ekki kaffi? Það er að visu engin sálar- vökvi, en gerir sitt gagn. Það er annars undarlegt, hvað samtið okkar hefur mikið dálæti á kaffi. Já vel á minnzt, samtiðin. „Já, samtiðin” segir meistar- inn og andlitsdrættirnir sýna rót- gróinn hrylling og meðfæddan viðbjóð á þvi fyrirbæri. „Við lifum á timum eindæma grimmdar, hrottaskapar, heimsku og múgmennsku. t dag getur fólk ekki hugsað, glaðzt og jafnvel ekki eðlað sig nema i hóp. Samanber húmbúkk eins og koll- ektive- og grúbbusex.” Ætli grimmdin hafi nú ekki verið allbærileg i fyrri tið, skýt ég inn i eins og fávis kona. „Jú, en það er stigsmunur á grimmd samtiðarinnar og for- tiðarinnar, nefnilega sá, að i grimmd samtimans vantar alla póesiu, alla fegurð, allan indí- vidúelisma. Það er stigsmunur á þvi að kasta bombum á varnar- laust fólk, og að tappa blóði af feitum og sællegum .bóndastelp- um I Transilvaniu. og baða sig i blóði þeirra, til að öðlast fegurð húðarinnar. Það gerði ein yndis- fögur og bliðlynd aðalsmær i gamla daga. Yfir þessu er viss elegans, sem nútimamenn ekki skilja, heldur rugla þvi saman við mannvonzku.” Einu sinni þegar Flóki var að opna sýningu i Bogasalnum, kallar hann til blaðamenn. Nema hvað einn þeirra hefur annað hvort ekki verið i nógu góðu skapi, eða þá að maðurinn hefur verið fifl, nema hvorutveggja til komi, sem auðvitað er liklegast. Aö minnsta kosti birti hann svohljóðandi frétt I blaði sinu. „Alfreð Flóki opnar sýningu á klámmyndum i Bogasalnum”. „Fyrir mér er klám smáborg- araleg lygi og fölsun,” segir Flóki, þegar þetta berst i tal. „Algjör andstæða-erotikur, sem er fegurð og sannleikur.” Svo er það mál útrætt. A undanförnum árum hefur Flóki verið með annan fótinn i kóngsins Kaupmannahöfn. Það er góður og gáfulegur staður, kannski dulitið kærulausari en önnur pláss, en það veitir þeim, sem þar dveljast, vissa velliðan. Hins vegar hefur mér alltaf fundizt Reykjavik — eindæma Flóki upp við nýjasta og frumlegasta sköpunarverk sitt. Tvær tæringarveikar naktar stúikur á leiö til spurninga i snjókomu. HÉR ER HIN EINA SANNA USTAHÁTÍÐ leiðinleg, andlaus og yfirfull af fólki, sem óttast að nágranninn laumist inn i eldhús að nóttu til og steli úr isskápnum. Flóki er mér að visu ekki alveg sammála varðandi þetta atriði, en þegar ég bað hann að gera samanburð á Kaupmannahöfn og Reykjavik, varð honum að orði. „Reykjavik er mótuð af of- stækisfullum boðum og bönnum. Sjálfsagðir hlutir eins og bjór, hundahald og konfak með kaffinu eru forboðnir ávextir. Halda mætti að sumir menn hefðu aldrei komizt I snertingu við menningarstraum.” LISTAHÁTtÐIN? „Ég er hin eina sanna listahátið.” Svona getur litillæti hjartans tekið á sig furðulega og hógværa mynd i meðförum meistara Flóka. „Hver sé hans aðalinnblásturs- gjafi?” „Þó að hrifning min á Renoir sé takmörkuð, þá tek ég samt undir orð hans, sem voru á þá leið, að ef ekki væru til stinn brjóst og ávalar mjaðmir, heföi hann aldrei lyft pensli.” Skyldi Flóki trúa á sjálfan sig, andskotann eða jafnvel Svein- björn Beinteinsson? Nei, ,þvi að „Ég trúi á hina miklu móðurgyðju, gyðju ástar og fegurðar, sem er uppspretta alls lifs, listar, hamingju og aflvaki allrar jákvæðrar sköpunar.” — PHL VIÐ ÞöRFNUMST ÞÍN! — ÞÚ ÞARFNAST OKKAR! — eru slagorðin, seni Siysavarnarféiag tslands notar í sambandi við happdrættið, sem það er nú að fara af stað með. Um helgina verða miðar seldir um allt land og er fólk hvatt til að taka vel á móti björgunarmönnunum, sem munu bjóða miöa til sölu. Þeir, sem ekki rekast á einhvern, sem er að selja miða hér I Reykjavik geta hringt I sima 20360 á milli kl. 13.00-19.00 i dag og þá fá þeir sendan miða um leið. Þessi mynd var tekin I gær er SVFl-menn voru að selja miða niðri á bryggju, og þar voru undirtektir góðar eins og búast má við aö verði um allt land næstu daga. (Tlmamynd: Gunnar) AAálverkasýning á Akureyri: Sigurður Örlygsson, listmálari opnar málverkasýningu Sígurður örlygsson, listmálari, opnar málverkasýningu I Mynd smiðjunni á Akureyri, en hún er tilhúsaá Gránufélagsgötu 9 þar i bæ. Sigurður örlygsson er kunnur ungur málari, sem haldið hefur margar sýningar, auk þess sem hann hefur tekið þátt I sam sýningum. Fyrsta sjálfstæða sýning hans var i Unuhúsi árið 1971, og árið 1972 sýndi hann málverk i Norræna húsinu, ásamt Magnúsi Kjartanssyni. Þá sýndi hann verk sin ásamt sex öðrum ungum málurum að Kjarvals- stöðum árið 1973. Sýning Sigurðar á Akureyri mun verða opnuð laugardaginn 9. marz og verður þá opin yfir helg- ina. A mánudag , þriðjudag og miðvikudag verður sýningin lokuð, þar eð þá er verið að kenna i húsnæðinu. Siðan opnar sýningin aftur og verður opin fram yfir helgi. Sigurður er sonur Örlygs Sigurðssonar, listmálara.og konu hans.Unnar Hjartadóttur.og var Sigurður Guðmundsson skóla- meistari á Akureyri þvi afi hans. Á sýningunni verða 20-30 ný verk, sem listamaðurinn hefur unnið að á þessu og seinasta ári. -JG. Sigurður örlygsson, listmálari við eitt verka sinna. f -itr' ** ^ ►** i. 1 i á Jm P\ o* þ 1 SJ—Reykjavik. — í föstudagsblaöinu urðu þau leiðu mistök aö niður féll myndatexti, sem átti aö vera undir mynd af mönnum i fornmannabúningum. Undir myndinni stóð hinsvegar Innlenda vor- og sumar- tizkan kynnt! Fornkappar þessir eru frá Egilsstöðum, fulltrúar prjónastofunnar Dyngju h.f. Komu þeir skcmmtilega á óvart i miðri tizkusýningu við setningu Kaupstefnunnar tslenzkur fatnaður, sem haldin er að Hótel Loftleiðum þessa dagana en þeir sýndu þunnar lopapeysur og minntust um leið 1100 ára al'mælis Islenzku sauðkindarinnar. Að þessu sinni birtum við mynd af þunnum peysum úr gerviefn- um, scm einnig eru framleiddar I Dyngju á Egilsstöðum. Myndina tók Gunnar ljósmyndari Timans en sýningarfólkið er úr flokki Pálinu Jónmundsdóttur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.