Tíminn - 13.06.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.06.1974, Blaðsíða 1
Auglýsingadeild TÍAAANS .Aðalstrasti 7 MINNA LENGRA Tékkneska bifreiöa- umboðið á islandi Auðbrekku 44-46 Kópavogi Sími 42606 Ný jarðskjálftahrota í Borgarfirði: þó sá kippur veriö smámunir hjá þeim seinni, en þá hefðu hlutir færzt úr staö. Þegar viö loks náöum f Siöu- múla, varö Ingibjörg Andrésdótt- ir fyrir svörum, og veitti okkur þær upplýsingar, aö siðari kipp- urinn hefði reynzt 6,3 stig á Richter-kvaröa. Heföi hann verið anzi snarpur og allt lauslegt kast- azt fram úr hillum. Um skemmd- ir væri lltið hægt aö segja á þessu stigi málsins. Þær væru lltt kann- aöar. Fólk væri ekki búið aö ná sér eftir þessa atburði. Væru menn vonsviknir, þar sem fólk al- mennt hefði veriö fariö aö gera sér vonir um. aö þetta væri aö fjara út og I rénun. Um þetta leyti bárust okkur fregnir af þvl, aö skriöa heföi hlaupið á veginn I Bröttubrekku, viö svokallaö Miödalsgil. Um sjö-leytið var lagöur af staö blll meö jarðýtu til að ryöja veginn, en um skemmdir af völdum jarö- fallsins var ekki vitaö, aö sögn Brynhildar Benediktsdóttur. Snorri Þorsteinsson á Hvassa- felli I Norðurárdal sagði viö Tim- ann I gær, aö seinni kippurinn heföi veriö langsnarpastur allra kippa, sem komiö heföu slöan jaröskjálftarnir I Borgarfiröi hóf- ust. Framhald á bls. 1 Harðasti kippurinn viðlíka og Dalvíkur-jarðskjálftinn Skriðuföll og grjóthrun — vegur um Bröttubrekku lokaðist Gsal-BH-Reykjavlk. — Jarö- skjálftarnir I Borgarfirði voru meö allra snarpasta móti I gær, sérstaklega voru tveir kippir til- finnanlegir, sá fyrri um fjögur- leytið og hinn siðari um sex-leyt- ið. Fannst seinni kippurinn greinilega IReykjavIk og nötruðu stærri byggingar. Skriða féll á veginn I Bröttubrekku, skammt frá Miðdalsskýli, en um sjöleytið var bfll lagður af stað með jarð- ýtu til að ryðja veginn. Kirkjan I Stafholti varð fyrir skemmdum og hlaðinn veggur hrundi á Hvassafelli i Norðurárdal. — Fregnir viða af landi herma, að seinni kippurinn hafi fundizt greinilega I mikilli fjarlægð. — Mældist siðari kippurinn 6,3 stig á Richter-kvarða, en það mun vera svipaður styrkleiki og I jarö- skjálftunum miklu, sem urðu á Dalvik árið 1934. Þegar Tlminn hitti Ragnar Stefánsson, jaföskjálftafræöing um hálf-sjö, var enn ekki búiö að reikna út styrkleika kippsins, en þá var búið aö ná sambandi við Sauðárkrók, þar sem hann hafði fundizt greinilega. Einnigaustur I sveitum, en þá var hann aö tala við Villingaholt. Kvað Ragnar ljóst, aö kippurinn heföi verið mjög haröur, sá snarpasti á þessu eins og hálfs mánaöar timabili, sem jarðskjálftarnir hafa staðiö yfir I Slöufjalli. Hjá Sigurbjörgu Guðmunds- dóttur I Svignaskaröi fengum viö þær upplýsingar,. aö kippirnir hefðu aöallega vpriö tveir I gær, og I þeim fyrri heföi slmastaur lagzt á kirkjuna i Stafholti. Heföi Fullt hús var i Laugardalshöll á þriðjudagskvöldið á hljómleik- um Lundúna Sinfoniuhljómsveitarinnar. Stjórnandi var André Previn og einleikari Vladimir Ashkenazy. Þröngt var setið, en hrifning áhorfenda sýndi hve ánægðir þeir voru, og Previn og Ashkenazy voru margkallaðir fram á sviðiö og ákaft hylltir. Báðum voru færðir blómvendir. Timamynd: Gunnar Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að hlíta úrskurði Haagdómstólsins, hver sem hann verður? INNAN skamms er væntan- legur úrskurður alþjóðadóm- stólsins I Haag i málum þeim, sem Bretland og Vestur- Þýzkaland hafa höfðað gegn islandi vegna úrfærslu fisk- veiðilögsögunnar i 50 milur. Mál þessi hafa Bretar og Vestur-Þjóðverjar höfðað á grundvelli landhelgissamn- inganna frá 1961, sem veittu þessum þjóðum málskotsrétt til alþjóðadómstólsins, ef is- lendingar færðu út fiskveiði- lögsöguna. Núverandi ríkis- stjórn hefur lýst yfir þvi, að hún telji þessa samninga úr gildi failna, þar sem Alþingi hafi sagt þeim npp með iög- mætum fyrirvara, og þvf eigi alþjóðadómstéilinn ekki leng- ur lögsögu i málinu. Dómstóil- inn hefur ekki viljað fallast á þetta, þar sem þannig sé frá umræddum samningum geng- ið, að þar sé ekki að finna nein uppsagnarákvæði. Hann mun þvi fella úrskurð I tilefni af kærum Breta og Vestur-Þjóð- verja. Af hálfu rikisstjórnarinnar hefur verið tekið skýrt fram hver viðbrögö hennar verða, ef úrskurður dómstólsins gengur gegn Islandi: Hún mun neita að hlýða dómnum, þar sem hún heldur þvi fram, að uppsögnin hafi verið lögmæt. Bretar og Vestur-Þjóöverjar eiga þá ekki annan kost en að æskja þess, að öryggisráðiö framfylgi úrskurðunum, en þaö er eins konar yfirdómstóll I þessum málum. Engin hætta er á, að öryggisráðið snúist á móti íslandi i þessu máli. Þannig er afstaða rikis- stjórnarinnar og stjórnar- flokkanna ljós, ef úrskurður Alþjóöadómstólsins gengur gegn íslandi. Hins vegar er allt á huldu um afstöðu Sjálf- stæðisflokksins. Þegar Alþingi fjallaði um landhelgismálið i febrúar 1972, haföi flokkurinn næstum óskiljanlega fyrir- vara við það ákvæði land- helgisályktunarinnar, sem fjallaði um uppsögn samning- anna frá 1961. En á ræðum og skrifum ýmissa forustumanna Sjálfstæöisflokksins hefur mátt skilja, aö þeir teldu Is- land verða að hlita úrskurði Haag-dómstólsins, hver sem hann yrði. Þannig lét Giiniiar Thoroddsen svo ummælt á Alþingi 6. febrúar 1973, að dómstóilinn einn skæri úr um það, hvort hann hefði iögsögu i máli, og um efnis- legan úrskurð dómsins, fór- ust honum þannig orð: ,,Nú er það þannig, að dómur Alþjóðadómstólsins er bindandi úrslitadómur, og honum verður ekki áfrýj- að”. Þá hefur það verið afstaða Sjálfstæöismanna, að Island hefði átt að halda uppi venju- legum málflutningi fyrir Haagdómnum, en I þvi hefði verið fólgin ótvlræð yfirlýsing um, aö við viðurkenndum lög- sögu dómstólsins og yröum þá aö hlita úrskurði hans, hver sem hann yrði. Fyrir kjósendur er þaö þvi óhjákvæmilegt að fá um það fulla vitneskju, hver viðbrögð þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins verða, ef úrskurður Haag- dómstólsins gengur á móti okkur. Ætia þeir þá að hllta úrskurði dómstólsins og ógilda t.d. útfærsiuna I 50 mllur, ef úrskurðurinn fellur á þann veg? Og hver verður afstaða þeirra til 200 mllna fiskveiði- lögsögu, ef aiþjóðadómstóllinn vill ekki einu sinni fallast á, að 50 mflurnar séu löglegar? Þess verður skýlaust aö krefjast, að foringjar Sjálf- stæðisflokksins svari þessum spurningum afdráttarlaust, en dragi ekki svörin fram yfir kosningar. Slík þögn væri reyndar lika svar, sem auð- velt væri að skilja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.