Tíminn - 19.06.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.06.1974, Blaðsíða 1
Falsanir og rangfærslur Mbl. afhjúpaðar: MINNA LENGRA Tékkneska bifreiða- umboðið á islandi Auðbrekku 44-46 Kópavogi Sími 42606 Gjaldeyrisstaðan hefur raunverulega batnað um 2000 millj. frd dramótum A.Þ.—Reykjavik. — Undanfarna daga hcfur Mbl. notað stærsta fyrirsagnaletur sitt á útsiðum blaðsins og haldið þvi fram, að gjaldeyrisstaðan hafi versnað mjög og fjármáiastaða rikissjóðs sé yfirleitt miög slæm. Af þessu tilefni sneri Timinn sér til Hall- dórs E. Sigurðssonar, fjármála- ráðherra, og bað hann að segja álit sitt á þessum skrifum Mbl. „Vegna þess,að ég hef verið á ferðalagi undanfarið og kom ekki heim fyrr en um helgina, hefur dregizt nokkuð að ég gæti litið i blöðin. En ég sé, að Mbl. birtir stórar tölur og stórar fyrirsagnir, svo að það er engu likara en heimurinn sé að farast. I raun og veru finnst mér, að Mbl. hefði getað sparað sér að birta þessar fyrirsagnir, og sagt heldur „úlf- Kristján Eldjárn forseti og Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra lögðu blómsveig aö styttu Jóns Sigurössonar á Austurvelli I Reykjavík, hinn 17. júnl, svo sem venja er. Að þvi búnu söng karlakórinn Fóstbræður „Island ögrum skorið” og svo ávarpaði forsetinn mannfjöldann, sem saman var kominn á Austurvelli. Þessa Timamynd tók Róbert af for- seta og forsætisráðherra, þegar þeir hlýddu á söng Fóstbræðra. Sjá frásögn og myndir frá 17. júni á bls. 6 og 7 ur, úlfur”, þvi að i þessu talna- flóði margendurtekur blaðið sömu tölurnar, sýnilega án þess að gera sér nokkra grein fyrir þvi, enda hefur reikningur ekki verið sterka hlið Mbl. ritstjór- anna. Ef við tökum einstaka þætti, er bezt að snúa sér fyrst að gjald- eyrisstöðunni og þeim þáttum, sem tengdir eru henni, en þeir eru, auk gjaldeyrisvarasjóðsins, nettóstaða hans, ógreiddur út- flutningur, útflutningsbirgðir i landinu, sem biða þess að verða seldar, og frá þessu dregst svo stutt vörukaupalán innflytjenda. Þann 31. desember s.l. var nettóstaðan i heild 7 milljarðar og 946 milljónir. En 30. april var staðan 9 milljarðar og 953 mill- jónir, og hafði þvi vaxið um rúma 2 milljarða. Breytingin, sem orðið hafði inn- byrðis á þessum liðum, er sú, að gjaldeyrisvarasjóðurinn hafði minnkað um 2 milljarða og 500 milljónir, en hins vegar höfðu út- flutningsbirgðirnar og ógreiddur útflutningur vaxið um 5 milljarða og 500 milljónir, og stutt vörukaupalán vaxið um 1 mill- jarð. Það, sem hefur gerzt i raun og veru, er hreyfing innbyrðis, og eignir i vörubirgðum vaxið, en sjóðurinn rýrnað. Þegar á þetta er litið sést hve augljósar falsanir og rangfærslur Mbl. eru. Ég vil svo i sambandi við gjald- eyrismálin geta þess, að talið er, að greiðslubyrðar erlendra lána i hlutfalli af tekjum viöskipta og þjónustu munu verða rúm 11% en til samanburðar má geta þess, að á árunum 1968-69 voru þær á bil- inu 15-17% alveg um 17% siðara Frh. á bls. 6 Halldór E. Sigurðsson fjármála- ráðherra. Mbl. reynir að skapa ótta meðal húsbyggjenda — en Húsnæðismólastofnun ríkisins hefur sjaldan haft meira fjórmagn undir höndum til lónsúthlutunar en nú A.Þ.—Reykjavik. — Mbl. hefur á mjög óskammfeilinn hátt reynt að skapa ótta meðal húsbyggj- enda, sem I vændum eiga húsnæðismálalán, með þvi að luilda þvl fram, að Ilúsnæðis- málastofnun rikisins sé fjárvana. Ilið rétta er, að beðið hefur verið eftir nýrri reglugerð, sem sett verður i dag eða á morgun, en eft- ir það er ekkert þvi til fyrirstöðu, að lánin verði afgreidd. i samtali við llalldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra, kemur fram, að staða byggingasjóðs ríkisins hefur ekki verið betri á þessum árstima um margra ára skeið. Frh. á bls. 6 Þeim, sem svo hrapallega brugðizi, má ekki treysta Á NÆSTA kjörtlmabili biða mikil verkefni I landhelgis- málum. Bráðabirgða- samningarnir við Breta renna út á næsta ári, og þá munu þeir fara fram á nýjar undanþágur. Enn hafa ekki náðst samningar við Vestur- Þjóðverja, m.a. vegna þess, að þeir vilja biða eftir úr- skurði alþjóðadómstólsins. Á hafréttarráðstefnunni munu stórveldin fallast á 200 mílna efnahagslögsögu, ef þeim tekst að fá svo miklar undanþágur, að efnahagslög- sagan verður lltið meira en nafnið tómst. Innan skamms fellur svo úrskurður Haag- dómstólsins i málum þeim, sem Bretar og Vestur- Þjóðverjar hafa höfðað gegn okkur vegna útfærslu fisk- veiðilögsögunnar i 50 milur, en málshöfðun þessa hafa þeir byggt á landhelgissamningun- um frá 1961. Það skiptir þannig miklu máli, að vel verði haldið á málstað Islands i landhelgis- málinu á næsta kjörtimabili. Reynslan sýnir, að forustu Sjálfstæðisflokksins er ekki treystandi i þeim efnum. Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér gegn útfærslu fiskveiðilög- sögunnar i 12 milur, eins lengi og hann gat og þorði. Sjálfstæðisflokkurinn gerði landhelgissamningana við Breta og Vestur-Þjóðverja 1961, en samkvæmt þeim féllust Islendingar á, að Alþjóðadómstóllinn skyldi úr- skurða um, hvort þeir gætu fært út fiskveiðilandhelgina. Engin uppsagnarákvæði voru I samningunum. Sjálfstæðisflokkurinn hafði stjórnarforustuna á árunum 1959-’71, án þess að gera hið minnsta til að vinna að út- færslu fiskveiðilögsögunnar. Á vetrarþinginu 1971 lét hann drepa allar ákveðnar tillögur um útfærslu fiskveiðilögsög- unnar. A vetrarþinginu 1972 lýsti Sjálfstæðisflokkurinn sig mót- fallinn uppsögn landhelgis- samninganna frá 1961, og hef- ur þá og jafnan siðan lýst sig fylgjandi þvi, að tsland sætti sig viö úrskurð Alþjóðadóm- stólsins um 50 milurnar, hvernig sem úrskurðurinn yröi. Eftir útfærslu fiskveiðilög- sögunnar i 50 milur.vildu Sjálfstæðismenn strax fallast hefur nú á kröfur Breta og tóku mál- stað þeirra i deilum við land- helgisgæzluna, sbr. Everton- málið. Þessi óhappaferill Sjálf- stæðisflokksins i landhelgis- málum sýnir bezt, að honum er ekki treystandi til að hafa st jónarforustu á hendi á næsta kjörtimabili. Hún verður að vera i höndum þess sem hefur jafnan verið öruggur i land- helgismálinu og alltaf haft stjórnarforustu á þeim tim- um, þegar fiskveiðilandhelgin hefur verið færð út. Þessi flokkur er Framsóknar- flokkurinn. Saga Sjólfstæðisflokksins í landhelgismólinu:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.