Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 27

Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 27
Sunnudagur 14. júll 1974. TÍMINN 27 RUDOLF HESS einmanalegasti fangi veraldar Rudolf Hess/ staögengill HitlerS/ stendur nú á átt- ræöu. Þeir, sem sakfelldir voru ásamt honum i Níirn- bergréttarhöldunum eru nú allir látnir ellegar hefur verið sleppt úr haldi. Hess er hinn eini, sem enn situr í fangelsi og hann er eini fanginn i Spandau- fangelsinu í Berlín, þar sem brezkir, franskir bandarískir og rússneskir verðir skiptast á um að gæta hans. Gæzlan kostar vestur-þýzka ríkissjóðinn sem svarar um 37 milljón- um íslenzkra króna á ári. Flest bendir til þess að Hess endi ævina í Spandau, þvi að Rússar hafa ekki gleymt því sem hann gerði á hlut þeirra og neita að láta hann lausan. Að siðari heimsstyrjöldinni lok- inni efndu Bandamenn til um- fangsmikilla réttarhalda, sem nefnd hafa verið Nurnbergréttar höldin, þvi að þau fóru fram þar i borg. Þar voru þeir forsprakkar nasista, sem ekki höfðu framið sjálfsmorð, verið drepnir eða tekizt að flýja, dregnir fyrir dóm. Einn þeirra, sem sekur var fund- inn i Nurnberg-réttarhöldunum 1946, var Rudolf Hess. Hann var dæmdur til ævilangrar fangelsis- vistar og var ein höfuðsakargiftin árásin á Pólland og vinna að undirbúningi herferðar þeirrar, sem Þjóðverjar fóru i austurátt inn i Rússland. Þarna mun lik- lega að finna meginorsök þess, að Sovétmenn hafa allt til þessa skellt skolleyrum við öllum náðunarbeiðnum, þegar Rudolf Hess hefur átt i hlut, en hann er nú eini fanginn i Spandau- fangelsinu i Vestur-Berlin. Hess er nú áttrætt gamalmenni og ellin hefur leikið hann grátt. Hess hlaut strangan dóm, lik- lega sumpart vegna þess titils, sem hann bar — „staðgengill foringjans” — þótt hann hefði litið raunverulegt gildi. f ákæruskjali bandamanna var rik áherzla lögð á það að Hess hefði verið nánasti trúnaðarmaður Hitlers og vitað um allar fyrirætlanir hans, allt þar til hann flaug til Bretlands 1941 eins og frægt varð. Rann- sóknir allar benda lika til þess að hin ævintýralega ferð Hess til Bretlands hafi verið farin i þeim tilgangi að reyna að semja um frið við Breta til þess að eiga hægara með að ráða niðurlögum Sovétmanna. Þarna hafi þvi verið um stórpólitiskar refjar að ræða. Þegar Hitler sat i fangelsi vegna misheppnaðrar tilraunar til stjórnarbyltingar árið 1924, notaði hann timann til þess að koma saman höfuðstjórnmálriti sinu „Mein Kampf” og i þvi efni var samfangi hans, Rudolf Hess, honum til aðstoðar. Hess hafði gerzt félagi i nasistaflokknum, ' NSDAP, 1920, varð siðan einka- ritari Hitlers og staðgengill hans við valdatökuna 1933. Hann undirritaði ýmis af þeim lögum, sem nasistar komu á, og var einn þeirra, sem unnu að áætluninni um árásina á Pólland og útrým- ingu menntamanna þar i landi. Hins vegar fór svo að pólitisk áhrif hans þurru á fyrstu árum striðsins. Flestir þeir, er gleggst þekkja sögu nasismans, munu vera þeirrar skoðunar, að flugferð Hess til Bretlands 1941 hafi verið farin til þess að reyna að fá stuðn- ing Breta við Þjóðverja i barátt- unni gegn Sovétmönnum. Ilse Hess, eiginkona Rudolfs Hess, hefur lika ætið haldið þvi fram, að för manns hennar hafi verið farin með vitund Hitlers, og varla er unnt að neita þvi lengur að til- gangur fararinnar hafi verið stór- pólitiskur, þótt Ilse Hess, geti ekki talist hlutlaust vitni. Svo illa vildi hins vegar til fyrir Hess að ferðin fór út um þúfur, þar eð Bretar vildu ekki semja, og þess vegna lýsti Hitler þvi yfir að Hess væri geðveikur. Hess var áhugamaður um flug og flaug töluvert sjálfur. Fyrir tilstilli vinar sins, flugvélasmiðs- ins Willy Messerschmitt, aflaði hann sér upplýsinga um orrustu- vél, sem var i smíðum um þetta leyti. Vélin nefndist Me 110 og var tveggja hreyfla og um þessar mundir var verið að reynslu- fljúga vélinni. Hún var hrað- fleygari og liðlegri i lofti en þær vélar aðrar, sem Luftwaffe, þ.e. Þýzki flugherinn þá átti. Vélin var tveggja sæta, en Hess lét breyta einni vél, þannig að að- eins rúm fyrir einn flugm. en Rudolf Hess fyrrum „staðgengill foringjans". 0 komið var fyrir aukabensingeym um i henni sem svaraði þyngd annars flugmannsins. Þá var og sett i vélina fullkomnasta mót- tökutæki, sem völ var á og Hess fékk flugkort, þar sem merktar voru þær flugleiðir, sem vélar flughersins notuðu og svo var um hnútana búið, að Hess var til- kynnt um allar breytingar, sem gerðar voru i þeim efnum. Tvivegis mistókst honum að hefja flug sitt til Bretlands, en allt er þegar þrennt er, og hinn tiunda mai 1941 reyndi hann i þriðja sinn og þá hafði hann til umráða sér- staka útvarpsbylgjulengd, sem ætluð var flughernum. Hann komst til Bretlands i þessari at- rennu og stökk út i fallhlif til þess að hin nýja flugvélargerð félli ekki i hendur Breta. Vélin gjöreyðilagðist, þegar hún hrapaði til jarðar, en siðar var brakinu komið fyrir á safni. Hess lenti i heysátu og slapp litt meiddur, en sneri sig þó á fæti. Þegar hann náðist var honum Kaupmenn — Innkaupastjórar Þar sem lokað verður vegna sumarleyfa frá 22. júli til 12. ágúst — þá óskast pantanir á lagervöru sendar sem allra fyrst. fyíiAjt (lo ^ SÍMI 2-43-33 umsvifalaust stungið i fangelsi. „Staðgengill foringjans” fékk aldrei að tala við ráðherra i brezku rikisstjórninni, eins og hann og liklega Hitler lika, höfðu vonazt til. Hann fékk aðeins að tala við lágtsettan embættismann og fréttamann frá BBC og menn létu samningaboð hans eins og vind um eyrun þjóta. Það var ekki fyrr en tveimur dögum siðar, þegar ljóst var, að Hess hefði mistekizt, að Hitler lét til sin heyra og þá var þvi Iýst yfir af þýzkri hálfu að Hess væri horfinn úr landi og að hann hefði þjáðst af geðveiki. Striðsglæparéttahöldin i Nurn- berg stóðu mánuðum saman og allan timann virtist Hess litt taka eftir þvi sem fram fór i kringum hann. Þegar dómur var kveðinn upp yfir honum brá hans hins vegar við, spratt á fætur og sagði: — Mér féll sú gæfa i skaut að fá um langt árabil að vinna fyrir mesta mikilmenni, sem þjóð min hefur alið i allri sögu sinni — ég iðrast einskis! I október 1966 voru þeir Baldur von Schirach og Albert Speer látnir lausir og siðan hefur Hess verið eini fanginn i Spandau Brezkir, bandariskir, franskir og rússneskir varðmenn skiptast á um að halda vörð um hann, mánuð i senn. Það kostar sem svararum 37 milljónum islenzkra króna árlega og rikissjóður Vest- ur-Þýzkalands borgar brúsann. Ef frá er talið loftferðaöryggis- eftirlitið i Vestur-Berlin, er Spandau-fangelsið eina stofnunin, sem hinir fornu bandamenn reka sameiginlega og á meðan Sovét- menn neita að láta Hess lausan, munu vesturveldin þrjú sennilega ekki heldur fallast á það opinber- lega, að „staðgengillinn” verði látinn laus. Fjármálaráðuneytið 10. júli 1974. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi að gjalddagi söluskatts fyrir júni- mánuð er 15. júli. Ber þá að skila skatt- inum til innheimtumanna rikissjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.