Tíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 31. október 1974. er peningar AugWff ITimamiiti SÍS-FÓftlJll SUNDAHÖFN fi/rir góóan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS HORNA ÁMILLI Reuter-Rabat. — Yasser Ara- fat, leiötogi PLO (Samtaka Palestinuaraba), sagöist hitta Hussein Jórdaniukonung aö máii einhvern næstu daga i Amman, höfuöborg Sýrlands. Arafat kvað sameiginlega stjórnmála- og hernaðar- stefnu gegn ísrael verða aðal- umræðuefnið á fundi þeirra Husseins. Fundurinn yrði haldinn i beinu framhaldi af ráðstefnu æðstu manna Araba, sem nú er nýlokið. — Það er enginn persónu- legur ágreiningur milli okkar Husseins, bætti hann við. — 1 framtlðinni verða samskipti okkar öll önnur og betri en hingað til. Reuter-Sameinuðu þjóðunum. — Fulltrúar Astraliu og Indónesiu i öryggisráði S.Þ. lýstu þvi yfir I gær, aö þeir styddu tillögu um úrsögn Suður-Afríku úr samtölunum. t gærkvöldi átti að greiða at- kvæði um tillöguna. Þegar i ljós kom, að Astralia og Indónesia styddu hana, varð ljóst, að meirihluti i öryggis- ráðinu væri henni samþykkur. Stórveldin þrjú — Banda- rikin, Bretland og Frakkland — eru sögð i vanda stödd, þar eð þau vildu i lengstu lög froöast að beita neitunarvaldi til að koma i veg fyrir úrsögn Suður-Afriku. Samt sem áður virtist það i gærkvöldi vera eina leiðin til að tryggja áframhaldandi veru Suður- Afriku i S.Þ. Reuter-Dacca. — Henry Kiss- inger, utanrikisráöherra Bandarikjanna, átti i gær viö- ræöur viö ráðamenn Bangla Desh. Viöræðurnar féllu þó I skuggann af þróun mála i Miðjarðarhafslöndum, en sagt er, aö Kissinger hafi miklar áhyggjur af siðustu atburöum I deilu Araba og tsraels- manna. Áreiðanlegar fréttir hermdu I gær, að utanrikisráðherrann færi til Miðjarðarhafslanda að lokinni setningu Matvælaráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna i Róm. Sagt er, að hann hafi i hyggju að heimsækja Egypta- land, Jórdaniu, Israel og Sýr- land, auk nokkurra annarra rikja. Endanleg ákvörðun um för Kissingers til Miðjarðar- hafslanda verður tekin innan tveggja sólarhringa. Fréttaskýrendur höfðu áður talið, að Kissinger hitti Yasser Arafat, leiðtoga PLO, að máli, en samkvæmt óstaðfestum fréttum verður ekki af fundi þeirra. Samstarfsmenn utan- rikisráðherrans hafa sagt, að niðurstaða ráðstefnu æðstu manna Araba I Rabat breyti engu um stefnu Bandarikja- stjórnar I málefnum Araba og Israelsmanna, þótt ráðherr- ann sé hræddur um, að breytt- ar aðstæður seinki gangi friðarviðræðna. Kissinger átti i gær þriggja stunda langar viðræður við Mujibur Rahman, forsætis- ráðherra Bangla Desh, og Kamal Hossain utanrikisráð- herra. Áður en Kissinger hélt frá Indlandi til Bangla Desh, kvaðst hann hæstánægður með heimsóknina til Indlands, er táknaði nýtt og betra tima- bil i samskiptum Bandarfkja- manna og Indverja. Banda- rikin láta Indlandi i té matvæli á þessu ári, en matvæla- skortur hrjáir nú ibúa landsins. gær, að Nixon væri heldur á batavegi eftir miklar maga- blæðingar. Liflæknir Nixons tók i sama streng, en sagði þó, að ekki væri timabært að áætla, hvenær hann næði sér að fullu. Reuter-Long Beach. — 1 gær var enn óttazt um lif Richard Nixons, fyrrum Bandarfkja- forseta, en hann var skorinn upp viö blóötappa i fæti i fyrradag. Læknar höfðu áður lýst þvi yfir, að skurðaðgerðin hefði tekizt i alla staði vel. 1 fyrri- nótt hrakaði heilsu Nixons hins vegar. Talsmaður sjúkrahússins á Long Beach sagði siðdegis I ii. Mrff '&isft1 Nixon yfirgefur sjúkrahúsiö á Long Beach i fyrra mánuöi, en hann iiggur nú þungt haldinn I sama sjúkrahúsi. Lausn á deilunni um Vestur-Berlín? Reuter—Moskvu. — Helmut Schmidt,' kanslari Vestur-Þýzka- lands, sagöi i gær, að viöræöur hans við sovézka ráðamenn heföu ieitt til breytingar á stööu Vestur- Berlinar. Schmidt hélt óvænt annan fund með Leonid Brezjneff, aðalritara sovézka kommúnistaflokksins, siðdegis I gær, og kom þaðan „léttur á brún”, að sögn vestur- þýzkra embættismanna. Viöræður um stöðu Vestur-Ber- linar höfðu áður strandað. Utan- rikisráðherra Vestur-Þýzkalands Dietrich Genscher, átti fimm stunda langan fund með starfs- bróður sinum, Andrei Gromyko, i fyrrakvöld, þar sem hvorki gekk né rak. Úr hnútnum virðist svo hafa raknað i viðræðunum i gær. Og bros færðist yfir andlit þeirra Schimidts og Genschers. Schmidt hélt siðdegis i gær frá Moskvu til Kiev, höfuðborgar Úkrainu. Sovétrikin og Vestur-Þýzka- land gerðu I gær með sér sam- komulag um efnahagssamvinnu landanna, en ekki er vitað, hvert efni samkomulagsins er i smáat- riðum. Schmidt sagði á fundi með fréttamönnum i gær, að það gerði vestur-þýzkum fyrirtækjum kleift að koma á viðskiptum við sovézka aðila. mmw. ■ Œl aðeins fyrir óskrifendur Tímans Þeir sem gerast áskrifendur að Tímanum fram til 1. nóvember n.k. fá Heimilis-Tímann frá upphafi sem kaupbæti Tíminn/ Aðalstræti 6, simar 12323 og 26500. í eftir talin hverfi A/lelar Skólabraut Seltjarnarnes Reynimelur Bergstaðastræti Kleppsvegur Símar 1-23-23 og 26-500 ( Ekki er með öllu ljóst, hver breyting verður á stöðu Vestur- Berlinar. Samkomulag fjór- veldanna um borgarhlutann er talið ófullnægjandi a.m.k. af hálfu Vestur-Þjóðverja, er krefjast þess, að Vestur-Berlin verði viðurkennd sem hluti af Sambandslýðveldinu. Óvist er, hvort Sovétmenn hafa fallizt á þessa kröfu. Aftur á móti er lik- legt, að þeir hafi samþykkt breyt- ingar á fyrirkomulagi samskipta ibúa Vestur-Berlinar og Ibúa Austur-Berlinar. Að sögn Vestur- þýzkra embættismanna, hefur Sovétstjórnin verið treg til að fallast á, að sett yrði upp sérstakt ráöuneyti i Vestur-Berlin, er sæi um sámskipti borgarhlutans við Sambandslýðveldið, og talið slikt brjóta I bága við fjórveldasam- komulagið um Berlin.) Kvikmynd og fyrirlestur á Sögusýningunni t KVÖLD sýnir Ósvaidur Knudsen á Kjarvalsstöðum kvikmynd þá, sem hann tók af Vestmannaeyjagosinu og nefnd hefur veriö „Eldur I Heimaey”. Sýningin hefst klukkan 20,30. Kiukkan 21 flytur Þór Magnússon þjóö- minjavöröur erindi sem nefnist Skip og siglingar á fyrstu öldum tsiandsbyggð- ar. Háhyrningar aftur á miðin HAHYRNINGARNIR hamla nú að nýju sildveiðum Hornafjarðacbátanna, og I gær barst sáralítill afli á land á Höfn. Steinunn var með 20 tunnur og Akurey með 40, en aðrir bátar aðeins með fáeinar tunnur hver. straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg- um mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. Samband íslenzkra samvinnufélaga Innflutningsdeild Sambandshúsið Rvík sími28200

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.