Tíminn - 01.11.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.11.1974, Blaðsíða 3
Föstudagur 1. nóvember 1974. TÍMINN 3 Sigurbjörn Einarsson biskup i ræðustól á kirkjuþingi Tlmamynd Róbert Kirkjuþing varar við kvikmyndinni,Exorcist' SJ—Reykjavlk — Mikilvægustu málin, sem tekin veröa fyrir á kirkjuþingi, og þegar eru fram komin, eru frumvarp til laga um sóknargjöld og tiilaga til þings- ályktunar um söngmál safnaða, sagði sr. Sigurbjörn Einarsson biskup i viðtali við Timann I gær. SIGURVONIN hélt úr höfn frá Hornafirði um kl. 15,30 I gærdag til að fanga háhyrning, en eins og komið hefur fram I fréttum Timans, er ætiunin að ná lifandi háhyrningi og hefur verið riðið sérstakt net til þess. Um borð i Sigurvoninni er sérstakt búr, sem ætlað er til að geyma hvalinn, og að sögn Konráðs Júlfussonar, skipstjóra á Sigurvon, er búrið rúmir tveim metrar á hæð og um átta metrar á iengd. Þetta er I fyrsta skipti i sögunni, sem reynt er að ná lifandi hvai á opnu hafi, en ailir þeir hvalir, sem hingað til hafa Gsal—Reykjavlk — Það hörmulega slys varð á mið- vikudag um borð I rækju- bátnum Rósu Hu frá Hvammstanga, að 61 árs gamali maður lenti I spili bátsins og lézt. Hann hét Haraldur Magnússon og var frá Vestmannaeyjum . Haraldur var ókvæntur og barnlaus. Vegna slyssins sendi Sigl- ingamálastofnunin Magnús Guðmundsson skipaeftirlits- mann til Hvammstanga til þess að athuga, hvort búnaður rækjubátanna á Hvamms- tanga væri fullnægjandi. — Við förum i svona skyndi- skoðanir alltaf öðru hvoru, sagði Magnús, þegar Timinn hafði samband við hann á Hvammstanga i gærdag. Þessi mál voru á dagskrá kirkju- þings i gær, svo og tillaga til þingsályktunar um kvikmynd ina „Exorcist”, sem biskup flutti og hijóðar svo: „Kirkjuþing 1974 varar eindregið við þvi, að kvik myndin „The Exorcist” verði tekin til sýningar hér á landi. náðst, hafa voru króaðir af I fjörum eða víkum með netum. Ætlunin er að leggja þrjú rek- net fyrir sildina, og leggja siðan háhyrningsnótina umhverfis rek- netið. Ef ráðagerðin heppnast, verður háhyrningurinn settur i áðurnefnt búr og það fest við siðu bátsins. Þegar i land verður komið með hvalinn, verður flogið með hann til Frakklands. Þeir á Sigurvoninni, sem héltu á haf út i gærdag, ætluðu að gera fyrstu tilraunina i nótt, en þess má geta, að skotið verður i há- hyrninginn deyfilyfjum, ef hann álpast i netið. — Ég hef fariö um borð i Rósu, og get ég ekki annað sagt, en að allur búnaður bátsins hafði verið full- nægjandi. Ófullnægjandi tækjabúnaður getur þvi ekki talizt orsök slyssins. Sagði Magnús, að hann hefði farið um boð i nokkra aðra rækjubáta, og enn fremur haft tal af skipstjórum þeirra. — Ég gat ekki annað séð, en að búnaður þeirra væri eðli- legur, en hins vegar má alltaf betrumbæta, og fleira sjá augu en auga. Sjö rækjubátar eru gerðir út frá Hvammstanga, og voru þeir ekki allir komnir að landi, þegar við töluðum við Magnús i gærdag. Mun Magnús dveljast á Hvammstanga fram á laugardag við at- huganir sinar. Hvarvetna þar, sem mynd þessi hefur verið sýnd, hefur hún haft stórskaðleg áhrif á geðheiisu fjölda manna. Kirkjuþing leyfir sér að vænta þess, að kvikmynda- húsaeigendur hafi þá ábyrgðar- vitund, að þeir bjóði ekki þessari hættu hingað heim.” — Það er mjög óvenjulegt, að afstaða sé tekin til einstakra kvikmynda á kirkjuþingi, sagði sr. Sigurbjörn Einarsson biskup, en þessi mynd virðist vera þess eðlis, að hún eigi ekkert erindi hingað. Hún hefur hvarvetna vakið mikinn óhugnað, og þeir, sem hana hafa séð, hafa sturlazt unnvörpum. Prestur einn hér i borg, sem sá kvikmynd þessa i Englandi, kvaðst hafa verið lengi aö ná sér eftir það. Fyrir siðasta kirkjuþing komu ein 26-27 mál, og að sögn biskups gætu málin, sem að þessu sinni verða tekin fyrir, vel orðið eins mörg. Kirkjuþing hefur ráðgjaf- aratkvæði i löggjafarmálum, og sendir alþingi tillögur sinar ýmist I ályktunar-eða frumvarpsformi. Misjafnt er, hversu hraða af- greiðslu þessi mál fá siðan á Alþingi, og að sögn biskups finnst ýmsum kirkjuþingsmönn um sum mál þeirra hafa fengið þar afgreiðslu hægt og treglega, svo sem itrekað frumvarp um breytingar á veitingu prestsemb- ætta. Biskup setti kirkjuþing á mið- vikudag að lokinni guðsþjónustu i Hallgrimskirkju, þar sem sr. Eirikur J. Eiriksson, prófastur I Árnesprófastsdæmi, predikaði. Siðan var kosin kjörbréfanefnd. A fimmtudag hófust siðan almenn þingstörf. Fyrsta málið, sem fjallaði um breytingar á sóknargjöldum, var flutt af kirkjuráði, og var Asgeir Magnússon framsögumaður. Samkvæmt frumvarpinu á hver maður, karl eða kona á aldrinum 17 til 67 ára, er útsvar greiðir árlega að greiða sóknargjald. Skal það eigi vera lægra en 1% af útsvari gjaldanna, en þó minnst 100 kr., og eigi hærra en 5% af út- svarinu. Framhald á 6. siðu. Viðræður um málm- blendi- verksmiðju í DAG ER væntanleg til landsins nefnd fulltrúa frá Union Carbide- félaginu til viðræðna við islenzka aðila um uppsetningu málm- blendiverksmiðju hér á landi. Hefur staðið yfir endurskoðun á ýmsum atriðum, sem nú verða rædd, og liggja niðurstöður þess- ara viðræðna væntanlega fyrir, áður en fulltrúar fyrirtækisins koma næst til samningaviðræðna. Hóhyrnings- veiðar hafnar Banaslys í rækjubáti — ófullnægjandi tækjabúnaður ekki orsök slyssins, segir Magnús Guðmundsson skipaeftirlitsmaður Verðlagsmál iðnfyrirtækja t grein eftir Björn Bjarnason, form. Landssambands iðnverka- fólks, sem birtist I Þjóðviljanum I fyrradag, segir m.a.: „Ég hefi aldrei getað fengið það inn I höfuðið hverra hagsmunum það á að þjóna að hafa þau iðnfyrirtæki, sem standa I harðri sam- keppni viö erlendar iðnaðarvörur, undir verðlagseftirliti. Ég fæ ekki séð þá hættu er gæti verið þvi samfara að þau væru sjálfráð um álagningu slna, þvl hvert það fyrirtæki, sem reyndi að misnota þá aðstöðu, dæmdi sjálft sig úr leik. Þvl verður tæplega neitað að það sé æði ójafn leikur. Samkeppni okkar litlu og févana iðnfyrirtækja við risafyrirtæki stórþjóðanna, sem hér eru á markaðnum, mætti helzt llkja við að þar tækjust á hornsili og hákarl, og slzt ættu verð- lagsyfirvöldin að ganga þar I lið með hákarlinum. Hin stutta saga innlenda verksmiðjuiðnaðarins hefur svo sannar- lega ekki verið neinn dans á rósum. t byrjun átti hann við að etja rótgróna vanmáttarkennd neytenda gagnvart innlendri fram- leiðsiu, sem oft var svo mögnuð að fyrirtækin urðu að duibúa fram- leiðsluna, seija hana undir útlendum nöfnum, svo að litið væri við henni, og jafnhliða átti hann að mæta tregðu og skilningsleysi stjórnvaida á þýðingu þessa nýja þáttar I framleiðslu þjóöarinnar. tslenzk stjórnvöld virðast aldrei hafa skiiiö þá staðreynd að inn- lendur iðnaður hlýtur að veröa snar þáttur I menningar- og sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar. Þar við bættist svo andúð hinna gömlu heföbundnu atvinnuvega, fiskframieiðslu og landbúnaðar, sem fannst þessi nýja atvinnugrein vera að ræna sig þvi vinnuafli sem þeir einir ættu rétt á.” Samkeppni við erlenda auðhringa Björn segir ennfremur: „Öhjákvæmilega hafa þessir erfiðleikar sett mark sitt á iðnaöinn. Sá þröngi stakkur, sem honum hefur frá öndverðu verið skorinn, hefur heft eðlilega þróun hans, en þrátt fyrir alla þessa erfiðleika hefur hann með hverju ári orðið veigameiri þáttur I framleiöslu okkar og það svo, að nú neitar þvi enginn, I orði, að hann sé einn af höfuðatvinnuvegum okkar. Það væri þvi háskaleg blindni ef þröngsýn verðlagsyfirvöld þrengdu svo kosti iðnfyrirtækja, sem standa I harðri samkeppni við erlenda auðhringa, að þau yrðu neydd til aðhætta starfsemi og loka. Værum við ekki með þvi að gerast sjálfboðnir trosberar erlendra stórfyrirtækja?” Þ.Þ. Port Vale aftur á flot Gsal—Reykjavik — Brezki togarinn Port Vale, sem strand- aði við Lagarfijótsósa um siðustu helgi, náðist út rétt fyrir mið- nætti á miðvikudag. Skip land- helgisgæzlunnar, Ægir og Arvakur, drógu skipið á flot. Farið var með brezka togarann til Seyðisfjarðar. Fyrr um daginn höfðu varð- skipin reynt að ná togaranum á flot, en þá slitnaði festing i tog- aranum. Þó bar sú tilraun þann árangur, aö skipið færðist út stað, og var þá sýnt, að takast myndi að ná skipinu á flot. Beðið var miðnæturflóðs, og tiu minútum fyrir tólf náðist skipið út, og var þá haldið til Seyðis- fjarðar. Port Vale mun ekki vera mjög mikið skemmdur. Sjór hefur þó komist I vélar og tæki.og þvi mun þurfa að taka vélarnar upp og yfirfara, og talið er, að það geti orðið æði kostnaðarsamt. Norskur dráttarbátur er á leiðinni til landsins, og mun hans verkefni vera að draga brezka togarann út til heimahafnar i Grimsbý. Geir flytur stefnuskrár- ræðuna á þriðjudaginn OO—Reykjavik — Fjárlaga- Vikuna 17. til 23 nóv. falla þing- frumvarpið, sem lagt var frain á störf niður að mestu, en flokks- þingi I gær, verður tæpast tekið til þing framsóknarmanna verður umræðu fyrr en 11. nóv. n.k. háð mánudag og þriðjudag i Engir þingfundir verða i dag, en á þeirri viku og þing Alþýðubanda- mánudag verður kosið í nefndir lagsins á fimmtudag og föstudag i og Norðurlandaráð. A þriðjudag sömu viku. Þá heldur Alþýðu- flytur Geir Hallgrímsson stefnu- flokkurinn fundi 15. og 16. nóv. skrárræðu sina, og verður henni og umræöum um hana útvarpað. Þingstörf munu siðan falla niður að mestu um skeið. Dagana 7. og 8. nóv. verður þing Noröurlandaráðs haldið i Ala- borg, og munu Geir Hallgrimsson forsætisráðherra og Einar Agústsson utanrikisráðherra sækja þingið, og auk þeirra sex þingmenn, sem kosnir verða á mánudag. Um svipað leyti munu fjórir þingmenn sækja þing- mannafund Nato, sem haldinn verður i London um sveipað leyti. ASÍ þingar um helgina ALÞÝÐUSAMBAND Islands heldur um helgina sambands- stjórnarþing, þar sem rösklega sextiu fulltrúar koma saman til þess að ræða kjaramálin. Mikill fjöldi verkalýðsfélga hefur sem kunnugt er sagt lausum samn- ingum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.