Tíminn - 22.11.1974, Blaðsíða 20

Tíminn - 22.11.1974, Blaðsíða 20
Föstudagur 22. nóvember 1974 Tíminner penlngar Au^ýsitf iTUnamisii fyrirgódan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS HORNA ÁMILLI MAKARIOS SNÝR AFTUR NTB-Moskvu. Fundur þeirra Gerald Fords og Leoníd Bresj- nefs, sem haldinn veröur i sovézku borginni Vladivostok um næstu helgi veröur án efa i sögunni nefndur „Vladivo- stok-fundurinn”. Ibúar Vladivostok eru um hálf milljón talsins. t borginni er flotalægi, en auk þess er þar heimahöfn allstórs verzlunar- og fiskiskipaflota. Járnbraut- in fræga, sem á sinum tima var lögö þvert yfir Siberiu, nær til Vladivostok. Ekki er búizt við, að Ford forseti sjái mikiö af borginni, en fáir erlendir ferðamenn hafa gist hana. Stór hluti hennar er lokaöur allri um- ferð. Ford er væntanlegur til Vladivostok á hádegi á morgun, ásamt föruneyti sinu, er telur u.þ.b. 150 manns. Bresjnef aðalritari tekur á móti forsetanum á flugvellin- um. (Bresjnef er þegar kom- inn til Vladivostok.) Annað kvöld býður Bresjnef til mikillar veizlu til heiðurs Ford, en búizt er við, að for- setinn og fylgdarlið haldi heimleiðis til Bandarikjanna siðdegis á sunnudag. NTB/Reuter-Hull. Sérstök rannsóknarnefnd, sem hefur til athugunar afdrif brezka togarans Gaul visaöi i gær á bug öllum hugmyndum um, aö togarinn heföi veriö tekinn af Sovétmönnum sem njósnaskip og færður til hafnar f Sovét- rikjunum. Togarinn hvarf i febrúar i fyrravetur með allri áhöfn einhvers staðar á milli Bjarnareyjar og Nordkap . Rannsóknarnefndin telur sannað, að Gaul hafi farizt i fárviðri, er geisaði á þessum slóðum um sama leyti. t skýrslu nefndarinnar seg- ir, að liklegast hafi stór alda riðið yfir togarann og lagt hann á hliðina. Svo skjótt hafi þetta orðið, að timi hafi ekki gefizt til að senda út neyðar- kall. Ættingjar þeirra, sem nú eru taldir af, hafa haldið þvi fram, að togarinn hafi veriö færöur til hafnar i Sovét- rikjunum, þar sem áhöfn hans sé enn á lifi. NTB /Reuter-Salis- bury/Lusaka. Til bardaga kom milli hersveita frá Ródesiu og Zambiu i fyrradag. Sveitirnar böröust á landa- mærum rikjanna tveggja — i Kazungula, sem er i vestur- hluta Ródesíu, þar sem landa- mæri Botswana, Ródesiu og Zambiu iiggja um Zambezi- ána. Talsmaður Ródesiustjórnar skýrði frá átökunum i gær. Hann sagði, að hersveitir frá Zambiu hefðu hafið skothríð aö hermönnum Ródesiu án nokkurs tilefnis. Tjón á mönn- um og munum i átökunum var ekki teljandi, að sögn tals- mannsins. t tilkynningu frá Zambiu- stjórn, sem gefin var út i gær, sagði, að þrir hermenn úr her landsins hefðu beðið bana, er bifreið þeirra ók á jarð- sprengju við landamæri Ródesiu. Fimm hermenn til viöbótar særðust. Frekari upplýsingar um slysið voru ekki gefnar af hálfu yfirvalda i Zambiu. Siðan landamærum Ródesiu og Zambiu var lokað i janúar 1973 hefur oftsinnis komið til átaka á landamærunum: Her- sveitir frá Ródesiu og Zambiu hafa skipzt á skotum yfir Zambezi-ána. Þá hafa fall- byssubátar frá Suður-Afriku, sem verið hafa á sveimi um ána að undanförnu, orðið her- mönnum frá Zambiu að skot- spæni. NTB/Reuter—London. Glafkos Klerides, sem nú gegnir forseta- embætti á Kýpur, sagöi i gær, aö Makarios erkibiskup, fyrrum for- seti á eynni, sneri aftur til Kýpur Markarios erkibiskup — e.t.v. strax I byrjun desember — til aö taka viö forsetaembætti á ný- Klerides sagði ennfremur, að Makarios færi liklega til Aþenu i næstu viku til viðræðna við hina nýju grlsku rikisstjórn um vanda- mál griskumælandi manna á Kýpur. Makarios var sem kunnugt er hrakinn af forsetastóli I byltingu um miðjan júli. (Byltingin leiddi svo til innrásar Tyrkja á eyna). Makarios hefur allt frá þeim tima dvalizt i útlegð, en hann nýtur mikilla vinsælda meöal grísku- mælandi ibúa eyjarinnar, sem eru um 4/5 hluti af öllum ibúum hennar. Klerides viðhafði fyrrgreind ummæli á fundi meö fréttamönn- um, en áður hafði hann rætt við Makarios daglangt. I dag eru svo fyrirhugaðar viöræður hinna tveggja leiðtoga Kýpurbúa við James Callaghan, utanrikisráð- herra Bretlands, um Kýpur- vandamálið. Ný stjórn í Grikklandi Franska stjórnin hefur komizt yfir fyrsta þröskuldinn: Verkföllin í Frakk- Franskur póstmaður merktur I bak og fyrir. Póstmenn, sem staðið hafa I fylkingarbrjósti verkfallsmanna i Frakklandi, hafa nú sumir hverjir látiö undan siga. landi í rénum NTB/Reuter-Paris. í gær bólaði I fyrsta sinn á uppgjöf i rööum verkfallsmanna I Frakklandi: Þeir verkamenn, sem annast gatna- og sorphreinsun, hófu þá vinnu. Mikiö magn sorps haföi safnazt saman á götum höfuö- borgarinnar og var orðinn megn óþefur af þvi. Fulltrúar gatna- og sorp- hreinsunarmanna sátu á fundum með fulltrúum rikisstjórnarinnar I gærmorgun. Að þeim loknum ákváðu þeir að aflýsa verkfalli. Deila þessi, sem nú hefur leystst, hefur verið ein sú harðasta af öll- um þeim deilum, er leitt hafa til öldu verkfalla i F.rakklandi aö undanförnu — öldu, er reis hæst á þriðjudag, þegar efnt var til alls- herjarverkfalls. Starfsmenn gas- og rafmagns- orkuvera afboðuðu áður áformað verkfall i gær, en stjórnin hafði áður gefið fyrirheit um verulegar kjarabætur til handa opinberum starfsmönnum. Umferð járnbrauta var með eðlilegum hætti I gær eftir stopul- ar járnbrautasamgöngur fyrr I vikunni. Jafnvel starfsmenn póstsins, sem staðið hafa i broddi Framhald á 19. siðu DÓMSÁTT í MÁLI SKIP- STJÓRANS Á NEWBY WYKE Gsal-Reykjavik. t gærmorgun kom varöskip aö brezka togaran- um Newby Wyke rétt utan viö höfnina á Seyðisfirði og var togarinn meö óbúlkuð veiðarfæri. Astæðan fyrir þvl aö togarinn lagöist ekki að bryggju, var sú, aö skipstjórinn gleymdi skips- skjölunum I Knglandi og haföi annar togari verið beðinn fyrir þau tii islands. Fóru menn af þeim togara á litlum báti út til Newby Wyke, en slikt brýtur i bága við lög um tolleftirlit. Var skipstjóri Newby Wyke kærður og var máliö tekiö fyrir hjá sýslumanninum á Seyðisfirði I gærdag. Lauk málinu með dómsátt, þ.e. málssókn látin Framhald á 19. siðu NTB—Aþenu. Ný rlkisstjórn tók formlega viö völdum I Grikklandi I gær — sú fyrsta, sem nýtur lýö- ræðislega kjörins þingmeirihluta, um langt árabil. Ráðherrar hinnar nýju stjórnar unnu embættiseið I gær að við- stöddum forseta landsins, Faedon Gizikis, og æðsta manni grisk kaþólsku kirkjunnar, Sere- fim erkibiskupi. Stjórnin styðst við traustan meirihluta i griska þinginu eða 220 af 300 þingmönnum, en Konstantin Karamanlis, sem I gær sór embættiseið sem for- sætisráðherra, vann sem kunnugt er glæstan sigur I þingkosningun- um um fyrri helgi. Fjöldi erfiðra úrlausnarefna biöur hinnar nýju stjórnar. 8. desember n.k. fer fram þjóðarat- kvæðagreiðsla i Grikklandi um framtiö konungdæmis i landinu. Daginn eftir kemur nýkjörið þing saman i fyrsta sinn, til að setja landinu nýja stjórnarskrá á grundvelli úrslita I þjóðarat- kv æða greiðslunni. Grlsk blöð spá þvi, að stjórnin grlpi til róttækra ráðstafana til að koma efnahag Grikklands á rétt- an kjöl. (Efnahagur landsins hef- ur að undanförnu verið mjög bág- borinn). Bankar keyptu stolnar ávísanir Gsal-Reykjavik. Ung stúlka varö fyrir þvl óláni aö tapa veski slnu, er hún var stödd I skemmtistaðn- um Klúbbnum s.l. fimmtudags- kvöld. I veskinu var ávisanahefti frá Austurbæjarútibúi Lands- bankans. Sá, sem komizt hefur yfir veskiö er búinn aö leysa út tvær ávisanir, báöar aö upphæö 45.000. kr. og voru þær leystar út I bönk- um síöari hluta s.I. föstudags. Þjófurinn hefur á einhvern hátt komizt yfir stimpil frá fyrir- tækinu Cltimu, eöa falsaö stimpil meö þvl nafni, — og þvi er liklegt aö stimpillinn hafi átt mikinn þátt i þvi, hversu auðveldlega þjófn- um gekk aö fá kaupanda aö ávisunum. Ærin ástæða er til að vara fólk viö aö kaupa ávisanir séu þær á einhvern hátt grunsamlegar og krefjast nafnskirteina þegar þær eru keyptar — sérstaklega þegar um jafn háar upphæðir er að ræða, og i þessu tilviki. Stimplar eru engan veginn örugg sönnun þess að ávisanir séu ófalsaðareins og þetta dæmi ber með sér, og i þessu tilviki hefur stimpillinn sennilega villt banka- fólkinu sýn og það talið að ekki væri ástæða til að krefjast nafn- skirteins eða annarra persónu legra skilrikja. Avisanaheftið sem stúlkan týndi var með ávisunum nr. 316351- 316375 og telur stúlkan, að hún hafi sjálf verið búin að nota 7 ávisanablöð, þegar hún týndi veskinu. Sögusýningunni lýkur um helgina BH—Reykjavík. — Sögusýning- unni lýkur nú um helgina, og hefur aðsókn verið vaxandi og mjög góð upp á siðkastið. Siðast- liðinn þriðjudag komu hátt á ann- að þúsund manns á sýninguna, en þá var sýnd myndin „Eldur i Heimaey” eftir Ósvald og Vil- hjálm Knudsen. Myndin var sýnd fjórum sinnum, og vakti hún mikla hrifningu áhorfenda. Myndin verður sýnd. i kvöld, föstudagskvöld, vegna fjölda áskorana og verða það siðustu sýningar á myndinni að þessu sinni. Litskuggamyndir Gunnars Hannessonar hafa einnig notið mikilla vinsælda á sýningunni, og sýnir hann um þessar mundir aðallega myndir frá Vatnajökli og fleiri stöðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.