Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 64
G amlar heimildir segja lítiðum tjón af völdum eldgosafram á seinni hluta miðalda. Við vitum fátt um hvað gerðist „í mannheimum“ í Eldgjárgosi um 934 (stærra gos en Skaftáreldar), stóru Heklugosi um 1104 eða miklu gosi Öræfajökuls 1362. Vissulega hefur orðið tjón á gróðurlendi fyrr á tím- um, bæir lagst af og manntjón orð- ið. Slíkt verður seint metið til fulls og víst að miklu fleiri hafa farist á sjó eða í snjóflóðum og við skriðu- föll hér á landi en vegna beinna áhrifa eldgosa, t.d. gjóskufalls, gjóskuhlaupa, vatns- og eðjuflóða eða hraunrennslis. Mesta mannfall sögunnar sem rekja má til áhrifa eldvirkni varð í Skaftáreldum á 18.öld. Þá brást uppskera, búpeningur féll og þús- undir dóu í hungursneyð sem fylgdi eldgosinu fyrir austan. Hér er á þetta minnst, ekki vegna þess að menn viti af eða spái yfirvofandi stóráföllum vegna eldsumbrota, heldur til að minna á að Íslendingar hafa sloppið furðuvel við slíkt sl. tvær aldir, að eldgosinu á Heimaey 1973 frátöldu. Full ástæða er til að vinna vel að gerð viðbragðaáætlana vegna eldgosahættu, eins og nú er gert, og halda áfram að efla og bæta mæla- og viðvörunarkerfi vegna eldgosa og jarðskjálfta. Katla sækir í sig veðrið Líkt og alþjóð veit er Katla að kom- ast í ham. Hún er stór megineldstöð með öskju, svipaðrar ættar og t.d. Grímsvötn og Dyngjufjöll með Öskju. Flestum er fullkunnugt um þau atriði sem jarðvísindamenn fylgjast með eystra og hvaða merki eru augljós um að eldstöðin sækir smám saman í sig veðrið; og nú hraðar en fyrir 2-3 árum. Fjölmiðlar hafa gert þessum atriðum ágæt skil. Um tuttugu Kötlugos á sögulegum tíma benda til þess að eldstöðin sé þeirrar tegundar að hún gjósi jafn- an einu sinni til tvisvar á öld, að óbreyttu. Mælingar sýna m.a. eftirfarandi meginstaðreyndir: -land rís í eldstöðinni; færist upp og út til hliðanna -nær stöðug skjálftavirkni er einkum austanvert í öskjunni og undir Goðabungu vestan við hana -aukinn jarðhiti kemur fram víða í jöklinum. Gangur mála í Kötlu varð til þess að nú hefur verið unnið að endur- skoðun hættumats vegna umbrota í eldstöðinni. Hópur sérfræðinga hef- ur unnið að nýju mati sem tekur m.a. til jökulhlaupa til vesturs og umbrota í Eyjafjallajökli. Nokkrar sk. Kötlustefnur undanfarin ár hafa verið vettvangur jarðvísindamanna til að skýra frá nýjum rannsókna- niðurstöðum varðandi Kötlu og þeir hafa einnig birt greinar um þær, m.a. nærri heilt hefti tímaritsins Jökuls. Er hér stuðst við upplýsing- ar úr öllu þessu starfi. Túlkun gagna, forsagnir og spár Mæligögn og þekking jarðvísinda- manna á forsögu Kötlu, á hegðun megineldstöðva, á legu kvikuhólfs undir Kötlu, jarðskjálftavirkni og fleiru heimila túlkun á eðli og hegð- un eldfjallsins og líka túlkun á at- burðarás síðustu ára. Við túlkunina kemur t.d. í ljós að fram fer kviku- söfnun í kvikuhólfi eldfjallsins á fremur litlu dýpi í jarðskorpunni. Spenna eykst í þunnu þaki hólfsins. Kvika hefur skotist upp í jarð- sprungur í smáum stíl (innskota- virkni), jafnvel náð upp á yfirborð í afar stuttu gosi (vatnshlaup úr Sól- heimajökli 1999). Kvikumassi virðist rísa vestan í eldfjallinu, undir Goða- bungu. Í ljósi túlkana og sérþekkingar velta jarðvísindamenn upp ólíkum möguleikum á atburðarás, bæði fram að eldgosi og eftir að umbrot hefjast. Þær má kalla forsagnir eða forspár. En efnið leyfir líka að menn reyni að tímasetja næstu umbrot og rekja í grófum dráttum líklegasta gang eld- goss þegar það verður. Þetta eru eig- inlegar spár. Þær eru varfærnar og spanna vítt í fyrstu (langtímaspár, taldar í árum) en verða jafnan ná- kvæmari og þrengri þegar nær dreg- ur umbrotum og mæligögn benda með skýrari hætti til yfirvofandi jarðelds (skammtímaspár, taldar í klukkustundum eða e.t.v. sólarhring- um). Svipað spáferli gildir eftir að eldgos er hafið; hægt er að segja að nokkru fyrir um framvindu umbrota, bæði til langs og skamms tíma. Ávallt fyrirvarar Við túlkun mæligagna og gerð for- sagna eða spáa gætir fyrirvara. Ástæðan er einföld: Víðtækar mæl- ingar á virkni í Kötlu og afhjúpandi kannanir á eðli hennar hafa ekki far- ið fram nema í 1-2 áratugi. Af fyrri gosum eða undanfara þeirra eru að- eins til lýsingar sjónarvotta. Enn fremur hefur forsöguleg gossaga Kötlu ekki orðið sæmilega ljós fyrr en á síðstu 5-10 árum. Minnstur er fyrirvarinn á kvikusöfnun og land- lyftingu sem fyrr var lýst. Eldfjallið er óumdeilanlega að tútna út. Það er harla öruggur undanfari goss nema ef útþenslan hættir skyndilega og jafnvægi kemst á í undirlögum fjallsins. Til þess bendir ekkert á þessari stundu. Einna mestur fyrir- vari er á túlkun gagna sem benda til rísandi kvikumassa undir Goða- bungu. Engu að síður eru verulegar líkur á að um „bólu“ úr súrri kviku sé að ræða eins og kom fram í fyrra og nú síðast í viðtali Morgunblaðsins við Pál Einarsson þann 29. nóv. Hið mögulega, líklega og hið senni- legasta Eitt er að rýna í mæligögn frá eld- fjöllum og túlka atburðarás samtím- ans út frá þeim eða nefna ýmsa möguleika varðandi hana og sjálf eldgosin (setja fram forsögn) en annað að spá beinlínis umbrotum á grunni gagnanna. Hér er hnykkt á þessu því allmargir virðast ekki gera greinarmun á forsögnum eða upptalningu á möguleikum og svo aftur spám. Svo virðist sem stund- um líti menn á forsagnir og upptaln- ingu á möguleikum sem trúverðuga spá eða jafnvel óhjákvæmilega at- burðarás. Mikilvægt er að greina þarna á milli, þ.e. taka fyrirvara sérfræðinga gilda og líta á endur- teknar og æ nákvæmari spár sem ferli en líta á forsagnir sem ólíka möguleika og mislíklega atburði. Oftast minna jarðvísindamenn á hvað þeir telja líklegra en annað eða jafnvel líklegast. Að þessu sögðu og vegna fyrir- vara í ljósi gossögunnar, ólíkra túlk- unarmöguleika og vegna þess að okkur skortir hliðstæður að líta til ætti að liggja í augum uppi að lang- tímaspá um upphaf goss í Mýr- dalsjökli verður varla nákvæm í bráð. Öðru máli gæti gegnt um skammtímaspá um upphaf goss. Spár um framvindu umbrota eru aftur á móti vart nothæfar fyrr en umbrot eru hafin. Ávallt ber svo að hafa í huga að gosspár eru ferli þar sem ná- kvæmni getur aukist þegar nær dregur atburðinum eða atburðarás hefur hafist, séu menn vakandi og mæligögn næg, líkt og á við um veð- urspár. Loks verður að muna að nær allar spár eru þess eðlis að þær geta verið rangar. Möguleg atburðarás – forsagnir Jarðvísindamenn velta upp mögu- leikum (forsögnum) sem hér segir varðandi Kötlu, Goðabungu og Eyja- fjallajökul: Vaxandi kvikuþrýsting- ur undir Kötluöskjunni merkir, ef að líkum lætur, að fyrr eða síðar brýst kvika upp innan eða utan öskjunnar. Líklegast er að það gjósi innan öskj- unnar (hún er um 100 ferkm). Þá ryðst dökk basaltgjóska upp úr jökl- inum í miklu magni, jökulhlaup fylg- ir og ber fram viðbótargjósku. Slíkt gos er öflugast fyrstu sólarhring- ana. Ef að líkum lætur (og þeim minni en hvað Kötlu varðar) nálgast kvika (líklega ísúr eða súr) yfirborð jarðar á Goðabungu. Það getur þýtt að gjóskugos verður og einnig að hraungúll vex í jöklinum. Ekki má samt útiloka að kvikan sé „venjuleg“ og að þarna geti komið upp eldvirkni lík hefðbundnum gjóskugosum Kötlu eða jafnvel að kvikumassinn stöðvist og storkni neðanjarðar. En hvað svo sem gerist eldsættar undir jökulþekju, hlýtur jökulhlaup að brjótast fram úr jöklinum; öflugast ef gosið kemur upp á langri sprungu innan öskjunnar þar sem jökulís er þykkastur. Gos í Kötluöskjunni og í Goðabungu kunna að verða á svipuð- um tíma en einnig gæti alllangur tími liðið á milli þeirra (mældur í mánuðum eða árum). Eyjafjallajökull gæti gosið aftur á svipuðum tíma og Katla og þá belgt úr sér gjósku og/eða hrauni. Við allar þessar forsagnir vakna mikilvægar spurningar: Hvenær gerist þetta, í hve miklum mæli og hvernig verður líklegasta atburða- rásin? Spárnar taka einmitt til þess alls, þegar forsögnum sleppir. Hvað gerist – og hvenær? Um þessar mundir heyrast spár um gosupphaf eins og og þær að Kötlu- gos hefjist innan 3 til 5 ára. Þær töl- ur þykja mönnum sennilegastar í bili. Sjálfur hef ég sett fram lægri töluna. Slík spá getur verið sú eina sem fæst fram sett þar til skömmu fyrir gos. Í flestum tilvikum má gera ráð fyrir að nokkuð skýr merki þess að komið sé að gosi birtist vart fyrr en klukkustundum eða fáeinum sólarhringum fyrir gosupphaf. Um atburðarásina fram að eldgosi og í því setja jarðvísindamenn að svo komnu máli fremur fram forsögn en eiginlega spá. Ákafari og m.a. sí- fellt grynnri jarðskjálftavirkni, stórir skjálftar, hraðara landris en verið hefur og svo snöggt landsig eru meðal þess sem boðar gos. Gos- órói á skjálftamælum kemur fram þegar kvikan hefur sína orrustu við ísinn sem ofan á liggur. Þá sést mjög fljótt til sigdældar á yfirborði jökulsins. Síðan líða fáar klukku- stundir, ef marka má lýsingar á síð- ustu Kötlugosum, þar til þeytigos sést á yfirborði jökulsins, en sú tímalengd fer eftir ísþykkt og gos- efnaframleiðslu, og á svipuðum tíma hefur hlaup náð að brjótast undan jökli. Gosmökkur getur risið í 10-20 km hæð – jafnvel hærra. Að- dragandi og fyrirvari umbrota ná- lægt Goðabungu kann að vera svip- aður og það sem gildir um eiginleg Kötlugos en erfiðara er að fjalla um það sem á eftir fer. Mælt landris og aukin skjálfta- virkni í Eyjafjallajökli o.fl. ættu að heimila spár um eldgos þar. Hve stórt gos – hve langt? Sögulegu Kötlugosin hafa mörg hver verið nokkuð stór, miðað við gosefnamagn, en misöflug. Nokkur má hiklaust telja í flokki með Heklugosinu 1947, t.d. gosið 1918, en gosið 1755 var þeirra stærst og mest. Fáein gosanna voru minni en þessi meðalstóru. Flest Kötlugos verða að teljast alvarlegir atburðir. Þau standa jafnan í fáeinar vikur eða fáeina mánuði og líða hjá í nokkrum hrinum. Ekki er unnt að segja fyrir um stærð næsta Kötlu- goss en mestar líkur eru á að það sverji sig í ætt við hin. Fari svo má búast við vandræðum vegna þess, einkum í samgöngum í lofti og á landi, og tjóni á gróðurlendi en það er jafnan tímabundið. Eldingar geta valdið tjóni en þeim má verjast með einföldum eldingavörum á bygging- um. Ekki er leið, hér og nú, til að spá lengd slíks goss; aðeins hafa fyrri gos sem viðmið. Hvers kyns frávik eru auðvitað möguleg. Um hugsan- legt gos súrra efna í Goðabungu er enn minna að segja í spáskyni. Nái kvikan til yfirborðs gæti hafist svo- kallað tróðgos en í þeim hrúgast upp mjög seig kvika á gosstað (hraungúll) með tilheyrandi, slitr- óttum gjóskugosum. Gjóskufall get- ur náð hámarki bæði snemma og seint í slíkum gosum. Gjóskumagn- ið verður jafnan ekki mjög mikið en umbrotin geta staðið lengi og hraungúll vaxið afar hægt, svo árum nemi. Frávik eru einnig möguleg í þessum efnum. Nokkrar jarðmyndanir á Kötlusvæðinu og um einn tugur súrra gjóskulaga segja til um að svona gosvirkni megi teljast þar þekkt. Ekkert þess- ara laga bendir þó til þess að gosin hafi verið mjög öflug og súrir gúlar í eldfjallinu eru fremur smáar myndanir. Dæmi eru um að miklar sprengingar hafi orðið nýlega við gos sem þessi í útlöndum en þó fremur sjaldan miðað við hve gosin 48 18. desember 2004 LAUGARDAGUR Katla – þú ert kyndugt fjall Katla er að komast í ham og vísindamenn sem aðrir eru að búa sig undir afleiðingar gossins. Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur veltir hér fyrir sér dyntum þessarar umtöluðustu eldstöðvar Íslands. KÖTLUGOSIÐ 1918 Kötlugos eru flest stór á íslenskan mælikvarða. Þau eru orðin 20 frá því að land byggðist. Ljósmyndina tók Kjartan Guðmundsson. ÓGURLEGIR JAKAR Talið er sennilegast að hámarksrennsli Kötluhlaupa sé á bilinu 100 þúsund til 300 þúsund rúmmetrar á sekúndu, eða allt að þreföldu rennsli Amazon-fljóts- ins. Myndin er tekin eftir Kötluhlaupið 1918. Ljósmyndina tók Kjartan Guðmundsson. 64-65 (48-49) Katla 17.12.2004 14.46 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.