Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.01.2005, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 22.01.2005, Qupperneq 2
HEILBRIGÐISMÁL Íslenskir karlmenn sækja í hormónameðferð svo að þeim gangi betur að takast á við það breytingaskeið sem þeir ganga í gegnum á miðjum aldri, að sögn lækna sem Fréttablaðið hefur rætt við. „ Þ e t t a læknisfræði- lega heil- kenni, sem e i n k e n n i s t meðal ann- ars af þ r e y t u , f r a m t a k s - leysi, jafnvel depurð og þunglyndi og „gráum fiðr- ingi“, hefur verið kallað „andropos“ eða breyt- ingaskeið karla,“ sagði Guðjón Haraldsson, þvagfæra- og skurð- læknir, einn þeirra lækna sem fást við karlalækningar. „Þetta kemur einmitt á þeim árum sem miklar breytingar verða á félags- legri stöðu. Nær fimmtugu líta karlar gjarnan til baka, búnir að ljúka ákveðnum hluta af sínu ævi- verki. Þeir hafa kannski verið í föstu sambandi alla sína tíð, börn- in farin að heiman og þeim finnst kannski að þeirra hlutverk sem fyrirvinnu heimilisins hafi sett niður.“ Guðjón sagði vitað að testó- sterónmagnið í blóði karla minnk- aði með nokkuð jöfnum takti frá kynþroskaaldri. Áttræðir karl- menn væru til dæmis með mjög svipað kynhormónamagn eins og strákar fyrir kynþroska. Mörgum liði betur eftir að þeim hefði verið gefið karlkynhormón. „Nokkuð er um að karlar fái kynhormón,“ sagði Guðjón. Hann segir þetta vera langtímameð- ferð, til dæmis með sprautum á mánaðarfresti, og eins eru til hormónaplástrar og testósteróng- el, sem smurt er á upphandlegg, bak eða læri, og er það gert dag- lega. Stutt er í nýtt lyfjaform, sem er forðahylki, sem gefið er á 3ja mánaða fresti. Bæði minnkuð kyngeta og kynáhugi tengjast minnkuðu magni af kynhormóni. Þegar það dalar er það almennt viðbragð að menn missa áhuga og þá um leið getuna. „Það hefur verið fullyrt í blaðagreinum að pcb og önnur umhverfisefni sem eru til dæmis afleiðingar af plast- og olíuiðnaði, efni sem brotna mjög hægt niður og geta safnast fyrir í líkaman- um, hafi áhrif á hreyfanleika sæðisfrumna og valdi ófrjósemi. Það er vitað að þetta hefur áhrif á hreyfanleika sæðisfrumna, en ég hef ekki séð þessar fullyrðingar staðfestar með tölum eða rann- sóknum,“ sagði Guðjón. jss@frettabladid.is 2 22. janúar 2005 LAUGARDAGUR Afsökunarbeiðni í New York Times: Ekki minnst á Gallup STJÓRNMÁL Auglýsing Þjóðarhreyf- ingarinnar þar sem íraska þjóðin er beðin afsökunar á stuðningi ís- lenskra stjórnvalda við innrásina í Írak birtist í New York Times í gær. Auglýsingin birtist á blað- síðu 17 í aðalblaðinu. „Hún er á mjög góðum stað á hægri síðu, ná- lægt leiðaraopnuninni,“ segir Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar. Í upphaflegum texta auglýs- ingarinnar sem birst hafði í ís- lenskum fjölmiðlum var skírskot- að til að 84% Íslendinga hefðu sagst styðja að nafn Íslands væri máð af lista hinna viljugu þjóða í nýlegri könnun Gallup. Gallup er hins vegar ekki nefnt á nafn í auglýsingu sem birtist í New York Times í gær. Gallup hafði í yfirlýsingu bent á að ekki mætti nota niðurstöður úr Þjóðar- púlsinum í auglýsingum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra seg- ir að hann fagni því að þessum kafla í íslenskum stjórnmálum sé lokið. „Fyrr á árum var gengið frá Keflavík til Reykjavíkur til að mót- mæla varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna, nú er birt auglýs- ing í The New York Times.“ - ás Karlar sækja í hormónameðferð Íslenskir karlar fara í síauknum mæli í kynhormónameðferð þegar þeir fara að kenna einkenna breytingaskeiðsins. Þau eru helst þreyta, framtaksleysi og depurð, jafnvel þunglyndi, sem og minnkandi áhugi og geta til kvenna. Hollensk kona: Unir dómi DÓMSMÁL 27 ára hollensk kona, sem var í Héraðsdómi Reykjavík- ur dæmd í eins árs fangelsi fyrir kókaínsmygl í nóvember síðast- liðnum, hefur ákveðið að una dómnum. Hún ákvað að áfrýja ekki dómnum þar sem hún yrði hvort sem laus úr haldi þegar niður- staða kæmi úr Hæstarétti en út- lendingar þurfa aðeins að sitja inni helming refsingarinnar. Hún smyglaði innvortis 235 grömmum af kókaíni og afhenti þau íslensk- um manni á hóteli í Reykjavík eft- ir að hafa náð efnunum úr líkama sínum. Þau voru bæði handtekin á hótelinu. - hrs Þjóðleikhúsið: Hilmir Snær hættir LEIKHÚS Hilmir Snær Guðnason sagði upp föstum samningi sínum við Þjóðleikhúsið í byrjun vetrar, eftir rúma ára- tuga fastráðn- ingu. Á þeim tíma hefur hann leikið fjölmörg burðar- hlutverk í leikrit- um hússins. Hilmir segir uppsögnina ekk- ert með Tinnu Gunnlaugsdóttir, núverandi leik- hússtjóra, að gera, enda hafi hann sagt upp áður en ljóst var hver tæki við leikhúsinu. „Ég er bara aðeins að losa mig um, en mun klára þennan vetur.“ Næsta haust mun hann setja upp sýningu ásamt Stefáni Baldurssyni, auk þess segir hann að möguleiki sé á að hann fái verkefni erlendis. „Það er þó ekki loku fyrir það skotið að ég leiki áfram í Þjóðleikhúsinu.“ - ss Þrír menn ákærðir: Veiddu 116 tonn án kvóta LÖGREGLUMÁL Ríkislögreglustjóri hefur höfðað opinbert mál gegn þremur mönnum fyrir að hafa á tímabilinu 3. september 2001 til 27. mars 2002 gert skip út frá Ólafsvík án veiðiheimilda og veitt rúmlega 116 tonn af þorski. Þeim er einnig gefið að sök að hafa veitt ufsa, löngu, skarkola, þykkvalúru, keilu og steinbít um- fram aflaheimildir skipsins. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness og krefst Ríkislög- reglustjóri þess að mennirnir verði dæmdir til refsingar. ■ SPURNING DAGSINS Jón, ertu svekktur yfir að hafa tapað titlinum? „Ég er alveg miður mín og þarf greini- lega að vera duglegri í ræktinni.“ Jón Ólafsson tónlistarmaður var kosinn kyn- þokkafyllsti karlmaður landsins af hlustendum Rásar tvö í fyrra en í gær hreppti Frosti Reyr Rúnarsson þennan eftirsóknarverða titil.                                                              Jón Gunnar Hannesson læknir: Ráðleggur breyttan lífsstíl HEILBRIGÐISMÁL Mikilvægt er að hlusta á karla sem hafa einkenni minnkandi karlhormóns og breytingaskeiðs og gefa þeim góð og lífsstílsbreytandi ráð, segir Jón Gunnar Hannesson heimilis- læknir. Hann hefur fengist við að hjálpa körlum sem hafa átt við andleg og líkamleg vandkvæði að stríða vegna umræddra ein- kenna og þeim vanda- málum sem því fylgja. „Þar kemur ýmis- legt í ljós, bæði andlegt og líkamlegt, einkum þó það að karlar minnka mjög fram- leiðslu á antrogen- hormónum, testoster- oni fyrst og fremst þeg- ar þeir komast yfir 40 – 45 ára aldur,“ sagði Jón Gunnar. „Undir þeim kringumstæðum getur ýmislegt siglt í kjölfarið, sér- staklega hvað varðar andlegu hliðina. Karlar verða framtaks- lausir og jafnvel þunglyndir. Við erum ekki minnst að huga að þessum þætti.“ Jón Gunnar sagði að blöðruhálskirtisvanda- mál væru býsna algeng. Þau gætu verið tengd kynsjúkdómaslysum sem gerðu blöðruháls- kirtissvæðið við- kvæmara, en einnig fylgjandi hækkandi aldri. „Þetta erum við farin að skoða, bæði með blóð- mælingum til að finna hugsanleg krabbamein, en fyrst og fremst með því að liðsinna körlum í vandamálum þeirra, til dæmis með hormónalyfjum.“ -jss HEIMILIS- LÆKNIRINN Jón Gunnar Hann- esson hefur í tölu- verðum mæli stundað karlalækn- ingar. GUÐJÓN HARALDSSON Vandamálin geta verið merki um að annað sé undirliggjandi, svo sem blöðruhálskrabbamein. BREYTINGASKEIÐIÐ Karlar fara á breytinga- skeið. Um heilbrigðis- mál karla hefur verið fjallað á ráðstefnum. HILMIR SEM HAMLET Hilmir Snær setur upp sýningu með Stefáni Baldurssyni næsta haust og stefnir á verkefni erlendis. AUGLÝSINGIN Í NEW YORK TIMES Þess krafist að Ísland verði tekið af lista staðfastra þjóða. KARPAÐ FYRIR FUND Finnbjörn Hermannsson, formaður Samiðnar, Ingvar Sverrisson, lögmaður Al- þýðusambandsins, og Þórarinn V. Þórarins- son, lögmaður Impregilo, ræðast hér við. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Bruninn í Hringrás: Skerpa þarf á reglum BRUNAVARNIR Skerpa þarf á þving- unarúrræðum sem slökkviliðs- stjórar geta gripið til í lögum ef slökkviliðsstjóri telur að um al- mannahættu sé að ræða. Þetta er meðal niðurstaðna í skýrslu sem Brunamálastofnun vann að beiðni umhverfisráðuneytis eftir brun- ann á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða í nóvember. Brunamálastofnun telur litlar líkur á að svipaðir atburðir gerist aftur en telur að fræða þurfi eig- endur atvinnufyrirtækja um eigin ábyrgð og auðvelda þeim að koma á innra eftirliti með brunavörn- um. - bs Starfsmenn: Allir jafnir séu lög virt KÁRAHNJÚKAR Ekki verður óskað eftir undanþágu frá íslenskum lögum til að auka samkeppnis- hæfni Íslendinga að störfum á Kárahnjúkum. Slíkt er þekkt í ná- grannalöndunum vegna kaup- skipa. Sjómannafélög óska sam- bærilegra laga hér. Finnbjörn Hermannsson, for- maður Samiðnar, segir aldrei hafa komið til umræðu að óska eftir undanþágu: „Við lítum svo á að Impregilo sé ekki að fara eftir ís- lenskum skattalögum. Ef fyrir- tækið færi að þeim sætu allir við sama borð.“ - gag Impregilo: Enn ágreiningur KÁRAHNJÚKAR Fundur Impregilo og verkalýðsfélaga leysti ekkert úr ágreiningsmálum þeirra á milli, sagði Finnbjörn Hermannsson, for- maður Samiðnar. Á fundinum voru lagðar skýrari línur fyrir samskipti þeirra. Leysa á ágreininginn án milliliða. Finn- björn segir að óskað hafi verið eft- ir fundi með Impregilo frá miðjum nóvember. Boðunum hafi ekki ver- ið sinnt. Yfirmaður starfsmannamála Impregilo, Franco Ghiringhelli, sagði hugsanlegt að fyrirtækið hafi gert mistök í samskiptum sínum við verkalýðsfélögin. Þeim verði sinnt frá og með þessum fundi: „Ég tel að þau starfi eftir eigin sann- færingu. Ég trúi jafnframt að Impregilo fari að lögum.“ - gag 02-03 21.1.2005 21.41 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.