Tíminn - 08.01.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.01.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN MiOvikudagur 8. janúar 1975. SKIPHOLTI 35, SÍMI 31055, REYKJAVÍK Permobel Blöndum bílalökk Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.) Það er eitthvert eirðarleysi yfir þér i dag og sálarlegt ástand þitt er alls ekki sem bezt i dag. Þú skalt reyna eftir fremsta megni að hemja þig og fara að öllu með gát. Illt gengur yfir og allt lagast, þegar frá liður. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Þessi dagur gæti orðið þér notadrjúgur og hann er vissulega heppilegur til ýmissa hluta. Þú ætt- ir að nota hann til þess að koma i verk ýmsu, sem þú hefur trassað upp á siðkastið. Þú skyldir samt varast að fara of geyst i dag. Steingeitin (22. des.-19. jan) Það er hætt við þvi, að I dag verði vart sömu tilhneigingar og undanfarið. Þú ert á eins konar krossgötum, og þú skalt gera þér það ljóst, að. það er undir þér sjálfum komið, hvort þú öðlast hamingju og verður fær um að hjálpa öðrum Krabbinn (21. júní—22. júli) Hvað þig varðar hafa vinir, ættingjar og ná- grannar allir sett sér sama mark, og það er hætt við, að þú þurfir að taka á honum stóra þinum I dag. Þú verður aðkoma til skjalanna með lausn, sm öllum fellur i geð. Ljónið (23. júli—23. ágúst) Heimili þitt þarfnast lagfæringar, sem ekki þolir langa bið, ef nokkra. Þú skalt tala varlega við þá, sem þú hittir sjaldan, og ummælum þinum, sérstaklega um annað fólk, skaltu halda innan sómasamlegra marka. Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) Þvi meira, sem þú fjölyrðir um allt það, sem þú ætlar aö gera því minni likur eru á þvi, að nokkuð verði gert. Annað hvort telurðu sjálfum þér hughvarf, eða þá að aðrir verða til þess að telja úr þér kjarkinn. Vogin (23. sept.—22. okt.) Það eru einhver timamót, smá eða stór hjá þér i' dag, en þú skyldir varast að gera meira úr þessu en efni standa til, og umfram allt skaltu vera ákveöinn og rólegur. Ferðalög dragast á lang- inn, nema þúsért nú þegar kominn langt I burtu. Kveikjuhlutir í flestar tegundir bíla og vinnuvéla frá Evrópu og Japan. ----13LOSSB--------------) Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlurr- 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstota SJAIST með endurskini Miðvikudagur 8. janúar 1975 Þeir sem eru á vel negldum snjódekkjum komast leiðar sinnar. Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) Það getur vel verið, að það hvarfli að þér að taka þér fri i dag, en það er alls ekki ráðlegt, af þvi að þá gæti athygli þin beinzt frá þvi, sem raunveru- lega þarf að sinna og hugsa um. Reyndu að ráða fram úr vandanum. Nautið (20. april—20. mai) Það hefur komið einhver erfið aðstaða upp og litur út fyrir, að jafnvel nánustu samstarfsmenn vilji losna úr henni. Það yrði mjög til góðs, ef þú hefðir framtak i þér til að ráða fram úr þessum vanda. Tviburarnir (21. maí—20. júni) Það er alls ekki óliklegt að einhver aukin upphefð sé á næsta leiti, og þú getur lika reitt þig á það, að henni fylgir ábyrgð og meiri vinna. Það er eins og gamlir erfiðleikar skjóti upp kollinum, og geri þér gramt i geði. Fiskarnir (19. febr.—20. mai . Þu skalt gera þér ljóst, að á hverju samvinna byggist: Það er fyrst og fremst á skilningi á ósk- um og þörfum annarra. Einnig skaltu hafa það hugfast að örum geta orðið á mistök, þegar þeir eru að þreifa fyrir sér. Hrúturinn (21. marz—19. april) t dag er það mikils um vert að þú treystir á sjálfan þig og eigin atorku. Þú skalt sjálfur brjóta smáatriðin til mergjar. Það er ekki hollt að treysta á það, að aðrir geri sér grein fyrir þvi, hvað þú ætlast fyrir. 13LOSSI! Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun - 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa „Hér hef ég ekki komið áður,” sagði maðurinn, sem var á leið upp stiga á baðstofu- loft á prestsetri og lenti undir pilsum maddömmunnar, er var á leið niður. Eitthvað þessu likt hefur sá hugsað, er- skrifaði bréfið, er fer hér á eftir. Bréfritarinn óskaði þess, að hann væri kallaður Vest- firðingur, og fer skrif hans hér á eftir. Skörin upp í bekkinn „Það er alkunna, að margir Norðlendingar gera ekki greinarmun á hv og kv i talmáli og bera hvort tveggja fram sem kv væri. En með þvi að þeir . eru sér vel vitandi um þennan ágalla norðlenzks framburðar (sem annars er i mörgum greinum réttari en sunnlenzkur) ber ekki sjaldan við, að þeir séu of smeykir við framburðarskekkju sina, þegar þeir gripa til pennans. Má I skrifum sumra manna sjá þar komið hv á undarleg- ustu stundum, og er stundum kvatt með „alúðarhveðjum”. Mér hefur ekki verið kunnugt um, að h-i og k-i sé annars blandað I rituðu máli. Þess vegna brá mér nokkuð i brún, er ég var að blaða i Þjóðviljanum á dögunum. og las þar frétt um Skaftár- hlaupið og sigdældirnar i Vatnajökli. Fyrst rak ég aug- un i það, að undir mynd var talað um „hatlana” i Vatna- jökli. Hvarflaði ekki annað að mér en þetta væri venjuleg prentvilla. En þegar ég renndi augum yfir greinina, varð ég þess visari, að þar stóð á þrem stöðum hfyrirK: ketil, hatlar. Við þetta sannfærðist ég um það, sem mér þykir næsta furðulegt: Þetta hlýtur að vera ritháttur greinarhöfund- ar, þótt ég hafi aldrei fyrr rekizt á það fyrirbæri, að menn geti ekki gert mun á h-i og k-i þegar stafir standa gf sér eins og i þessu orði. Mér finnst vert að vekja at- hygli á þessum furðulega ruglingi, sem þarna hefur skotið upp kollinum — öllum til varnaðar.” Faðerni Kolbeins Flosasonar Hallgrimur Pétursson i Kópavogi er ekki sammáía Benedikt frá Hofteigi um faðerni Kolbeins Flosasonar lögsögumanns. Hann skrifar. „Ég ætla mér nú ekki að lenda I neinum ritdeilum við Benedikt, þó að ég geri tvær athugasemdir við grein hans um „Oræfabyggð” i jólablaði Timans. En þar finnst mér hann fara anzi frjálslega með heimildir, þegar hann ræðir um Kolbein Flosason. Benedikt segir, að Kolbeinn sé sonur Flosa Kárasonar, Sölmundarsonar. Þessi Kolbeinn Flosason er lögsögu- maður 1066-1071 og er mikils virtur höfðingi. I Islendinga- sagnaútgáfu Guðna Jónssonar er Kolbeinn Flosason talinn sonur Flosa Þórðarsonar á Svinafelli og eins gerir Barði Guðmundsson, og er sú ætt- rakning miklu liklegri, vegna þess að aldur Kolbeins Flosa- sonar, Þórðarsonar, kemur miklu betur heim við heimildir en væri hann sonur Flosa Kárasonar, þvi að þá hefði hann orðið lögsögu- maður kornungur. Eins má benda á, að lögsögumenn voru goðorðsmenn i flestum ef ekki öllum tilfellum, og Flosi Þórðarson á Svinafelli fór með goðorð Svinfellinga. I enda Njálssögu, sem Benedikt vitnar til, þar sem sagt er frá Kolbeini Flosasyni er ekki gott að vita, hvort átt er við, að Flosi Kárason eða Flosi Þórðarson sé faðir hans. Legstaður Kolbeins Benedikt segir lika að Kolbeinn hafi verið grafinn að Rauðalæk i öræfum, en verið grafinn upp og fluttur að Kálfafelli i Fljótshverfi. Hér snýr Benedikt heimildum við, þvi að i Sörlaþætti, sem áður var með Ljósvetningasögu, segirsvo: „Kolbeinn Flosason var grafinn i Fljótshverfi, en hún færði hann til Rauða- lækjar.” Barði Guðmundsson hefur skrifað um þetta i bókinni Uppruni íslendinga, og segir þar, að þar fáist næstum óyggjandi sönnun þess, hverra manna Kolbeinn var, úr þvi að hann var fluttur til Rauða- lækjar, en þar var kirkju- staður þeirra Svinfellinga. Barði getur þess enn fremur, er Hungurvaka segir frá fs- leifi biskupi Gissurasyni: „Hann hafði nauð mikla á marga vegu i sinum biskups- dómi fyrir sakir óhlýðni manna. Má það af þvi merkja nokkuð, i hverjum nauðum hann hefur verið sakir ótrú, óhlýðni og ósiðu manna, að lögsögumaðurinn átti mæðgur tvær. Hér mun átt við Kolbein Flosason, og hefur hann þá vafalaust dáið I banni biskups eins og .Oddur Þórarinsson, sem einnig var Svinfellingur. Eru þeir hinir einu, sem vitað er um, að grafnir voru upp og fluttir, og hefur ástæðan vafa laust verið sú sama: Þeir dáið i banni og jarðaðir utan garðs, en færðir seinna i vigða mold. Þá hafa sumir rakið ætt Kolbeins þannig: Kolbeinn Flosason, Valla-Brandssonar, og er það vafalaust rangt. Að lokum vil ég þakka Bene- dikt skrif hans um þátt fra i landnámi á íslandi og er ég honum sammála þar að þeirra hlutur er fyrir borð borinn.” Landfari þakkar þessi bréf tvö og lætur þetta nægja I dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.