Tíminn - 19.03.1975, Page 8

Tíminn - 19.03.1975, Page 8
8 TÍMINN Miövikudagur 19. marz 1975. Synir Guömundar frá Miödal koma höggmyndum fyrir á sýningunni, frá vinstri Einar, Egill, Ari og Yngvi. Timamyndir: Gunnar. Hugaöaöeirstungumyndunum, sem til sölu eru á sýningunni. í litadýrð ísl< jt m m r — AAinningars notturu umGuðmu ÞESSA dagana gefur að lita sýn- ingu á verkum Guðmundar frá Miðdal, og hefur henni verið val- innstaður á Kjarvalsstöðum. Það er vel við hæfi. Hin fjölbreytilega listsköpun Guðmundarfrá Miðdal sómir sér vel i beztu sýningarsöl- um. Það fer vel um verk hans á þessum stað. Guðmundur Einarsson hefði orðið áttræður á þessu ári, fæddur 1895. Hann lézt árið 1963. Hann var mikilvirkur listamað- ur, — hann málaði, stundaði höggmyndagerð og eirstungu- gerð. Auk þess liggja eftir hann teikningar, húsaskreytingar, leir- munir, bækur og steindir gluggar. Fyrsta teikningin eftir Guð- mund er frá árinu 1914. Hún er á þessari sýningu og ber nafnið „Flosagjá”. Meðal fyrstu mynda hans eru gipsmyndir i húsi Nath- ans og Olsens, og nokkrar oliu- myndir, sem einnig eru á þessari sýningu. Að likindum verða það styttur Guðmundar, sem lengst halda nafni hans á lofti, ýmsar högg- myndir, sem risa viða um land, Islenzkar og stórbrotnar i gerð og eðli. Húsaskreytingar hans eru minnisverðar, og þar ber hæst silfurbergshvelfinguna i Þjóö- leikhúsinu og hvelfinguna i Há- skóla Islands. Þá skal þvi ekki gleymt, að Guðmundur var brautryðjandi i leirmunagerð hérlendis og notkun islenzkra jarðefna við hana. Listvinahúsið, sem hann stofnaði, hefur nú starf- aö um nær hálfrar aldar skeið, og hefur Einar sonur hans annazt reksturinn siðustu árin. En það var um myndir skálds- ins, málverkin, sem hér skyldi fjallað. Að visu eru nokkrar högg- myndir á sýningunni gott vitni um snjallt handbragð lista- mannsins. Guðmundur frá Miðdal sótti fyrirmyndir sinar út i islenzka náttúru. Ast hans á viðfangsefn- inu leynir sér ekki, né hrifning hans á viðfeðmi islenzkra fjalla og þess, sem þar er að finna. Rjúpan er nánast fylgifiskur hans á leið hans um lyngflesjur heið- anna, svo mikið dálæti, sem hann hefur á þessum fagra öræfafugli. Hann finnur hana lika i snjónum og hrifst af sjóninni. Hrafnar og skarfar verða honum lika við- fangsefni, og dásamleg kyrrð er Knattspyrnan í öndvegi Max Lundgren, Áfram Hæðargerði. Eyvindur Eiriksson þýddi. Iðunn, 1974. BARNA- OG UNGLINGABÆKUR Max Lundgren (f. 1937) gaf út sina fyrstu ungingabók árið 1965, og var það „Áventyrets fyra farger”. Hann hefur skrif- að margar barna- og unglinga- bækur, sem fjalla um iþróttir, og er Afram Hæðargerði sú fyrsta i röð bóka, sem fjalla um knattspyrnulið Hæðargerðis. Höfundurinn hefur einnig skrif- að barnaefni fyrir sjónvarp og útvarp. Hann hefur hlotið marg- vislega viðurkenningu fyrir barna- og unglingabækur sinar, m.a. Nils Holgersson-plaketten árið 1968 fyrir tvær bækur, sem hann sendi frá sér árið áður. önnur þeirra var Pojken med guldbyxorna, en hin var einnitt Afram Hæðargerði. Lundgren er talinn meðal fremstu rithöfunda sænskra, sem skrifa fyrir únglinga, og er efni sagnanna tekið úr þeim heimi, sem unglingarnir þekkja vel og skilja. í sögunum tekur hann gjarna fyrir samskipti unglinga og fullorðinna og þau áhrif, sem fulloröna fólkið getur haft á unglinga — jafnt jákvæð sem neikvæð. Hann hefur sýnt i verkum sínum, að mögulegt er að taka fyrir ýmis konar vanda- mál en hafa bækurnar samt skemmtilegar og spennandi og lausar við allar yfirborðskennd- ar siðaprédikanir. Afram Hæöargerði (As- höjdens bollklubb) er skrifuð árið 1967 og fjallar um fótbolta- lið i litlu sveitaþorpi, Hæðar- gerði. 1 upphafi kynnumst við liðinu, þar sem fótbolti er iðkað- ur af litilli list, og æfingunum fylgja gjarna slagsmál og pela- fylliri. Menn slást gjarna i illu á leikvellinum, og draga jafnvel upp kuta sina, ef mótherjinn gerist of aðgangsharður eða hinu liðinu vegnar of vel. Timamót verða i sögu þessa 5. deildar liðs, þegar einn fyrrver- andi landsliðsmaður, „Bakar- inn”, flytur i þorpið og kaupir kaffistofu staðarins. 1 þessari kaffistofu var áður drukkið eftir æfingarnar, en hann er ekki lengi að breyta þar um and- rúmsloft. Hann sýnir þorpslið- inu fram á, að ekki geta farið saman iþróttaiðkun og áfengis- neyzla, og þar sem strákarnir dást að honum, flykkjast þeir um hann. „Bakarinn” hefst brátt handa um þjálfun liðsins með reglu- bundnum þrek- og leiktækniæf- ingum og er ákaflega nákvæm- ur um reglusemi og ástundun. 1 bókarlok hefur liðinu vegnað svo vel, að það er á leið upp i þriðju deild og búið að vinna sig i gegnum 5. og 4. deild. Aðalsöguhetjurnar eru tveir strákar, uppeldisbræður, sem alast upp hjá fokrikum „Blá- berjakónginum”, sem allt á i Hæðargerði. Annar bræðr- anna, Eðvarð, er sonarsonur Bláberjakóngsins, en hinn, Jorma, er tökubarn frá Finn- landi. Samskipti þeirra við föð- ur sinn og ráðskonuna, Elinu, sem heldur heimili fyrir þá feðga, eru ósköp látlaus og árekstraiitil, og við finnum, að þessu fólki er mjög annt um strákana. Þau vilja hvert öðru vel, eins og kemur t.d. i ljós, þegar ráðskonan gengur i knatt- spyrnufélagið til þess eins að kjósa formann að skapi bræðr- anna. Þótt faðir þeirra sé rikur, kemur hvorki fram i sögunni, að hann dekri syni sina, né heldur að þeir hafi neina sérstaka skoðun á rikidæmi hans. Þegar tilfinningar þeirra til hans eru túlkaðar, finnum við, að þeim er hlýtt til hans: „Við kölluðum hann „pabba”. Ég held að hon- um hafi þótt vænzt um Eðvarð af öllu i heiminum, þar með taldir peningarnir hans. Hann reyndi samt að gera ekki upp á milli okkar”. Hér er það Jorma sem segir frá. Elin ráðskona heldur meira upp á Jorma, svona eins og til að skapa mótvægi i fjölskyld- unni. Um hana segir Jorma: ,,... hún var sérlunduð og úrill, en við áttuðum okkur fljótt á þvi hvar hún var veik fyrir. Innst inni fannst bæði henni og okkur hún vera móðir okkar.” Við fáum aðeins að kynnast viðskiptajöfrinum i Bláberja- kónginum, þegar „Bakarinn” vill fá land undir fótboltavöll úr eigu kóngsins. Sagan lýsir einn- ig mest öllu fótboltaliðinu og einkennum hvers leikmanns fyrir sig. Skemmtileg og sér- kennileg er saga Útburðarjóa og þáttur hans i sögunni allri. Frá- sögnin um hann er undirtónn i allri bókinni. Saga Lundgrens um knatt- spyrnuliðið er mjög skemmti- lega skrifuð og lýsingarnar á leikjunum og æfingunum mjög greinargóðar. Það er greinilegt, að til þess að geta lýst leik og leiktækni á sama hátt og Lund- gren gerir, þarf mikla kunnáttu og þekkingu á iþróttinni sjálfri. Jafnvel þeir, sem enga hug- mynda hafa um hvernig knatt- spyrna er leikin, fá góða nasa- sjón af fótboltaþjálfun og þeirri staðreynd, að ekki er allt komið undir fótalipurðinni. 1 þessu til- liti stendur hún langt framar þeim bókum islenzkum, sem lýst hafa knattspyrnu á einn eða annan hátt. 1 þessari bók gefur höfundur sér nægan tima til að lýsa smáatriðum öllum, sem svo miklu máli skipta til þess að gera söguna skýra. Sagan um fótboltaliðið i Hæð- argerði er saga um það, hvernig fálmkenndur sunnudagsfótbolti getur með réttri þjálfun og um- sjón orðið að vel skipulögðu liði, þar sem réttur maður með þekkingu á sjálfum sér skipar hvert rúm. En auk þess að vera knattspyrnusaga er þessi bók góð lýsing á nauðsyn þess að hjálpast að til þess að ná settu takmarki, og hvernig jafnt knattspyrna sem önnur þátt- taka i þjóðfélaginu byggist á samhjálp og gagnkvæmum skilningi. Alls eru nú komnar út fórar bækur um þetta fótbolta- lið, og væri gaman að fá hinar bækurnar þýddar á islenzku lika. Bókin er læsileg og spennandi að marki og á að minu mati vel heima i Úrvalsbókaflokki Ið- unnar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.