Tíminn - 19.03.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.03.1975, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 19. marz 1975. TÍMINN 9 »nzkrar ^ning á Kjarvalsstöðum id Einarsson frá AAiðda! yfir mynd hans umálftirnar við hreiður sitt. Hrikaleg og sterk er mynd hans frá Grimsvatnagosinu, og logandi rennur hraunið fram á Heklu- goss-mynd hans. Börnin sjá tröllslegar kynjamyndir með dul- úðgu ivafi i myndinni Margt býr i þokunni. Sveitalifsmyndir Guð- mundar eru minnisstæðar og hrifandi, kindurnar við beitar- híisin, smaladrengurinn i Laxár- dal og hlóðamyndin frá 1957. Hugstæðar eru vatnslitamyndir tvær, sem Guðmundur gerði á sinum tima fyrir kvikmynda - töku Osvalds Knudsen, er Osvald vann að mynd sinni um Höllu og Eyvind. Þessar myndir fjalla um eftirreiðina, — sú fyrri er leiðang- urinn leggur upp, og hin siðari er Eyvindur og Halla bjargast á Arnarfell. Myndirnar voru fleiri, og munu varðveittar. Það liggur mikið verk i þvi að setja upp sýningu eins og þessa, sem er fyrst og fremst minning- arsýning. Verkin á henni eru alls 133 talsins, en um fjölda verka Guðmundar er erfitt að segja, jafn mikilvirkur og hann var, og skal þvi ekki reynt að slá á þau tölu. Hinsvegar mun hann hafa látið þau orð falla, að myhdir hans væru orðnar um 600 talsins áriö 1940. Ekkja hans og synir hafa unnið að uppsetningu sýningarinnar. Þau eiga þakkir skildar fyrir vel unnið verk — að veita hinum al- menna áhorfanda innsýn i þann fagra heim listaverka, sem Guð- mundur frá Miðdal skóp á ferli slnum. Baldur Hólmgeirsson. Vatnslitamynd I sambandi við kvikmyndagerð. Lagt upp i eftirför. Hákariaveiðar, stórbrotið og áhrifamikið oliuverk. mmm i Viðskiptaráðuneytið, 17. mars 1975. Auglýsing frá vidskiptaráðu- neytinu um gjaldeyrismeð- ferð o. fl. Að gefnu tilefni vill ráðuneytið vekja at- hygli á eftirfarandi reglum um gjald- eyrismeðferð, sem byggjast á lögum nr. 30/1960 um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála o.fl., reglugerðum og auglýsingum settum samkvæmt þeim lögum. 1. Gjaldeyrisskil Samkvæmt 4. gr. laga nr. 30/1960, sbr. 17. gr. reglu- gerðar nr. 79/1960, eru hvers konar gjaldeyristekjur svo og andvirði gjaldeyriseignar skilaskyld til innlends gjaldeyrisbanka (Landsbanka eða útvegsbanka) innan 20 daga frá þvi að gjaldeyririnn er kominn eða gat komist I umráð eiganda eða umboðsmanns hans. Óheimilt er að verja gjaldeyri til annars en ákveðið var við kaup hans, nema að fenginni heimild Gjald- eyrisdeildar bankanna, Laugavegi 77, Reykjavik. Erlendum umboðslaunum skal skilað til gjaldeyris- banka eigi sjaldnar en ársfjórðungslega. Innflytj- endum er þó heimilt að ráðstafa slikum umboðs- launum til kaupa og innflutnings á frilistavörum, enda sé það gert án óeölilegs dráttar og gjaldeyriseftirliti Seðlabankans sé gerð grein fyrir slikri ráðstöfun. önnur ráðstöfun umboðslauna er óheimil. Innflytj- endum ber að skila skýrslum um erlend umboöslaun iTgj; reglulega til gjaldeyriseftirlitsins. 2. Fjárfestingar erlendis Aðilum búsettum hér á landi er óheimilt að kaupa fast- eignir erlendis eða erlend verðbréf nema að fenginni heimild Gjaldeyrisdeildar bankanna. Aðili búsettur hér á landi, sem nú á fasteign erlendis eða erlend verð- bréf, skal tilkynna það skriflega gjaldeyriseftirliti Seðlabankans, til skráningar, ekki siðar en 1. ágúst n.k. 3. Erlendar lántökur Samkvæmt 7. gr. laga nr. 30/1960 og auglýsingu ráðu- neytisins frá 3. febrúar 1972 er óheimilt að stofna til hvers konar lána, greiðslufrests eða skuldbindinga erlendis nema að fenginni heimild gjaldeyrisyfirvalda. Umsóknir um lántökur eða greiðslufrest: erlendis til lengri tima en 12 mánaða ber að senda viðskiptaráöu- neytinu, en umsóknir um lántökur eða greiðslufrest erlendis til 12 mánaða eða skemmri tima ber að senda til Gjaldeyrisdeildar bankanna. 4. Erlendir innstæðureikningar Samkvæmt 4. gr. laga nr. 30/1960 er óheimilt að eiga banka- eða innstæðureikning erlendis nema að feng- inni heimild gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. 5. Inn- og útflutningur seðla- og skiptimyntar og skuldaskjala Samkvæmt 5. gr. laga nr. 30/1960, 22. gr. reglugerðar nr. 79/1960, sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 123/1962 og 1. gr. reglugerðar nr. 133/1967, er bannað að flytja úr landi eða til íslands Islenska peningaseðla, skiptimynt og ennfremur Islensk skuldabréf og hvers konar skuld- bindingar, sem hljóða um greiðslu i Islenskum gjald- miðli. Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans getur, ef sér- staklega stendur á, veitt undanþágu frá banninu. Þó er ferðamönnum heimilt að flytja inn og út úr landinu islenska peninga allt að fimmtán hundruð krónur. óheimilt er að flytja úr landi stærri islenska seðla en eitt hundrað krónur. Kristinn Snæland: Staðgreiðsla skatta o. fl. Um þessar mundir standa yfir viðræður aðila vinnumarkaðar- ins um kaup og kjör, rikisstjórn- in blandast þar mjög inn I og heyrast hinar margvfslegustu tillögur um lausn yfirstandandi kjaradeilna. 1 samræmi við heiti þessa spjalls mun ég einkum fjalla um opinber gjöld og innheimtu þeirra. Þeim mögu nefndum sem rikisstjórnin hefur falið að fjalla um staðgreiðslu skatta vil ég hjálpa nokkuð, ef þaö má þá verða til þess að brjóta niður nýlega niðurstöðu fjármála- ráðuneytisins. í tið viðreisnar- stjórnar og I framhaldi af henni i tið siðustu stjórnar lét fjár- málaráðuneytið framkvæma könnun á þvi hvort henta myndi að koma á staðgreiðslu skatta á Islandi. Embættismennirnir skiluðu skýrslu um málið og sú skýrsla var nægjanleg til að kæfa máliö unz núverandi stjórnarsamstarf hófst, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi lagt áherzlu á að tekin verði upp staðgreiðsla skatta. Sú óheillaskýrsla sem embætt- ismenn fjármálaráöuneytisins sömdu og hefur enn komið i veg fyrir að staðgreiðsla væri tekin upp hér, leiddi eftirfarandi i ljós: 1. Danir hafa tekiö upp stað- greiöslu og hún hefur gersam- lega misheppnazt. 2. Dánskir embættismenn réðu Islenzkum starfsbræðrum eindregið frá þvi að taka upp staðgreiöslukerfi. 3. Ályktun islenzku embættis- mannanna var auk þess sú, að I landi þar sem tekjusveiflur eru miklar væri staðgreiöslukerfi mjög óheppilegt. Rétt er aö svara fyrst 3. lið, en I skýrslu efnahagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna OECD segir svo varðandi íslendinga (ekki orðrétt): áriðandi er aö tekið sé upp staðgreiðslukerfi skatta á Islandi, enda afar þýö- ingarmikið vegna þess hve tekjusveiflur eru miklar. Þetta er álit Sameiriuðu þjóöanna. Varöandi lið 1 og 2 er þvi til að svara að árið 1971 tóku Danir upp staðgreiðslukerfi. Þetta kerfi misheppnaðist algerlega i fyrstu hjá Dönum vegna frá- dráttarkvóta, sem þeim tókst að misnota. Um þær mundir voru einmitt okkar Islenzku embætt- ismenn að kanna staðgreiðslu- málin og komust ekki lengra en til Danmörku. Af þessum ástæðum var eðlilegt að Danir réðu okkur frá þvi að taka upp staðgreiöslu. Vegna minnimáttarkenndar þeirra gagnvart Svium höfðu þeir ekki tekið upp hið sænska staðgreiðslukerfi en það höfðu Sviar notað I rúm 10 ár með mjög góðum árangri. Óskiljanlegt er hins vegar með öllu hvers vegna okkar embættismenn kynntu sér ekki sænska kerfið. Liklegt má telja að skynsam- legasta niðurstaða nefndanna mörgu, sem eiga að láta i ljós á- lit um staðgreiðslu skatta væri sú, að viö tækjum upp hið sænska kerfi að mestu óbreytt. Þaö yrði þó mörgum tslend- ingum þung raun að taka upp sænskt kerfi óbreytt. Vonandi tekst þeim þó að kyngja þeim beiska bita. Þó svo að þetta komi fram i sambandi við núverandi kjara- deilu má ljóst vera, að launþeg- ar eiga ekki að þurfa að kaupa sér réttlátara greiöslukerfi með þvi að slaka eitthvað á réttmæt- um kröfum sinum. Sýndarmennskan veður viða uppi en fá dæmi hafa verið um jafn augljósa sýndarmennsku og eitt atriði i tilboði rikisst jórn- ar vegna kiaradeilnanna Þetta tilboð rikisstjórnarinnar orðist svo: ,,Þá mun rikisstjórnin hlutast til um að innheimta opinbera gjalda 1975 fari fram á lengri tima en ella hvað áhrærir þá launþega, sem á þessu ári hafa sömu peningatekjur og I fyrra eða lægri”. Hverjum manni hlýtur að vera ljóst að þetta er ófram- kvæmanlegt, en væri það hægt er það samt óviturlegt og enginn myndi i alvöru reyna að fram- kvæma það. Talað er um að miða innheimtuna viö „sömu peningatekjur og i fyrra eða lægri”. Fyrir hvaöa timabil? Allt árið? A þá ekki að inn- heimta nein opinber gjöld ársins 1975? A að greiöa gjöld ársins 1975 jafnframt gjöldum ársins 1976? Þetta tilboð er rikisstjórninni til vansæmdar og vonandi að launþegar gleymi þvi sem fyrst. Staðgreiðsla opinberra gjalda leysir allan vanda launþega vegna tekjusveiflna og þvi ætti rikisstjórnin að hraða þvi máli sérstaklega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.