Tíminn - 24.04.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.04.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 24. april 1975. .Sýning á Kínverskri Grafíklist c. ___________» JG-RVK. — Kinverski ambassadorinn á ís- landi, Chen Tung bauð fréttamönnum á sinn fund i gær til þess að greina frá opnun stórrar grafik-listsýningar að Kjarvalsstöðum. Verður sýningin opin frá 23. april — 11. mai næstkomandi. Kinverski sendiherrann sagði, að kinversk grafiklist ætti sér allt að 1000 ára langa sögu, en elztu verkin á þessari sýningu væru eftirChang Pan-chia,en hann var uppi 1693-1751. Alþýðulist — nokkur fræg nöfn Myndirnar á sýningunni eru 127 talsins, og þær eru eftir nær eitt hundrað listamenn. Meginþorri þeirra eru ekki listamenn að at- vinnu, heldur stunda alls konar störf við landbúnað og iðnað i Kina. Þetta er þvi alþýðulist, ef svo má orða það. Auk þess sýna þarna heims- þekktir listamenn, og má þar nefna Wu Tso-jen, Ho Hsiang- ning og Hsu Pei-hung, en þeir njöta mikillar virðingar f heima- landi sinu Kina. 1 sýningarskrá er þetta orðað, sem hér greinir: „Kinversk grafiklist á sér langa sögu og ber með sér sterk þjóðleg stileinkenni. Bæði at- vinnulistamenn og áhugalista- menn Ur röðum verkamanna, bænda og hermanna hafa skapað listaverk með nýju innihaldi og nýjum stil og eru þau reist á arf- leifð og þróun fágaðrar þjóðlegr- ar listhefðar. 1 verkum þessum koma þessir listmenn fram sem ötulir boðberar þeirrar bók- mennta- og liststefnu Maós for- manns að „láta hundrað blóm- jurtir blómstra, sem eldri blóm hafa látiðvaxa, svo að þær megi nýjar af sér gefa” og „láta fortið- ina þjóna nútíðinni og Kina not- færi sér það sem erlent er.” Þótt þessi verk séu enn ófullkomin að listgæðum, endurspegla þau samt sem áður þau afrek, sem kin- verskir listamenn hafa unnið á þessu sviði vegna hinnar miklu reynslu, er þeir hafa öðlazt með þvi að skyggnast vandlega inn i lifshætti verkamanna, bænda og hermanna. Meðal verka á sýningu þessari eru nokkrar nýárstréstungu- myndir, svo og tréstunguupp- prentanir af ætt' alþýðulistar. Einnig eru hér nokkur verk, sem hafa að miklu leyti mið af þjóð- legri listhefð, og önnur sem lýsa nýju yfirbragði hins sósialistfska Kina. Vér vonum að þessi sýning megi verða til þess að efla vináttu og gagnkvæman skilning og styrkja menningartengsl milli þjóða Islands og Kina.” Farandsýning Chen Tung ambassador kvað sýninguna vera farandsýningu, sem hingað kæmi frá Mið-Austur- löndum og London. Hvert sýning- in fer svo héðan hefur enn ekki verið ákveðið. Chen Tung ambassador kvað viðfangsefni listafólksins vera einkum úr atvinnulifi og búskap manna i Kina. Ennfremur væri blómum og landslagi gefinn gaumur. Þá vildi hann einnig minna á myndir af „nýársfagnaði”, en þar væri byggt á 300 ára gamalli hefð i viðfangsefni og útfærslu. Kinverjar halda mest upp á grafik og vatnslit, svo og blek- myndir (teikningar). Tréstungu- listin er upprunnin með hinni kin- versku þjóð, og á sér þúsund ára langa sögu. 1 sýningaskrá er f jallað um að- ferðir hinna kinversku lista- manna og ennfremur eru sýnd verkfæri þeirra. Fjármálaráðuneytið, 21. april 1975 Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir mars- mánuð 1975, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 2% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 10% en siðan eru viðurlögin 11/2% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. föpjnmtrnri-rrr, í sólbaði allt árið — hvernig sem viðrar) fc ASTRALUX Orginal Wienna Ljóslampar útfjólubláir og infrarauðir. Fást í raftækjaverzlunum í Reykjavík, víða um land, og hjá okkur. ASTRALUX UMBOÐIÐ: RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS HF. Ægisgötu 7 — Sími 17975/76 Kinverski ambassadorinn Chen Tung, ásamt sendiráðsriturunum Shieh og Liu. Myndin er tekin á biaöamannafundinum, er þeir skýrðu frá graffksýningunni. Auk þess eru hér nokkrar myndir af sýningunni. ( Tfmamyndir GE)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.