Tíminn - 08.05.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.05.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Fimmtudagur 8. maí 1975. Hugleiðing um tvær bækur: „Yfirvaldið" og „Enginn má undan líta" GÓÐAR FRÉTTIR FYRIR FJALLASMAÞORP Alþýðulýðveldið Kina heldur um þessar mund- ir sýningu á tréstungum, grafik að Kjarvalsstöð- um. Myndirnar eru á farandsýningu, sem flögrar um heiminn, komnar hingað frá Tyrklandi og London. Þetta mun vera i annað sinn, sem Kinverjar halda sýningu á Kjar- valsstöðum, hin var vörusýning, að sagt var, en hana sá ég þvi miður ekki. Nú senda þeir okk- ur list. t Kina hefur veriö komiö á nýju þjóöskipulagi, kommúnismi hefur tekið við af einveldi ætta og keisara og heimurinn er ekki samur og áður. Já, það hafa gerzt mikil tiðindi i Kina og öllum er það ljóst, að þjóðin nýtur vaxand virðingar á alþjóðasviðinu. Menn velta fyrir sér efnahag og her- styrk. Um stöðu listamanna er minna vitað. Kinverski ambassadorinn Chen Tung, sagði að rikisstjórnin legði mikla áherzlu á að tengja fornan menningararf hinu nýja lýðveldi alþýðunnar. Ekki eru neinir listamenn sam- ferða þessum myndum, sem út af fyrir sig er galli, en liklega er örð- ugt að koma þvi við á svona löngu flögri um heiminn. Þetta mun lika ein af fleiri sýningum, sem Kina sendir út til þjóða heimsins. Sýningunni má gjarnan skipta i þrjá hluta, þrjár hæðir: Fornar myndir, þar sem Wu Tso-jen og Hsu Pei-hung koma við sögu ásamt fleiri frægum mönn- um, svo eru það myndir frá Nýársfagnaði, sem eru eins konar popp-útfærsla á kinverskri mynd- list og svo eru myndir i ætt við socialrealisma, gerðar af her- mönnum, bændum og verka- mönnum. Skal nú reynt að fara örfáum i orðum um hinar þrjár hæðir þessarar sýningar. Skal þá fyrst vikið að tré- stunguprentunum (18.—24.), sem frá listrænu sjónarmiði eru bezt gerðu myndirnar á sýningunni. Myndír þessar eru gerðar, eða „unnar” i vinnustofu Jung Pao- chai i Peking og eru þá liklega eftirmyndir, en allt um það. bær bera af öðru. Myndir þessar eru eftir fræga kínverska listamenn, sem störf- uðu á 18., 19. og 20. öld. Sagt er að ljóð séu á sumum myndunum, en þýðing fylgir ekki. Aðstandendur sýningarinnar vekja sérstaka at- hygli á þrem myndum: No 18. „Blóm” eftir Jen Po-nien (1840—95), -sem var leikinn i að mála fólk, teikna fugla og blóm. Þá er það mynd no. 19. „Orkideur og bambusreyr”, eftir Cheng Panchiao (1693—1765). Hann starfaði á dögum Ching-ættarinnar. Og svo loks mynd no. 20. „Ferskjur” eftir Wu Chang-shuo (1844—1927), en sá sfðasttaldi var mjög kunnur málari. Þessar myndir eru hver ann- arri betri. Þá eru það Nýársmyndir, sem bera sérheitið Nýárstréstungu- myndirtil aðgreiningar frá blek- myndum, sem gerðar eru i sama skyni. Nýársmyndir eru hefðbundinn þáttur i vorhátið Kinverja. Eins konar heims um ból vorsins, þar menn fagna nýju ári i Kina, en það mundi vera um mánaöamót janúar og febrúar. Samkvæmt bókum, sem undirritaður hefur við höndina, stendur hátiðin i 3 daga. Nýársmyndirnar eru mikilvæg- ur þáttur i menningarlifi verka- fólks, sem teiknar þær sjálft. Auk þess eru þær gerðar i sérstökum starfsstöðum, og eins og i borg- inni Yangliuching, sem hefur for- ystuhlutverki að gegna i mótun þessara lista. Þar hafa slikar myndir verið gerðar siðan á miðri 17. öld og njóta mikilla vinsælda meðal kinversku þjóðarinnar. Myndir þessar minna með ein- hverjum hætti á popp-list nútim- ans, þótt ekki verði sagt annað en þær séu „kinverskastar” allra mynda á sýningunni. Þá er það þriðji flokkurinn, sem er stærstur og er rétt að fara um hann fáeinum orðum. Einn voðalegasti hlutur i mynd- list og bókmenntum er lfklega svonefndur socialrealismi. Engin list er liklega jafn vond undir sól- inni. Það er listin sem kemur á hnjánum fyrir rikisstjórnina og lögregluna. Socialrealisminn hefur þvi viða á sér vont orð. Kinverska grafikin sýnir okkur socialrealisma af nokkuð annarri gerðen við eigum að venjast, þótt viöfangsefnin séu hin sömu, her- inn, framleiðslan og landbúnað- urinn. Þessar myndir eru nefnilega málaðar, eða ristar af hermönn- um, verkamönnum og bændum. Ýmist i hópvinnu, eða úti i horni einhvers staðar. Allir, sem gert hafa þessar myndir, vinna önnur störf, i landbúnaðinum. i verk- smiðjunum, eða i hernum. Þetta er sumsé alþýðulist og þvi naum- ast sanngjarnt að leggja á hana sams konar dóm og lagður er á myndlist á sýningum almennt. Þess vegna skoðum við sýning- una með svipuðu hugarfari og við skoðum Arbæjarsafnið, eða Glaumbæ i Skagafirði. Ekki þarf annað en að skoða heiti myndanna til þess að sann- færast um órjúfanleg tengsl við dagleg viðfangsefni þeirra, er gerðu myndir að loknum erfiðum starfsdegi. Má þar til nefna þessi: 25. Þeir láta ekki storminn hindra nám sitt 30. útvarp 32. Öðru skipi hlaypt af stokkun- um 37. Fleiri dælur, meira korn 42. Li þjóöar — kona ekur drátt- arvél 92. Góöar fréttir fyrir fjalla- smáþorp 101. Kunnáttu.maður að verki. t þessum kinversku myndum er þvi sama efni og i' sumum islenzk- um kveðskap frá siðari hluta 19. aldar og á fyrstu tug. þeirrar 20. Ættjarðarljóð. Islenzk ættjarðar- ljóð eru ekki öll góður skáldskap- ur fyrir það eitt að yrkisefnið var háleitt og fagurt. Mikið bjargað- ist þó, og varð ekki verra en það var, vegna þess að á bak við skáldin og þjóðina stóð saman- lagður bókmenntaarfur Islend- inga. Sama er að segja um þá kin- versku listamenn, sem nú sýna myndir á Kjarvalsstöðum. Þeir byggja á þúsund ára hefð. t upphafi var sýningunni skipt i þrjá flokka, þrjár hæðir. Sagt var að kinversk þjóðtrú hafi sagt að drekar hafi haft bústaði sina á hæðum. Má það rétt vera, þvi á öllum hæðum þessarar sýningar er kinverskur dreki — þjóðararf- ur. Jónas Guömundsson. Tvær bækur, er bera ólik heiti, blasa við. Þær fjalla þó um sömu atburði. „Yfirvaldið” kom út fyrir rúmu ári, en „Enginn má undan lita . nú á s.l. hausti. „Yfirvaldið” keypti ég strax og ég hafði lesið á kápu bókarinnar: „Söguna byggir höfundur á við- tækum rannsóknum samtima- heimilda, sem fáir höfðu áður hirt um að kynna sér, og tekur hún þvi öðru fram um áreiðanleika og ná- kvæmni.” Þá vissi ég, og að höf- undurinn, Þorgeir Þorgeirsson, hafði áður samið útvarpsleikrit um sama efni, er hann nefndi „Börn dauðans,” og flutt var i nokkrum vinsælum útvarpsþátt- um. Þetta leikrit var vel túlkað af leikurunum, og naut þess vitan- lega, en frá höfundi fannst mér vanta tilfinningu og sál i þær per- sónur, sem hann kynnti við þrö- skuld dauða þeirra. Samkvæmt kynningu á „Yfir- valdinu” bjóst ég við að sjá i myndum heildarsögu mikils harmleiks, sem reynt væri að skýra á áhrifarikan hátt. En þessu fer fjarriþ i staðinn koma ótal veikbyggð og vesaldarleg sögubrot, áþekk þeim. er áður hafa birzt hér og þar, en engri heildarsögu skilað um málin. Við lestur „Yfirvaldsins” varð ég þvi fyrir sárum vonbrigðum. Að visu finnst mér bókin lipurlega skrifuð, eins og fleira, sem strevmir úr penna Þorgeirs, en sem heimildarbók finnst mér hún i heild svo rýr i' skinninu, að hún risi engan veginn undir nafngift eða kynningu i þá veru. Mig lang- aði til þess að vita eitthvað nýtt um uppruna, þroskaár og lifsað- stöðu þeirra, er mest koma við sögu, svo þær fengju dýpri rætur i sögunni og huga lesandans. En þetta vantar að mestu i bókina. Þó má sem sagt l'inna allgóða spretti frá skáldskaparans sjón- armiði, og einn sá bezti, finnst mér, kaflinn um sýslumann. þeg- ar hann liggur andvaka i 'rúminu og atburðarásin rennur upp i huga hans, Þessi frásögn varpar nokkurri skimu á gang málsins. Holtastaða-Jóhann er lika skemmtilega vel gerð persóna, sjálfri sér samkvæm, út undir sig og engan veginn allur, þar sem hann er séður. Siðasti kafli bókarinnar, þar sem höfundur lætur Guðmund Ket ilsson koma heim að Hvammi á fund sýslumanns og heimtar af honum að fá að höggva þau Agnesi og Friðrik, finnst mér vægast sagt með ólikindum, þeg- ar haft en í huga m.a. að Björn Auðunsson Blöndal sýslumaður var ekkert litilmenni, sem réttur og sléttur bóndi, þótt myndar- maður væri, gat tuktað til. Guð- mundur Ketilsson var að ýmsu leyti merkur maður, og hvað átti að reka hann til þess að heimta með frekju að fá að hálshöggva fólkið, þegar vitað er, að hann bar alls engan haturshug til þess? Samtal þeirra sýslumanns og Guðmundar við þetta tækifæri virðist helzt þjóna þeim tilgangi að sverta og varpa skugga á minningu hins merka sýslu- manns. Höfundurinn þarf að vera hlut- laus, mannlegur og réttsýnn, vilji hann gefa lesendum mynd af at- burðunum, studda heimildum.en ekki láta e.t.v. óstýrilátan og ó- taminn skáldgamm sinn geisa fram tillitslaust. „Enginn má undan Ifta.” Þá bók keypti ég með hálfum huga, og meira af þeim vana að kaupa allar bækur, er fjalla um gamalt, seiðandi efni af þjóðlegum toga. Ég las, eins og á hinni bókinni, „sagnfræðilegt skáldrit,” o.s.frv. og hugsaði- sem svo: „Jæja, kannski er hún eins og hin, án upphafs eða endis.” Svo fór ég þá að lesa. Satt að segja átti ég erfitt með að leggja þessa bók frá mér fyrr en hún var öll lesin. Svo mjög togaði söguþráðurinn i mig og reis æ hærra með hverjum at- burðinum allt til enda. Þarna var sagan öll komin, heil og trúverð- ug, túlkuð á samúðarrikan og sannferðugan hátt, svo lesand- inmn fann og skildi og lifði sig inn I örlög þessa ógæfusama fólks. Þetta er gert á svo mannlegan og eðlilegan hátt, að við liggur, að maður sjái atburðarásina fyrir sér. Svo sannfærandi, samræmis- full og lifandi er frásögnin. Maður finnur i leiðinni „tiðarandann og hjartslátt fólksins,” eins og segir á kápu bókarinnar. Hlýrri og hug- þekkri skáldlegri „útleggingu” höfundar, er svo fylgt eftir með öllum tiltækum „fylgiskjölum,” og sýnist þar ekki bera lit af lit. Margir kaflanna eru ógleyman- legir i sinni harmrænu fegurð, ekki siztþeir um sinnaskipti Frið- riks og sálartríð Agnesar fyrir af- töku þeirra. „Enginn má undan lita” er þvi bókin, sem hrifur lesandann með sér aftúr I það timabil sem hún gerist á. Og með bréfunum og öðrum sönnunargögnum, sem samtiðin skildi eftir sig, og er að finna i bókinni, sannar hún heim- ildagildi sitt um leið og hún dreg- ur fram i dagsljósið algerlega ný jar og áður ókunnar hliðar á at- burðarásinni. „Yfirvaldið” og „Enginn má undan lita” eru harla ólikar bæk- ur. þótt fjalla eigi um sama efnið. Ég tel, að sú siðarnefnda sé bók- in, sem að öllu samanlögðu er sú langbezta, sem skrifuð hefur ver- ið um þetta efni. Höfundurinn, Guðlaugur Guðmundsson, sem fyrr hefur sýnt frábæran, hóf- stilltan frásagnarhæfileika sinn, og þeir sem aðstoðuðu hann og hvöttu, eiga þakkir skilið fyrir ó- venju vel unnið og vandað verk. t gagnasöfnuninni hlýtur að liggja mikil vinna, og er einkum fram- lag Ingu Huldar Hakonardóttur um ævilok Sigri'ðar og Daniels at- hyglisvert, og verðskuldar viður- kenningu frá sagnfræðilegu sjón- armiði, þótt stutt sé. Já, þökk þeim öllum! Áf hendi útgefanda, Arnar og Orlygs, er bókin vönduð að allri gerð. t henni eru líka margar sögulegar myndir Jengdar efninu samansafnaðar á einn stað, og eykur það gildi hinnar merku bókar. A alþjóðadegi kvenna, 10. marz 1975. Baldvin Þ. Kristjánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.