Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						Samgönguáætlun Sturlu
Böðvarssonar til næstu
fjögurra ára var sam-
þykkt á Alþingi í gær. Síð-
astliðin þrettán ár hefur
ríkið varið 17 milljörðum
til vegamála á höfuðborg-
arsvæðinu, samanborið
við 58 milljarða á lands-
byggðinni. Kjördæmi nú-
verandi og fyrrverandi
samgönguráðherra hafa
fengið mest.
Samtals hafa 17,3 milljarðar
króna runnið til allra vegamála á
höfuðborgarsvæðinu samkvæmt
samgönguáætlunum undanfarin
þrettán ár, samanborið við rúma
58 milljarða króna sem lands-
byggðin hefur fengið á sama tíma-
bili. Það þýðir að höfuðborgar-
búar og nærsveitamenn fá um 1,3
milljarða króna árlega.
Samgöngumál hafa sjaldan
verið meira í umræðunni en síð-
ustu vikur og mánuði og sérstak-
lega varð umræðan hávær eftir að
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra tilkynnti að loks yrði ráðist
í gerð Héðinsfjarðarganga. Sú
framkvæmd þykir mörgum vera
æði kostnaðarsöm, svo sem fram
kom í nýlegri skoðnakönnun
Fréttablaðsins þar sem 70 prósent
landsmanna voru andvígir ganga-
gerðinni. Deilt hefur verið á for-
gangsröð ráðherra í vegamálum
og bent á mikilvægi Sundabrautar
á sama tíma og miklum hluta
vegafjárins er beint norður á
Tröllaskaga.
Höfuðborgarsvæðið svelt í sam-
göngumálum?
Einn þeirra sem telja höfuðborg-
arsvæðið svelt í þeirri fjögurra
ára samgönguáætlun sem sam-
gönguráðherra lagði fram fyrir
skömmu er flokksbróðir Sturlu í
Sjálfstæðisflokknum, Gunnar
Birgisson, sem auk þess að gegna
þingmennsku hefur mikla reynslu
af vegagerð sem verktaki. Hefur
hann lagt fram breytingartillögur
sem lítinn hljómgrunn hafa fengið
og jafnvel valdið reiði margra
landsbyggðarþingmanna. At-
kvæðagreiðsla fór ekki fram um
tillögur hans á Alþingi í gær og
var því ekki fjallað um þær frekar.
Minnst þrír þingmenn stjórnar-
andstöðunnar; Katrín Júlíusdóttir,
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
og Mörður Árnason, ætluðu að
greiða tillögum Gunnars atkvæði,
en fengu ekki tækifæri til. 
Samkvæmt tölum sem Vega-
gerðin hefur tekið saman um fjár-
veitingar til vegamála síðustu
þrettán ár hefur á því tímabili
verið framkvæmt á höfuðborgar-
svæðinu fyrir 17,3 milljarða króna.
Er þá miðað við stofnvegi og tengi-
vegi og fé til gangagerðar og
ferðamannavega talið með. Það er
ekki há upphæð sé miðað yfir
sama tímabil við Norðvesturkjör-
dæmi, sem hefur fengið 24,6 millj-
arða króna til vegagerðar. Né held-
ur ef miðað er við Norðausturkjör-
dæmi, þar sem framkvæmdir að
upphæð 20,2 milljarða hafa verið
gerðar. Þessi tvö kjördæmi eru
heimavellir núverandi og fyrrver-
andi samgönguráðherra, þeirra
Sturlu Böðvarssonar og Halldórs
Blöndal.
Suðurkjördæmi situr hins
vegar aftast á merinni þegar kem-
ur að fjárveitingum til vegamála
síðustu þrettán árin en þar hefur
verið framkvæmt fyrir 13,6 millj-
arða króna á þeim tíma. Tekið skal
fram að allar þær upphæðir sem
hér eru nefndar eru á verðlagi frá
febrúar á þessu ári.
Þetta þýðir að höfuðborgar-
svæðið, þar sem óumdeilanlega
eru flestir á ferð og allar sam-
gönguæðar í hvað mestri notkun,
hefur fengið 29,6 prósent alls fjár-
magns til vegamála síðustu þrett-
án árin. Aðeins einu sinni á þessum
þrettán árum fengu höfuðborgar-
búar hlutfallslega mest en það var
árið 1995 þegar hlutfallið fór í 33
prósent. Lægst fór það hlutfalls-
lega niður í tæp fimmtán prósent.
Þrefalt minna fjármagn
Það sem Gunnar Birgisson, borg-
arráð Reykjavíkur og margir
aðrir ráðamenn á suðvestur-
horninu eru ósáttir við er að í nýj-
ustu uppfærslu samgönguáætlun-
ar til ársins 2008 stendur hlutfall
höfuðborgarsvæðisins að mestu í
stað. Sé aftur rýnt í gögn Vega-
gerðarinnar sést að næstu fjögur
ár fara rúmlega 27 milljarðar
króna til stofnvega og tengivega á
landsvísu en hlutur þéttbýlisins í
Reykjavík og nágrenni er aðeins
rúmir 6,4 milljarðar. Meðan ekki
liggur fyrir nákvæmur kostnaður
vegna fyrirhugaðra Héðinsfjarð-
arganga telja fræðingar kostnað-
inn vera á bilinu sex til átta millj-
arðar eða svipaða upphæð og allt
höfuðborgarsvæðið fær næstu
fjögur árin. 
Tillögur Gunnars Birgissonar
byggja að mestu á því að slá Héð-
insfjarðargöng af og nota fjár-
magnið að hluta til til að tvöfalda
Reykjanesbraut alla leið og koma
lagningu Sundabrautar á rekspöl.
Tillögur hans taka reyndar til
mun fleiri þátta en eingöngu
vegamála en Gunnar hefur látið
hafa eftir sér að fásinna sé að taka
hagsmuni fárra fram yfir hags-
muni þess meginhluta þjóðarinn-
ar sem býr á suðvesturhorninu.
Almenningur á móti
Samkvæmt skoðanakönnun sem
Fréttablaðið stóð fyrir um síðustu
helgi voru tæp 70 prósent allra
þeirra sem afstöðu tóku andvíg
Héðinsfjarðargöngum meðan rúm
30 prósent voru þeim hlynnt. And-
staða höfuðborgarbúa var mun
meiri í könnuninni en engu að síð-
ur lögðust 57 prósent landsbyggð-
arfólks gegn framkvæmdinni.
Þrátt fyrir þessa óánægju
margra þingmanna og ráðamanna
í sveitarfélögum á höfuðborgar-
svæðinu með forgangsröðun í
vegamálum fengu tillögur Gunn-
ars falleinkunn þegar þær voru
bornar undir þingið og var engin
þeirra samþykkt. Var áætlun sam-
gönguráðherra samþykkt að
mestu óbreytt. 
Nokkrir sjálfstæðismenn sendu
frá sér yfirlýsingu í gær þar sem
fagnað er vilja stjórnvalda til að
fjármagna Sundabraut með sér-
stökum hætti, en komið hefur
fram að til greina kemur að nota til
verkefnisins hluta þess fjármagns
sem fæst við sölu Símans. Kostn-
aður við Sundabrautina er áætlað-
ur átta til tólf milljarðar króna.
Þeir áskilja sér einnig rétt til að
berjast fyrir því að vegabótum
innan höfuðborgarsvæðisins verði
flýtt enda hafi mörg brýn verkefni
tafist í meðförum R-listans.
Jónína Bjartmarz, Framsóknar-
flokki, sagði eftir atkvæðagreiðslu
um samgönguáætlunina að flokk-
urinn styddi hana á þeim forsend-
um að fé frá sölu Símans færi að
einhverjum hluta til lagningar
Sundabrautar enda bætti það
rýran hlut borgarinnar í áætlun-
inni. ?
22 12. maí 2005 FIMMTUDAGUR
Hva? vill Gunnar?
Tvöföldun Reykjanesbrautar
Þegar hefur hluti brautarinnar verið tvöfaldaður og frekari
breikkun stendur fyrir dyrum, en Gunnar vill breikkun alla
leið frá Keflavík inn í Reykjavík á næstu fjórum árum.
Breikkun Reykjanesbrautar gegnum Kópavog, Garðabæ og
Hafnarfjörð er ekki á dagskrá samgönguráðherra að svo
stöddu.
Göng gegnum Vaðlaheiði
Gunnar býður tvenn göng á verði einna. Hann vill slá Héð-
insfjarðargöngin af en í staðinn bjóða Vaðlaheiðargöng en
sú hugmynd nýtur mikils fylgis fyrir norðan enda auðvelda
slík göng allar samgöngur fyrir mun fleiri aðila en Héðins-
fjarðargöng myndu gera. Að auki vill
Gunnar gera göng milli Siglufjarðar og
Fljóta og auðvelda Siglfirðingum að
sækja þjónustu í Skagafjörðinn.
Sundabraut og Vesturlandsvegur
Gunnar vill hraða byggingu Sunda-
brautar sem mest má vera en þar
að auki vill hann einnig
breikka Vesturlandsveg en
umferðartafir eru algengar
þar á álagstímum. Tilkoma
Sundabrautar ætti þó að
öllu jöfnu að minnka álag
á Vesturlandsveg til muna.
Landbúna?arháskóli
Íslands
A?alstö?var:
Hvanneyri ? IS 311 Borgarnes ? Ísland
Sími: (+354) 433 5000 ? Fax: 433 5001
Netfang: lbhi@lbhi.is ? www.lbhi.is
Háskóli
lífs og lands
Hefur flú áhuga á:
? náttúrufræ?i?
? umhverfismálum?
? náttúruvernd?
? n?tingu náttúruau?linda?
N?r valkostur í háskólanámi:
Náttúru- og umhverfisfræ?i
Nám í náttúru- og umhverfisfræ?i vi? LBHÍ er flverfaglegt
og gefur brei?an bakgrunn fyrir fjölflætt störf e?a
framhaldsnám.  fiar er fengist vi? allar helstu greinar
náttúrfræ?i, náttúruvernd, landn?tingu og uppl?singatækni
auk skógræktar og landgræ?slu.
www.lbhi.is
Landbúna?arháskóli Íslands n?tur sérstö?u vegna sta?setningar,
nálæg?ar vi? náttúruna og fjölbreytts námsvals.
Ljósmynd: Ólafur Arnalds ? Hönnun: Næst
Hva? vill Sturla?
Gerð Héðinsfjarðarganga
Útboð fer fram vegna Héðinsfjarðarganga í haust og munu
framkvæmdir hefjast á næsta ári. Talsverðar tafir hafa orðið
á framkvæmdum vegna ganganna, sem fyrst var áætlað að
hefja strax 2003.
Breikkun Reykjanesbrautar
Sturla hlaut mikið lof Suðurnesjamanna í vetur fyrir að ráð-
ast fyrr en ætlað var í frekari breikkun Reykjanesbrautar. Þar
er þó aðeins um kafla að ræða og enn er eftir töluverður
spotti áður en þessi mikla umferðaræð verður öll tvöföld. 
Tveir plús einn á Suðurlandsvegi
Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir að kafli Suðurlandsvegar
verði breikkaður um akrein, svokallaður tveir
plús einn vegur, en það er í samræmi við
óskir Sunnlendinga enda ökuhraði mikill og
alvarleg slys algeng á veginum. Breikkun
hluta hans dugar þó skammt að mati
heimamanna, sem einnig vilja vegrið milli
vegarkafla alla leið auk lýsingar sem ekki er
til staðar í dag.
Smærri verkefni
Fjölmörg önnur verkefni eru á stefnuskránni.
Stytting þjóðvegarins með nýrri brú yfir
Hornafjarðarfljót og endurbygging hring-
vegarins í Skagafirði standa þar hæst.
ALBERT ÖRN EYÞÓRSSON
BLAÐAMAÐUR
FRÉTTASKÝRING
SAMGÖNGUMÁL
Rá?herrakjördæmin fá mest
HRINGBRAUT Stærsta framkvæmdin í Reykjavík næstu misseri er
færsla Hringbrautar en verkið er vel á veg komið. Mörg önnur brýn
verkefni, eins og að setja Mýrargötu í stokk, eru ekki á nýsam-
þykktri samgönguáætlun til ársins 2008.
SELFOSS Suðurkjördæmi hefur borið skarðan hlut frá borði
undanfarin ár. Fjárveitingar þangað nema einungis 13,6 milljörðum
króna undanfarin þrettán ár, sem er tíu milljörðum króna minna en
Norðvesturkjördæmi hefur fengið á sama tíma.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72