Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						Guðmundur Ólafsson hagfræð-
ingur kom einu sinni sem oftar
inn á skrifstofuna mína í Odda
glaður og reifur og settist í
sófann. ,,Veizt þú, Þorvaldur
minn, hvað við Albert og Ey-
steinn eigum sameiginlegt??
Svona eiga samtöl að hefjast,
hugsaði ég með mér, en svarið
við spurningunni vissi ég ekki.
Albert Guðmundsson knatt-
spyrnukappa og síðar fjármála-
ráðherra þekkti ég ekki af eigin
raun, en Eysteini Jónssyni ráð-
herra mundi ég vel eftir, hann
kom stundum heim að rífast við
pabba, t.d. þegar vinstri stjórnin
var að því komin að springa 1958
og húsið skalf, af því að Eysteinn
var svo æstur, og pabbi líka. Guð-
mundur svaraði spurningunni
sjálfur: ,,Við erum fóstursynir
Jónasar.? Þannig var, að Guð-
mundur var barn að aldri heima-
gangur hjá Jónasi fyrir vinskap
móður sinnar við dóttur Jónasar.
Jónas gaf sig að drengnum, hann
hændist að ungu fólki. Og árin
líða. Guðmundur kemst á ung-
lingsár og siglir þungan sjó og
fær þá skyndilega boð um skóla-
vist í Menntaskólanum á Akur-
eyri og þekkist það og lýkur
stúdentsprófi með sóma. 
Skýringin á boðinu um vistina
fyrir norðan reyndist vera sú, að
Þórarinn Björnsson skólameist-
ari hafði fengið símhringingu að
sunnan. Það var Jónas að biðja
meistarann fyrir umkomulausan
strák, sem Menntaskólinn í
Reykjavík hefði ekki burði til að
koma til manns og mennta.
,,Þetta var það eina, sem Jónas
frá Hriflu bað Menntaskólann á
Akureyri um, og því varð ekki
hafnað,? sagði Þórarinn síðar.
Jónas hafði á ráðherraárum sín-
um 1927-31 átt frumkvæði að
stofnun Menntaskólans á Akur-
eyri, öðrum þræði til höfuðs
embættisvaldinu fyrir sunnan og
þá um leið gegn Menntaskólan-
um í Reykjavík. Þannig var
Jónas, þegar því var að skipta:
yndislegur. 
Hann gat líka verið harður í
horn að taka, svo harður, að Ís-
land logaði stafnanna á milli í ill-
deilum fyrir tilstilli Jónasar.
Hann var Sturlungaöldin endur-
borin í einum manni. Hann fór
vel af stað, upptendraður af
brezkum eldmóði. Hann stofnaði
ásamt öðrum Alþýðuflokkinn
handa verkamönnum og sat í
stjórn flokksins fyrsta kastið
eins og Guðjón Friðriksson rifj-
aði upp á málþingi í Háskólanum
í Bifröst 1. maí. Síðan stofnaði
Jónas með öðrum Framsóknar-
flokkinn handa bændum og helg-
aði honum ómælda krafta sína,
þangað til flokksmenn fengu
meira en nóg af ráðríki hans og
tjörguðu hann og fiðruðu fyrir
miðjan aldur. Guðjón telur, að
kaupmenn og aðrir hafi ekki
þorað annað en að stofna Sjálf-
stæðisflokkinn 1929 til að reyna
að sporna gegn áhrifum Jónasar.
Honum dugði ekki minna en að
stofna þrjá flokka. Ísland var
harpa, og hann var hörpuleikar-
inn.
Jónas lauk ekki prófum eftir
námsdvalir sínar í útlöndum,
eins og Helgi Skúli Kjartansson
lýsti í Bifröst, en hann rækti
sjálfan sig m.a. með tíðum utan-
ferðum. Bændur lögðu margir
mikla rækt við menntun sína á
fyrstu áratugum 20. aldar: þeir
lásu saman útlendar bækur á
lestrarfélagsfundum og fóru út
að afla sér frekari upplyftingar.
Þá þyrsti í erlendan fróðleik og
fyrirmyndir, þótt þeir kysu að
bægja frá sér erlendri sam-
keppni og læsa landið í viðskipta-
viðjar eftir 1920. Jónas var eigin-
lega opingáttarmaður innst inni
eins og margir bændur, þótt hann
yrði helzti holdgervingur inni-
lokunarstefnunnar. Hann kom
víða við, var lengi blaðamaður
meðfram stjórnmálastörfum og
skólamaður og uppfræðari fram
í fingurgóma: hann rækti þá köll-
un alla ævi og hafði að mörgu
leyti holl áhrif á framgang
fræðslumálanna, eins og Helgi
Skúli lýsti vel á málþinginu. 
Flokkakerfið, sem Jónas lagði
grunninn að og flutti inn að utan,
stendur enn í stórum dráttum.
Höfuðkenning hans um þjóð-
félagsmál um yfirburði sveit-
anna og lykilhlutverk þeirra í
samfélagsgerðinni reyndist á
hinn bóginn röng og virtist hvíla
á rómantískri óskhyggju og for-
tíðarfíkn og þeirri skoðun, að
börnum væri hollast að alast upp
í sveit. Jónas vanmat áhrif tækni-
framfara á sveitirnar. Honum
sást yfir það, að vélvæðing land-
búnaðarins myndi smátt og smátt
draga svo úr þörfinni fyrir
vinnuafl til sveita, að þungamiðja
atvinnulífs og menningar hlyti að
færast í þéttbýli. Og þó: kannski
sá hann það fyrir, því að honum
tókst ásamt öðrum að búa svo um
hnútana, að fulltrúar dreifðra
byggða hafa í reyndinni ráðið
mestu um landsstjórnina fram á
þennan dag, enda þótt mikill og
sívaxandi hluti þjóðarinnar hafi
þjappað sér æ þéttar saman fyrir
sunnan. ?
Í
slendingar stæra sig stundum af því að vera framarlega í
jafnréttismálum. Ýmislegt bendir þó til þess að við séum
aftar á merinni á þessu sviði en þau lönd sem við helst berum
okkur saman við. Til dæmis vinna íslenskir karlmenn miklu
lengri vinnudag en karlmenn í Evrópusambandslöndunum og 11,2
klukkutímum lengur að meðaltali en íslenskar konur. Þetta kemur
í ljós þegar tölur um vinnuviku Íslendinga frá Hagstofu Íslands
eru bornar saman við nýja vinnumarkaðskönnun Evrópusam-
bandsins sem nær til 25 Evrópuríkja.
Samkvæmt rannsókn Evrópusambandsins vinna Norðmenn
stysta vinnuviku í Evrópu, 38,6 tíma á viku, en Lettar þá lengstu,
43,1 tíma á viku. Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá síðasta ári
vinna Íslendingar 42 stundir á viku að meðaltali og væru því í
þriðja sæti ef þeir hefði verið með í könnuninni, á eftir Bretum
sem vinna 43,1 stund á viku. Rúmenar kæmu næst á eftir Íslend-
ingum en þeir vinna 41,8 stundir á viku samkvæmt könnun Evr-
ópusambandsins. Ekki er að sökum að spyrja að Íslendingar vinna
mest Norðurlandaþjóða og eru einir Norðurlandabúa um að vinna
lengri vinnuviku en 40 stundir. Svíar eru þó nálægt því og vinna
39,9 stundir.
Það sem er mest sláandi er hversu löng vinnuvika íslenskra
karla er samanborið við vinnuviku karla í Evrópusambandslönd-
unum. Meðan íslenskir karlmenn vinna 47,1 klukkutíma að meðal-
tali á viku vinna karlar í Evrópusambandslöndunum 41 klukku-
tíma á viku. Inni í því meðaltali eru öll ný aðildarríki Evrópusam-
bandsins en vinnuvika er yfirleitt lengri í jaðarríkjum sambands-
ins en í ?gömlu? ríkjunum. Tölurnar frá Evrópusambandskönnun-
inni ná þó eingöngu til þeirra sem eru ráðnir í fullt starf, meðan
rannsókn Hagstofu Íslands nær til alls vinnumarkaðarins. Gera
má ráð fyrir að mikill meirihluti karla sé þó í fullu starfi en erfið-
ara er að bera íslensku tölurnar um vinnutíma íslenskra kvenna,
sem er 35,9 klukkutímar á viku, saman við vinnutíma kvenna í
rannsókninni.
Eftir stendur gríðarlegur munur á vinnutíma karla og kvenna.
Hafa ber einnig í huga að um meðaltalstölur er að ræða, sem segir
að talsvert stór hluti karla vinnur meira en 50 tíma á viku og jafn-
vel miklu meira en það. Hvaða tíma hafa þessir menn til þess að
rækta fjölskyldur sínar, mynda tengsl, rækta börn sín og sinna
umgengnisrétti sínum og skyldum við börn sín sem búa annars
staðar eins og svo algengt er? Hver er staða karlmanna sem vinna
meira en 50 tíma á viku til að ganga til verka til móts við konur
sínar á heimilum? Og hvernig fara þeir að því að rækta sjálfa sig
og sinna vinum og stórfjölskyldu?
Vissulega eru margir svo lánsamir að vinna þeirra er ekki bara
áhugamál þeirra heldur jafnvel ástríða og þetta á örugglega við
um marga þá sem vinna mest. Það breytir því þó ekki að tími til
að sinna öðrum þeim verkefnum sem tilheyra því hlutverki að
vera maður, fjölskyldumaður og þjóðfélagsþegn er lítill. 
Stytting vinnutíma, og þá einkum vinnutíma karlmanna, ætti
því að vera forgangsverkefni, bæði í verkalýðshreyfingunni og
hjá hverjum og einum, ekki síst þeim sem vilja taka ábyrgð á því
stórverkefni, sem langflestir takast á hendur, að eignast börn og
koma þeim svo til manns. ?
12. maí 2005 FIMMTUDAGUR
SJÓNARMIÐ
STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR
Íslendingar eiga langt í land í jafnréttismálum kynjanna
þegar borinn er saman vinnutími karla og kvenna.
Stytting vinnu-
tíma forgangsmál
FRÁ DEGI TIL DAGS
Í DAG
JÓNAS FRÁ HRIFLU
ÞORVALDUR
GYLFASON
Höfu?kenning hans um fljó?-
félagsmál um yfirbur?i sveit-
anna og lykilhlutverk fleirra í
samfélagsger?inni reyndist á
hinn bóginn röng og virtist
hvíla á rómantískri óskhyggju
og fortí?arfíkn og fleirri sko?-
un, a? börnum væri hollast a?
alast upp í sveit.
Hryllilegt og fyndið!
Ísland sem einleikshljó?færi
Tíminn hnýtir í Frjálslynda
Á vefriti Framsóknarflokksins, tíminn.is, var
bent á það í gær að Frjálslyndi flokkurinn
sendi frá sér fréttatilkynningu á dögunum
um að Magnús Þór Hafsteinsson myndi
sitja í menntamálanefnd í stað Sigurjóns
Þórðarsonar til þess að tryggja vandaða
meðferð RÚV-frumvarpsins í nefndinni.
?Það vakti því athygli að þegar RÚV-málið
kom til meðferðar í menntamálanefnd var
Magnús Þór hvergi sjáanlegur. Fulltrúi Frjáls-
lyndra í nefndinni var eftir
sem áður Sigurjón Þórðar-
son, sá sami og settur var af
með bréfi af eigin samherj-
um vegna þess að hann
þótti ekki nógu vandað-
ur í vinnubrögðum,?
segir á tímanum.is
Spurning um hæfni hinna
Framsóknarmenn halda áfram: ?Það
þarf víst ekki að leita frekari sannana
fyrir því að meðferð stjórnarminnihlut-
ans á RÚV-frumvarpinu var afar ómál-
efnaleg og óvönduð, við byggjum þá
ályktun bara á fréttatilkynningu Frjáls-
lynda flokksins sjálfs. Þeir ætluðu að
setja hæfan þingmann í málið en
þegar til kom áttu þeir engan á lausu
og urðu að senda Sigurjón. Skýringin
er víst sú að Magnús Þór þurfti að
bregða sér til Noregs í brýnum einka-
erindum. Þess vegna var Sigurjón
nógu góður. Umræðu um hvað sú
staðreynd segir svo aftur um hæfni
hinna tveggja þingmanna Frjálslyndra
til þess að beita vönduðum vinnu-
brögðum látum við bíða betri tíma.?
Fáheyrður dónaskapur
Auk þess að býsnast út í Frjálslynda
flokkinn hnýtir penni tímans einnig í
ræðusérfræðinga JC, sem völdu Sig-
urjón Þórðarson næstbesta ræðu-
mann í eldhúsdagsumræðunum á
Alþingi í fyrradag: ?Eins og við höfum
bent á var útgáfa fréttatilkynningar-
innar fáheyrður dónaskapur Frjáls-
lynda flokksins í garð þingmanns úr
eigin röðum. Við hér munum ekki
taka upp baráttu fyrir því að Sigurjón
fái viðurkenningu fyrir að vera í hópi
vönduðustu þingmanna (jafnvel þótt
hann hafi nýlega klárað JC-námskeið
og orðið við það næstmesti ræðu-
skörungur Alþingis að mati þeirra
sem selja JC-námskeið).?
sda@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 ? prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík  AÐAL-
SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 ? prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
LESTU GREININA Á VISIR.IS 
OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA
f25290405_sigurjon_02.jpg

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72