Fréttablaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 29
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er fimmtudagur 12. maí, 132. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 4.22 13.24 22.28 AKUREYRI 3.50 13.09 22.31 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Freyja Valsdóttir, barþjónn á Kaffi- brennslunni, á nóg af fötum en kaupir oftast notuð föt í Spútnik, Rauða kross-búðinni og Kolaportinu þar sem hægt er að gera kjarakaup. „Sú flík sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér er svarti leðurjakkinn minn. Vinkona mín átti hann og ég var búin að hafa augastað á honum lengi. Ég fékk hann stundum lánað- an og langaði voðalega mikið í hann. Síðan sá hún rifnar gallabuxur heima hjá mér og stakk upp á því að við myndum skipta á jakkanum og buxunum, sem ég hafði feng- ið í gjöf, en mér þótti ekkert sérstaklega vænt um buxurnar. Ég sagði auðvitað hátt og snjallt „já“ og sé aldeilis ekki eftir því,“ segir Freyja sem er gjörsamlega ástfangin upp fyrir haus af jakkanum. „Ég get notað hann við allt og hann fer aldrei úr tísku. Ég nota hann bæði fínt og hversdags en ég forðast samt að nota hann þegar er mjög kalt úti,“ segir Freyja hlæj- andi en það sést varla á jakkanum þó að hann sé mikið notaður. „Hann er allavega eins eða tveggja ára og hann eyðist ekkert.“ Aðspurð um hvort ekta leður sé í jakkan- um er Freyja ekki alveg viss. „Mér finnst ekki líklegt að hann sé úr ekta leðri. Þá held ég að vinkona mín hefði aldrei viljað skipta á honum og rifnu gallabuxunum. En hann er mjög góður jakki miðað við að vera gervi.“ Freyju finnst afar skemmtilegt að leita að fötum í svokölluðum „second-hand“ verslunum. „Ég er algjört „second-hand“- frík. Ég elska Kolaportið og finnst rosalega gaman að fara þangað um helgar. Þar er hægt að finna fínustu föt fyrir engan pen- ing.“ lilja@frettabladid.is Fékk uppáhaldsflíkina í skiptum ferdir@frettabladid.is Sólin bíður þeirra sem stökkva til Rimini 26. maí með Heims- ferðum. Rimini er vinsælasti sumarleyfisstaður Ítalíu. Hægt er að skoða þetta tilboð á heimasíðu Heimsferða. Fótboltaáhugamenn þurfa ekki að örvænta því nú eru fáanlegir auka- miðar á úrslitaleik Meistaradeildarinnar, viðureign Liverpool og AC Milan, sem fram fer í Istanbul í Tyrklandi 25. maí nk. Ferðin stendur í 5 daga og verður haldið til London 22. maí og þaðan til Tyrklands 2 dögum síðar. ÍT-ferðir skipuleggja þessa ferð. Hvannadalshnúkur er áfangastaður Ferðafélags Ís- lands um hvítaunnuhelgina. Hópurinn kemur saman í Skaftafelli annað kvöld og síðan verður gengið á Hnjúk- inn á laugardag – en á sunnu- dag til vara. Gangan tekur á bil- inu 10 til 15 stundir. Freyja sér svo sannarlega ekki eftir því að hafa skipt á gallabuxunum og leðurjakkanum sem er í algjöru uppáhaldi. LIGGUR Í LOFTINU í ferðum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA TÍSKA FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. KRÍLIN „Þegar ég spurði pabba hvaðan fugl- arnir kæmu talaði hann í marga klukku- tíma en ég vildi bara vita hvort þeir hafa netið heima hjá sér!“ Skúringarnar verða leikur einn BLS. 3 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 SMÁAUGLÝSINGAR Á 995 KR. ÞÚ GETUR PANTAÐ ÞÆR Á visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.