Fréttablaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 12. maí 2005 Ofurfyrirsæta hannar undirföt HIN ÁSTRALSKA ELLE MCPHERSON KYNNIR NÝJA UNDIRFATALÍNU. G-STRENGIR FYLGJA EKKI LÍNUNNI. Ástralska ofurfyrirsætan Elle McPherson var í London á dögunum þar sem hún kynnti nýja undirfatalínu sem hún hef- ur hannað. Elle hefur haft yfirumsjón með hönnun hverrar flíkur auk þess að prófa hverja og eina spjör. Hún hafði undirfatatísku frá miðri síðustu öld til hliðsjónar við hönnunina. Elle segir það hafa verið meginmark- mið sitt að hanna undir- fatnað sem hentar sem flestum kon- um – undirföt þurfi að hafa þrjá eigin- leika; vera þægileg, fal- leg á að líta og á viðráðanlegu verði. Þessu marki telur Elle sig hafa náð. Sjálf segist hún hætt að ganga í g- streng enda sé hún ekki lengur tvítug. „Ég vil framleiða undirföt sem fellur öll- um konum í geð,“ segir þessi geð- þekka fyrirsæta frá Ástralíu. NÝBÝLAVEGUR 12, KÓPAVOGUR SÍMI 554 4433 Opnunartími virka daga 10-18 og laugardaga 10-16 Flott föt á allar konur                        Tískuhönnuðurinn, Carolina Herrera, tók þessa mynd af brúðhjónunum glænýju. Renee Zellweger tók upp á því öllum að óvörum að ganga í það heilaga á Jómfrúreyjum á mánu- daginn var. Renee hefur löngum haldið tryggð við tískuhönnuðinn Carolinu Herrera og það var að sjálfsögðu hún sem hannaði brúð- arkjólinn. Blessunin hún Bridget Jones hefði nú tæplega komist með annað lærið í þennan kjól sem er níðþröngur og sýndi vel hvað Renee hefur tekist að losa sig við Bridget. Renee hefur einkar fallegar axlir og sýnir þær gjarna þegar hún vill líta einkar vel út og það gerði hún svo sann- arlega í þetta sinn. Kjóllinn var með gamaldags hafmeyjusniði, þröngur og aðsniðinn niður á mið læri en víkkaði svo út með klauf svo hin berfætta brúður gat svif- ið þokkafull niður ströndina ásamt sínum útvalda, sveita- söngvaranum Kenny Chesney . Hönnun Carolinu Herrera er á sígildum nótum og klæðir hina grannvöxnu Renee Zellweger einkar vel enda skrýðist hún kjólum Herrera við hvert tæki- færi. Berfætt brúður blikar af sælu Glæsileg hönnun Carolinu Herrera naut sín vel á ströndinni. Elle með soninn Arpad. Ljósblá undirföt úr smiðju Elle McPherson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.