Fréttablaðið - 20.05.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.05.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 SLYS „Þetta var hræðileg lífs- reynsla,“ segir Berglind Ágústs- dóttir en hundtík hennar stökk ofan í hver og drapst á Flúðum í síðustu viku. Eiginmaður Berglindar varð svo fyrir annars stigs bruna á fæti þegar hann sótti dýrið í hverinn. Berglind segir svo frá að hún hafi farið ríðandi fram hjá skurði sem hún telur að sé um hálfur metri á breidd og svipaður að dýpt en nokkuð langur og liggi meðfram gróðurhúsi. Tíkin var í fylgd með henni en svo heyrði Berglind ein- hver hljóð og læti svo hún stað- næmdist og kallaði á tíkina sem lét ekki á sér bera. Fór hún þá að leita og kom að hundinum dauðum í sjóðandi vatni í skurðinum. Tíkin var írskur setter og var kölluð Kasmír. Hannibal Kjartansson hitaveitu- stjóri segir hins vegar að atvikið hafi átt sér stað á friðlýstu hvera- svæði og sé það girt af að hluta. Hundurinn hafi því stokkið í hver en ekki skurð við gróðurhús. Kjartan Helgason garðyrkju- bóndi er eigandi landsins þar sem atvikið átti sér stað. Hann segir svæðið ekki afgirt eða merkt en vegur liggur í gegnum það. Hann segir að hingað til hafi engum dulist að þarna væru hættulegir hverir og því ekki þurft að merkja það sérstaklega. Berglind segist ekki hafa hugs- að sér aðra eftirmála en þá að kom- ið verði í veg fyrir að svona lagað geti endurtekið sig. -jse Fóru inn á verndað hverasvæði: Fjölskylduhundur drapst í hver vi› Flú›ir ALLA HELGINA Krakka dagar Frábær dagskrá og tilbo› fyrir krakkana BJARTVIÐRI sunnan og vestan til en skýjaðra á Norðaustur- og Austurlandi þar sem búast má við stöku éljum. Hiti 0-12 stig að deginum, mildast suðvestan til. Næturfrost. VEÐUR 4 FÖSTUDAGUR Hver verður Eyvindur Stormur? Einar og Óskar skrifuðu upp- kast að kvik- myndahand- riti fyrir Storm. FÓLK 42 20. maí 2005 - 132. tölublað – 5. árgangur Grótta og KR sundrast Handboltasamstarf Gróttu og KR hefur liðið undir lok eftir að aðalstjórn Gróttu ákvað að slíta samstarfinu í gær. KR mun því ekki senda meistara- flokka til keppni næsta vetur. ÍÞRÓTTIR 26 Ekki tímabært Það er ótímabært að taka af skarið um það hvort næsta ál- ver verður á Norðurlandi eða Suðurlandi. Raunar er ekki tímabært að segja neitt um það hvort stóriðja eigi yfirhöfuð að rísa á þessum slóðum. Þetta segir Birgir Guðmundsson í grein í blaðinu í dag. UMRÆÐA 20 Slakar á yfir pottunum SIGRÍÐUR HARÐARDÓTTIR: Í MIÐJU BLAÐSINS ● matur ● tilboð Geimóperu George Lucas l‡kur me› Revenge of the Sith sem frums‡nd er í dag. Svarthöf›i stígur fram fullskapa›ur. MÁTTURINN ER MEÐ SVARTHÖFÐA ▲ BÍÓ 32 VEÐRIÐ Í DAG ▲ SELMA STÓÐ SIG VEL Áhorfendurnir 5000 í íþróttahöllinni í Kænugarði fögnuðu Selmu innilega. Hún hlaut þó ekki náð fyrir augum þátttakenda í evrópsku símakosningunni. Selma komst ekki áfram í Evróvisjónkeppninni: Ni›ursta›an er hlægileg EVRÓVISJÓN Íslendingar verða ekki í hópi þeirra þjóða sem taka þátt í úrslitum Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva ann- að kvöld. Selma Björnsdóttir keppti fyrir Íslands hönd í for- keppni sem var haldin í Kænu- garði í Úkraínu í gærkvöldi en var ekki á meðal þeirra tíu flytjenda sem komust áfram. „Það er náttúrlega ekki hægt annað en að hlæja að þessari niðurstöðu,“ sagði Selma þegar úrslitin lágu fyrir. „Við erum hins vegar ótrúlega sátt með okkar frammistöðu og okkur gekk mjög vel á sviðinu. Við gerðum okkar besta og það er ekkert í þessu ferli sem ég hefði viljað breyta.“ Selma segir landslagið hafa breyst í keppninni frá því hún tók síðast þátt. „Ég kann ekki við það, þetta er orðinn sirkus og það að Ísland og Holland komust ekki áfram er hneyksli.“ ■ ● snyrtivörur ● pistill um meðgöngu föndur tíska heilsa stjörnuspá ferðalög matur tónlist bíó SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 20 . m aí – 2 6. ma í snotur og snyrtileg glæsileg & dínamísk Snyrtivörur » í miðju blaðsins Eurovision » flest sem þú vildir vita » Herdís Þorgeirsdóttir prófessor Pistill » fréttir úr móðurkviði Heimurinn lagast ekki af sjálfu sér HERDÍS ÞORGEIRSDÓTTIR: ▲ Fylgir Fréttablaðinu í dag STAR WARS EPISODE III FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÉT U R Taktu þátt í Icelandair-leiknum í verslun Skífunnar! ...skemmtir þér ; ) www.icelandair.is 1.999,- komin á DVD! ÍRSKUR SETTER Samskonar hundur drapst í hver á Flúðum í síðustu viku. DÓMSMÁL Lilja Sæmundsdóttir, einhleyp kona sem dómsmála- ráðuneytið synjaði um að ættleiða barn frá Kína, kvaðst fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær hafa tilnefnt stuðningsfjölskyldu við sig og barn sitt í því tilfelli að eitt- hvað kæmi upp á. Þetta hafi hún gert strax í upphafi umsóknarferlisins, en einhleypu fólki sem sækti um ætt- leiðingu væri skylt að gera slíkt. Hún kvaðst fullkomlega með- vituð um þá ábyrgð sem því fylgi að vera einhleyp með barn. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær var megin- ástæða synjun- ar ráðuneytis- ins á ættleið- ingarumsókn Lilju sú, að hún væri of þung miðað við hæð. Lilja rakti að- stæður sínar fyrir dómi í gær. Fram kom að hún hefur stundað fjölþætt fram- haldsnám í kennslu og s é r k e n n s l u fyrir fötluð börn. Þá kvaðst hún hafa starfað mikið með börnum, meðal annars sem stuðningsfjölskylda átta ára þroskaheftrar stúlku. Nú væri hún í hálfu starfi við kennslu í Verkmenntaskólann á Akureyri og hálfu starfi sem deildarstjóri hjá Fjölmennt. Lilja kvaðst vera sérlega heilsuhraust og aðeins tvisvar hafa verið frá vinnu vegna veik- inda á síðastliðnum 10 árum, í annað skiptið vegna handleggs- brots og hið síðara vegna flensu. Hún hefði stundað líkamsþjálfun undanfarin ár og hugað vel að mataræði. Hún reykti ekki og neytti sjaldan áfengis. Þá rakti Lilja sam- skipti sín við ættleiðing- arnefnd og dómsmála- ráðuneytið, en barna- verndarnefnd Eyja- fjarðar hafði talið hana „sérstaklega hæfa umfram aðra til að ættleiða barn,“ eins og segir í stefnunni. Ráðuneytið sagði hún að hefði í ferlinu lagt áherslu á þyngd hennar til að byrja með en síðan aldurinn einnig. Þegar ætt- leiðingarferlið hófst var Lilja 45 ára gömul. Fram kom að ráðuneytið hefði leitað til ættleiðingarnefnd- ar, sem aldrei kallaði Lilju til viðtals, en það hafði barnaverndarnefnd gert. Ættleiðingarnefnd kvaðst ekki geta mælt með sam- þykki umsóknarinnar. Lilja sagði ráðuneytið hafa kallað eftir heilbrigðisvottorði varðandi hana, þótt slíkt vottorð lægi þegar fyrir. Þá kvaðst hún hafa þurft að ganga eftir að fá gögn um mál sitt bæði frá ættleiðingar- nefnd og dómsmálaráðuneytinu. Sjá nánar bls. 2 jss@frettabladid.is Haf›i gert rá›stafanir Kona sem banna› hefur veri› a› ættlei›a segist vita um ábyrg›ina sem flví fylgi a› vera einhleyp me› barn. Hún var búin a› útvega stu›ning. LILJA SÆMUNDSDÓTTIR Lilja rakti samskipti sín við ættleiðingarnefnd og dómsmálaráðuneytið fyrir dómi í gær. Henni er meinað að ættleiða barn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.