Fréttablaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 2
2 31. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR Flutti með sér um 25 kíló af sælgæti til landsins með Norrænu: Bí›ur dóms fyrir sælgætissmygl DÓMSMÁL Sýslumaðurinn á Seyðis- firði hefur stefnt Árna Emanúels- syni til greiðslu sjö þúsund og fimm hundruð króna sektar vegna brota á tollalögum þegar hann hafði með sér um 25 kíló af sæl- gæti og gosdrykkjum við komu Norrænu til Seyðisfjarðar síðla árs 2004. Telst slíkt brot á tollalög- um og var Árna boðið að ljúka málinu með sátt hjá Tollstjóran- um á Seyðisfirði sem hann hafn- aði. Árni hefur óskað eftir því að greiða toll af vörunum sem hann flutti inn en hafnar því að greiða sekt. Málflutningur í málinu hófst fyrir héraðsdómi Austurlands á Egilsstöðum í gær „Þeir leituðu í bílnum í fjóra klukkutíma og það sem þeir höfðu upp úr því var sælgæti sem ég hafði keypt og ætlaði að gæða mér á við akstur frá Egilsstöðum til Bolungarvíkur. Ég ætla ekki að una þessari niðurstöðu og fer með málið eins langt og þarf,“ segir Árni. Samkvæmt upplýsingum frá Tollstjóranum í Reykjavík er toll- frjáls innflutningur á matvöru takmarkaður við þrettán þúsund krónur og þrjú kíló. Allt umfram þrjú kíló telst tollskyldur varning- ur og ber ferðamönnum þar með að greiða gjald af vörunum sam- kvæmt ákvæðum tollalaga. - hb Fjárdráttur í Rafiðnaðarskólanum: Fékk tveggja ára fangelsi DÓMSMÁL Jón Árni Rúnarsson, fyrrverandi skólastjóri Rafiðn- aðarskólans, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir stór- felldan fjárdrátt á tímabilinu 1994 til 2001. Peningarnir sem Jón Árni var fundinn sekur um að hafa dreg- ið að sér voru af endurmenntun- argjaldi sem vinnuveitendur í rafiðnaði greiddu. Upphæðin nam tæpum 28 milljónum króna í heildina. Í dómsuppkvaðningu sagði að brotin hefðu verið gerð með ein- beittum brotavilja og verið skipulögð. Jón Árni hefði nýtt sér þá stöðu sem skapaðist með hraðri útþenslu í menntakerfinu á umræddum tíma. Að auki kom fram að Jóni Árna hefði ekki tekist að bæta fyrir það fjárhagslega tjón sem gjörðir hans hefðu valdið. Málið hefur verið lengi fyrir dómstólum, en því var skotið aftur í héraðsdóm eftir að Hæstiréttur komst að því að ekki hefði verið hægt að taka afstöðu til málsins á gefnum forsendum. Jón Árni hafði áður verið dæmdur sýkn saka, en úrskurð- urinn var ógildur í Hæstarétti og sendur niður í héraðsdóm. Hæfileg refsing þótti vera tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi. - mh Heyr›i kvalafullt öskur Samkvæmt nágranna Sæunnar Pálsdóttur, sem myrt var a›faranótt 1. nóvem- ber á sí›asta ári, gekk miki› á í íbú› Sæunnar og Magnúsar Einarssonar á fleim tíma sem mor›i› á a› hafa átt sér sta›. Magnús kannast ekki vi› læti. DÓMSMÁL Nágranni Sæunnar Páls- dóttur segist hafa heyrt skelfinga- röskur og vein í konu á þeim tíma sem atburðirnir eiga að hafa átt sér stað. Óhljóðin hafi síðan hætt skyndilega eftir þungan dynk. Þetta kom fram í vitnisburði ná- grannans við aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær. Magnús Einarsson, sem ákærð- ur er fyrir að hafa banað Sæunni eiginkonu sinni, sagðist hafa verið að hjálpa henni að deyja þar sem hún hafi verið kvalin af þunglyndi og samviskubiti yfir meintu fram- hjáhaldi. Hann sagðist ekki kannast við öskur og læti sem nágranninn taldi sig hafa heyrt. Börn þeirra hafi þannig sofið vært meðan manndrápið hafi átt sér stað. Sálfræðingur sem tók viðtöl við Magnús segir ekkert hafa komið fram sem dragi sakhæfi Magnúsar í efa. Jafnframt sagði sálfræðing- urinn fyrir dómi í gær að svo virtist sem Magnús hefði misst stjórn á gjörðum sínum og í kjölfarið banað konu sinni. Í rannsókn sálfræðingsins á Magnúsi hafi líka komið fram til- hneiging hjá honum til þess að geta í eyðurnar í vitnisburði sínum þegar hann hafi ekki verið viss um hvernig málin hafi verið. Hann hafi munað atburði næturinnar nokkuð skýrt, en skapað síðan sjálfur inn í eyðurnar þegar atburðarásin hafi vafist fyrir honum. Það kom einnig fram í máli sál- fræðingsins að Magnús hafi verið afskaplega háður konu sinni. Hann hafi þannig átt erfitt með að þola það þegar hann komst að því að kona hans hafi verið honum ótrú. Lögreglumenn sem handtóku Magnús á morðstað segja hann hafa greint þeim frá því að einungis hafi verið um aðstoð við dráp að ræða, þar sem kona hans hafi viljað deyja. Magnús sagðist hafa átt erfitt í kjölfarið og fundið fyrir miklum andlegum sársauka við það að finna fyrir fjölskyldu sinni tvístrast í sundur. Sérstaklega hafi honum fundist erfitt að hugsa til þess að samband hans við börn sín myndi glatast. Frá upphafi hefur verið vitað að Magnús drap konu sína sjálfur, en hann játaði verknaðinn skömmu eftir að hafa framið hann. Magnús heldur enn tengslum við börn sín en þau koma í heim- sókn til hans einu sinni í mánuði á Litla-Hraun, þar sem hann er í gæsluvarðhaldi. Börnin eru í umsjá foreldra Sæunnar . magnush@frettabladid.is Umsækjandi um prestsstöðu: Telur framhjá sér gengi› DÓMSMÁL Tekið var fyrir í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem séra Sigríður Guðmarsdóttir höfðar gegn Biskupsstofu. Hún telur hafa verið framhjá sér gengið þegar ráð- ið var í stöðu sendiráðsprests í London. Menntun Sigríðar er umtalsvert meiri en séra Sigurðar Arnarssonar, sem hreppti embættið, en hún hefur lokið M.Phil-gráðu, sem er þriggja ára nám, auk embættisprófs. Séra Sigurður Arnarsson, sem er tengda- sonur biskups Íslands, hefur lokið einu ári í sjúkrahúsprestsnámi auk embættisprófs. Hæfisnefndina skipa aðilar frá Tryggingastofnun ríkisins, utanrík- isráðuneytinu og Biskupsstofu. Nefndin taldi menntun Sigurðar betur sniðna að starfi sendiráðs- prests en menntun Sigríðar. - mh Egill Helgason: F‡lubomba frá Finni FJÖLMIÐLAR „Þettar er bara ein af mörgum fýlubombum sem Finnur Ingólfsson hefur sprengt á ævi sinni. Ég veit ekki hvað maðurinn er að spá,“ segir Egill Helgason þáttar- stjórnandi. Finnur Ingólfsson sagði í Kastljósinu í gær að þegar Finnur hefði nýtekið við sem iðnaðarráð- herra hefði Egill falast eftir viðtali við hann, en á þeim tíma hefði and- legt og líkamlegt ástand Egils verið með þeim hætti að hann hefði ekki verið í stakk búinn til að taka við- talið. „Ég hef bara einu sinni hitt hann augliti til auglitis, þegar ég tók fréttaviðtal við Finn í stúdíói Stöðv- ar 2, sem var á engan hátt sögulegt. Hvað eftir annað, þegar Finnur var iðnaðarráðherra, lofaði hann að koma í Silfur Egils og sveik það alltaf á síðustu stundu.“ - ss ANGELA MERKEL Segist uppræta atvinnuleysi í Þýskalandi nái hún kjöri. Kristilegu flokkarnir: Merkel ver›ur kanslaraefni› BERLÍN, AP Kristilegu flokkarnir í Þýskalandi lýstu því formlega yfir í gær að Angela Merkel yrði kansl- araefni þeirra í kosningunum sem haldnar verða í haust. Sigri flokk- arnir í kosningunum verður Merkel fyrsti kvenkanslari Þýskalands. Það kom í hlut Edmunds Stoiber að lesa tilkynninguna upp en hann atti kappi við Gerhard Scröder kanslara í kosningunum 2002. Merkel hélt stutta ræðu við þetta tækifæri þar sem hún lofaði að upp- ræta atvinnuleysið í landinu næði hún kjöri. ■ PUNKTAÐU NIÐUR FERÐA- LAGIÐ SPURNING DAGSINS Grímur, er fletta skítsæmileg mynd? „Viðbrögðin hafa að minnsta kosti verið skítsæmileg.“ Stuttmynd Gríms Hákonarsonar, Slavek the Shit, var valin besta besta myndin á stuttmynda- og heimild- armyndahátíðinni Short & Docs um helgina. ÁRNI EMANÚELSSON Tók of mikið af sæl- gæti með sér til landsins en neitar að greiða sekt. VIÐ HÉRAÐSDÓM REYKJANESS Magnús Einarsson, fyrrverandi eiginmaður Sæunnar Pálsdóttur, heldur því fram að hún hafi viljað láta bana sér, og hann hafi einungis verið að hjálpa henni við það. JÓN ÁRNI MÆTIR TIL DÓMSUPPKVAÐN- INGAR Jón var dæmdur sekur um fjárdrátt í héraðsdómi eftir að Hæstiréttur hafði skotið málinu þangað aftur. Landbúnaðarstofnun: Fer á Selfoss LANDBÚNAÐUR Ákveðið hefur verið að Landbúnaðarstofnun, sem tekur við þeim verkefnum sem hafa verið í höndum yfirdýra- læknis, veiðimálastjóra, aðfanga- eftirlitsins, kjötmatsformanns og plöntueftirlitsins, skuli staðsett á Selfossi. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra segir að stofnunin muni samt sem áður starfa um allt land og útibú verði á höfuðborgar- svæðinu. Ákveðið hafi verið að koma stofnuninni fyrir nær vettvangi landbúnaðar og Selfoss sé sterkur þjónustubær í nálægð við land- búnað. Með stofnun Landbúnaðar- stofnunar náist bæði hagræðing og öflugri stofnun. ■ M YN D /A P LÖGREGLUFRÉTTIR VINNUSLYS VIÐ KÁRAHNJÚKA Færeyskur ökumaður slasaðist lítillega þegar vörubíll hans valt við Kárahnjúka um hádegisbil í gær. Voru tildrög slyssins óljós en meiðsl mannsins reyndust ekki alvarleg þegar til kom. FERÐAMENN Í BÍLVELTU Tveir kanadískir ferðamenn slösuðust illa þegar bfireið þeirra valt við Hösklá skammt frá Bakkafirði um miðjan dag í gær. Voru bæði flutt til Reykjavíkur með sjúkra- flugi en ekki fengust upplýsingar um líðan þeirra áður en blaðið fór í prentun.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.