Fréttablaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 58
Metsöluhöfundurinn ÞráinnBertelsson sendir frá sérnýja skáldsögu í haust. Bókin heitir Valkyrjur og er saka- málasaga þannig að það má segja að Þráinn sé á svipuðum nótum og í fyrra. Þá sló hann í gegn með reyfaranum Dauðans óvissi tími sem var innblásinn af íslenskum veruleika og vakti með verki sínu bæði mikla athygli og nokkra úlfúð. Það má segja að dæmið hafi nú snúist við en brotthvarf Davíðs Oddssonar úr íslenskum stjórn- málum sem var kunngjört í vik- unni minnir um margt á svipaðan atburð sem Þráinn lýsir í Valkyrj- um. Lífið virðist því vera farið að stæla Þráin en ekki öfugt. Trúir ekki á tilviljanir „Ég er svo gamall að það kemur mér ekkert á óvart lengur,“ segir Þráinn þegar hann er spurður hvort sér hafi brugðið við yfirlýs- ingu Davíðs Oddssonar fyrr í vik- unni. „Ég reyni að skrifa eitthvað sem endurspeglar þjóðfélagið og þá aðallega það sem hefur gerst. Þá liggur í hlutarins eðli, ef mað- ur er á réttu róli, að maður endur- spegli framtíðina að einhverju leyti. Það sem kom mér kannski á óvart var að þessi atburður þegar utanríkisráðherra sagði af sér skyldi verða jafn bjánalegur og ég er að lýsa í nokkurs konar háðs- ádeilu. Þaðan sem ég sit tekur engu tali að slíkar tilviljanir eigi sér stað að menn hætti í pólitík og setjist í Seðlabankann af því að seðlabankastjóri hafi ákveðið, af tilviljun, að það henti honum að hætta nokkrum mánuðum fyrr en hann á að gera og að um síðustu mánaðamót hafi laun bankastjóra hækkað um 27%. Að vísu sagði ég ekki fyrir um þetta með launa- hækkunina enda verður maður, þegar maður er rithöfundur, að passa sig á því að verða ekki of fá- ránlegur. Þá missa lesendur traust á manni en þetta er nokkuð sem stjórnmálamenn mættu læra af rithöfundum. Ég get þó í raun og veru ekki á neinn hátt glaðst yfir þessu vegna þess að þegar maður er að deila á samfélag sitt er maður að gera það meðfram í þeim tilgangi að það þróist ekki á þann veg sem maður heldur að það muni gera ef haldið er áfram á sömu braut og maður er að vara við. Það fylgir því engin sérstök ánægja að sjá að þróunin er enn vitlausari en manni sjálfum datt í hug.“ Er enginn bjáni Þráinn segir að Valkyrjur sé saka- málasaga en um leið annað og meira. „Þetta er reyfari, spennu- saga og glæpasaga en um leið, frá minni hálfu, grafalvarlegt bók- menntaverk af því að ég held að allar tegundir bókmennta eigi rétt á sér og þetta er sú tegund bók- mennta sem ég er að skemmta mér við að vinna í um þessar mundir. Það er svo skrýtið með mig að ég vel mér greinar sem hin svokallaða intelligensía hefur yndi af því að fordæma. Ég gerði á sínum tíma gamanmyndir sem fjölluðu um það sem ég sá í kring- um mig en þurfti inni á milli að gera myndir eins og Magnús og Skammdegi til þess að sanna að ég væri ekki hálfviti.“ Þráinn sló eftirminnilega í gegn með endurminningabók sinni Einhvers konar ég fyrir tveimur árum og fylgdi henni svo eftir með reyfaranum Dauðans óvissi tími og nú Valkyrjum. „Ég byrjaði á endurminningunum vegna þess að mér þótti rétt að gefa út bók með tilheyrandi bók- menntalegum tilþrifum áður en ég byrjaði á glæpasögunum. Bara til að minna á að ég sé ekki bjáni.“ Hefur rokselt bækur og bíómiða Þráinn hefur átt góðu gengi að fagna á síðari hluta rithöfundar- ferils síns en minnist þó kvik- myndagerðaráranna með hlýhug þó hann hafi á síðustu tveimur árum sent frá sér tvær bækur, selt þær í tæplega 30.000 eintök- um og fengið lof gagnrýnenda. „Kvikmyndagerðin hlýtur að hafa gengið alveg rosalega vel þar sem ég var í þessu í aldarfjórðung án þess að fara á hausinn. Ég þarf alltaf að banka í tré þegar ég rifja það upp. Í kvikmyndagerðinni háði það mér að þurfa að fara í gegnum einhverjar úthlutunar- nefndir til þess að ná til fólks. Það tókst nú engu að síður en ég var alltaf með skömmtunarstjórana á móti mér. Bækur get ég skrifað án þess að sækja um leyfi til þess til úthlutunarnefnda. Almenningur tekur þessum bókum vel af tveim- ur ástæðum; fólk finnur að ég er að reyna að tala við það. Að ég á erindi við mannskapinn og er einn af hópnum. Ég er ekki að tala nið- ur til fólks um einhverja sér- fræðilega hluti eða fagurfræði sem kemur fáum við. Ég er að fást við sammannlega reynslu okkar sem erum að reyna að þrauka hérna norður í ballarhafi og er voða þakklátur fyrir að vera nógu vitlaus til að fólk hafi gaman af.“ Dásamlegt rithöfundalíf „Það er dásamlegt að vera rithöf- undur og einhvern tíma þegar mér dettur í hug að skrifa forn- sögu læt ég menn berjast. Ég byrja kannski með 140 menn en líst ekkert á það og skrifa því 1.400 menn inn í staðinn. Það kost- ar ekki neitt en við erum að tala um 100 milljónir sem ég þyrfti að útvega til að bæta við þessu eina núlli í kvikmynd. Bækur eru mjög heillandi og ég hef hugsað mér að skrifa fimm sakamálasögur um eitt og annað í þjóðfélaginu. Næst ætla ég að fjalla um það sem ég held að sé mesti vágestur í ís- lensku samfélagi. Það er ekki kvótakerfið heldur eiturlyf og ég ætla að skrifa bók sem heitir í bili Engill dauðans. Allt er þetta háð því að mér endist aldur og heilsa en ég treysti mér samt ekki til að halda endalaust áfram í þessu formi. Sakamálasagan er ofsalega spennandi form og ég held að sakamálasaga sé erfiðasta bók- menntaformið sem maður getur fundið sér. Það er að segja ef mað- ur telur sig eiga eitthvert annað erindi en að skapa gæsahúð og eftirvæntingu.“ Stingur prjónum í dúkkur Þegar Dauðans óvissi tími kom út í fyrra var talað um hana sem lykil- róman, að í henni væri Þráinn að fjalla um þekkta raunverulega ein- staklinga undir rós. Þetta er þó hvergi nærri svona einfalt. „Auð- vitað minnir Haraldur í Þjóðbank- anum á Björgólf í Landsbankanum en ég geri í raun og veru ekkert sem er ljótara en það að ég nota þau áhrif sem umhverfið hefur á mig og skrifa út frá þeim. Jökull Pétursson, forsætisráðherra í Val- kyrjum, er ekki Davíð Oddsson. Ég hef hins vegar haft Davíð Oddsson fyrir augunum sem forsætisráð- herra lengur en nokkurn annan og hann hefur haft meiri áhrif á minn hugarheim en nokkur annar for- sætisráðherra. Ég skrifa um það sem kemur úr mínum hugarheimi. Ég sit ekki með myndavél fyrir utan heimili Davíðs og ljósmynda hann. Ég hef ekkert þegið frá hon- um sem hann og fjölmiðlar hafa ekki geislað yfir mig. Mér leiðist þessi barnalega afstaða að maður stundi einhvers konar vúdú með því að búa til dúkkur, bókmennta- legar eftirlíkingar og stinga þær með bókmenntalegum títuprjón- um. Ég er bara rithöfundur, ekki vúdúlæknir.“ 34 10. september 2005 LAUGARDAGUR Sakamálasagan Valkyrjur eftir Þráin Bertelsson kemur út á næstunni. Fréttablaðið birtir hér kaflann Spili lýkur úr bók Þráins. J ÖKULL Pétursson forsætis-ráðherra var nátthrafn ogvakti gjarna fram á rauða nótt og spilaði þá stundum bridds á Veraldarvefnum við ókunnugt fólk í öðrum löndum og heimsálfum undir nikkinu Bláklukka. Í raun- inni var þessi þekktasti maður Ís- lands einfari og þótt hann umgeng- ist marga starfs síns vegna átti hann fáa vini. Og aðeins einn þeirra hefði látið sér til hugar koma að hringja í hann eftir mið- nætti. „Sæll,“ sagði Jökull í símann og gaf með röddinni til kynna að hann væri upptekinn. „Kláraðu spilið,“ sagði Gestur Oddleifsson. „Hringdu í mig um leið og það er búið. Við þurfum að tala saman.“ „Hvað er svona mikilvægt?“ spurði Jökull þegar hann hringdi nokkrum mínútum síðar í vin sinn, framkvæmdastjóra Lýðræðis- flokksins. Jökull hafði sagt fjóra spaða og ætlað að klára seinna geimið og rúbertuna en varð tveimur slögum undir, doblað og redoblað. Hann kenndi trufluninni um og var ergilegur. „Þá er komið að því,“ sagði Gest- ur. „Þetta er símtalið sem við höf- um báðir vitað að ég þyrfti hugsan- lega að hringja einhvern tímann þótt við höfum báðir vonað að til þess kæmi ekki.“ „Silkisnúran?“ spurði Jökull. „Núna?“ „Seðlabankinn,“ sagði Gestur. „Skynsamir menn forða sér í skjól áður en óveðrið skellur á.“ „En ég ætla ekki í Seðlabankann fyrr en á næsta ári. Við vorum bún- ir að ræða það mál. Hvaða óveður ert þú að tala um?“ „Það eru tvær krappar lægðir á leiðinni,“ sagði Gestur, sem hafði yndi af að tala í líkingum. „Ég tal- aði við hana Elínu mína í dag.“ „Elínu?“ „Elínu ríkislögreglustjóra.“ „Og er hún svona veðurglögg?“ „Við vorum reyndar líka búnir að sjá fyrir þennan möguleika.“ „Hvaða möguleika?“ „Elín hefur fregnað það eftir óformlegum leiðum að málinu gegn Minus Group verði vísað frá dómi því að rannsóknin standist ekki nema að litlu leyti þær kröfur sem gera verður til þess að hægt sé að dómtaka málið.“ „Það er þá hennar klúður og mér óviðkomandi.“ „Já, að vissu marki. Ríkislög- reglustjóri getur fyrir sitt leyti vís- að ábyrgðinni á yfirmann Efna- hagsbrotadeildar. En í þínu tilviki er erfitt að benda á einhvern annan blóraböggul.“ „Ég kem þessu máli ekkert við.“ „Við erum búnir að ræða það mál,“ sagði Gestur Oddleifsson. „Oft og mörgum sinnum ráðlagði ég þér að láta ógert að hjóla í Magnús Mínus með einhverju of- forsi. Maður á að sæta færis. En þú hafðir þitt fram.“ „Ég hef hvorki talað við ríkislög- reglustjóra né skrifað henni til að fara fram á þessa rannsókn, svo að það er tómt mál að ætla að bendla mig við þetta,“ sagði Jökull. „Það er nú svo,“ sagði Gestur. „Fjölmiðlar og almenningsálitið halda því fram að þessi rannsókn sé undan þínum rifjum runnin og hafi verið framkvæmd til þess að þóknast þér. Fjölmiðlar og almenn- ingur eru sá dómstóll sem stendur hæstarétti ofar og ekki þarf neinar sannanir. Þú fekkst fjölmiðlana á móti þér með þessu vanhugsaða fjölmiðlafrumvarpi. Það sáu allir að það var hefndaraðgerð en ekki skynsamleg lagasetning til að tak- marka eignarhald á fjölmiðlum. Þetta erum við búnir að ræða. Og ég var líka búinn að vara þig við því að setja af stað þessa herferð gegn Magnúsi. Hún var ótímabær og hefur í för með sér ótímabærar afleiðingar. Óhjákvæmilegar af- leiðingar. Því miður.“ „Er það víst að málinu verði vísað frá dómi?“ „Það er víst – að hluta til að minnsta kosti. Það skín alls staðar í gegn að þessi rannsókn er ekki rannsókn á meintum brotum held- ur dauðaleit að bókhaldslegum yf- irsjónum. Við máttum vita þetta fyrir.“ „Við höfum áður staðið af okkur ágjöf og brotsjói,“ sagði Jökull við vin sinn og vonaði að líkingamálið nægði til að stappa í hann stálinu. „Þá vorum við á nýju skipi með óþreytta áhöfn,“ sagði Gestur. „Nú er það farið að leka. Ekkert endist til eilífðar. Ekki við heldur.“ „Ekki við?“ sagði Jökull. „Hvað meinarðu? Þetta snýst bara um mig. Þú ert enn þá þurr í fæturna.“ „Já,“ sagði Gestur. „Það er satt. Þetta snýst víst bara um þig, en ég stend með þér eins og ég hef alla tíð gert. En það er ekki nóg með að þessi rannsókn standist engar dómskröfur og verði vísað frá. Bók- in verður dropinn sem fyllir mæl- inn. Elín sagði mér að líkurnar á því að forða því að þetta handrit lendi fyrir almenningssjónum séu hverf- andi litlar. Og í bókinni er því hald- ið fram að þú hafir í vitna viðurvist hótað því að ganga milli bols og höf- uðs á Magnúsi. Þegar þetta spyrst út verður farið að ganga á vitnin, og núna þegar menn vita að leki er kominn að skipinu máttu bóka að rotturnar reyna að komast í land.“ „Hvernig stendur á því að þetta handrit finnst ekki? Til hvers halda menn að við séum að halda úti öllu þessu helvítis lögreglubatteríi?“ Gestur leiddi þessa spurningu hjá sér. Hann var vanur að þykjast ekki taka eftir reiðiköstum vinar síns. „Gott og vel,“ sagði Jökull. „Ég er hvort sem er orðinn þreyttur á að eiga að bera ábyrgð á öllum hlut- um. Ég er búinn að gera mitt. Ég segi af mér viku fyrir næsta lands- fund.“ „Ég mundi ekki bíða svo lengi,“ sagði Gestur Oddleifsson. Óveðrið er skollið á. „Hvað mundir þú láta þetta bíða lengi?“ „Til morguns. Ég mundi í þínum sporum kalla saman miðstjórnina og þingflokkinn í hádeginu og boða svo til blaðamannafundar klukkan tvö.“ Jökull hugsaði sig um. Með hjálp Gests var hann vanur að vera fljót- ur að taka ákvarðanir. „En hvað með Seðlabankann?“ „Björn Ingvar seðlabankastjóri og formaður bankaráðs verður sjö- tugur á næsta ári. Hann er til í að hætta um næstu mánaðamót. Ég var að tala við hann.“ „En hver á að taka við forsætis- ráðuneytinu?“ „Við látum Bændaflokkinn taka við því, og nýi forsætisráðherrann byrjar á því að skipa þig í Seðla- bankann. Það er betra en að okkar flokksmaður þurfi að gera það?“ „Ertu viss um að durgurinn geri það?“ spurði Jökull. „Ef sá draumur hans að verða forsætisráðherra rætist?“ sagði Gestur. „Já.“ „Ég er búinn að ganga frá því. Ég talaði við hann í dag.“ „Þetta gæti gengið upp,“ sagði Jökull. „Já,“ sagði Gestur. „Allt í lagi. Getur þú boðað þessa fundi á morgun? Með svona stutt- um fyrirvara?“ Jökull var búinn að taka ákvörðun. Best að koma sér í skjól. „Ég er búinn að því,“ sagði Gest- ur Oddleifsson. „Þetta er allt klappað og klárt.“ Jökull Pétursson forsætisráð- herra sat um stund í bjarmanum frá tölvuskjánum. Svo seildist hann og slökkti á tölvunni. Hann hugsaði um dauðann. Dauðinn er viss, stundin óviss. Lögmál lífsins gilda líka í stjórnmálum. Kominn tími til að byrja nýtt líf. Framhaldslíf. Í notalegu en tilbreytingarlausu himnaríki Seðlabankans. Skrýtið annars að kalla Seðla- bankabygginguna Svörtu loft. Það minnti meira á hinn staðinn. Jökull Pétursson stóð á fætur og geispaði. Hann var búinn að spila nóg. Spili l‡kur Brotthvarf Daví›s Oddssonar úr íslenskum stjórnmál- um minnir um margt um afsögn skálda›s forsætis- rá›herra í væntanlegri skáldsögu firáins Bertelssonar. fiórarinn fiórarinsson ræddi vi› firáin um skáldskap- inn og lífi› og flá undarlegu stö›u sem kemur upp flegar hi› sí›arnefnda stælir hi› fyrrnefnda. ÞRÁINN BERTELSSON „Það er ekkert þjóðfélag eða mannlegt samfélag sem ég veit um sem ekki þarf á gagnrýni að halda. Listamenn eiga að spegla samfélag sitt. Það hafa þeir höfundar gert sem hafa orðið lífseigastir. Svona piltar allt frá Shake- speare til Halldórs Laxness. Þó að ég sé einfari fylgist ég með því sem gerist í kringum mig. Ég er ekki að fordæma það, bara fjalla um það sem ég sé og síðan geta menn dregið sínar ályktanir.“ Stingur prjónum í bókmenntadúkkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.